Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 43

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 43 vinum hennar var Jóhannes Kjar- val. Stundum greiddi hann fyrir matinn með málverkum og við það vaknaði áhugi Onnu á myndlist. Hún fylgdist allar götur síðan með þvi sem var að gerast í íslenskri myndlist, átti mörg málverk eftir eldri og yngri málara. Erindi henn- ar við mig þennan dag í London, var einmitt að kaupa af mér myndir og mér þótti mjög vænt um þann lif- andi áhuga sem hún sýndi verkum mínum, bæði þá og síðar. Vinátta hennar við mig og fjölskyldu mína í bráðum tvo áratugi hefur verið ein- stök. Anna Maack var mjög óvenjuleg kona. Af hlýju og glaðlegu viðmóti hennar hefði mátt draga þá ályktun að lífíð hefði farið um hana mildum höndum, en því fór fjarri. Samt um- faðmaði hún lífið. Hún var mann- blendin, listelsk, greiðvikin og góð- viljuð, en fyrst og fremst var hún úrræðagóð og dugleg. Hálfvelgja var ekki hennar stíll, hvorki í vin- áttu, né þeim verkum sem hún tók að sér. Bak við orð hennar og gerðir var fágæt einbeiting og innri kraft- ur, og hún kunni því yfirleitt betur að fá sínu framgengt. Aldurinn beit ekki á Önnu fremur en andstreymið. Á níræðisaldri var andinn ungur sem fyrr og hvergi slegið af. Kvik og keik mætti hún á hvers kyns menningarviðburði og ræddi mál líðandi stundar af áhuga og þrótti. Hún flutti í nýja íbúð í há- hýsi með útsýni til allra átta. íbúðin var í hennar anda, málverk, bækur og glæsileg húsgögn. Þegar ég heimsótti hana þangað síðsumars var hún hálflasin, en að öðru leyti eins og hún átti að sér að vera, glað- vær og gestrisin. Nokkrum vikum síðar var hún komin á sjúkrahús og átti ekki þaðan afturkvænt. Á kveðjustund þakka ég af alhug samfylgd og vináttu Önnu Maack, sem æðraðist aldrei, lifði hvern dag af öllum lífs og sálar kröftum og vildi vera öllum góð. Karólína Lárusddttir. Hún var ekki hávaxin en stór var hún nú samt. Ótrúlegur persónu- leiki sem laðaði að sér unga sem aldna. Ég og fjölskylda mín vorum svo heppin að búa í sama hverfi og Anna og hún varð vinkona mín og amma barnanna minna frá fyrstu kynnum. Það var gott að hitta Önnu yfir kaffibolla og spjalla um lífið og til- veruna og hún var hafsjór af fróð- leik um allt mögulegt. Hún hafði unun af góðri tónlist og vildi alltaf fylgjast með því sem ég var að gera og mikið þótti mér vænt um það. En það var myndlistin sem var númer eitt. Anna átti mikið safn góðra verka eftir marga listamenn. Karólína Lárusdóttir var vinkona hennar og hjá Önnu kynntist ég hennar verk- um því Anna hafði tekið að sér að selja myndir eftir hana. Anna var eins við alla, unga sem aldna, og bamabörnin hennar voru dugleg að heimsækja hana í Kringl- una. Ekki þótti henni mikið mál að skreppa á Hard Rock í mat með þeim eða á djasstónleika þar sem dóttursonur hennar spilaði listavel á bassann sinn. En það voru ekki bara hennar börn og barnabörn sem voru velkomin til hennar því bömin í hverfinu voru alltaf velkomin og ófáar kexkökurnar sem hurfu í svanga munna. Fyrir nokkrum árum flutti Anna síðan á Skúlagötuna og var erfitt að sjá á eftir henni þó að nýir nágrann- ar væm mjög gott fólk. Ég veit að hún var aldrei sátt við þann flutning en veikindi voru farin að hrjá hana og stigar orðnir erfiðir. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég frábæra konu sem ég hef lært mikið af. Hún var sátt við að fá að fara og er örugglega að tala um myndlist og annað skemmtileg þar sem hún er nú. Megi Guð styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum í þeirri trú að henni líði vel í himna- ríki. Elsku vinkona! Þú kenndir mér svo margt, svo ótrúlega margt. Hvíl í friði. Helga Möller. GUNNAR WEDHOLM STEINDÓRSSON + Gunnar Wed- holm Steindórs- son fæddist í Reykja- vík 17. