Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 5 7
-------------------------f
Jökulsána ásamt þeim sem vildu
fylgja honum síðasta spölinn. Taldi
hann það sjálfsagt og komu þau Vil-
borg bæði og leystu það af hendi með
mestu prýði.
Vorið 1999 bauðst Björn til að
koma og vera með námskeið hjá
Flugbjörgunarsveitinni Varmahlíð
og kenna björgun úr straumvatni,
var það þegið með þökkum og tókst
það mjög vel og lærðu menn mikið.
Björn dvaldi hér margar helgar á
hverju sumri og stjórnaði bátasigl-
ingum á Jökulsánum. Og Vilborg sá
um siglingarnar á Hvítánni. Þau
voru samhent með þetta allt. Björn
kom hér við ef hann var á ferðinni og
hann kom hingað með vinum sínum á
leið á hreindýraveiðar undanfarin
haust og segja má að hann hafi tekið
ástfóstri við Skagafjörðinn.
Oft var rætt um hina ýmsu mögu-
leika sem ferðaþjónusta hefur upp á
að bjóða, ekki síst hvað hægt væri að
gera yfir veturinn. Hann var hug-
myndaríkur og átti eftir að gera svo
margt fleira. Nú eftir áramótin var
farið að ræða um möguleika á óvissu-
ferð með starfsfólk af ferðaskrifstof-
um hingað norður og vann hann að
undir búningi ferðarinnar fyrir
sunnan og við hér fyrir norðan.
Það voru margir sem vildu fara í
óvissuferðina og lagt var af stað. En
skjótt skipast veður og hræðilegt
slys verður og hrífur með sér þrjú
mannslíf og enn aðrir slasast og eða
hljóta áföll sem seint eða aldrei
verða bætt.
Og nú skiljast leiðir og viljum við
láta í ljós þakklæti fyrir samveruna.
Minningin um góðan dreng mun
lifa í hjarta okkar.
Elsku Vilborg og börn, ættingjar
og vinir, guð styrki ykkur öll.
Klara og Sigurður,
Bakkaflöt.
Við kynntumst Bimi í byrjun árs
1997. Þá stóð yfir umfangsmikil
stefnumótunarvinna í ferðaþjónustu
fyrir samgönguráðuneytið og kom-
um við að þeirri vinnu ásamt Bassa
og fleiri góðum aðilum. Bassi kom að
þessu verkefni sem aðili úr afþrey-
ingargeiranum, þar sem fyrirtæki
hans og Villu eiginkonu hans, Báta-
fólkið, var orðið ieiðandi á því sviði.
Strax og vinna hófst kom í Ijós mikill
kraftur, frísklegar hugmyndir og
leiðtogahæfileikar Bassa. í þessu
starfi kynntumst við vel þeim góðu
eiginleikum sem Bassi bjó yfir, hlý-
leika og hógværð í allri framgöngu,
en samt svo fastur fyrir og fylginn
sér.
Samstarf okkar átti síðan eftir að
verða enn meira. Upphafið að því var
þegar þú í byrjun vetrar 1998 hafðir
samband við okkur og ræddir hug-
myndir þínar um nýjar leiðir í ferða-
þjónustu sem fælust í því að tengja
saman ráðgjöf og skemmtilega af-
þreyingu við ögrandi aðstæður í ís-
lenskri náttúru. Upp úr þessu varð
til fyrirtækið Stjórnun og Efling ehf.
og í samstarfi við Pricewaterhouse-
Coopers hrintum við hugmyndinni í
framkvæmd. Þú lifðir að sjá þennan
draum þinn verða að veruleika og
slíta bamsskónum. Framganga þín á
undanförnum mánuðum á mestan
þátt í þvi hversu vel hefur tekist til
með þetta verkefni. Það verður erfitt
að fylla það skarð sem þú skilur eftir
nú þegar fyrstu erlendu verkefnin
eru í augsýn. Við munum heiðra
minningu þína best með því að halda
þínu merki á lofti og byggja áfram á
þeim grunni sem þú vannst svo ötul-
lega að því að leggja.
