Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 39
UMRÆÐAN
ÞESS má víða finna
stað í stjórnmálaum-
ræðu undanfarinna
missera, að forystu-
menn ríkisstjórnar-
flokkanna réttlæta
stefnu sína í kvóta-
málinu með því að það
besta, sem hægt sé að
gera fyrir íslenskan
almenning, sé að af-
henda útgerðarmönn-
um fiskistofnana var-
anlega til endur-
gjaldslausra afnota.
Ef svo er ekki brýtur
gjafakvótinn líka klár-
lega gegn stjórnar-
skránni, því atvinnu-
frelsi má því aðeins takmarka að
almannahagsmunir krefji.
Mönnum er vorkunn að setja
samasemmerki milli velgengni at-
vinnuvega og velferðar þjóða.
Adam Smith og fylgismenn hans
hér staðhæfa líka að velgengni í
atvinnurekstri smiti út frá sér og
bæti lífskjör. Samkvæmt seinni
tíma hagfræði er raunar svo í
flestum tilvikum. Venjulega trygg-
ir samkeppnin að ekki verður ofsa-
gróði í atvinnurekstri, þótt sér-
stakur dugnaður gefí oftast
prýðilega afkomu. Ef einhver
rekstur gengur mjög vel hjá fólki
án fáséðra verðleika fjölgar fyrir-
tækjum og menn undirbjóða hver
annan, lækka verð, slást um vinnu-
afl og bæta þjónustu. Þá græðir al-
menningur.
Gallinn er sá að þessi röksemda-
færsla á ekki við ef aðgangur ný-
liða er takmarkaður með náttúru-
legum eða tilbúnum
aðgöngumiðum á borð
við kvóta. Við slíkar
aðstæður er ólíklegt
að almenningur njóti
góðs af velgengni
þeirra sem eiga að-
göngumiðana.
Dæmi til
skýringar
Eftirfarandi dæmi
er tilraun til að sýna
hvernig dreifing ábata
af uppgötvunum eða
framförum getur al-
farið ráðist af því
hvort öllum er frjálst
að nýta sér framfar-
irnar í samkeppni. Hugsum okkur
að árlegur lyfjaskammtur til að
halda niðri alvarlegum og út-
breiddum sjúkdómi kosti í fram-
leiðslu eina milljón króna. Hugsum
okkur að íimmtíu milljónir sjúk-
lingar með næga kaupgetu séu í
heiminum. Setjum sem svo að
Þingvallaprestur uppgötvi að sama
gagn sé að því að nota bláberin úr
lautinni þar sem hann er vanur að
drekka morgunsopann sinn, en
önnur ber dugi ekki. Setjum auk
þess sem svo að vanur berjatínari
geti tínt í hundrað skammta á
hausti.
Ríkisstjórnin ákveður í visku
sinni að eðlilegt sé að presturinn á
Þingvöllum, sem uppgötvaði lækn-
ingamáttinn, fái einkarétt á að
nýta lautina, enda hafi kona hans
sultað úr henni í aldarfjórðung og
með frjálsu aðgengi yrði lautin út-
spörkuð og eyðilögð á svipstundu.
Kvótinn
Markús Möller heldur
því fram að leiða
megi að því rök og
vitni, að réttlæting
ríkisstj órnarinnar
fyrir gjafakvótastefn-
unni sé byggð á
misskilningi.
Augljóst er að uppgötvun prestsins
og skynsamleg nýting hennar
skapa mikil verðmæti, rétt eins og
innleiðing skynsamlegrar fiskveiði-
stjórnunar skapar mikil verðmæti.
En hver nýtur ábatans? Það fer
eftir aðstæðum, eins og eftirfar-
andi þrjú dæmi sýna.
1) Ef hver sem er getur ræktað
lækningaberin hvar sem er í heim-
inum og engir vankantar eru á að
framleiða hundruð milljóna
skammta á ári, þá verða berin
ræktuð þar sem vinnuafl er ódýrt.