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Andrea Soffía Wedholm, f. 5. júlí 1901 á ísafirði, d. 15. ágúst 1966, hár- greiðslukona og hús- móðir og Steindór Sigurbjöm Gunnars- son, f. 26. maí 1889, d. 29. mars 1948, prentsmiðjustjóri í Reykjavík. Soffía giftist síðar Marinó Jónssyni, f. 4. nóvember 1906 á Bfldudal, d. 6. febrúar 1974, forstjóra í Reykjavík. Bróðir sammæðra: Om Marinós- son, f. 17. október 1940 x Reykjavík, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkj- un, kvæntist 15. júní 1963 Ragnheiði Þor- geirsdóttur, f. 30. maí 1942 í Reykjavík. Böm þeirra: Soffía, Örn Marinó, Þór og Hörð- ur. Systkini samfeðra em: Höskuldur, f. 9. september 1918, d. 3. aprfl 1967, Arrna Ama- Iie, f. 2. apríl 1921, d. 19. júlí 1979, Ingi- björg, f. 28. janúar 1923 og Stella Þor- björg, f. 25. júh' 1926. Gunnar kvæntist 25. janúar 1947 Jónu Sig- urbjörgu Jóhannesdóttur, f. 24. október 1924 á Fáskrúðsfirði. For- eldrar hennar vom Jóhannes Michelsen, f. 3. október 1891, Vík í Fáskrúðsfirði, skipstjóri og Guðf- inna Ámadóttir, f. 26. september 1899, frá Eyri í Fáskrúðsfirði, hús- móðir. Böm Gunnars og Jónu em: 1) Bjarney Kristín Wedholm, f. 15. ágúst 1946, skrifstofumaður og húsmóðir, gift Gunnari Vilhelms- syni, f. 26. nóvember 1948, fram- kvæmdastjóra. Böm þeirra: Hmnd, f. 3. október 1969, gift Ein- ar Magnúsi Magnússyni, f. 10. októ- ber 1966 og Amar, f. 14. max' 1972, sambýliskona Guðlaug Elliðadótt- ir, f. 28. október 1974. Bam þeirra: Melkorka, f. 13. september 1995. 2) Soffía Wedholm, f. 13. október 1950, skrifstofumaður, gift Helga Björnssyni f. 12. janúar 1952, yfír- flugumferðarstjóra. Böm þeixra: Gurrnai-, f. 16. febrúar 1975, sam- býliskona Þóra Eysteinsdóttir, f. 17. janúar 1975, Ólöf, f. 21. janúar 1980 og Erlen Björk, f. 19. febrúar 1981. 3) Regína Wedholm, f. 13. desember 1957, keimari, gift Bimi Gunnlaugssyni, f. 8. febrúar 1956, lækni. Böm þeirra: Jóna Karen, f. 26. mars 1981, Stella, f. 9. júlí 1986 og Gunnlaugur, f. 13. september 1991. Útför Gunnars fer fram frá Sel- Ijamarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Fyrstu kynni mín af tengdaföður mínum Gunnari Wedholm vom sumarið 1972 er ég og dóttir hans Soffía voram að byrja sambúð. Gunn- ar var þá að flytja tH Reykjavíkur frá Eskifirði ásamt Jónu tengdamóður minni og yngstu dóttur þeirra Regínu. Ástæður þessara búferla- flutninga má rekja til þess að Regína var þetta haust að hefja nám í menntaskóla og að eldri dæturnar Soffía og Bjarney vora þegar fluttar að austan til Reykjavíkur. Það hefur örugglega verið erfið ákvörðun hjá tengdaforeldrum mínum á þessum tíma að segja skilið við æskustöðv- amar, vini og fallegt heimili á friðsæl- um stað og flytja í eril borgarinnar. Fjölskyldan var þó í þeirra augum öðra mikilvægari og fyrir mig og fjöl- skyldu mína hefur það verið afar dýr- mætt að njóta nærvera þeirra og að- stoðar allt frá fyrstu kynnum. Gunnar var rólegur og yfirvegaður en umfram allt traustur vinur. Hann var heimakær og hafði yndi af lestri góðra bóka, ekki síst eftir að hann fór á eftirlaun. Ég á afar kærar minningar frá samverustundum og samræðum okk- ar Gunnars, einkum þeim er tengd- ust veiði og útiveru. Mínar fyrstu göngur til rjúpna vora undir hans handleiðslu hér á suðvesturhomi landsins. Nam ég margt af honum í þessum ferðum og þó að aflinn væri ekki alltaf mikill