Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Skólatölvur -Mönsterásgymnasiet í Svíþjóð er enginn venjulegur menntaskóli. Námið stunda nemendurnir með tölvum. En allir eru með fartölvur. Skólastjórinn og einn af nemendum hans sögðu Maríu Hrönn Gunnarsdóttur frá skólastarfinu og hvernig það stuðlar að gagnrýnni hugsun og sjálfsöryggi nemenda jafnt sem kennara. Vilja ekki kennslu með fyrirlestrum # Lítið er um hefðbundnar kennslustundir • 8000 tölvubréf eru daglega send frá skólanum Morgunblaðið/Golli „Við reynum að flytja ábyrgðina á náminu frá kennurunum og yfír til nemendanna,“ segir Pim Modig. Johanna Ákeson nemandi segir að þau fái verkefni í öllum námsgreinum send í tölvum. VÐ hittum Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra og Ólaf W. Hand sölu- stjóra hjá Aco á ráðstefn- unni MacWorld í New York í fyrra- sumar og áttuðum okkur á að ráðherra hefur u.þ.b. sömu hug- myndir um tölvumál í skólum og við,“ segir Pim Modig, skólastjóri skólans. A ráðstefnunni vora far- tölvur sérhannaðar íyrir skóla m.a. kynntar. Kynnin frá New York urðu til þess að Modig og nemandi hans Johanna Ákesson dvöldust hér á landi í 12 daga, m.a. í boði mennta- málaráðuneytisins, Menntar og tölvuverslunarinnar Aco, nú í mars- mánuði þar sem þau héldu ijölda fyrirlestra um nám og skólahald í Mönsterásgymnasiet. Mönsterásgymnasiet var stofnað- ur í Mönsterás, í suðausturhluta Sví- þjóðar, árið 1996 með þá hugsjón að leiðarljósi að laga kennsluna að upp- lýsingatækni og möguleikum henn- ar. Ur varð að allir nemendur skól- ans fengu fartölvu frá Macintosh til eigin umráða. Að námi loknu gefst nemendum kostur á að kaupa far- tölvuna gegn vægu verði og er þar með tryggt að tölvukostur skólans úreldist ekki heldur hafi nemendur og starfslið skólans ævinlega yfir nýjustu tækni og forritum að ráða. Engin sérstök tölvukennslustofa er í skólanum en þess í stað vora lagðir 24 km af rafmagnssnúram og lögnum um húsið og settar upp 1800 innstungur svo allir nemendumir, sem í vetur era 450 talsins, gætu haft aðgang að Netinu hvar sem er í skólanun, „nema í matsalnum", seg- ir Modig. Skólayfirvöld höfðu mikinn áhuga á tölvuvæðingu skólans, segir Mod- ig, og hann fékk fullt umboð til þess að þróa skólastarfið eftir sínum eig- in hugmyndum. Ábyrgðin flutt yfir til nemendanna Lítið er um hefðbundnar kennslu- stundir í Mönsterásgymnasiet. Kennsla fer að mestu fram í gegnum tölvur, ýmist í hópvinnu eða með einstaklingsverkefnum. Námið er þó ekki skilgreint sem fjarnám enda hafa nemendumir gefið það skýrt til kynna við stjómendur skólans, að sögn Modig, að þau telji mikilvægt að koma í skólann og vinna þai- sam- an. skólar/námskeið nudd ■ www.nudd.is „Við litum aðallega til Banda- ríkjamanna þegar við þróuðum skólastarfið en þeir hafa hingað til verið þjóða fyrstir til að tileikna sér tölvutækni og samhæfa nám og tölvunoktun. Við höfum reynt að sníða af það sem okkur finnst vera ókostir við bandarísku leiðina, m.a. krossaprófin, og þróað okkar eigin aðferðir," segir Modig. „Við reynum að flytja ábyrgðina á náminu frá kennurunum og yfir til nemendanna. I stað þess að nem- endumir verði þiggjendur sem láti mata sig á staðreyndum era þeir leitendur. Við höfum unnið eftir þessum aðferðum í sex ár.