Það er skarð fyrir skildi í íslenskri
ferðaþjónustu þegar svo öflugur liðs-
maður og frumkvöðull fellur frá í
blóma lífsins. Þó er það skarð hjóm
eitt miðað við missi fjölskyldunnar
við fráfall svo góðs drengs. A kveðju-
stundu þökkum við gefandi kynni og
samstarf og vottum Vilborgu og
börnunum okkar dýpstu samúð.
Kristófer Oliversson,
Svali H. Björgvinsson,
Drífa Sigurðardóttir.
Það hefur oft verið sagt að lífið sé
hverfult en sjaldan hefur merking
þessara orða verið jafn ljós og hinn
örlagaríka dag þegar okkur var til-
kynnt að góðvinur okkar hann Bassi
hefði látist af slysförum.
Leiðir okkar lágu saman í gegnum
gúmmíbátasiglingarnar og þróaðist
samband okkar við hann fljótlega frá
því að hann væri yfirmaður yfir í
góðan vinskap. Það var gott að eiga
Bassa að því alltaf hvatti hann okkur
til að stíga yfir hindranir sem virtust
ófærar og var alltaf reiðubúinn að
rétta hjálparhönd, þá sérstaklega við
pínlegar aðstæður, glottandi út í
annað. Bassi var mikill grallari og
prakkarastrikin óteljandi. Oft hugs-
uðum við honum þegjandi þörfina
þegar hann skildi okkur eftir kjaft-
stopp og algerlega óhæf að svara
fyrir okkur. Við kynntumst líka fljót-
lega hugtakinu „þetta reddast“ sem
var í hávegum haft hjá Bassa því
aldrei höfðum við kynnst slíkum
reddingum, oft á síðustu stundu,
með mest lítið í höndunum og alltaf
var hann svo sallarólegur yfir þessu
öllu saman.
Þótt Bassi hafi verið rólyndismað-
ur var hann framtakssamur með af-
brigðum. Það voru ekki mörg svið
ferðaþjónustunnar sem hann átti eft-
ir að koma nálægt og hann er án efa
farinn að bjóða upp á eitthvað nýtt í
þeim bransa þarna hinum megin.
í dag er komið að því að kveðja
góðan vin. Við slík tímamót veltir
maður fyrir sér hvemig stendur á
því að jafn ósigrandi maður og Bassi
fékk kallið svo snemma, en það er þá
rétt að þeir bestu fari fyrstir.
Elsku Villa, Elín, Gísli, Gréta og
aðrir ástvinir, við færum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur í sorginni og gefi
ykkur styrk til að takast á við það
sem framtíðin ber í skauti sér.
Pétur, Fífa, Halldór Vagn,
Guðrún Sjöfn,
Askur og Alison.
Föstudagskvöldið 25. febrúar
rennur okkur vinunum seint úr
minni. Tilkynning barst okkur um að
Bassi væri fallinn frá. Það var sem
kaldur gustur færi um og tíminn stóð
í stað. Obætanlegt skarð hafði verið
höggvið í vinahópinn. Ótal minning-
ar úr fortíð, blandaðar spurningum á
borð við hvar, hvernig og hvers
vegna, runnu gegnum hugann. En
enginn getur svarað því af hverju
sum okkar eru kölluð úr jarðríki
þessu langt fyrir aldur fram. Þegar
okkur var ljóst að það var ekkert
sem við gátum gert til að breyta
þessum tíðindum, stóð eftir að sætta
sig við að lífshlaupi góðs vinar og fé-
laga væri nú lokið.
Hugur okkar er hjá Villu og börn-
um þeirra, Elínu, Gísla og Grétu.
Bassa kynntumst við mjög ungir
og frá upphafi tókust með okkur
sterk og góð vináttubönd. Áhuga-
málin lágu saman, ferðalög og allt
þeim tengt. Allt sem gat komið blóð-
inu ærlega af stað, hleypt roða í
kinnar og gefið lífinu lit. Bassi var
alla tíð þar fremstur í flokki, hug-
myndaríkur og maður framkvæmd-
anna. Það var ekki nóg að fá ófram-
kvæmanlega hugmynd, það varð að
reyna á hvort hún væri í raun ófram-
kvæmanleg og oftar en ekki reyndist
raunin vera önnur. Sigurglottið hans
verður lengi í minnum haft. Bassi
átti glæstan feril á sviði björgunar-
starfa, lögreglustarfa og á síðari ár-
um ekki síst í því að gera ísland að
skemmtilegri stað fyrir ferðamenn,
innlenda sem erlenda. Ekki bara
skoða ísland heldur njóta þess. Tak-
ast á við þær margbreytilegu hættur
og áskoranir sem íslensk náttúra
hefur upp á að bjóða. Án kunnings-
skapar við Bassa ætti maður enn
margt ólært, reynslusafnið væri mun
fátækara.