bættu veiðisögur hans að austan upp aflaleysið. Marg- ar veiðiferðir fóram við Gunnar sam- an austur í Grenlæk. Gerði Gunnar ekki mikið úr hæfileikum sínum á sviði stangveiði í fyrstu. Hann færðist þó allur í aukana með áranum og var orðinn öðram iðnari á árbakkanum enda árangur hans oft eftir því. Mér er ógleymanlegt brosið sem Gunnar sendi mér þegar hann hafði landað vænum laxi sem tók agn sem tengda- sonurinn taldi með öllu tilgangslaust að reyna. Veit ég að við Einar Jón eigum eftir að sakna góðs vinar og fé- laga í komandi veiðiferðum. Þá áttum við Gunnar einnig saman margar ánægjustundir í sumarbú- stað okkar Soffíu austur í Landbroti þar sem tengdaforeldrar mínir lögðu oft hönd á plóginn við gróðursetning- ar, trjáklippingar og önnur störf. Söknuður er mikill við skyndilegt fráfall föður, tengdaföður og afa en ég og fjölskylda mín kveðjum Gunnar með þakklæti efst í huga fyrir ánægjulegar samverastundir þar sem aldrei bar á skugga. Ég veit að það stóra skarð sem nú myndast á heimili tengdaforeldra minna í Tjamarbóli 6 verður ekki fyllt. Megi góður Guð styrkja tengda- móður mína á þessum kaflaskilum í lífi hennar. Helgi Björnsson. Elsku afi. Okkur systkinin langai’ með þess- um fáeinu orðum að kveðja þig og þakka þér samferðina. Betri afa var ekki hægt að hugsa sér. Þú sagðir fyndnar og oft ótrúlegar sögur í hvert skipti sem við hittumst og við sátum gapandi og gleyptum í okkur hvert orð. En þegar á leið fóram við að átta okkur á því að oft vora sögumar hressilega kryddaðar eða jafnvel til- búningur frá granni, en allt gert til að skemmta og hafa gaman af. „En þetta er dagsatt," sagðir þú og glottir eða hallaðir þér fram og sagðir í lág- um hljóðum „ég skal segja þér eina lygasögu sem er dagsönn.“ Fyrstu bemskuminningar okkar af þér tengjast óneitanlega ís. Þú varst mik- ill sælkeri og þótti ísinn einstaklega góður. Það þótti okkur líka og fannst það mikill kostur að þú stundum virt- ir ekki óskir foreldranna og laumaðir að okkur ísnum. Oft héldum við líka að þú værir göldróttur, þú gast hreyft eyran, lát- ið putta hverfa eða keyrt bQ án þess að nota hendurnar. Þetta þótti okkur tilkomumikið. Þú varst skemmtilegur, öriátur og góður afi og minningin um þig lifir áfram í hjarta okkar. Hrund og Amar. í mörg ár bjuggum við fjarri þér, en það var alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn. Þá var mikið spil- að og þú sagðir okkur sögur af því þegar þú varst yngri. Svo hittum við þig miklu oftar eftir að við fluttum suður. Það var gaman í ferðalaginu austur á land með þér og ömmu í fyrra. Þú varst alltaf svo greiðvikinn og gott var að geta leitað til þín þegar við þurftum á aðstoð að halda. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum sakna þín. Gunnlaugur, Jóna Karen og Stella. Það er alltaf mikið áfall þegar ná- komnir falla frá og gildir þá einu hvort um er að ræða unga eða aldr- aða. Eftir að Regína frænka hringdi og tilkynnti mér fráfall Gunnars bróður tók það mig langa stund að átta mig á því að þetta væri hinn ís- kaldi veruleiki sem ekki yrði undan vildst. Manni finnst að það hljóti að vera auðveldara að sætta sig við brottför þeirra sem era komnir á effi ár en reyndin er önnur. Það er erfitt að sætta sig við þetta. Þegar ég hitti Gunnar bróður á bókamarkaðnum nýverið var ekkert sem gaf til kynna að í þetta stefndi. Gunnar var hálfbróðir minn, sam- mæðra. Ég hefi oft hugsað um hvern- ig móður okkar var innanbrjósts þeg- ar hún fór til hárgreiðslumeist- aranáms í Danmörku um miðjan þriðja áratug þessarar aldar. Hún hafði dvalið á