“ Finnum eina meginspumingu Johanna Ákesson hefur verið í skólanum í tæp þrjú ár og lýkur námi með stúdentsprófi í sumar. Hún er mjög ánægð með tilhögun námsins og segir að helsti kosturinn sé sá að nemendur fái mjög mikla þjálfun í að koma fram. „Við fáum verkefni sem við leysum yfirleitt 3-5 saman í hóp. Við byrjum á því að hittast, safna hugmyndum og finna síðan eina meginspumingu til að vinna út frá,“ segir hún. „Síðan söfn- um við heimildum á bókasafninu og á Netinu, og með viðtölum ýmist í gegnum tölvupóst eða síma. Við reynum að vera í tengslum við það sem er að gerast á hverjum tíma. Eftir að við höfum safnað heimildum hittumst við og ræðum um þær og veltum því fyrir okkur hvort við höf- um fundið svör við meginspuming- unni sem við spurðum okkur í upp- hafi. Síðan kynnum við verkefnið fyrir framan bekkinn okkar svo við eram orðin því vel vön að koma fram. Það fer eftir námsgrein hversu lengi við eram með hvert verkefni en venjulega era það svona 2-5 mánuðir. Við fáum verkefni í öll- um námsgreinum nema kannski í líkamsrækt. Þó fáum við auðvitað verkefni um heilsu og þess háttar.“ Modig segir að nemendumir vinni mjög vel og því til staðfesting- ar bendir hann á að um 8000 tölvu- bréf séu send frá skólanum dag hvem. Vandlátir á háskóla - Hvemig hefur nemendum skól- ans gengið í háskóla? „Þeir að minnsta kosti velja sér háskóla mjög vandlega," segir Mod- ig og brosir breitt. „Þeir hafa sagt mér að þeir hafi ekki áhuga á að hverfa aftur til náms þar sem byggt er á fyrirlestram. Þeir segjast ekki eiga í neinum vandræðum með að nota tölvur og stúlkumar sérstak- lega segjast finna fyrir sjálfsöryggi gagnvart tölvum," segir hann enn- fremur en bendir á að það séu eklá nema þrjú ár síðan fyrstu stúdent- amir brautskráðust frá Mönsterás- gymnasiet og því sé ekki mikil reynsla komin á þessa hluti. Piltam- ir sem hafa lokið námi frá skólanum hafi aukin heldm- ekki verið í há- skóla nema í tvö ár þar sem þeir hafi þurft að gegna herskyldu í eitt ár. Læra hvemig á að læra „Við leggjum áherslu á það í skól- anum að nemendur læri að nota tölvur og það verður til þess að þeir verða óhræddir við tölvur. Ég álít að mesti ávinningurinn af þessari að- ferð sem við notum sé sá að nem- endumir læra hvemig á að læra. Ég segi ekki að þeir viti meira en aðrir nemendur. Þeir vita hvemig þeir geta fundið upplýsingar,“ segir Modig og snýr sér spyrjandi að Ák- esson: „Hvað vissir þú um tölvur áður en þú komst í skólann?" „Ekki margt,“ svarar hún að bragði. „En maður lærir hratt þegar maður vinnur á tölvumar. Það er besta leiðin til að læra á þær; að nota þær á hverjum degi. Ef ég lendi í vandræðum er alltaf einhver nálæg- ur sem getur hjálpað. Ég held að eitt það mikilvægasta við þessa að- ferð sé að ég finn að kennarinn treystir mér til að finna hlutina út upp á eigin spýtur.“ Þverfaglegt meistaranáni í um- hverfisfræðum í umsjá Umhverf- isstofnunar Háskóla íslands hófst í septeinber 1999. I fyrsta hópnum eru 25 nemendur sem eru skráðir í hinar ýmsu deildir háskól- ans, miðað við bakgrunn hvers og eins. Námið er tveggja ára 60 eininga nám með 15 eininga rannsóknarverkefni og byggist á þverfaglegum námskeiðsgrunni. Umsdknarfrestur í meistaranám- ið núna rennur út á morgun 15. mars. _ UHI er óháð rannsóknarstofn- un innan háskólans. Hún var stofnuð árið 1997 og tengist sjö af níu deildum hans. Markmið Umhverfísstofnunar er að efla og samhæfa rannsóknir í um- hverfísfræðum innan Háskóla Is- lands. Stofnunin stuðlar einnig Modig tekur undir, þegar á hann er gengið, að nemendunúr séu fullir sjálfsöryggis. Það sé bæði aðferð- inni sem beitt er í skólanum að þakka sem og því að skólinn fái fjölda heimsókna ár hvert þar sem nemendur fá tækifæri til að kynna skólastarfið. Modig segist hafa haft úr mörg- um tölvutegundum og forritum að velja þegar skólastarfið hófst árið 1996. Hann