Morgunblaðið - 14.03.2000, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
Sýnd kl. 6.
Æ
**
Í!
■:
mm
990 PUNKTA
FfífíÐU í BÍÓ
Álfabakks 8, eírras 58
DENZEL WASHINGTON
THE HURRSCANE
Denzel Washington fékk
Golden Globe verðlaunin fyrir
bestan leik og er tilnefndur
til Óskarsverðlauna
Frá leikstjóra Shawshank redemption
T“MrK5 ma
OJ Bylgjan Kvikmyndir.ís
y Paul Edgecomb
TRÚÐI EKKI Á KRAFTAVERK...
...ÞAR TIL HANN KYNNTIST
J°HN
SV IVIbl M Tilnefningar til
MI, r ZL ÓSKARSVERÐLAUNA
re „Trainspotting" Spennutryllirínn með
lo DiCaprío sem allir hafa beðið eftirl
www.samfilm.is
Sýnd kl. 5.30 og 10.10. Sýnd kl. 8. bj. „.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Vigdís Finnbogadóttir, Brynja Baldursdóttir skartgripahönnuður, sem
framleiðir undir vörumerkinu do, Björg Ingadóttir og Vala Torfadóttir
hönnuðir og eigendur Spaksmannsspjara.
Islensk hátíska
markaðssett
Fyrirsætur í hönnun Ingibjargar Hönnu sem er
framleidd undir merkinu hanna-70.
Sigríður Sunncva hönnuður og Pálína Jónsdóttir
leikkona í fatnaði frá Sunnevu Design.
íLondon
►
/
A meðan á tískuviku stendur iðar
London af glamúr og helstu hönnuðir og
gúrúar hátískunnar keppa um athygli
heimspressunnar og kaupenda.
Dagur Gunnarsson fylgdist með
hópi íslenskra hönnuða í London.
I
KENSINGTON-hverfi verður
vart þverfótað fyrir hálfnökt-
um ofurfyrirsætum, Ijósmynd-
^_____ urum, hönnuðum og glans-
blaðaskríbentum meðan á tískuvik-
unni stendur. í ár líkt og undanfarin
ár fara aðalsýningarnar fram í stór-
um tjöldum fyrir utan Náttúru-
gripasafnið á Bromton Road, en
tískusýningamar fara víðar fram,
ungu bresku hönnuðurnir hamast við
að sýna í frumlegu húsnæði. Elsbeth
Gibson sýndi í Floral Hall anddyrinu
á nýuppgerðu Óperuhúsinu í Covent
Garden og Julien Mcdonald sýndi í
hinum umdeilda aldamótakúpli (Mill-
ennium Dome).
Nú hafa þau tíðindi gerst að ís-
-jýyndingar áttu smásneið af glans-
kökunni því Útflutningsráð hafði með
styrk frá Nýsköpunarsjóði skipulagt
samsýningu okkar helstu frammá-
manna og -kvenna innan hátískunn-
ar. Það eru Sigrún Lilja Guðbjarts-
dóttir og Helga Valfells hjá
Útflutningsráði sem áttu veg og
vanda af þessu verkefni, þar sem sex
-íijta- og skartgripahönnuðir tóku þátt
í sýningum í salarkynnum sem
heita Mission (45 Hereford
Road, London W2) í hinu ákaf-
lega vinsæla Notting Hill-
hverfi, einnig var „gestahom“
þar sem sýnt var úrval bæði af
skartgripum og fatnaði frá
fleiri íslenskum hönnuðum.
Glæsileg opnunarhátíð
Það var haldin glæsileg
opnunarhátíð í íslensku höf-
uðstöðvunum þar sem
hönnuðumir spjölluðu við
gesti og gangandi, Jón Ás-
bergsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs,
opnaði íslensku tískuvik-
una í London og kynnti
síðan Vigdísi Finnboga-
dóttur sem hélt ræðu þar
sem hún dásamaði fi'am-
takssemi hinnar ís-
lensku þjóðar og gerði
Páll Óskar
Hjálmtýsson
skemmti gestum.
um leið létt grín að okkur íslending-
um sem tökum nafla alheimsins með
okkur hvert sem við föram og endaði
á að því að skora á hönnuðina að
hanna hentugt veski fyrir
konur sem þurfa að halda
ræður. Næstur steig Páll
Óskar á stokk og
skemmti veislugest-
um með ástarsöng í
tilefni valentínusar-
dagsins. Sýningin
var tímasett
þannig að gestir
gætu skoðað ís-
lensku sýning-
una áður en aðal-
sýningarnar byrjuðu í
eftirmiðdaginn.