Þá er næsta víst að kostnaður
sjúklinga lækki niður í það sem
kostar að rækta berin á Indlandi
og koma þeim á markað. Hagur
sjúklinganna batnar gríðarlega, en
það verður enginn sérstakur gróði
í ræktun eða tínslu bláberja. Það
stenst einfaldlega ekki, því ef um
verulegan gróða væri að ræða
myndu nýir aðilar hefja ræktun og
reyna að ná sér í hlut með undir-
boðum. Niðurstaða: Ef frjáls og
galopin samkeppni er um að nýta
framfarir fá neytendur ábatann.
2) Ef ræktun er auðveld og öll-
um leyfileg á Islandi en hvergi
annars staðar og ef landrými er
hér yfrið, þá hefur íslenskt verka-
fólk í raun einkarétt á að vinna við
ræktun lækningaberja. Jafnvel
landsmenn flykktust á haustin og
hver tíndi þá 100 skammta sem
þeir réðu við, yrðu ekki úr nema
10-20 milljón skammtar. Þorri
sjúklinga yrði áfram að nota dýr
lyf. Lögmál markaðarins kenna að
skammtur af berjum myndi kosta
um milljón rétt eins og dýru lyfin,
því ef berjaverðið væri lægra
myndu fímmtíu milljónir sjúklinga
sækjast eftir berjum og yfirbjóða
hver annan. Fyrirtæki í berjatínslu
myndu ekki græða sérstaklega.
Það stæðist ekki, vegna þess að ef
ábatasamara væri að ráða fólk en
tína ber myndu fleiri gerast at-
vinnurekendur. Því hlytu haust-
vertíðarlaun venjulegra Islendinga
að nálgast 100 milljónir á mann.
Niðurstaða: Ef opin samkeppni er
um að nýta framfarir, en vinnu-
aflsskortur takmarkar framleiðslu-
magnið og kemur í veg fyrir verð-
fall, þá fær verkafólkið ábatann.
3) Ef ekki væri hægt að rækta
meira en í þessa þúsund skammta
í kaffilautinni myndi skammturinn
kosta áfram milljón og ekki þyrfti
nema 10 manns til að tína. Svo lítil
vinnuaflsþörf hefði engin áhrif á
almenn laun og enn frekar en áður
myndu svo fáir skammtar seljast á
milljón hver, því annars yrði sleg-
ist um þá. Þess vegna myndi Þing-
vallaprestur fá lungann af berja-
verðinu sem arð af einkarétti
sínum. Niðurstaða: Ef vinnuafl er
nægt en einhvers konar einkarétt-
ur takmarkar framleiðslumagn og
kemur í veg fyrir verðfall fær eig-
andi einkaréttarins ábatann.
Almenn rök hagfræðinga fyrir
því að velgengni fyrirtækja smiti
út frá sér byggjast oftast á tilviki
1) en stundum á tilviki 2). Verkur- •.
inn er sá að gjafakvótafiskirí við^'
Island er augljóslega eins og tilvik
3). Aðgangur er takmarkaður með
einkarétti og fiskveiðar þurfa ekki
nema 2-4% af vinnuaflinu.
Höfundur þessara lína er hreint
ekki fyrstur til að benda á að í til-
vikum af gerð 3 sé ástæðulaust að
halda að almenningur græði. Það
hafa áður gert nóbelsverðlaunahaf-
ar á borð við Paul Samuelson og
James Buchanan sem og Martin
Weitzman, prófessor við Harvard-
háskóla. Eins má vitna í viðtal
Morgunblaðsins við nóbelsverð-.
launahafann Gary Becker 5. okt.
1995, en hann sagði m.a: „Mér sýn-
ist að í núverandi kerfi ykkar fái
þeir tekjurnar sem hafa verið svo
heppnir að fá veiðikvóta.“ Þannig
má leiða að því fleiri vitni en þenn-
an skrifara að réttlæting ríkis-
stjórnarinnar fyrir gjafakvóta-
stefnunni er byggð á misskilningi.