valdi Macintosh-tölv- umar vegna þess að það var að hans mati hagkvæmasti kosturinn. Tölv- umar og fomtin hafi verið í einum pakka og ekki hafi þurft að ráða tæknimenn nema í 1,75% stöðugildi þótt allir nemendur skólans séu með sína eigin tölvu. „Við hefðum þurft að ráða einn tæknimann á hverjar 80 PC-tölvur ef við hefðum valið þær,“ segir hann. Sömu vandamál og aðrir netnotendur mæta Modig segir að fá vandamál hafi komið upp sem rekja megi til þess hvaða kennsluaðferðum er beitt í skólanum. Þau væra fyrst og fremst tengd Netinu og væra þau sömu og allir aðrir stæðu frammi fyrir, þ.e.a.s. vegna þess að á Netinu má finna eitthvað um allt. „Við höfum fáar, einfaldar en að samstarfí við innlenda og er- lenda rannsóknaraðila, skipu- leggur ráðstefnur og fundi, gef- ur út fræðirit og kynnir niðurstöður umhverfísrann- sdkna, auk þess að veita upp- lýsingar og ráðgjöf. Eitt aðalmarkmið Umhverfís- stofnunar er að stuðla að meistaranámi í umhverfísfræð- um með fjölbreyttu námsefni. Námsgráðurnar eru MS-próf í umhverfísfræðum og MA-próf í umhverfisfræðum. Skilyrði fyrir inngöngu í námið er fyrrihluta- gráða á háskólastigi, annaðhvort B.A. eða B.S. eða sambærilegt. I stúdentahópnum sem byrjaði í liaust er fólk á aldrinum 25-52 ára og en í fyrra bárust umsókn- ir frá fólki úr eftirfarandi grein- um: búfræði (2), fornleifafræði (1), heimspeki (1), hjúkrunar- fræði (1), jarðfræði (1), kennslu- fræði (4), landafræði (5), líffræði (5), lögfræði (1), mannfræði (2), strangar siðareglur um notkun Netsins,“ segir Modig og heldur áfiam: „Nemendumir verða að læra að spyrja réttu spuminganna þegar þeir leita á Netinu. Þannig tak- marka þeir sig og leitin verður markviss.“ „Og við læram að vera gagnrýnin á þær upplýsingar sem við fáum á Netinu," skýtur Ákesson inn í. „Við gætum verið með forrit sem slökkva t.d. á myndum þar sem of mikið sést af líkamshúð, og komið þannig í veg fyrir að nemendur fari inn á klámsíður, en við völdum að gera það ekki,“ segir Modig. „Við megum fara inn á allar síðm’ á Netinu en við verðum að geta rökstutt það hvers vegna við förum inn á vafasamar vefsíður,“ útskýrir Ákesson. „Við kennarar teljum oft að við þurfum að vita meira um hlutina en nemendur okkar. I fyrsta skipti stöndum við frammi fyrir því að við geram það ekki. Nemendur vita jafnvel meira en við um tölvur og notkun þeirra. Kennarar þurfa að þola það. Þetta er orðin spuming um sjálföryggi," segir Modig og bætir við að að starf sjálfsöraggs kennara sé síbreytilegt og afar skemmtilegt. „Sjálfur læri ég eitt- hvað nýtt á hverjum degi.“ matvælafræði (2), rússneska (1), sálarfræði (1), stjórnmálafræði (1), verkfræði (2) og þýska (1). Er það sagt sýna mögulcikana sem felast í þessu námi. Á ráð- stefnunni „Betri kennsla - betra nám“ um kennslu í HI í janúar sagði Sebastian Peters, ncmandi í umhverfísfræðum, að raunvís- indi og félagsvísindi væru ekki andstæður eins og margir héldu fram, heldur töluðu menn sama tungumál en frá sínu hvoru sjón- arhorninu. Þegar raunvísinda- maður spyrði hugvísindamann, eða öfugt, hvernig í ósköpunum hann gæti hugsað eins og hann gerði yrðu oft til nýjar hugmynd- ir. Ekki síst myndaðist nýr skiln- ingur, sem ætti eftir að skila sér út í atvinnulífíð og jafnvel fjöl- skyldulíf, þar sem menn skildu betur sjónarhorn hver annars. Forstöðumaður Umhverfís- stofnunar er Geir Oddsson og heimasíðan er www.uhi.hi.is www.financecareer.ch? Umsdkn í meistaranám 1 umhverfísfræðum til 15. mars Nýjar hugmyndir kvikna á milli greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.