Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 31
Morgunblaðið/Jim Smart
Jakob Þór Einarsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sín-
um í Leikir.
Leikið með
orð og þrár
LEIKLIST
I ðnó
Leikfé1ag Islands
LEIKIR
Höfundur: Bjarni Bjarnason. Leik-
stjóri: Stefán Karl Stefánsson.
Leikarar: Jakob Þór Einarsson og
Nanna Kristín Magnúsdóttir. Leik-
mynd og búningar: Rannveig Gylfa-
dóttir. Lýsing: Kjartan Þórisson.
Hádegisleikhús 10. mars
LEIKIR Bjarna Bjarnasonar
eru þriðja verkið sem vann til
verðlauna í leikritasamkeppni
Leikfélags íslands sem efnt var til
í hittifyrra. Þar var kallað eftir
einþáttungum eða stuttum leik-
verkum ætluðum til sýninga í há-
degisleikhúsi Iðnó. Nú þegar öll
verðlaunaverkin hafa verið sviðsett
er við hæfí að þakka fyrir framtak-
ið því Hádegisleikhúsið hefur
reynst hin skemmtilegasta viðbót
við annað leikhúslíf í landinu og
vonandi verður saga þess lengri.
Verðlaunaverkin þrjú (þau fyrri
eru eftir Kristján Þórð Hrafnsson
og Hallgrím Helgason) hafa öll þó
nokkuð til síns ágætis og eru
skemmtilega ólík.
Leikir Bjarna eru í raun þrír
sjálfstæðir einþáttungar þar sem
höfundur spinnur tilbrigði út frá
sama stefi, ef svo má að orði kom-
ast. Stefíð sem spunnið er út frá er
einfalt: Samskipti kynjanna og,
eins og titill verksins gefur til
kynna, þeir leikir sem til geta orð-
ið í þeim samskiptum. Mjög auð-
velt væri að klúðra þessu efni með
klisjum, einföldunum og/eða
áróðri, en Bjarni fellur aldrei í
slíkar gildrur. Hann nálgast við-
fangsefnið af húmor og skarpri at-
hyglisgáfu og hefur skrifað texta
sem er meitlaður en spannar vítt
svið. Bjarni mun hafa skrifað fleiri
þætti út frá sama stefí, en dóm-
nefndin valdi saman þá þrjá sem
hér eru færðir á svið.
Hver þáttur lýsir samskiptum
pars, karls og konu, þannig að um
sex hlutverk er að ræða í heild.
Það er sama leikaraparið sem leik-
ur í öllum þáttunum, Jakob Þór
Einarsson og Nanna Kristín
Magnúsdóttir, og er virkilega gam-
an að sjá hvernig þau fara úr einu
hlutverki í annað og skipta um
ham á augabragði. Einnig hlýtur
að vera nokkurs virði fyrir leika-
rana sjálfa að fá að spreyta sig á
ólíkum hlutverkum innan sömu
sýningar og þau Jakob Þór og
Nanna Kristín stóðu sig firnavel
hvað þetta varðar, sköpuðu hvort
um sig þrjár skemmtilega ólíkar
persónur. Fyrsti þátturinn lýsir
samskiptum ungrar konu og afar
uppáþrengjandi náunga á kaffi-
húsi. Þau takast fremur góðlátlega
á; karlinn í sókn og konan í vörn -
svona framan af. Jakob Þór var
mjög sannfærandi sem hinn upp-
áþrengjandi náungi, en kannski
hefði hann mátt draga aðeins úr
kraftinum þarna í byrjun svo
áhorfandinn færi ekki að spá í
hvers vegna stúlkan forðaði sér
ekki strax. Miðþátturinn lýsir því
er karl og kona ræða saman um
kossa og það að kyssast - sem þau
greinilega blóðlangar til án þess að
geta komið sér að verki! Þetta er
bráðfyndinn þáttur, mjög
skemmtilega skrifaður og leikar-
arnir fóru báðir á kostum í ýktu
látbragði. Síðasti þátturinn lýsir
því hvernig hjón (söngkona og
píanóleikari) takast á af nokkuð ill-
skeyttri kynferðislegri spennu og
ófullnægju rétt áður en þau eiga að
koma fram fyrir áhorfendur. Ofugt
við fyrsta þátt er konan hér í sókn
og karlinn í vörn. Þessi þáttur var
ekki síður fyndinn er sá á undan,
frábær stígandi í orðaskaki hjón-
anna helst í hendur við tilfinninga-
lega afhjúpun sem er þó skemmti-
lega tvíræð og vekur upp margar
spurningar um samband hinna
stríðandi hjóna og forsendur
„stríðsins" . Nanna Kristín og Jak-
ob Þór áttu frábæran samleik í
þessu atriði og þótt konan sé hér í
hlutverki kvalarans og karlinn
fórnarlambið, skein þó ófullnægjan
af þeim báðum í jöfnum hlutföllum.
