Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 59

Morgunblaðið - 14.03.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 59 FÓLK í FRÉTTUM Sigursteinn Másson er umsjónarmaður þáttanna „Sex í Reykjavík“ Umdeild heimilda- mynd Eitt algengasta umræðuefni Islendinga í síðustu viku var eflaust fyrsti þáttur heim- ildamyndarinnar „Sex í Reykjavík“ sem sýndur var á Stöð 2.1 kvöld er komið að _ - »"• öðrum þættinum og ætlar Birgir Orn Stein- arsson að vera vel límdur við sjónvarpstæk- ið. Hann sló á þráðinn til Sigursteins Más- sonar, þáttagerðarmanns og fréttastjóra Skjás eins, og ræddi við hann um þættina. Morgunblaðið/Ásdís Sigursteinn Másson: „Mér hefur fundist dskaplega garnari og spennandi að kíkja inn í hcima sem eru ekki partur af mínu hversdagslega lífi. Sem hafa kannski opnað mér nýjar víddir og bætt í reynslusafnið. „KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Hugsjón [framleiðandi þáttanna] fór þess á leit við mig að taka að mér umsjón þessara þátta,“ svarar Sigursteinn spurður um upphafið að gerð þáttanna. „Og tilefnið er í raun og veru, eins og svo margir hafa áttað sig á að framboð á hvers kyns klámefni hérlendis hef- ur aukist mjög. Það hefur gerst með Netinu, símaþjónustum og margvíslegum hætti og það hefur enginn tekið sig til og safnað sam- an þessum upplýsingum öllum og gert ástandsrannsókn eins og við erum að gera. Þannig að mér leist vel á hugmyndina og sló strax til.“ Var ykkur brugðið yfir ein- hverju efni sem þið kynntust? „Kannski já og nei. Þetta er í rauninni tvískipt. Ég hef séð um ákveðinn hluta þessarar dagskrár- gerðar og hún Ragnheiður [Eiríks- dóttir] hefur séð um aðra þætti. Af því sem ég kom að var fátt sem kom mér á óvart. Enda er það ein- hvern veginn þannig að þegar maður setur þetta allt saman í fjóra þætti, eins og í þessu tilviki, þá eru þetta svoldið stórir skammtar í einu. Það sem kom mér kannski mest á óvart var hve auðvelt það er að verða sér úti um íslenska vændisþjónustu í Reykja- vík.“ Hefur þú einhvern sérstakan áhuga á þessu viðfangsefni? „Nei, ég hef engan sérstakan áhuga á þessu frekar en glæpum. Ég er fréttamaður, lít á mig sem rannsóknarfréttamann um leið, og þessvegna lít ég á þetta sem hvert annað verkefni." Hvað fáum við að sjá? Nú er einn þáttur búinn og þrír eftir, á hverju verður tekið í þeim? „Við höldum áfram að skoða þennan kynlífsmarkað. Þetta verð- ur kannski alvöruþrungnara eftir því sem lengra líður á þættina. í næsta þætti skoðum við ýmis félög sem hafa verið stofnuð utanum kynlíf. Svo skyggnumst við á bak við tjöldin hjá símafyrirtæki og kynnumst þvi hvernig starfsemi þeim megin símalínunnar fer fram.“ Finnst þér Island vera komið djúpt inn íþennan bransa? „Ég held að á íslandi sé boðið upp á flest það sem boðið er upp á í öðrum vestrænum löndum. Ég held að sú löggjöf sem á við í þess- um efnum sé orðin úrelt, og það þurfi að stokka þessa hluti upp á nýtt. Ég held að það sé útilokað og fáránlegt að banna klámefni á ís- landi. Það er bara einhver „út- ópísk“ hugsun sem þyrfti lögreglu- ríki eins og Singapore til að framkvæma. Jafnvel þar viðgengst að sjálfsögðu klám. Ég held að menn verði bara að horfast í augu við það