Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Unglingaráð HK Skorað á bæinn að byggja knattspyrnuhús Kópavogur UNGLINGARÁÐ knatt- spyrnudeildar HK í Kópa- vogi hefur samþykkt ályktun til bæjaryfirvalda í Kópavogi um að skoða kosti þess að byggja knattspyrnuhús í bænum og hefja undirbúning þess hið fyrsta. „Hugmyndir um byggingu knattspyrnuhúss í samvinnu við önnur sveitarfélög eru góðra gjalda verðar, en myndu ekki nýtast yngri ald- ursflokkum sem stunda knattspyrnu sem skyldi þar sem sækja þarf æfingar út fyrir bæjarmörkin," segir í ályktuninni en sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur vinna nú sameiginlega að könnun á byggingu sameiginlegs húss, sem líklega yrði staðsett í Garðabæ. „Bygging knattspyrnu- húss í bænum myndi gjör- breyta allri aðstöðu til knatt- spyrnuiðkunar og verða ómetanleg lyftistöng því öfl- uga knattspyrnulífi sem fyrir er í bæjarfélaginu," segir í ályktun unglingaráðs. „Kostnaður við byggingu knattspyrnuhúss er ekki mikið meiri en af byggingu venjulegs íþróttahúss og næg verkefni eru fyrir það í stóru og ört stækkandi bæj- arfélagi, auk þess sem með tilkomu þess yrði meira rými fyrir ástundun annaiTa íþróttagreina í þeim íþrótta- húsum sem fyrir eru. Bygg- ing knattspyrnuhúss myndi þannig styrkja allt íþróttalíf í Kópavogi.“ A ráðstefnu unglingaráðs- ins síðastliðinn laugardag var unnið að stefnumörkun í barna- og unglingastarfi fé- lagsins í framtíðinni, „meðal annars með tilliti til þess for- varnargildis sem óumdeilt er að þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur,“ segir í ályktuninni. Tónlist og sögur fyr- ir börnin KRAKKARNIR á leikskólan- um Krakkakoti í Bessastaða- hreppi fengu góða gesti í gær þegar Guðni Franzson, klarínettleikari, og Tatu Kantomaa, harmoníkuleik- ari, hcimsóttu þau í fþrótta- húsið. Heimsóknin var liður í tón- leikaröð Tónlistarskóla Bessastaðahrepps og að sögn Svanbjargar Vilhjálmsdótt- ur, skólastjóra, kom Guðni fram í gervi Hermesar, sagði krökkunum sögur og spilaði fyrir þau ásamt Tatu. „Við erum að skemmta krökkun- um og leyfa þeim að heyra músík og sögu í bland,“ sagði Svanbjörg. Börnin í Krakkakoti fylgdust vel með Guðna og Tatu. Morgunblaðið/Jim Smart Atak verði gert í snjó- bræðslu- kerfum Reykjavík BORGARSTJÓRN Reykjavíkur mun í dag fjalla um tillögu um að gert verði átak til að auðvelda gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar um borgina að vetrarlagi. Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi vill að nefnd verði sett á fót til að móta heild- stæða stefnu um uppbygg- ingu snjóbræðslukerfa við gangstéttir í borginni. B orgarstj órnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu þessa efn- is, sem rædd verður í borg- arstjórn í dag. Kjartan sagði að hann vildi að nefndinni yrði falið að gera úttekt á stöðunni og leggja fram hugmyndir um þróun snjóbræðslu- kerfis í borginni. „Ég er búinn að fá mjög margar kvartanir um að gangstéttir séu illfærar og veit um gamalt fólk og ör- yrkja sem þora ekki út úr húsi. Slys á gangandi veg- farendum af völdum hálku hafa verið afar tíð undan- farið og slík slys hafa oft mjög alvarlegar afleiðing- ar. Arið 1990 var farið að hita upp gangstéttir í mið- borginni og þar var unnið eftir áætlun frá 1990-1994 og gekk vel en síðan hefur ekkert gerst,“ sagði Kjart- an. „I miðbænum má heita greiðfært fyrir gangandi vegfarendur og í Grafar- holti á nú að hita upp tvær brattar götur og gangstétt- ir. Þetta eru sértækar lausnir en mín hugmynda- fræði er að það verði mótuð stefna til langs tíma og nefndin fái það verkefni að forgangsraða hvemig stað- ið verður að verki.