Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Pétur Blöndal Eyjólfur Sverrisson knattspymumaður áritaði bækur. Með honum á myndinni eru Dieter-Wendler Johannsson (t.v.), Kristín Gunnsteinsdótt- ir og Haukur Birgisson. Ferðaráðstefnunni ITB í Berlín lokið Útlit fyrir að fleiri ferðamenn komi til Islands „HEIMSINS stærsta ferðaskrif- stofa“ er það sem Þjóðverjar kalla ferðaráðstefnuna ITB 2000 sem lauk í gær í Berlín. Þetta er stærsta sýn- ing sem Islendingar taka þátt í, að sögn Hauks Birgissonar, markaðs- stjóra Ferðamálaráðs. Enda er þetta einna mikilvægasti markaðurinn, þar sem hann sinnir meginlandinu, þar á meðal þýskumælandi þjóðun- um, Þýskalandi, Austurríki og Sviss, ásamt Hollandi og Frakklandi. Utlit er fyrir aukinn ferðamanna- straum til Islands frá þessum lönd- um, að sögn Hauks, þar sem heild- salar hafa bókað mun meira í ár en í fyrra. Ekki er þó hægt að útiloka að það sé vegna þess að fólk sé fyrr á ferðinni en áður. Gang'a á skíðum yfír Yatnajökul ALÞJÓÐLEGUR leiðangur fjalla- manna og kvikmyndatökumanna er lagður af stað upp á Vatnajökul til að ganga á skíðum þvert yfir jökulinn, frá Kverfjöllum í norðri, suður að Hvannadalshnjúki og þaðan niður í byggð. Ætlunin er að gera heimildamynd um leiðangurinn, sem dreift verður til sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum og á íslandi. Leiðangurinn hófst 14. mars og er áætlað að honum ljúki 28. mars. I hópnum eru þrír Islendingar, einn Taívanbúi og fjórir Bandaríkja- menn. Leiðangursstjóri er Halldór Kvaran. Alls tóku tólf íslensk fyrirtæki þátt í sýningunni undir hatti Ferða- málaráðs auk þess sem Flugleiðir voru með sérkynningu, m.a. á nýjum flugleiðum til Dússeldorf og Berlín og nýrri þjónustu í Evrópu sem felst í WAP-bókanakerfi í farsímum. „Margt nýtt er í boði hjá ferða- heildsölunum, eins og menningar- borgin, nýja Bláa lónið, Kristni 2000, landafundirnir og landsmótið,“ segir Haukur. „Við höfum lagt mikið upp úr því að kynna ferðir til Islands ut- an hefðbundins ferðamannatíma á sumrin. Það má segja að þetta sé ný tegund ferðamannaþjónustu sem felst m.a. í borgarferðum, skemmti- ferðum og hvataferðum. Við höfum lagt aukið fjármagn í þessa kynn- ingu, m.a. með markaðsráði ferða- þjónustunnar. Um þessar mundir er átak í gangi upp á 20 milljónir sem felst í auglýsingum, íslandskynning- um og kynnisferðum í tengslum við viðburði heima. Allt miðast þetta að því að fá Þjóðverja til að ferðast til Islands utan sumartímans.“ Sameiginlegt átak N or ðurlandanna Að auki hefur ísland tekið þátt í kynningu á vegum Norðurlanda í tíu stærstu borgum Þýskalands. „Við hittum 2.800 fulltrúa úr ferðaþjón- ustugeiranum í ár og 2.600 í fyrra,“ segir Dieter Wendler-Jóhannsson. „Norðurlöndin lögðu í sameiningu um 40 milljónir í þessa kynningu, sem heppnaðist framar vonurn." Næsta átak verður að bæta ímynd Norðurlanda, að sögn Hauks, sem hafi haft orð á sér fyrir kalt veðurfar og hátt verðlag. Yrði það m.a. með því að leggja áherslu á hversu marg- ir viðburðir sé í boði á Norðurlönd- unum. Atkvæði verða talin um verkfallsboðun VMSÍ á þriðjudag Verkfallsboðunin nær ekki til verksmiðjanna á Grundartanga BOÐUN verkfalls Verkamannasam- bands íslands nær ekki til stórra iðn- fyrirtækja eins og álverksmiðjunnar á Grundartanga, Járnblendiverk- smiðjunnar, Sementsverksmiðjunn- ar og Steinullarverksmiðjunnar. Verkfallið nær heldur ekki til sjó- manna og verslunarmanna á lands- byggðinni. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir í 39 félögum VMSI á landsbyggðinni um boðun verkfalls 30. mars nk. Ekki taka allir félagsmenn í félögunum þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem sumir samningar renna ekki út fyrr en í sumar eða haust. Verkafólk sem vinnur hjá ríkinu og sveitarfélögum, t.d. á spítölum, leikskólum og sam- býlum, tekur ekki þátt í atkvæða- greiðslunni. Sama á við um verkafólk sem vinnur í verksmiðjunum á Grundartanga, Sementsverksmiðj- unni á Akranesi og Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki. í þess- um verksmiðjum eru sérsamningar sem renna út í sumar og haust. Samningur