Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SP Lýðræði á N etinu Netkosningar opna þann möguleika á Islandi að kjósendurfái að ráða í stað þess að láta sér nægja að mögla. U mræða um beint lýðræði vekur við- líka hrifningu meðal flestra stj órnmálamanna hér á landi og hugmyndir um að koma á upplýsingaskyldu um fjárreiður og fjárframlög til stjórnmálaflokka. Það er þó sennilega styttra í það en marg- an grunar að hægt verði með lít- illi fyrirhöfn að auka virka þátt- töku almennings í lýðræðinu þannig að kjósandinn hafi ekki aðeins umsagnarrétt á fjögurra ára fresti heldur geti hlutast til um einstök mál með því einu að fara á Netið. í síðustu viku gerðu demó- kratar í Bandaríkjunum tilraun með netkosningu í ríkinu Ar- izona og mun það vera fyrsta sinni sem lagalega bindandi kosning fer VIÐHORF Eftir Karl Blöndal fram með þeim hætti þar í landi. Einnig var hægt að greiða atkvæði í pósti og mæta í kjörklefann. Pað er skemmst frá því að segja að þessi tilraun þótti takast vonum framar. Kjósa mátti á Netinu í fjóra daga. Á fyrsta degi höfðu fleiri greitt atkvæði en í próf- kjöri demókrata í Arizona árið 1996 og þegar upp var staðið var þátttakan þrefalt meiri. Alls nýttu 37.000 manns sér Netið, 20.000 notuðu póstinn og 20.000 mættu á kjörstaði, sem voru opnir einn dag. Þátttaka var helmingi meiri en nokkru sinni frá því demókratar héldu fyrst prófkjör í Arizona árið 1984. Skipulag prófkjörsins hófst í desember og kosningarnar gengu fyrir sig án teljandi vand- ræða. Skráðum kjósendum var útdeilt kennitölu og síðan þurftu þeir að skrá inn upplýsingar af tvenns konar skilríkjum til að geta greitt atkvæði á Netinu. Ef allt gekk upp tók sjálf atkvæða- greiðslan um tvær mínútur. Þeir, sem mættu á kjörstað í eigin persónu, voru heldur ekki lausir við tæknina því að í stað þess að fá í hendur blað í kjör- klefanum beið þeirra músin. Að- eins þeir, sem tóku ekki annað í mál, fengu „gamaldags“ kjörseð- il í hendur. Um leið og hægt er að greiða atkvæði á Netinu dregur mjög úr því umstangi og skipulagi, sem fylgir því að ganga til hefð- bundinnar atkvæðagreiðslu. Þau rök hætta að halda að ekki megi leggja á þjóðina þann kostnað sem fylgir því að greiða atkvæði um allt milli himins og jarðar, allt frá Eyjabökkum og túnskika í Laugardal til flugvallarins í Reykjavík og vínsölu í kjörbúð- um. Skrefið frá prófkjörinu í Ar- izona til hins beina lýðræðis er því ákaflega stutt. Ávallt þegar farið er að ræða beint lýðræði hefur kór hrokans hins vegar upp raust sína og syngur með sínu lagi um það að illa upp- lýstum almenningi sé ekki treystandi til að taka yfirvegaða afstöðu í fióknum málum. Það er í raun furðulegt að þeir, sem halda slíku fram, skuli treysta dómgreind kjósandans til að leggja mat á eigið ágæti. Hér er um að ræða þá sem ætíð vita betur en umbjóðendur þeirra og eru í pólitík af þeirri hugsjón að hafa vit fyrir þeim. Kjörnum stjórnmálamönnum yrði síður en svo úthýst með beinu lýðræði. Þeirra yrði eftir sem áður að semja lögin og tryggja að þau séu samansett af skynsamlegu viti og standist réttarkröfur. Þeir myndu eftir sem áður fjalla um málin og koma sinni sannfæringu á fram- færi. Áheyrendur þeirra yrðu hins vegar ekki aðeins þing- heimur, heldur öll þjóðin. Ekki dygði að hemja þingflokka, held- ur þyrfti að hafa hemil á öllum kjósendum. Helstu mótbárurnar gegn net- kosningunni