Sigrún Lilja sagði að
fyrir marga hátísku-
hönnuði væri þetta eina
leiðin til að hitta fjöld-
ann allan af kaupendum
fyrir tískuverslanir jafnt
sem stærri verslunar-
keðjur. „Kaupendurnir
koma langar leiðir til að
sjá það nýjasta og besta í
tískuhönnun og ísland
þykir spennandi þessa
dagana, það er margt að
gerast bæði í tísku-, kvik-
mynda- og tónlistarheim-
inum, Island er ofarlega á
baugi og því er um að gera
að nota tækifærið.“
Þær stöllur sögðust hafa
kannað markaðinn og athug-
að þarfir íslensku hönnuð-
anna og komist að þeirri nið-
urstöðu að hátískan ætti
greinilega betur heima á
tískuvikunum en hefð-
bundnum vörasýningum.
„Við kynntum okkur tískuviku í París
og London í haust. Að lokinni þeirri
skoðun var ákveðið að taka stefnuna
á tískuviku í London til að kynna
haust- og vetrarlínuna. í framhaldi af
því sóttum við um styrk til Nýsköp-
unarsjóðs og þeir tóku vel í það, enda
hefur sjóðurinn verið að fjárfesta í
þessum geira.“ Sigrún sagði að
draumurinn væri að komast á „cat-
walk“ í einni af þeim borgum sem
halda tískuviku, þótt það væri ekki
nema með einn hönnuð, í von um að
það myndi skila sér margfalt til baka
fyrir alla íslenska hönnun. „Við sótt-
um um það hjá dómnefndinni hjá
British Fashion Council, en það gekk
ekki í ár, þannig að þetta er eiginlega
„underground" eða skærahemaðar-
sýning hjá okkur. Það er kominn tími
til að við íslendingar sýnum okkar
hönnun meiri virðingu og áttum okk-
ur á að hér er um nýja atvinnugrein
með útflutningsmöguleika að ræða.“
Fjöldi íslenskra hönnuða
Þeir íslensku hönnuðir sem vora á
tískuvikunni í London vora: Hanna
Pétursdóttir sem er með bækistóð í
Hollandi en notar einungis íslenska
ull í sinn litríka fatnað sem er seldur
undir merkinu Hanna-70. Sigríður
Sunneva Vigfúsdóttir sýndi línu und-
ir merkinu Sunneva Design. Sigríður
Sunneva leggur milda áherslu á
vinnslu úr náttúralegum efnum og
leikur að fiskroði, lamba- og geita-
skinni era hennar aðalsmerki. Vala
Torfadóttir og Björg Ingadóttir hjá
Spaksmannsspjöram sem era líkleg-
ast með mestu og bestu dreifinguna á
sínum flíkum því að fyrir utan sína
eigin verslun í Þingholtsstræti fást
vörur þeirra í Kaupmannahöfn,
Stokkhólmi, Múnchen, London og
Þórshöfn í Færeyjum. Linda Árna-
dóttir og Vala Melstad era með ákaf-
lega framúrstefnulegan fatnað með
hreinum, nánast klmískum línum,
þær klæddu Björk og hundraðmanna
alþjóðlegan kór (Voices of Europe) á
tónleikum í Reykjavík um síðustu
áramót. Þeirra vöramerki er SVO.
Brynja Baldursdóttir skartgripa-
hönnuður sýnir hér ákaflega stóra og
sláandi skartgripi sem vöktu mikla
athygli gestanna, silfurbelti sem
minna á skírlífisbelti og langa silfur-
snáka sem hlykkjast um allan líkam-
ann, hennar vöramerki er do. Annað
vörumerki sem sýnir skartgripi er
S.m.a.k. iceland. Það era gripir sem
era hannaðir af Michael Young og
Katrínu Pétursdóttur auk annarra
evrópskra iðnhönnuða en smíðaðir
hérlendis af Snorra Sigurðssyni. Þau
sýna skartgripi sem heilla með sígild-
um einfaldleika og hreinum línum
sem virðast vísa á glettinn hátt í
framtíðarsýn sem er í ætt við vísinda-
skáldsögur.
Þeir hönnuðir sem komust ekki
sjálfir á íslensku tískuvikuna í Lond-
on en vora með gripi og fatnað til sýn-
is í gestahominu era: Sigurður Sigur-
jóns (skartgripir), Hulda B.
Ágústsdóttir (skartgripir), Brynja
Sverrisdóttir (skartgripir), Ragna
Fróða (fatnaður), ELM (fatnaður),
Aftur (fatnaður).
„Talsverður árangur náðist í
Lundúnum. Allir þátttakendur kom-
ust í góð viðskiptasambönd og gerðir
voru sölusamningar við verslanir á
borð við Selfridges. Fjöldi blaða-
manna heimsótti sýningarsalinn m.a.
frá New York Times, Sunday Times,
bandaríska Vogue, japanska Elle og
Loaded,“ sögðu þær Helga og Sigrún
að lokum.