Þótt þættirnir séu sjálfstæðir er
skemmtilegur stígandi í þeim sem
gefur sýningunni þéttari heildar-
svip en ella og hefur hér án efa
komið til kasta leikstjórans, Stef-
áns Karls Stefánssonar, sem hér
stýrir í fyrsta sinn og að því er
virðist af miklu öryggi. Sviðsmynd
og búninga hannar Rannveig
Gylfadóttir og vil ég sérstaklega
benda á skemmtilega sviðsmynd í
öðrum þætti, þar sem parið orð-
marga en ókyssta situr á miklum
bókarhlaða; orðin eru undir, yfir
og allt um kring - en stundum er
best að láta verkin tala.
Bjarni Bjarnason hefur áður
sýnt að hann er með athyglisverð-
ustu skáldsagnahöfundum okkar af
yngri kynslóðinni. Leikir vekja
upp vonir um að hann hafi ekki síð-
ur hæfileika á sviði dramatískrar
orðlistar og að hann verði virkur
þátttakandi í þeirri uppsveiflu sem
eftir öllum sólarmerkjum að dæma
er í vændum (og er reyndar þegai'
hafin) á sviði íslenskrar leikritun-
ar.
Soffía Auður Birgisdóttir
Útlægir gyðingar
TOJVLIST
Geislaplötur
JORDISAVALL OG
HÉSPERION XXI
Diáspora Sefardí: Rómönsur og
hljóðfæratónlist spænskra gyðinga
í útlegð. Einsöngur: Montserrat
Figueras (sópran). Hljóðfærahópur:
Hésperion XXI (Pedro Memelsdorff
(flautur), Yair Dalal (oud), Ken
Zuckerman (laúd og sarod), And-
rew Lawrence-King (tvöföld
harpa), Arianna Savall (miðalda-
harpa), Begoiia Olavide (psalterium
og quanum), Xavier Díaz (laúd
renacentista), Edin Karamazov
(laúd medieval), Jordi Savall (lira,
víóla og rebab), Pedro Estevan
(slagverk). Hljómsveitarstjóm:
Jordi Savall. Heildarlengd: 230 (2
diskar). Útgáfa: Alia Vox AV 9809
A+B. Dreifing: Japis.
ÁRIÐ 1492 gengu í Kastilíu og
Aragon í gildi lög sem kváðu á um
að gyðingar skyldu gerðir brott-
rækir frá Spáni. Þeir voru því
neyddir til að leggja land undir fót
og settust að í Frakklandi, Ítalíu og
víða í löndunum umhverfis Mið-
jarðarhafið. Sumir létu þó nægja að
fara til Portúgals, en þar varð þeim
einnig óvært því fáum árum seinna
voru þar sett lög sem gerðu þeim að
snúa til kristni eða hafa sig á brott
ella. Sumir þeirra kusu þó að taka
hina nýju trú en iðka gyðingdóm
sinn í leynd. Þessir gyðingar lögðu
síðar grunn að nýjum gyðingasam-
félögum í Niðurlöndum og Italíu á
16. og 17. öld en aðrir sameinuðust
trúbræðrum sínum í Norður-Afríku
og í austurlöndum nær. í aldanna
rás hafa spænsku gyðingarnir, Sef-
ardím, haldið tryggð við spænskan
uppruna sinn ásamt því að leggja
rækt við gyðinglega menningar-
arfleifð. En auk þess urðu þeir að
sjálfsögðu fyrir sterkum áhrifum
frá þeim svæðum sem þeir fluttu til.
Menning araba í Norður-Afríku og
þjóða Tyrklands, Rúmeníu, Búlg-
aríu, Grikklands, Serbókróatíu og
Bosníu og einnig Vestur-Evrópu
hefur litað þessa tónlist spænsku
gyðinganna svo úr hefur orðið
skemmtilegur bræðingur hinna
ólíkustu þátta tónlistar.
