Morgunblaðið - 14.03.2000, Qupperneq 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
*------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
John Milius, við tökur á Dillinger, og Warren Oates sem var í
titilhlutverkinu, afburðaleikari sem dó langt um aldur fram.
Milius og handritshöfundurinn Dennis Aaberg, við tökur á
Big Wednesday.
Arnold Schwarzenegger við dyr frægðarinnar í titilhlutverki
Konans villimanns. Hreint ekki árennilegur.
SNILLIGÁFAN sem menn þóttust
greina í verkum Johns Miliusar
fyrir hálfum öðrum áratug í fjölda
úrvals handrita og nokkrum kraft-
miklum kvikmyndum, hefur ekki
enn skilað sér fyllilega. Flest bend-
ir hins vegar til að hans blómatími
sé liðinn, hafi einmitt verið áttundi
og fyrri hluti níunda áratugarins.
Þegar Milius fékk það orð á sig að
þar færi ofsafengnasti og klókasti
einstaklingurinn í nýrri kynslóð
leikstjóra, sem voru að fara ham-
förum í kvikmyndaheiminum.
“ Persónulegar skoðanir hans voru
óvenju hægrisinnaðar, ekki síst
þegar tekið er tillit til viðloðandi
vinstragaufs í tækifærissinnuðum
kvikmyndageiranum, sem var al-
mennt á móti vopnaskakinu í
Víetnam. Ást hans á skotvopnum,
ofbeldi og gamaldags karl-
mennskudáðum, var viðbrugðið.
Sjálfum sér lýsti hann á áttunda
áratugnum sem „Zen-stjórnleys-
ingja“. Hafði jafnvel áhrif á John
Huston, sem hann vann fyrir sem
handritshöfundur og leikstýrði, en
- ‘"g-oðsögnin lét svo ummælt: „John
Milius er ekki af þessu tímaskeiði
heldur afturhvarf til liðinna alda,
þegar víkingar réðu eða samúræj-
ar...“
Milius sýndi óumdeilanlega
hæfni í að koma fyrir sérviskuleg-
um og hápólitískum skoðunum si'n-
um í fjölda kraftmikilla handrita
og kvikmynda á öndverðum átt-
unda áratugnum. Nánustu vinir
hans frá þessum tíma, ekki síst
Spielberg, hefur þó gengið mun
betur að viðhalda neistanum.
Þrátt fyrir að vera stór og gild-
JOHN MILIUS
ur, þá var Milius (f. ’44), mikill
brimbrettakappi á sínum tánings-
árum og þótti villtur og ofbeldis-
fullur. Enda voru það átaka- og
spennumyndir Kurosawa og Johns
Ford sem öðru fremur vöktu
áhuga hans á kvikmyndagerð. Mil-
ius var vinur og bekkjarbróðir
George Lucas við USC, þeir stofn-
uðu siðan, ásamt Francis Ford
Coppola, framleiðslufyrirtækið
American Zoetrope, síðla á
sjöunda áratugnum. Á þessum ár-
um sömdu þeir vinirnir, Coppola
og Milius, í sameningu handritið
snjalla, Apocalypse Now, sem
færði Miliusi sína einu óskar-
sverðlaunatilnefningu til þessa
dags.
Fyrsta vinnan sem Milius fékk í
kvikmyndageiranum var handrit
AIP myndarinnar The Devil’s
Eight (’68), svar B-myndafyrirtæk-
isins við ofurvinsældum. 12 rudda
(The Dirty Dozen). Átti síðan stór-
an þátt í handritsgerð tímamóta-
myndarinnar Dirty Harry (’71), þó
hann nyti þess ekki á kreditlistan-
um. Milius var hins vegar skrifað-
ur (ásamt Michael Cimino), fyrir
Magnum Force (’73), fyrstu fram-
haldsmyndinni um harðjaxlinn
Harry Callaghan. Þá hafði hann
lokið við handrit Jeremiah John-
son (’72), eins besta vestra síðari
Beint flug til
Þrándheims
£ í Noregi
ÍSLANDSFLUG
Flugverð
23.900,
Ef greítt er fyrir 31. mars
Afsláttur fyrir börn kr. 4.000
Flogið verður með glæsilegri Boeing-þotu (slandsflugs.