“ Kjartan sagði að eðlilegt gæti verið að standa þannig að verki að hefjast handa í eldri hverfum borgarinnar og í grennd við þjónustuí- búðir aldraðra og leggja áherslu á bræðslukerfi að strætisvagnabiðstöðvum, verslana- og þjónustumið- stöðvum. Hann sagði að sér sýnd- ist að það kostaði um 10 m.kr. að koma bræðsluk- erfi í 1 km gangstéttar- kafla. Með því að nýta af- rennsli frá íbúðarhúsum mætti koma þessu á án mikils rekstrarkostnaðar. Slíkt þyrfti að kanna í sam- ráði við húseigendur. Kjartan sagðist vilja koma átaki við endurbætur á snjóbræðslukerfi inn á fjár- hagsáætlun borgarinnar þar sem veitt yrðu árviss fjárframlög til þessara mála. „Ég held að á 20 ár- um ætti að vera hægt að koma fyrir góðum göngu- leiðum um alla borg, kannski ekki við hverja götu, en þéttu neti sem geri auðvelt að komast á milli,“ sagði Kjartan. Borgarstjórn leitar leiða til að efla almenningfssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ein leiðin að einka- væða rekstur SVR Reykjavík EINKAREKSTUR Strætis- vagna Reykjavíkur er meðal þeirra atriða sem borgarráð hefur falið borgarstjóra að kanna nánar í því skyni að styrkja almenningssamgöng- ur og auka hlut þeirra í ferða- máta íbúa á höfuðborgar- svæðinu. Einnig er ætlunin að skoða nánar kosti aukinnar samvinnu SVR og Almenn- ingsvagna. Á höfuðborgarsvæðinu er hlutur almenningsvagna af öllum ferðum um 4% á meðan sama hlutfall í evrópskum borgum er yfirleitt á bilinu 20-30%. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum borgarstjóra um tiltæka kosti í rekstri og þjónustu almenn- ingssamgangna í Reykjavík. Þá kemur fram að fyrstu nið- urstöður sérfræðinga, sem vinna að tillögum fyiir svæð- isskipulag höfuðborgarsvæð- isins, sýni að miðað við óbreytta þróun muni umferð á svæðinu aukast um allt að 50% á næstu 20 árum. Það kallar á a.m.k. 40 milljarða króna fjárfestinga í stofn- brautakerfinu á því tímabili, sé miðað við svipað þjónustu- stig og er í dag. Ein leiðin að einkavæða rekstur strætisvagna Vegna þeirrar þróunar að almenningssamgöngur hafa verið í sífelldri vörn gagnvart aukinni notkun einkabíla und- anfarin ár, standa sveitar- stjórnir og ríkisvald frammi fyrii- þeirri spurningu hvort tímabært sé að gefa upp á bátinn baráttuna við einkabíl- inn og fara í aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að mæta þeirri niðurstöðu. Á að líta eingöngu á al- menningssamgöngur sem fé- lagslega þjónustu við þá sem ekki hafa efni á einkabíl, eða að styrkja þessar samgöngur á þann hátt að þær verði sam- keppnisfærari við einkabíl- inn? í samþykkt borgarráðs kemur fram að vilji borgaryf- ii'valda stendur til þess að styrkja almenningssamgöng- ur sem raunhæfan ferðamáta og auka hlut þeirra í sam- göngukerfi höfðuborgarsvæð- isins. Borgarstjóra hefur m.a. verið falið að beita sér fyrir því í viðræðum við nágranna- sveitarfélögin að leitað verði leiða til að draga úr þeirri miklu notkun einkabíla sem spáð er og að almenningssam- göngur á höfðuborgarsvæð- inu verði efldar. Ávinningur- inn af minni notkun einkabfla er minni mengun, fækkun slysa og ódýrara viðhald vega. Ein af þeim leiðum sem ætlunin er að kanna nánar til að bæta þjónustuna í almenn- ingssamgöngum, er að einka- væða reksturinn með því að skilja á milli stefnumótunar og þjónustukaupa annars veg- ar og reksturs samgöngu- tækja hins vegar. í skýrslu starfshópsins segir að þessi aðferð sé notuð í vaxandi mæli í nágrannalöndunum, þar sem horfið hefur verið frá rekstri