Undanfarin ár höfum við félagarn-
ir farið í viku hreindýraveiðiferð á
hverju hausti, austur á hérað. Á
hverju ári styrktust vinaböndin enn
frekar og hver ferðin varð annarri
betri. Hápunktur hverrar ferðar var
síðan að koma aftur heim í faðm fjöl-
skyldunnar eftir viku fjarvist, segja
veiðisögur og matreiða það sem
veiðst hafði, koma heim í hellinn.
Okkar besta veiðiferð var farin í
haust og nú er ljóst að hún verður sú
besta sem þessi vinahópur mun
nokkru sinna fara.
Elsku Villa, Bassi lifir í börnum
ykkar og hugum okkar til framtíðar.
Guð gefi þér styrk og baráttuþrek til
þess að halda áfram því starfi sem
þið hjónin hafið unnið að undanfarin
ár. Okkar aðstoð máttu ávallt
treysta á.
Það hefur verið sagt að mannfólk-
inu megi líkja við fjallgarð. Þar blæs
mest um hæstu tindana, ekki bara
vegna þess að þeir eru háir, heldur
vegna þess að þeir hafa staðist þá
raun sem á þá er lögð. Við trúum því
að þú og börnin ykkar séu meðal
þessara háu tinda, það hefur svo
margsýnt sig í kunningsskap okkar
við ykkur.
Við treystum því og trúum að
Bassi sé nú farinn í annan heim,
sjálfsagt ólíkan okkar á margan hátt,
en líkt og hann hefur verið okkar fé-
lagi í þessu lífi vonum við að þegar
okkai’ stund kemur, megi vegir okk-
ar liggja saman á ný. Hann verður þá
búinn að finna það sem við köllum á
veiðimannamáli, „réttu staðina“.
Okkar lokaorð um Bassa eru orð
spámannsins: „Þú skalt ekki hryggj-
ast þegar þú skilur við vin þinn, því
að það, sem þér þykir vænst um í fari
hans, getur orðið þér ljósara í fjar-
veru hans, eins og fjallgöngumaður
sér fjallið best af sléttunni."
Stefán, Arnbergur
og Ásmundur.
Bezti vinur minn. Bassi minn, nú
ertu horfinn á slóðir hins óþekkta.
Þú varst alltaf frumkvöðull og þurft-
ir alltaf að vera í fremstu línu. Við
kynntumst í Lögregluskóla ríkisins
1985. Hugmyndir þínar urðu þess
valdandi að mikil þróun átti sér stað í
lögregluskólanum og í lögreglunni
almennt. Ég hugsa oft til þess hve
öflugur lögreglumaður þú varst,
þegar leysa þurfti erfið lögreglu- og
björgunarverkefni. Hikaðir ekki við
að hafa afskipti af vopnuðum af-
brotamönnum eða kasta þér tvívegis
til sunds í Reykjavíkurhöfn til að
bjarga fólki sem hafði fallið í höfnina.
Lögreglustarfið býður upp á hin
ótrúlegustu ævintýri en það nægði
ekki, þú þurftir annað og meira.
Þú leitaðir að spennandi áskorun
og varð óplægður akur ferðaþjónust-
unnar fyrir valinu. Þar var nóg svig-
rúm fyrir nýjar hugmyndir og þró-
unarverkefni. Þú ruddir veginn fram
ó við fyrir okkur hina sem komum í
plógfarinu á eftir þér.
Sá maður verður seint fundinn
sem alltaf var tilbúinn í að fram-
kvæma hlutina og ryðjast af stað.
Studdir félaga og hvattir þá til dáða.
Sportið átti stóran þátt í lífi þínu,
jeppaferðir og snjósleðaferðir þvert
og endilangt yfir hálendið og jökla.