Aukagjöld: Flugvallargjöld kr.4.500 bætast við.
Þú getur fengið sumarbækling TERRA N0VA í verslunum
Nóatúns, Netto Akureyri og www.ten-anova.is.
- TERRA N0VA - áður Ferðamiðstöð Austurlands
%ÁTE RRA Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Sími: 587 1919 & 567 8545
JWNOVA Fax: 587 0038 ■ www.terranova.is
-Spennandi valkostur-
ára. Um svipað leyti vonaðist hann
til að fá að stýra sjálfur The Life
and Time Of Judge Roy Bean (’72),
sinni fyrstu mynd, eftir krassandi
handriti um kunna bófa og klækja-
refi villta vestursins. Varð að láta
handritsgerðina duga og sætti sig
fyllilega við að John Huston, eitt
átrúnaðargoðanna, tók við leik- -
stjórnarhlutverkinu. Hans tími var
þó kominn því AIP fékk hinn
vörpulega handritshöfund til að
heyja frumraun sína sem leiksfjóri
Dillinger (’73). ódýrrar gangster-
myndar, sem spruttu upp einsog
gorkúlur í kjölfar Bonnie and
Clyde (’67). Óllum á óvart var
myndin svo mögnuð að hún gaf
forvera sinum Iítið eftir og skildi
áhorfendur eftir agndofa, í Skúla-
götubragganum sem annars stað-
ar. Einn snilldarþáttur hennar var
stórkostlegt leikaraval - sem flest-
ir voru lítt eða ekkert þekktir á
þeim tíma en áttu heldur betur eft-
ir að gera garðinn frægan. Meist-
ari var fæddur, álitu flestir, en
raunin er samt sú að Dillinger er
besta mynd Miliusar, fyrr og síðar.
Milius fylgdi fyrstu myndinni
trúverðuglega eftir með The Wind
and the Lion (’75), munurinn sá að
nú hafði hann úr nógum peningum
að moða og stórstjörnum. Þriðja
myndin var persónulegt uppgjör
leikstjórans við þann frjálslega
hluta ævi sinnar þegar hann gat
leikið sér á hvítfextum ölduföldun-
um undan ströndum Kalifornfu.
Óvenjulegt hliðarskref hjá átaka-
manninum, sem fór aftur í gamla
farveginn í ævintýramyndinni Con-
an villimaður - Conan The Barb-
arian (’82), þar sem sverðaglamur
og særingamenn og villimaðurinn
sjálfur vöknuðu hressilega til lífs-
ins af síðum teiknimyndaseríunn-
ar. Þökk þeim Miliusi og Arnold
Schwarzenegger í titilhlutverkinu.
Handritshöfundurinn og leiksfjór-
inn lét heldur ekki deigan síga í
næstu mynd, The Red Dawn (’84),
þar sem pólitískar skoðanir
mannsins fá byr undir báða vængi
í pottþéttri spennumynd.
Síðan hefur hallað undan fæti
eða staðið í stað hjá þessum sér-
stæða kvikmyndagerðarmanni sem
á löngu tímabili virtist vera að
komast í hóp útvalinna. Mynd
hans, Farewell to the King (’89),
um hermann (Nick Nolte), sem
gerist liðhlaupi í Kyrrahafsátökum
síðari heimsstyrjaldarinnar og
kóngur meðal frumbyggja á Born-
eó, var efnislega forvitnileg en lít-
ið meira. The Flight Of the Intrud-
er (’90), er einfaldlega gleymd og
grafin í samsafni lítt minnisstæðra
Víetnammynda.
Sem fyrr hefur Miliusi vegnað
betur síðari árin sem hand-
ritshöfundur og sækir í þau sitt
lifibrauð. Fékk mjög góða dóma
fyrir kvikmyndagerð The Hunt
For Red October (’90), sem hefur
örugglega ekki verið auðveld í
flutningi. Hann var því fengin til
að sjá um handritsgerð Clear and
Present Danger (’94), annarrar
bólar eftir Tom Clancy. Ekki alls
fyrir löngu lauk hann við Þræla-
stríðsvestrann Texas Ranger, sem
væntanleg er siðar á árinu. Þar
skyldi maður að Milius sé í essinu
sínu, í stríði í villta vestrinu.