Eskifirði hjá Ágústínu systur sinni og Þorgilsi Ingvarssyni mági sínum. Það varð úr að Gunnar varð eftir á Eskifirði enda ógjöming- ur fyi’ir hana að stunda nám í ókunnu landi og jafnframt að sjá fyrir bami. Það hljóta að hafa verið erfið spor þegar hún gekk til skips án Gunnars. Sem betur fer hafa tímamir breyst og ungt fólk hefur í dag meiri mögu- leika á að annast framfærslu barna sinna við þessar aðstæður. Ég ræddi einhvem tíma við Gunnar um þennan atburð og ég man að okkur varð báð- um þungt fyrir bijósti af tilhugsun- inni um hvernig mömmu hlyti að hafa liðið. Hún var afar ljúf kona, mjög viðkvæm og mátti ekkert aumt sjá. En hún átti ekki annan kost tíl að tryggja lífsviðurværi þeirra beggja í framtíðinni. Gunnar var tveggja ára þegar leiðir skildi á Eskifirði. Forlögin höguðu því svo til að Gunnar var tekinn í fóstur á Eskifirði af hjónunum Símoni Jónasssyni og Kristínu Eiríksdóttur frá Vattamesi og sýndu þau honum mikla um- hyggju og væntumþykju. Gunnar ræddi alltaf um fósturfjölskyldu sína af miklum hlýhug. Þegar móðir okk- ar kom heim frá námi og hóf störf í Reykjavík varð það úr. að Gunnar dvaldi áfram á Éskifirði, enda leið honum afar vel þar. Gunnar hafði þegar hann komst á unglingsár góð samskipti við móður okkar. Eftir skyldunám stundaði hann nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og kom þá oft á heimili foreldra minna. Það var mikið gæfuspor þegar Gunn- ar giftist Jónu Sigurbjörgu Jóhann- esdóttur, eftirlifandi konu sinni, sem reyndist honum góður og traustur lífsföranautur. Þá vora dætumar þrjár augasteinar hans og síðar bamabömin, sem urðu 8 talsins, auk eins bamabarnabarns. Gunnar fylgd- ist vel með afkomendunum og ræddi oft um þá. Að námi loknu sneri Gunnar sér fljótlega að sjómennsku og stundaði hana í allmörg ár. Ég man vel þegar hann var á sfld á aflaskipinu Guðrúnu Þorkelsdóttur. Þá fylgdist maður með aflafréttunum í útvarpinu og ég man glöggt hversu ánægður ég var og stoltur af að eiga bróður á afla- hæsta skipi vertíðarinnar. Á fyrri hluta sjöunda áratugsins réðst Gunn- ar til starfa á sýsluskrifstofunni á Eskifirði. Hann starfaði einnig í Lionshreyfingunni og fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Eskifirði. Á árinu 1972 flutti Gunnar með fjölskyldu sinni til höfuðborgarsvæðisins og hóf störf hjá tollgæslunni þar sem hann starfaði þar til hann fór á eftirlaun. Þegar Gunnar og Jóna fluttu suður fór það svo að við bræðurnir urðum sveitungar og varð svo tíl dauðadags Gunnars. Við höfum báðir búið á Seltjamarnesi í nálægt 30 ár og var því samgangur talsverður. Kynni mín af Gunnari hófust þegar ég var bam að aldri og má segja að bróðurþel hafi ríkt okkar í milli frá upphafi. Það var okkur hjónunum mildl ánægja að Gunnar gisti oft hjá okkur í ferðum sínum til Reykjavíkur en þangað þurftí hann að koma reglulega bæði vegna starfa sinna á sýslu- skrifstofunni og vegna starfa sinna fyrir Morgunblaðið en Gunnar var fréttamaður blaðsins um árabil. Þegar ég hugsa til Gunnars þá kemur það fyrst í hugann að hann var bróðir minn og önnur systkini átti ég ekki. Gunnar var myndarlegur mað- ur, bar sig vel og var í útliti mjög lík- ur afa okkar Viggó Wedholm sem dó fyrir aldur fram á ísafu-ði árið 1901, sama ár og móðir okkar fæddist. Gunnar reyndist mér og minni fjöl- skyldu afar vel alla tíð og sýndi okkur einlæga ræktarsemi. Þrátt fyrir átj- án ára aldursmun fann ég aldrei fyrir honum í okkar samsldptum. Hanijr var í reynd stóri bróðir þó svo að mitt hlutskipti hafi orðið að vera umfangs- meiri í bókstaflegum skilningi. Gunn- ar