Voru þá eiginkona og börn jafnan
með í ferðum. Bátsferðir niður
hverskonar ár. Kafandi í ám, vötnum
og sjó. Flaugst flugvélum í allskyns
útsýnisflugi. Skotveiðin átti hug þinn
allan hvort sem um var að ræða
rjúpnaveiði, gæsaveiði eða
hreindýraveiði.
Sérstaklega eru minnisstæðar
rjúpnaveiðiferðirnar sem farnar
voru með föður þínum að Sveina-
tungu í Norðurárdal. Það kom fyrir
að mönnum gekk ekki vel við veið-
arnar, þá varst þú alltaf tilbúinn að
deila veiði þinni með þeim sem veiði-
gyðjan stóð ekki með í það skiptið.
Allir vildu vera félagar þinir og þú
tókst vel á móti öllum sem eitthvað
höfðu fram að færa.
Þú og við félagarnir lentum oft í
kröppum dansi hvort sem var í sér-
sveit lögreglunnar, í björgunar-
sveitastarfi og í veiðiferðum. Flogið
var með þyrlum og flugvélum við
mjög erfiðar aðstæður. Vélsleðar
fóru annað en þeim var ætlað, bátum
hvolfdi bæði í óm og úti á sjó en alltaf
stóðum við hlæjandi upp.
Hörmungin er algjör en ég veit að
þú gast ekki varist köllun þinni
hversu mikið sem þú reyndir. Hug-
myndaríkur vinnufélagi, traustur
ferðafélagi, mikill veiðifélagi ojg frá-
bær vinur er horfinn á braut. Eg hef
orðið fyrir ýmiss konar reynslu í líf-
inu og þó einna mest eftir 18 ára
starf í lögreglu. Þrátt fyrir mikla
reynslu get ég ekki annað en bognað
í baki og fellt tár yfir þessum hörm-
ungum. Við hinir sem eftir sitjum
vitum ekki hvaðan á okkur stendur
veðrið en lífíð heldur áfram. Þrátt
fyrir það munum við alltaf finna fyrir
nálægð þinni og söknuðurinn er mik-
ill.
Villa mín, stórt skarð hefur verið
höggvið. Enginn veit hvers vegna.
Þó verður maður að trúa því að Bassi
muni nú ekki sitja aðgerðalaus á
þeim vettvangi, þar sem hann er
staddur nú. Eg votta þér, börnum
þínum, tengdamóður og foreldrum
þínum innilega samúð vegna fráfalls
Bassa.
Þinn vinur.
Herbert Hauksson, rann-
sóknarlögreglumaður.
í dag er kvaddur góður vinur og
samstarfsmaður, Björn Gíslason eða
Bassi eins og hann var kallaður af
kunnugum. Sjaldan hef ég kynnst
eins einörðum og duglegum dreng
sem Bassi var. Hann og Villa konan
hans voru frumkvöðlar á ýmsum
sviðum afþreyingar fyrir ferðamenn.
Hugmynd varð til, hún var strax
skoðuð og prófuð, og síðan var henni
hrint í framkvæmd og fylgt eftir.
Þessi ferill var einkenni á störfum
Bassa. Hann hreif með sér fólk í leik
og starfi og aldrei sást á honum
þreyta né streita.
í viðskiptum var gott að leita ráða
hjá honum, og það var hægt að
treysta því sem hann sagði. Ég hef
leitað til Bassa undanfarin ár til að
koma í kennslustund í Ferðamála-
skólanum í Kópavogi og segja frá því
hvernig hann byggði upp sitt fyrir-
tæki, Bátafólkið, hvernig það hefði
vaxið og dafnað í höndum þeirra
hjóna. Alltaf tókst Bassa að láta líta
svo út að hann hefði nú svo sem ekk-
ert gert, það væri hans góða og sam-
stillta starfsfólk sem ætti heiður skil-
ið fyrir framlagið og árangurinn.
Sömuleiðis gerði hann öryggismál að
umræðuefni og mikilvægi góðs sam-
starfs til að ná árangri.
Það er horfinn góður drengur,
hans verður sárt saknað í ferðaþjón-
ustunni. Ég bið góðan Guð að styrkja
fjölskyldu Bassa og óska þess inni-
lega að Villu og samstarfsmönnum
verði gefið þrek til að halda hans
fána á lofti.