Það er einmitt þessi tónlist sem
Hésperion XXI og Jordi Savall
flytja á þessu frábæra safni sem út
kom fyrir nokkrum vikum.
Mér er engin launung á því að ég
hef ávallt verið afar hrifinn af tón-
listarflutningi Jordis Savall. Hann
er ákaflega fjölhæfur tónlistarmað-
ur. Viðfangsefni hans spanna mjög
vítt svið, frá elstu miðaldatónlist til
klassísku tónskáldanna Mozarts og
Beethovens og einnig hefur honum
verið þjóðleg tónlistararfleifð þjóð-
ar sinnar, Katalóníumanna, sérlega
hugleikin. Bandamenn hans í tón-
listinni eru gjarnan hljóðfærahóp-
urinn Hésperíon XX (sem um síð-
ustu áramót breytti nafni sínu í
Hésperion XXI) en einnig La Cap-
ella Reial de Catalunya og hljóm-
sveitin Le Concert des Nations og
að sjálfsögðu eiginkona hans, Mont-
serrat Figueras.
Savall hefur hér fengið til liðs við
sig níu hljóðfæraleikara sem eiga
sér mjög ólíkan bakgrunn en eiga
það þó sameiginlegt að vera fram-
úrskarandi hver á sínu sviði. Árang-
urinn er ákaflega fjölbreytt tónlist-
arveisla þar sem boðið er upp á
tónlist úr ýmsum áttum. Þessi tón
list er ætluð fyrir hin ólíkustu tæki-
færi: tónlist fyrir trúarlegar athafn-
ir, hrein skemmtitónlist, sagnaljóð,
danstónlist o.s.frv.
Á fyrri diskinum syngur Mont-
serrat Figueras með sinni engil-
tæru rödd og alþekktum dramatísk-
um tilþrifum sem fáar söngkonur
geta leikið eftir.
Vandfundnir eru þeir söngvarar
sem eiga svo auðvelt með að koma
innihaldi texta til skila í tónum á
þann hátt sem Montserrat Figueras
getur. Sérlega minnisstæð eru lögin
El Rey de Francia (Konungurinn í
Frakklandi), gullfalleg ballaða þar
sem ung konungsdóttir segir móður
sinni frá draumi sínum, og lagið Por
que Ilorax blanca nina (Hví grætur
þú fagra barn?) sem er 15 mínútna
(!) langt harmljóð. Lagið er hreint
með ólíkindum áhrifaríkt enda hef-
ur það áður verið viðfangsefni Sa-
valls og Montserrat Figueras (t.d. á
plötunni La Voix de l’emotion, Au-
vidis Fontalis ES 9901) en þar
heyrðist það í öðrum búningi.
Seinni diskurinn er helgaðm'
hljóðfæratónlist og er ekki síður
áhugaverður. Þessi blanda
spænskrar, arabískrai', balkans-
krar og gyðinglegrar tónlistar er
sérlega heillandi og flutningur
Hésperion XXI er glæsilegur að
vanda. Af nógu er að taka ef nefna á
hrífandi lög en að öðrum ólöstuðum
standa upp úr lögin Axerico de qu-
inze anos, í senn hrífandi og seið-
andi, og Longe de mi tu estarás sem
er algjör gersemi.
Eins og gjarnan þegar þessii'
flytjendur eiga í hlut hefur maður á
tilfinningunni að um lifandi flutning
sé að ræða og gerir það eitt hlustun
sérlega ánægjulega. Hljóðupptakan
er einnig mjög góð, hljóðmyndin er
flauelsmjúk en skýr og hefur þægi-
legan enduróm.
Þetta frábæra safn er hreinasta
eyrnayndi frá upphafi til enda.
Valdemar Pálsson
Grettir og Freud
í Skólabæ
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar í Skólabæ, Suðurgötu 26,
annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 með Torfa H. Tulinius, dós-
ent í frönsku. Erindi Torfa nefnist
„Grettir og Freud: Er sálgreining
nothæf til að skýra miðaldatexta?"
Mun Torfi byggja á kafla eftir sig í
bókinni Heiðnum minnum, sem
kom út á seinasta ári hjá Máli og
menningu. Þar setur hann fram
drög að túlkun að Grettis sögu sem
byggir á kenningum sálkönnunar-
innar. Fyrst mun Torfi rekja laus-
lega helstu atriði í greiningu sinni
á Grettlu en síðan ræða hvers
vegna hann telur að unnt sé að
beita hugtökum sálgreiningarinn-
ar til að skýra miðaldatexta.