strætisvagna á vegum hins opinbera, en aksturinn boðinn út. Hér á landi á þetta við um rekstur Almenningsvagna bs. Ákveðið skref hefur þegar verið stigið Ef farin yrði þessi leið myndi SVR breytast úr rekstrarfyrirtæki í stjórn- sýslueiningu sem annaðist stefnumótun, eftirlit og ráð- gjöf um útfærslu og fram- kvæmd þeirrar almennings- vagnaþjónustu sem borgin ákveður að veita hverju sinni. Þá er áætlað að markaðsstarf yi-ði á hendi SVR, þó að mögu- legt yrði að kanna nánar það fyrirkomulag að þjónustuaðili annaðist einnig þann þátt. Öll veitt þjónusta yrði á höndum rekstraraðila, þ.e. akstur, rekstur skiptistöðva og biðskýla o.s.frv. eða ann- arra sjálfstæðra aðila skv. sérstökum samningi þar um. Nú þegar hefur verið stigið ákveðið skref í þess átt með því að tveir verktakar annast þjónustu á tveimur leiðum SVR, og þá er þjónusta á einni af fjórum skiptistöðvum alfar- ið í höndum verktaka í dag og að hluta til á annarri. Jafn- framt því hefur uppsetning og rekstur um þriðjungs biðskýl- anna verið færður til AFA JCDecaux íslands hf. með sérstökum samningi. Starfshópurinn tekur fram að rétt sé að hafa í huga að á síðstu 3-5 árum hafi skapast gjörbreyttar aðstæður í kjöl- far eflingar á fjármagnsmark- aði og að nýjar áherslur í bankastarfsemi skapi nú möguleika á einfaldri yfir- færslu núverandi tækjabún- aðar SVR til annars rekstrar- aðila. Endurmetið stofnfé eigna SVR var samkvæmt reikningum fyrirtækisins um 2 milljarðar króna í árslok 1998. Einkarekstur strætisvagna myndi hafa í för með sér að borgarsjóður losnaði undan núverandi fjárbindingu í tækjum og mannvirkjun SVR og áhætta vegna eignarhalds á fasteignum og annarra fjár- hagslegra þátta myndi minnka. Þá er talið að færi myndi gefast á markvissari úrvinnslu með sérstakri stjómsýslueiningu sem sinnti eingöngu stefnumótun, stjórnunar- og eftirlitsþætti, en í dag er það sami aðili sem sinnir bæði stefnumótun og rekstri. Staða borgarsjóðs/ SVR gagnvart sjálfstæðum rekstraraðila gæfi því betra færi á markvissara gæðaeftir- liti. Breytingar gætu orðið þyngri í vöfum Útboð aksturs til sjálf- stæðra verktaka ætti að leiða til samkeppni og laða þar með fram bestu fáanlegu verð á þeirri þjónustu sem veita á hverju sinni. Kostnaður yrði sýnilegri og aukin kostnaðar- vitund, auk þess sem betri yf- irsýn fengist yfir kostnað vegna einstakra ákvarðana um breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi. Útboð á rekstri Strætis- vagna Reykjavíkur myndi samkvæmt áliti starfshóps borgarstjóra leiða til veru- legrar eflingar á rekstri hóp- ferðabifreiða og gæti þannig flýtt umtalsvert fyrir upp- byggingu sterkra fyrirtækja sem samhliða því að sinna akstri fyrir SVR myndu gegna lykilhlutverki í eflingu þjónustu við ferðageirann. Þeir gallar sem helstir eru taldir á einkarekstri strætis- vagna eru einkum þeir að breytingar á þjónustu og leiðakerfi gætu í einhverjum tilfellum orðið þyngri í vöfum, þegar slíkt þyrfti að gerast með samningum við verktaka. Þá yrðu meginbreytingar á leiðakerfinu bundnar við lok hvers útboðstímabils, s.s. á 4-5 ára fresti, en þess á milli yrði meiri binding og þrengra um lagfæringar og leiðrétt- ingar heldur en að núverandi fyrirkomulag gefur kost á. í skýrslu starfshópsins er talið að hægt sé að bregðast við og draga úr vægi þessara neikvæðu þátta við útboðs- og samningsgerð, en þó megi ætla að alltaf verði ákveðið samhengi á milli þess verðs sem giæiða þurfi og þess sveigjanleika sem hafður verður til breytinga á samn- ingstímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.