Sígild myndbönd
DILLINGER 1973
★ ★★’/2
Sögufræg, lítil stórmynd, sem sýnir augljóslega
hvers vegna þeir Coppola og Lucas álitu Milius risa
við hliðina á sér. Kom Miliusi og Richard Dreyfuss
(sem gerir mikið gott úr litlu hlutverki Pretty Boy
Floyd) á landakort kvikmyndanna. Handrit og leik-
stjórn Milius eru magnaðir þættir sem sýna hvað
hægt er að gera úr litlum efnum með hæfileikum.
Leikaraliðið aldeilis stórkostlegt með öndvegisleikar-
ann Warren Oates, sem dó langt fyrir aldur fram, í
fararbroddi. Af öðrum valmönnum úr leikarastétt sem
koma við sögu þessarar perlu eru Ben Johnson, John
Ford, leikarinn góði Harry Dean Stanton og Cloris
Leachman.
RED DAWN 1984
★★★
Margir helstu kvikmyndaleikarar Bandaríkjanna af
yngri kynslóðinni; Patrick Swayze, Charlie Sheen, C.
Thomas Howell og Lea Thompson, taka til fótanna og
halda til fjalla eftir innrás Rauða hersins í Bandaríkin
og taka m.a. smábæinn þeirra. Gefur kommúnisman-
um og Sovét langt nef, skemmtilega skilyrðislaust.
Fullt af rómantískri ættjarðarást í bland við góðan
hasar en kringumstæðurnar verða aldrei sannfærandi
og leikararnir ekki heldur. Minnir, þótt skrítið sé, á
vísindahrollvekjur kalda stríðsins, en hér eru rauðlið-
arnir ekki lengur dulbúnir sem skrímsli eða veirur
heldur koma fram eins og þeir eru klæddir. Harry
Dean Stanton og Powers Boothe styrkja hópinn.
THE WIND AND
THE LION 1975
★ ★★
Handritshöfundurinn/leikstjórinn leikur sér að
staðreyndum úr hernaðarátökum í Norður-Afríku á
fyrsta tug tuttugustu aldarinnar. Arabískur sjeik
(Sean Connery) rænir amerískri ekkju (Candice Berg-
en) og börnum hennar. Sjálfur Teddy Roosevelt
(Brian Keith) verður að blanda sér í málið, sem verður
að alþjóðlegu deilumáli. Góð ævintýramynd af gamla
skólanum, vel sögð og skrifuð af Miliusi og stjörnurn-
ar, ásamt John Huston, Geoffrey Lewis o.fl., skína
undir eyðimerkurmánanum.
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Islandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
Keppni í rúmlegu
FJÖGUR pör ætla að
feta í fótspor söngvarans
Johns Lennons og konu
hans Yoko Ono og liggja í
rúminu um hríð í tilefni af
því að sextugasti afmælis-
dagur Lennons er einmitt
um þessar mundir. Pörin
munu hoppa upp í rúm í Yoko
búðarglugga einum og keppast um
það hver hefur þolinmæði til að
dvelja þar lengst. Ono og Lennon
áttu eftirminnilegar stundir í rúm-
inu fyrír allra augum fyrir 31 ári
meðan Víetnamstríðið var í al-
gleymingi. Gestir og gangandi
geta líka fylgst með pörunum fjór-
um í gegnum búðarglugga
Cavern-verslunarmiðstöðvarinnar
sem er ekki mjög langt frá Cavern-
klúbbnum þar sem Bítlarn-
ir hófu feril sinn. Þeir sem
ekki eru staddir í Liverpool
geta fylgst með gangi mála
á Netinu á www.yourliver-
pool.com. Þeir sem skipu-
leggja viðburðinn segja að
pörin megi aðeins fara fram
Ono úr rúminu í tíu mínútur i
senn á tveggja tíma fresti og hafa
aðeins útvarp, auk hvors annars
sér til skemmtunar.
Það par sem vinnur keppnina og
eyðir lengstum tíma í rúminu vinn-
ur rúma eina milljón króna og ferð
til Montreal þar sem þeim býðst að
dvelja á sama stað og Ono og
Lennon létu mynda sig í bak og
fyrir í rúminu fyrir rúmum þremur
áratugum.