... og versnar enn
Málið er enn verra, þótt umfjöll-
un bíði að sinni: Ekki er einasta að
með kvóta í einkaeign verði lífs-
kjör þorra íslendinga umtalsvert
verri heldur en ef kvótanum væri
beinlínis ráðstafað til almanna-
þarfa eins og hópur áhugamanna f
um auðlindir í almannaþágu hefur
lagt til eða ef hverjum íslendingi
væri, á meðan hann hjarir, sent
bréf árlega fyrir sínum hlut í kvót-
anum, eins og Pétur Blöndal hefur
lagt til. Einkakvóti gæti verið verri
fyrir almenning en frjálsar veiðar
upp að ákveðnum hámarksafla.
Höfundur er hagfræðingur.
I þágu alþjóðar?
Markús
Möller
Er stærsta umhverfísslys í sögu
Reykjavíkur á næsta leiti?
BÆTT HEILSA ■ BETRI
LÍÐAN! BÆTT AFKÖST!
Vara sem allstaðar slær í gegn
300 kr. á dag! Uppl. í s. 698 3600.
PERLU Reykjavík-
ur kalla þeir þær á
tyllidögum, Elliðárn-
ar. Síðan ekki söguna
meir. Perlan sem
rennur inni í miðri
borginni okkar er að
dauða komin. Það vita
allir sem til hlutanna
þekkja. Aðgerðarleysi
boi’garyfirvalda er
gott dæmi um hvernig
pólitík getur orðið
skrímsli, hættulegt
náttúrunni og þegnum
landsins. Með af-
skiptaleysi sínu und-
anfarna áratugi hefur
borgaryfivöldum svo
til tekist að drepa árnar. Það er
fyrst og fremst sinnuleysi borgar-
yfirvalda sem veldur því að árnar
eru í því ástandi sem þær eru í dag.
Á að rannsaka
laxinn til dauða?
Skýrslan, sem allir áhugamenn
um árnar biðu eftir og vonuðust til
að myndi varpa ljósi á stöðu mála
og boða þær aðgerðir sem yrðu
Elliðaánum til bjargar á elleftu
stundu, kom fyrir sjónir manna.
Þeir sem þekktu til ástandsins og
lásu hana urðu sem lamaðir af
undrun. Niðurstaðan var sú að árn-
ar þyrfti að rannsaka enn frekar.
Hvernig má það vera? Sérfræðing-
ar hafa verið að rannsaka Elliða-
árnar árum saman. Ætla þeir að
rannsaka þær og laxinn til dauða?
Hve margar milljónir hafa farið í
þetta verkefni? Hvernig má það
vera að engin niðurstaða hefur
fengist? Skilja mætti að rannsóknir
í eitt, tvö eða þrjú ár nægðu ekki,
en að ellefu ára rannsóknarstarf
skuli ekki hafa greint vandann á
þann hátt að þróuninni skuli hafa
verið snúið við er með ólíkindum.
Hvað þá að frekari rannsókna sé
þörf! Það mætti halda að leikrita-
skáldið Daríó Fó hefði
samið þennan farsa.
Og við sem fylgjumst
með segjum „vá!“,
snúum döpur heim og
hrópum: „Nei, veiði-
málastjóri ríkisins!
ekki meir!“
Hlutur Veiðimála-
stofnunar
V eiðimálastofnunin
hefur haft Elliðaárnar
í gæslu 1 ellefu ár, já
ellefu ár. Niðurstaðan
er sú sem öllum sem
Bubbi til þekkja er ljós.
Mortens Þrátt fyrir þetta starf
sérfræðinganna þarf
meiri peninga til rannsókna. í hvað
fara þeir allir? í stígvélakaup eða
pollagalla? Getur verið að á þessum
bæ vilji menn enga niðurstöðu en
meiri peninga? Veiðimálastofnunin
er svo til geld í þessu máli. Og
borgaryfirvöld virðast engan áhuga
hafa á því annan en að koma þessu
sjúka vandræðabarni sínu á hendur
Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
SVFR, og þvo hendur sínar af
þessu máli, þannig að þegar árnar
verða endanlega dauðar geti þau
sagt að þær hafi dáið í höndum
SVFR en ekki höndum borgaryfir-
valda. „Ekki benda á mig,“ gæti
borgar stj órinn (borgar stj ór ar nir)
þá sagt. „SVFR er leigutaki Elliða-
ánna og þorir ekki að lyfta litla
fingri af ótta við að styggja borgar-
apparatið. Við skulum ekki gleyma
því til hvers SVFR var stofnað og
hver var ástæðan. Jú, SVFR er
leigutaki ánna, og því að nokkru
með bundnar hendur. í þessu máli.