Torfi H. Tulinius er doktor í nor-
rænum bókmenntum frá Parísar-
háskóla og dósent í frönsku við Há-
skóla íslands. Meðal rita hans má
nefna bókina La „Matiére du
Nord“. Sagas légendaires et fiction
dans l’Islande du XlIIe siécle, en
hún ijallar um þróun skáldskapar í
óbundnu máli á Islandi á 13. öld.
Eftir framsögu Torfa munu fara
fram almennar umræður um er-
indi hans. Fundurinn er öllum op-
inn.
Samkeppni
um gerð
vettlinga
ULLARVINNSLAN Þingborg, í
samvinnu við Listasafn Árnesinga,
efnir til samkeppni um gerð vettl-
inga. Tilgangurinn er að vekja at-
hygli á þeirri Qölbreytni, sem teng-
ist þessari þarfaflík og halda
menningu þeirra á lofti og að benda
á fjölbreytileika íslensks hráefnis.
Þáttakendur skulu senda inn full-
unnið vettlingapar og nota fslenskt
hráefhi að mestu leyti. Þau atriði
sem metin verða eru hugmynd, lög-
un, litaval, áferð, gæði hráefnis og
notkun þess, handbragð og frágan-
gur. Hveiju vettlingapari skal skila í
umslagi merktu dulnefni ásamt lok-
uðu umslagi með nafni, heimilis-
fangi og símanúmeri höfundar.
Vettlingamir berist til Þingborg-
ar fyrir kl. 18 fimmtudaginn 11. maí.
I dómnefnd verða Þingborgar-
konur. Niðurstöður verða kymitar
laugardaginn 13. maí kl. 14 í Þing-
borg. Listasafn Árnesinga leggur til
þijár viðurkenningar.
Verk eftir
þrjú tón-
skáld
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag, kl. 12.30. Þá leika Ásdís
Arnardóttir sellóleikari og Jón Sig-
urðsson píanóleikari verk eftir Leo
Janácek, Alexander Scriabin og
Claude Debussy.
Ásdís Arnardóttir lauk meistara-
gráðu í sellóleik frá Bostonháskóla
árið 1995. Hún hefur haldið tón-
leika á Islandi, Bandaríkjunum og
á Spáni. Ásdís starfar sem sellók-
ennari við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og síðastliðin þrjú ár
hefur hún verið fastráðinn selló-
leikari við Sinfóníuhljómsveit ís-
lands.
Jón Sigurðsson lauk meistara-
gráðu í píanóleik frá Ríkisháskól-
anum í Árizona og hefur starfað á
Islandi undanfarin ár. Hann hefur
unnið með mörgum tónlistarmönn-
um og komið oft fram á tónleikum.
Aðgangur er kr. 500. Ókeypis
fyrir handhafa stúdentaskírteina.
Fyrir-
lestur um
hirðingja
KRISTÍN Loftsdóttir mannfræð-
ingur heldur fyrirlestur í Hafnar-
borg fimmtudaginn 16. mars kl.
20.30. Fyrirlesturinn heitir Hirðingj-
ar sem dansa: Rómantískar ímyndir
WoDaaBe og dregur nafn sitt af ljós-
myndasýningu Ragnheiðar sem nú
stendur yfir í Hafnarborg.
Fjallað verður um WoDaaBe fólk-
ið í Nígeríu, en þar vann Kristín í tvö
ár að doktorsverkefni sínu í mann-
fræði. WoDaaBe eru sérhæfðir hirð-
ingjar og byggja þeir bæði sjálfs-
mynd sína og efnahag á nánu
sambandi við kýr.
Á síðustu áratugum hafa margar
fjölskyldur misst meirihluta hjarða
sinna og leitað í farandverka-
mennsku til þess að hafa í sig og á. Á
sama tíma hafa WodaaBe einnig orð-
ið nokkuð vinsælt viðfangsefni
greina og bóka ætluðum almenningi.
Fjallað er um staðalmyndir sem birt-
ast í þessari umræðu og að hve miklu
leyti hún lítur framhjá aðstæðum
WoDaaBe í dag, segir í fréttatil-
kynningu.
Húsgögn, ljós
og gjafavörur
ta
tð
>
'3
Munið
brúðargjafalistann
MÖRKINNI 3
SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641