verkalýðsfélaganna við Norðurál á Grundartanga gildir reyndar til ársins 2004. Fiskvinnsla og mjólkur- vinnsla stöðvast Verslunarmenn á landsbyggðinni taka ekki þátt í hugsanlegu verkfalli. Sama á við um sjómenn. Vinna við löndun leggst hins vegar af á lands- byggðinni og starfsemi fiskvinnslu- húsa stöðvast. Ekki er útilokað að komi til verkfalls muni einhver skip reyna að landa afla í höfnum á suð- vesturhorni landsins líkt og gerðist þegar verkalýðsfélögin á Vestfjörð- um fóru í verkfall árið 1997. Starfsemi mjólkursamlaga stöðv- ast og flutningar lamast að miklu leyti komi til verkfalls. Ræstingafólk á landsbyggðinni mun taka þátt í verkfallinu, en óljóst er að hvað miklu leyti starfsemi fyrirtækja stöðvast af þeim sökum. Svo dæmi sé tekið getur komið til þess að verslan- ir verði að loka ef ræstingu er ekki sinnt í þeim. Verkalýðsforingjar, sem rætt var við, töldu líklegt að um þetta atriði og fleiri yrði tekist á í sam- bandi við framkvæmd verkfallsins. Sem kunnugt er nær hugsanlegt verkfall ekki til verkafólks á höfuð- borgarsvæðinu og í Keflavík, en Flóabandalagið undirritaði kjara- samning í vikunni við vinnuveitend- ur. Verið er að undirbúa atkvæða- greiðslu um hann. Atkvæði verða talin um boðun verkfalls á skrifstofu VMSÍ nk. þriðjudag. Norðurpólsfararnir fóru hægt yfír á þriðjudag Morgunblaðið/Golli Ólafur Örn Haraldsson er helsti tengiliður pólfaranna við umheiminn en þeir hringja til íslands úr gervihnattasíma. Mikill nýfallinn snj ór og frostið fór í 40 stig best að fara bara beint út á skaflinn og klæða mig í utanyfirfötin þar. Fötin eru freðin í gegn á hveijum morgni og við verðum að byija á því að mylja úr þeim klakann og reyna þannig að mýiga þau til að komast í þau,“ sagði hann. Hann sagði að þrátt fyrir að ferð- in hefði gengið erfiðlega áþriðju- dag, væru þeir engan veginn að missa móðinn og væru hressir í morgunsárið og segðu: „Við höldum okkar striki." Færð fór ögn versnandi er líða tók áþriðjudag, snjór dýpkaði nokk- uð og hryggjum fór fjölgandi. Flest- ir hryggjanna voru fremur brattir og vel á annan til þriðja metra og þurftu þeir að draga sleðana saman upp og slaka þeim niður hinum meg- in. Góð stemmning er að myndast meðal almennings sem farinn er að leggja leið sína í Útilíf í Glæsibæ til að hlusta á samtöl pólfaranna við bakvarðasveitina. Samtölin hefjast stundvíslega klukkan 12 á hádegi og heyrast í hátalarakerfí í versluninni. ÍSLENSKU norðurpólsförunum, sóttist ferðin hægt í fyrradag, þriðjudag, á fimmta degi ferðarinn- ar. Þeir Ingþór Bjarnason og Haraldur Örn Ólafsson gengu þá aðeins 3,33 km og hafa því lagt að baki alls 22,1 km af 800 km vegalengd að pólnum. Ingþór hafði orðið fyrir þeim fé- Iögum í gær þegar þeir félagamir hringdu í bakvarðasveit leiðangurs- ins. Hann sagði að þriðjudagurinn hefði reynst þeim Haraldi erfiður í skauti. „Það var mikið frost og mikið af nýföllnum djúpum snjó,“ sagði Ing- þór. „Við urðum báðir að draga sleðana saman til að komast áfram. Við gátum aðeins gengið um 300 metra einir með sleðana því þeir sukku mjög mikið í snjóinn og eins var n\jög mishæðótt. Þegar á leið fór að vinda og þá varð allt miklu erfiðara. Við vorum því mjög kaldir og ég fékk smákal á þumalfingur en ég vona að það sé ekkert alvarlegt. Við erum líkamlega vel á okkur komnir en þetta em svo mikil þyngsli að við megum ekki vera of lengi að á daginn. í gær [þriðjudag] gengum við í sex klukkustundir og hvíldumst samtals í eina klukku- stund, aldrei þó meira en í tíu mínút- ur í einu. Við settumst aldrei niður á ferð okkar í gær og fómm aldrei af skíðunum þvf við urðum að halda áfram göngunni til að halda á okkur hita,“ sagði Ingþór. Hann sagði að frostið væri 42 stig og það væri því erfitt að fara upp úr svefnpokunum á morgnana. Tjaldið allt hrímað að innan „Erfiðast er að komast upp úr pokanum á morgnana. Inni í tjald- inu er allt hrímað og pokamir þvalir og rakir að innan og ísaðir við önd- unaropið á þeim. Það er töluvert átak að fara úr þeim. Maður rífur sig upp úr pokanum og mér finnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.