hvernig raunveruleikinn er, hver eftirspurnin er og setja raunhæfar reglur um þetta. Taka miklu harðar á því klámi sem bein- ist að fólki undir lögaldri en hugsa sig vel um hvað varðar boð og bönn í þessu sambandi." Þið voruð ófeimnir við að sýna sýnishorn úr klámmyndum og öðru, var nauðsynlegt að ganga svona langt? „Þetta efni sem við sýndum í fyrsta þættinum er efni sem er að- gengilegt fyrir alla sem eru átján ára og eldri á Islandi. Alveg eins og farið er með myndavélar fara inn á skemmtistaði sem opnir eru átján ára og eldri þar sem jafnvel er drukkið fólk, þá sé ég ekkert athugavert við það að við speglum þetta ástand. Það hefur líka hrundið af stað umræðu og til hvers hún leiðir er eitthvað sem maður ekki veit á þessu stigi. Von- andi verður hún á vitrænum nót- um og vonandi verður fólk í ein- hverju andlegu jafnvægi í þessari umræðu þegar það tekur ákvörð- un, t.d. niðri á þingi, um hvernig brugðist verður við.“ Viðbrögð áhorfenda Eruð þið hræddir um að þið verðið kærðir af yfirvöldum? „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Mér fyndist það fráleitt ef það myndi gerast árið 2000 að maður yrði kærður fyrir að segja frá hlutum eins og þeir eru og sýna hluti eins og þeir eru. Þá held ég að við sem samfélag værum komin ansi mikið út á hála braut. Við er- um ekki að ýta undir erótík eða erótískar tilhneigingar með þess- um þáttum. Þvert á móti þá erum við bara með kaldar staðreyndir." Hafa ykkur borist einhverjar kvartanir yfir þessum fyrsta þætti? „Nei, mér hafa ekki borist nein- ar kvartanir og ég veit ekki til þess að Hugsjón, sem framleiðir þessa þætti, hafi borist kvartanir. Kvartanirnar hafa trúlega flestar borist upp á Stöð 2 sem sýnir þættina og ber náttúrulega mesta ábyrgð á sýningu þeirra. Ég hef ekki orðið var við neitt annað en að fólk sé ánægt með það að það sé frætt um þessi málefni. Hversu aðgengilegt þetta sé á Netinu, á myndbandaleigum á bensínstöðv- um og í bókabúðum. Síðan verða í raun aðrir að meta það, og taka ákvörðun um það, hvort þetta sé í lagi. Persónulega hef ég ekki al- mennilega myndað mér skoðun á því, aðrir verða að meta það, við erum bara að sýna hvernig ástand- ið er.“ Býst þú við að þið munið hafa einhver áhrif á klámmarkaðinn á Islandi meðþessum þáttum? „Ég veit það ekki. Mér finnst fyrstu viðbrögð benda til þess að það sé komin af stað umræða um það hvort þessir hlutir séu í lagi eða hvort það þurfi að setja reglur t.d. sem vernda betur börn. Ég held að menn ættu aðeins að setj- ast niður og ræða þetta í víðara samhengi. En ég held að aðgerðir eins og þær sem voru gerðar í Danmörku fyi'ir þrjátíu árum þjóni engum tilgangi. Én þar reyndi lög- reglan að koma af stað herferð í þeim tilgagni að uppræta klám. Ég held að þannig aðgerðir séu þá að- eins til þess að sýnast, láta líta svo út að lögreglan sé að gera eitthvað í málinu. Þeir verða kannski að gera það þegar kært er, en ég held að það þjóni afskaplega litlum til- gangi að vera með svona skyndi- viðbrögð í sambandi við þetta. Þetta gerðist ekki í gær.