Hildur Jónsdóttir.
Sjaldan hef ég orðið vitni að eins
samhentum og lífsglöðum hjónum og
þau Villa og Bassi heitinn voru.
Dugnaður þeirra og framsýni smit-
aði út frá sér og ég held að margir
innan ferðamennskunnar hafi orðið
fyrir mikilli hvatningu bara með því
að starfa með þeim og njóta þeirrar
þjónustu sem þau buðu fram,
gúmmíbátaferðir fyrir sunnan og
norðan, jeppaferðir o.fl. Mig skortir í
raun orð að lýsa harmi mínum yfir
þessu öllu saman, en geymi minning-
una um er við síðast hittumst nýver-
ið uppi við Litlu kaffistofuna og svo
daginn stórkostlega á Langjökli síð-
astliðið sumar. Geislandi sól og hiti,
blár himinn og allir í góðu skapi,
enda mikill dagur hjá öllum sem
starfa við fjallaferðamennsku þegar
nýi trukkurinn hjá Geysi bílaleigu
var vígður. Ég skil við minninguna
um Bassa á þessum mikla gleðidegi
og minnist hans þar sem við sátum
uppi á þaki fjallatrukksins og nutum
útsýnisins til Jarlhettna og út í
óendanleikann. Öllum aðstandend-
um, vinum og samstarfsmönnum
votta ég samúð.
Friðrik Á. Brekkan
leiðsögumaður.
Hörmulegt umferðarslys, þrír
menn látast og fjölmargir slasast.
Björn Gíslason, góðvinur minn og
ferðafélagi til margra ára, er einn
hinna látnu. Þriggja barna faðir og
hamingjusamlega giftur. Vart þarf
að segja hve áfallið er mikið og sárt,
það veit fólk sem slíkt hefur þurft að
reyna. Hvem grunar að manni sem
reynt hefur ýmislegt í svokölluðunv
áhættuíþróttum sé hættast í umferð-
inni. Við Bassi, eins og hann var allt-
af nefndur, höfðum þekkst síðan á
áttunda áratugnum í Æfingaskólan-
um, þá táningar. Við urðum fljótt
miklir mátar og líklega réð þar ein-
hverju um að í fari hvor annars fund-
um við mikla útþrá og löngun til þess
að halda á vit ævintýra í náttúrunni.
í þá daga vógu þyngst fjöll og klifur.
Þeirri íþrótt stóð fólki okkur ná-
komnu oft nokkur stuggur af enda er
sums staðar hættur þar að finna og
við vorum ungir að árum. Við létum
þó fátt draga úr okkur kjarkinn,-
fannst allt fært hvort sem um var að
ræða klifur í snjó og ís að vetrarlagi
eða í klettum að sumarlagi. Okkur
sem unglingum þótti lítið mál að sitja
vetrarnótt í frosti og hríð í snjóholu
þó boðin væri hlý og notaleg vera í
skála skammt frá. Ferðirnar sem við
fórum saman urðu auðvitað stærri
og meiri en það og þær treystu vin-
áttuböndin og kenndu ýmislegt um
náttúruna og okkur sjálfa. Utivist
sem reynir á kennir fólki að meta eitt
og annað sem gagnast í hinu daglega
h'fi.
Meðal þess sem lærist á íjöllum og
í klifri er að hættur eru af tvennum
toga: Annars vegar eru þær sem
þekking og áunnin reynsla forðar'-
manni frá. Þannig sveigir maður fyr-
ir sprungu- eða snjóflóðasvæði og
leitar frá lausu bergi vegna þess að
áhættan er þekkt. Hins vegar er sú
vá sem venjulega er sögð vera utan-
aðkomandi eða sem ekki er hægt að
afstýra. Þar um ræðir t.d. ef ís- eða
SJÁNÆSTU SÍÐU
Gróðrarstöðin ® 0^
miÚHLÍÐ •
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öil tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
TÖWflDOiiWÍMJÁ um
ttFINHHWJÖÍ
flÖTflL flOflC
Mrauwihi (Mt
Upplýsingar í s: 551 1247
jJULxxxiiiiiirxrijn
Erfisdrykkjur
■+-
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
£ P E R L A N
H
H Sími 562 0200
i riiiTiiiini tx
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/