í Arizona komu frá samtökum um heiðarleika í kosningum, sem stefndu Demó- krataflokknum fyrir að mismuna fátæklingum og minnihlutahóp- um, sem ólíklegra er að séu nettengdir, en þeir, sem betur mega sín. Dómsmálaráðuneytið samþykkti prófkjörið og sagði að framkvæmd þess væri í sam- ræmi við kosningalögin, en sam- tökin héldu því að þetta fyrir- komulag mismunaði kjósendum með sama hætti og þegar notað var lestrarpróf til að halda svörtum kjósendum frá kjörstað. Það er vitaskuld rétt að ekki eiga allir tölvur og aukist þátt- taka í kosningum almennt jafn mikið við að færa þær á Netið og raun bar vitni í Arizona gæti það breytt hinu pólitíska lands- lagi. Eru tölvunördarnir íhalds- samir eða frjálslyndir, repúblikanar eða demókratar? Þetta vandamál er hins vegar ekki jafn afgerandi hér á landi vegna þess að kosningaþátttaka er mun meiri en í Banda- ríkjunum. Netkosningar opna þann möguleika á Islandi að kjósend- ur fái að ráða í stað þess að láta sér nægja að mögla. Um leið og farið verður að nota þennan kost gæti komist hreyfing á ým- is mál, sem hingað til hafa við Austurvöll þótt best geymd í nefndum. Mætti þar nefna kvótamálið og fjárreiður stjórn- málaflokka. Það þarf þó að hafa hugfast að oft er ekki nóg að hafa tæknina. Búast má við sams konar tregðu og þegar rætt er um jöfnun atkvæðarétt- ar í landinu, enda vilja þeir, sem valdið hafa, síst að það verði skert og í þessu tilfelli fá þeir nokkru um það ráðið. Næsti bær við það að kjósendur hafi ekki vit á málum er að þeir láti sér standa á sama um þau. Ef til vill er það ætlunin að íslend- ingar verði eins og íbúar bæjar- ins Elmira í New York-ríki um miðja öldina. Þar þótti lýðræðið hafa gefið góða raun um langt skeið og fór því hópur fræði- manna af stað til að kynna sér hversu vel upplýstir borgararnir væru um hin ýmsu málefni. Sér til skelfingar komust þeir að því að borgararnir voru illa upp- lýstir og skeyttu lítt um stjórn- mál. Þeirra niðurstaða var að slíkt ástand hlyti því að vera skilyrði íyrir skilvirku lýðræði. Andstaða við beint lýðræði er í raun stuðningur við að ísland verði eins og Elmira og áfram verði tryggt að þeir, sem vita betur, geri það sem er okkur hinum fyrir bestu. Af köttum í sekkjum og skyldum málum ÞESSU bréfi er beint sérstaklega til hæstvirts bæjarstjóra Hafnarfjarðar því þegar um allt þrýtur þá eigum við bæjar- búar alltaf möguleika á að ræða við hann. Tilefnið er fundur sem haldinn var í Hafnarborg 7. janúar síðastliðinn. Þar kynnti formaður skipulags- og umferð- arnefndar hugmyndir um skóla á Hörðuvöll- um og verkfræðingur kynnti hugmyndir um breytingar á Reykja- nesbraut. Fundurinn fór að flestu leyti út um þúfur og ljóst má vera að íbúar Setbergshverfis eru ekki búnir að gleyma fundi sem haldinn var í skólanum þeirra fyrir þremur árum. Þar fullyrtu fulltrúar bæjar- ins sumir að ekki væri verið að breyta skipulagi og að menn ættu nú ekki að vera að kippa sér upp við smámuni eins og að nokkur hús væru rifin. Nú gleymdu fulltrúar bæjarins að undirbúa tillögu fyrír fundinn, útskýra tímarammann sem fyrir lægi og ekki síst að skýra fyrir íbúunum næst brautinni hvernig komið yrði til móts við hættuna á lækkandi fasteignaverði, ógnir vegna framkvæmdanna og þá val- kosti sem í raun lægju á borðinu. Kostir eða valkostir Nú má það vera íbúunum ljóst að hvorki Vegagerðin né bæjaryf- irvöld ætla sér að