var afar rólegur maður og fliugull og var h'tíð gefinn fyrir að taka of mikla áhættu í lífinu, enda urðu axar- sköftin í hfi hans fátíð. Það var gott að ræða við hann um eigin vandamál og lagði hann þá ævinlega gott eitt til. Hann sýndi bömum okkar hjónanna mikla umhyggju og fylgdist náið með hvernig þeim reiddi af í lífinu. Gunnars verður sárt saknað af öll- um í fjölskyldu minni. Við færum Jónu, dætranum, tengdabörnunurat' og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Okkur er vel ljóst hve mikið þau hafa nú misst. Eftir lifa þó endurminningar um góðan mann sem við getum öll verið þakklát fyrir. Megi góður guð blessa minningu hans. Om Marinósson. Hvað er með þig?! Með þessum orðum höfum við ávarpað hvor annan um áratuga skeið, eða hklega alveg síðan við urðum samskipa með Esj- unni síðsumars 1939, en með þeirri skipsferð flutti ég, þá 16 ára gamall, ásamt foreldram mínum suður til Reykjavíkur, alfarinn frá Eskifirðfyo Mér féll það þungt að yfirgefa fjörð- inn minn, sem hafði gefið mér svo margt gleðilegt í uppvexti mínum, þar á meðal góða leikfélaga. Allar þessar góðu minningar sóttu að mér, þar sem ég sat á kassa aftast á skip- inu, í bhðskaparveðri og horfði tár- votum augum Eslöfjörð hverfa ásamt minningum í blámóðu fjarskans úti í mynni Reyðarfjarðar. Utí undir Vatt- amesi hrekk ég upp úr minningaflóð- inu við þetta ávarp: Hvað er með þig, gæskur? Það var Gunnsi, hann hafði verið að skima eftir mér um skipið, (áti fann mig ekki fyrr en hann kom auga á mig þama afturá. Það tók hann ekki langan tíma að koma mér aftur niður á jörðina. Hann var þá að fara suður líka, að mig minnir til að heim- sækja Soffiu, móður sína, í Reykja- vík. Ég var ákaflega feginn að hafa hann sem samferðamann; hann sem auk þess var einn af bestu vinum mínum á Eskifirði. Ég kom ungur til Eskifjarðar og ungur kynntíst ég ná- grannastrákunum á Kirkjutungunni, þar á meðal Gunnsa Símonar, eins og hann var kahaður eftir stjúpa sínum Símoni Jónassyni. Ekki rofnaði vinátta okkar Gunnsa við komuna til Reykjavíkur. Og þó að hann færi aftur austur og við yxur^i upp sinn í hvorum landsfjórðungi áratugum saman, og áhugamál okkar og lífsstörf væra ólík, var vináttan traust eins og Hólmatindurinn. Þegar fram liðu stundir eignuð- umst við konur og böm og hús. Og þegar tími og efnahagur leyfðu að farið væri í ferðalag, lá leiðin oftast austur og var þá ekki við annað kom- andi en að gista hjá Gunnsa og Diddu, þ.e. Jónu konu hans, þó að við Stella og bömin okkar væru með í ferðinni - og Didda og Gunnsi með fullt hús af bömum sjálf. Já, það var oft gaman á þeim árum. Svo fluttu þau líka suður til Reykjavíkur. En eins og stundum vill verða í slíkum tilfellum rofnaði sambandið ekki, þfy, að við gegndum ólíkum störfum,' hann í Tollþjónustunni og ég í Þjóð- leikhúsinu. Þar sem við áttum heima á Eskifirði var stutt á milh okkar og þegar hann fluttí til Reykjavíkur fór liann til starfa hjá Tolhnum, sem hann hafði reyndar gert fyrir austan líka, en minn vinnustaður var þar skammt frá, í Þjóðleikhúsinu. Svona breytast stundum fjarlægðir á milli vina í veraldlegum skilningi, en eins og nú er komið, kæri vinur, get ég ekki annað en gripið til þinna orða og sagt: Hvað er með þig?! Minningin um þig, Gunnsi minn|í verður okkur Stellu og bömunum okkar ávallt kær. Og við þökkum þér og fjölskyldu þinni fyrir það að sam- band okkar rofnaði aldrei, hvorki í tíma né síma. Kæra Jóna og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Róbert Amfinnsson. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.