“ Hugsjón í heimildamyndagerð Hugsjón vann Edduverðlaunin fyrir sakamálaþættina „íslensk sakamál", eru einhverjar fleiri heimildamyndir í bígerð eftir þessa? „Ekki í augnablikinu, ég er í meira en 100% starfi við að þjóna fréttastofunni hér á Skjá einum sem við ætlum að láta vaxa og verða stærri og sterkari. Þannig að ég hef engin áform um heim- ildamyndagerð eftir að þessari lýkur.“ Þættirnir íslensk sakamál og „Sex í Reykjavík“ eiga það sam- eiginlegt að fjalla báðir um feimn- ismál í íslensku þjóðfélagi, er það einhver sérstakur stíll hjá fram- leiðandanum? „Ég get nú ekki svarað fyrir Hugsjón. Ég hef náttúrulega gert nokkra heimildaþætti og fjallað«t. um Geirfinnsmálið, fíkniefnamál, sakamál og svo þessa þætti núna. Ég hefði verið frekar lélegur í því að gera heimildaþátt um heiða- gæsina eða öræfin. Það er einfald- lega vegna þess að það er mér mjög hulið og ég hef afskaplega lítinn áhuga á svona náttúrulífs- efni, eins og flestar heimildamynd- ir á íslandi fjalla um, en mér hefur fundist óskaplega gaman og spennandi að geta kíkt inn í heima sem eru ekki partur af mínu hversdagslega lífi. Sem hafa kannski opnað mér nýjar víddir og bætt í reynslusafnið." Leikir í Iðnó HÁDEGISLEIKHÚS Iðnó hefur áunnið sér fastan sess í menningarlífi borgarinnar. Það er nefnilega afbragðs tilbreyting að horfa á stutt gamanleikrit yfir hádegis- verðinum áður en maður hverfur aftur inn í hversdagslífið, endurnærður á líkama og sál af einnar klukkustundar upplifun. Síðastliðinn föstudag frumsýndi Iðnó gamanleikinn Leiki, nýtt íslenskt verk eft- ir Bjarna Bjarnason, sem vann til verð- launa í ieikritasamkeppni þeirri sem Iðnó efndi til við enduropnun sína. Það er leikar inn glaðlyndi, Stefán Karl Stefánsson, sem leikstýrir og er það í fyrsta sinn sem hann tekst á við það hlutverk. Yfir afbragðss- úpu að hætti hússins fáum við að hlera þrjú samtöl sem öll taka á samskiptum kynjanna á gamansaman máta. Samtölin eiga það sameiginlegt að vera skemmti- lega yfirborðskennd og benda þannig áhorfandanum á hvernig fólk bregður sór í ákveðna ieiki í tilhugalífinu. Það er Nanna Kristín Magnúsdóttir sem lcikur kvenpersónurnar þrjár en Jakob Þór Ein- arsson heldur uppi heiðri karldýrsins. Rannveig Gylfadóttir hannaði lcikmynd og búninga og Kjartan Þórisson hannaði lýs- inguna. Það var afskaplega notaleg stemmning á frumsýningunni og sýningin virtist blása •ífi í hádegishlé sýningargesta sem yfir- gáfu Iðnó sáttir, saddir og með bros á vör, reiðubúnir að takast á við daginn. Rannveig Gylfadóttir sem hannaði búninga og leikmynd, Stefán Karl Stefánsson leikstjóri, Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona, Jakob Þór Einarsson leikari og Bjarni Bjarnason höfundur verksins. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jóhanna Ósk Eiríksdóttir, Kristín Inga Jónsdóttir, Hafrún Brá Hafsteinsdóttir og Margrét Gylfadóttir nutu frumsýningarinnar. „Góður vinur minn benti mér á •ðubótaefnið Zinaxin, sem ég tek daglega. Þökk sé Zinaxin. Nú liður mér miklu betur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af aukaverkunum. Með hjálp Zinaxin vonast ég til að geta lifað eðlilegu lifi, án óþaeginda, allt til æviloka". Carl Lewís. I Kynning í Lyfju Hamraborg í dag kl. 14-18 og á morgun 15. mars í Lyfju Setbergi kl. 14-18. 20% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.