Maður þarf ekki að fara á miðils-
fund til að sjá og skilja.
Stærsta umhverfisslys
í sögu Reykjavíkur
Þessa dagana rífast menn um
Eyjabakkana, og er það hið besta
Elliðaárnar
Það er fyrst og fremst
sinnuleysi borgaryfir-
valda sem veldur því,
segir Bubbi Morthens,
aðárnar eru í því
ástandi sem þær eru
í dag.
mál að menn skuli hafa skilning á
náttúru þeirra, enda er vitund al-
mennings að vakna. Náttúra lands-
ins skiptir fólk máli, þó svo virkjun-
arglaðir þingmenn virðist ekki sjá
annað en malbik undir skósólunum,
bensínstybbu í nasaholum og, jú,
náttúruljóð Jónasar Hallgi’ímsson-
ar þegar mikið liggur við. En hér í
hjarta borgarinnar er að verða
stórslys og þeir sem geta gert eitt-
hvað í málinu gera ekki neitt. Hver
er ástæðan? Bréf hafa birst í Morg-
unblaðinu þar sem fjölmargir hafa
lýst yfir ótta sínum með gang mála.
Þeir sem fylgst hafa með umræð-
unni á síðum blaðsins hafa séð
„leigupenna“ svara með skætingi
og tala niður til manna úr sínum
túrbínuturnum í staðinn fyrir að
viðurkenna vandann og fagna því
að enn skuli finnast Menn og Kon-
ur hér á landi sem láta sig málefni
Elliðaánna einhverju skipta.
Ekki fleiri skýrslur
Það er komið í óefni og við þurf-
um hvorki fleiri skýrslur né rann-
sóknir. í vetur hefur sést til stórra
bíla með fullfermi af snjó af götum
borgarinnar, blandaðan tjöru, salti
og öðrum óþverra, sem losaður var
í Elliðaárnar og dalinn sem þær
renna um. Þetta eru hlýjar kveðjur
frá borginni, eða hitt þó heldur.
Elliðaárnar voru perla Reykja-
víkur. í dag eru þær skammar-
blettur á borgaryfirvöldum og
verða ævarandi depurðarkafli í
sögu Reykjavíkur ef ekkert verður
að gert. Það voru íslendingar sem
drápu síðasta geirfuglinn. Verður
síðar sagt að borgaryfirvöld hafi
drepið síðasta laxinn í Elliðaánum?
Ég hvet yfirvöld Reykjavíkurborg-
ar til að taka af skarið og koma
með lausn á málinu. Þeir hjá borg-
inni vita hvað gera þarf en vegna
pólitískrar fötlunar er látið sem allt
sé í góðum gír. Til eru þeir sem
hafa bent á raunhæfa lausn á þessu
vandamáli. Og það er von mín að á
þær raddir verði hlustað.
Höfundur er tónlistarmaður.
Flutningur
Undirritaðir lögmenn hafa flutt lögfræðiskrifstofuna
Landslög ehf. af Barónsstíg 5 í Reykjavík í Hafnarhvol,
Tryggvagötu 11, 6. hæð, í Reykjavík. Heimilisfang
skrifstofunnar í Keflavík er óbreytt.
' V \
ij
LANDSLÖG ehf.
Garðar Garðarsson, hrl, Jóhannes K. Sveinsson, hdl. Jón Sveinsson, hrl.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. Viðar Lúðvlksson, hdl.
Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík, sími 520 2900, fax 520 2901
Hafnargötu 31, 230 Keflavlk, sími 421 1733, fax 421 4733