skoða aðra kosti en verulega tvöföldun brautarinn- ar. Því hlýtur skákin núna að snúast um það hvort yfirvöldin sýna okkur þá kurteisi að ræða við okkur eða hvort halda eigi út í þetta ævintýri með áframhaldandi slagsmálum og ósætti. Meðal þess sem ég vildi ræða í þessari grein eru forsendur þessa máls, - frágangur hverfisins, tvö- földun Reykjanesbrautar og efling þeirrar þjónustu sem í boði á að vera. Skólamál Víkjum fyrst að því að bæta eigi þjónustuna í Setbergslandi með skóla á Hörðuvöllum. Ein rökin eru þau að Setbergsskóli sé að springa og önnur að börnin í norð- urhluta hverfisins eigi meira en 900 metra leið að skóla í Setbergi. Til að rökstyðja Hörðuvallaskóla er því settur punktur á kort og dreginn 900 m radíus frá honum og annar frá skólanum í hverfinu. Nú kann að vera munur hvar punkturinn lendir á Setbergsskóla þar sem hann er alllangur og er, einmitt þessa dagana, að lengjast til norðurs. Það að skipuleggja Hörðuvallasvæðið er framtaksvert og gamli leikskólinn þar er hvorki augnayndi né húsagerðarlega séð merkilegur. Það hvort svæðið ber 10 þús. fermetra mannvirki og um- ferðina sem þar fylgir og hvaða áhrif það hefur á eldri borgarana sem þarna búa eru atriði sem ég get ekki rökrætt. Hins vegar þykir mér það orð- hengilsháttur að það sé verið að leysa vanda minn sem foreldris með þessum hætti. Ég keypti lóð- ina í Setbergi vegna þjónustunnar innan hverfisins og svo tel ég vera um fleiri. Það að ég vilji fremur senda barnið mitt til Hörðuvalla yfir sex akbrauta þjóðveg heldur en kílómetra eftir göngustígum innan hverfisins er ólíklegt. Það að bendla Setbergsland við úrbætur í Lækjarskóla er sem sagt ryk til að blinda mönnum sýn. Það er sjálfsagt að bæta aðstöðu Lækjarskóla og það er sjálfsagt að laga húsnæði leikskólans á Hörðu- völlum. Eru það ekki nægjanleg rök? Nákvæmar tölur Við í hverfinu höf- um ítrekað bent á að ef Reykjanesbraut verði tvöfölduð þá sé endanlega búið að gera út af við svo- nefndan ofanbyggðar- veg. Hann hefur þó verið haldreipi nokk- urra bæjarstjóra og núverandi bæjarstjóri ræddi hann í dag- blaðagrein í október síðastliðnum. Svör skipulagsyfirvalda hafa alltaf verið þau að nákvæm reiknilíkön sýni að slíkur vegur nýtist lítt. Skipulagsmál Ætla yfírvöld að sýna okkur þá kurteisi að ræða við okkur, spyr Magnús Þorkelsson, eða á að halda út í þetta ævintýri með áframhaldandi slags- málum og ósætti? Samkvæmt þeim á umferðin á Reykjanesbraut að fara í um 50 þúsund bíla árið 2025. En sam- kvæmt einum starfsmanni skipu- lagsins og samkvæmt a.m.k. einum bæjarfulltrúa er einnig til spá um að umferðin verði 100 þús. bílar. Þar fór tiltrú mín á nákvæmni talnanna þeirra hjá skipulaginu, enda ekki eina dæmið. Verkfræðingur sá er tjáði sig um málið á fyrrnefndum fundi sagði að vissulega mætti ætla að ef Reykjanesbraut yrði ekki tvöföld- uð og umferð aðþrengd þá myndu fleiri bílar færast á ofanbyggðar- veginn. Nefnilega. Á að skoða það til hlítar eða ekki? Hratt - hraðara - hraðast! Oft er kvartað undan því að stíflur myndist á veginum og hrað- inn detti niður. Þá fara bílalestirn- ar niður úr 100 til 120 km hraða og jafnvel niður í lögleyfðan hraða. Nú er talað um að hönnunarhraði nýju brautarinnar sé 80 km á klst. (þ.e. sá hraði sem miðað er við að verði hámarkshraði). Miðað við nú- verandi aksturslag er út í hött að líta á slíkt sem raunhraða. Nær væri að tala um 100-130. Ég lenti í því að fá flugrútu á eftir mér einu sinni á leið minni suður fyrir Fjörð. Ég var óskap- lega fyrir henni þar sem ég var á um 80 km hraða í hálku. Hún hvarf sjónum á svipstundu og var án efa á a.m.k. 120 km hraða. Sama gildir um almenna umferð, fjölmarga þungaflutningabíla sem hér fara um svo ekki sé talað um þær milljónir lítra af flugvélabens- íni sem fara um höfuðborgar- svæðið. Aukinn veghraði hefur aldrei þótt draga úr slysum. Ef eitthvað er þá eykur hann ekki aðeins hættuna á slysum heldur gerir þau líka skelfilegri. Og þegar upp er staðið má vera ljóst að það eru menn sem valda slysum - ekki vegir. Heilvita menn Þegar ég byggði hér á síðasta áratug reyndust bæjaryfirvöld mér afarvel um margt sem ég þurfti að gera. Meðal þess sem mér var sagt var að vissulega ætti að tvöfalda brautina en það myndi enginn heilvita maður kalla slíkt yfir sveitarfélagið. Seinna hefur mér verið sagt að það hafi verið meðvitað að fara með ystu rönd húsa í Setbergi og blokkirnar á Álfaskeiði nálægt veginum til að þrýsta á ofanbyggðarveg. Nú kann að vera að merking orðsins heil- vita hafi breyst en þessa sögu hafa fleiri heyi’t en ég. Þá ber þess að geta að heildar- myndin er enn óljós. Tengingin við Reykjanesbraut milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar og tenging þeirra gatnamóta við svokallaða Álftanesbraut er enn í felum, sama gildir um tengingu framhjá kirkju- garðinum og framhjá Áslandi og svo framvegis. Innan hverfis Loks vil ég víkja að því hvernig skipulagsstóðið, eins og Bergþór Jónsson kallaði það á fundinum margnefnda, hefur staðið sig gagn- vart hverfinu og hvers vegna við treystum þeim mátulega. Um sumt hafa mál gengið afar vel. Þannig hef ég alltaf átt betra samstarf við núverandi bæjarverkfræðing en t.d. byggingareftirlitið í bænum. Hins vegar tók langan tíma að fá lýsingu í undirgöngin yfir í Krik- ann, ein tólf ár. Þá er frágangur- inn við þau fremur skondinn og oft sem það snjóar þannig fyrir þau að krakkar fara frekar yfir brautina en í gegnum göngin. Lækur rennur hér um hverfið og átti skv. skipulagi að vera ein aðalprýði þess. Sama gildir um göngustígana. Þeim hefur ekki verið lokið, t.d. við hringtorgið hjá Hamrabergi og víðar. Lækurinn er í sama forarfarveginum. Þegar spurt er hvort ekki eigi að ganga frá læknum er sagt að það sé mik- ið ósætti í hverfinu um lækinn. Það má vera að einhverjir örfáir íbúar hafi snúið sér til bæjarverk- ft-æðings út af málinu en það er einnig ljóst að ekki var um fjölda- hreyfingu að ræða. Þá hafa heldur ekki verið kynnt- ar neinar tillögur eða neinir fundir verið haldnir með okkur um málið. Svör yfirvalda um lækinn bera vott um viljaleysi og síðasta svarið sem ég fékk var að nú ætti að bíða uns sæist hvernig færi með gjána og vegskálana. Að lokum Nú spyrjum við íbúarnir sem svo: Hafa aðrir kostir verið skoð- aðir? Til dæmis auknar álögur á bíla, efling almenningssamgangna og annað sem gæti dregið úr um- ferð? Hvernig á að tryggja öryggi íbúa Setbergslands á meðan á framkvæmdum stendur? Mistök hafa orðið við sprengingar og þær munu verða miklar og nánast und- ir húsum okkar. Hafa bæjaryfirvöld íhugað hvernig eigi að tryggja verðmæti eigna okkar? Nóg greiðum við í opinber gjöld og vexti af þeim. Þegar hverfið byggðist taldist það eftirsótt og góð fjárfesting. Hvað ef það breytist? Hver ber ábyrgð þá? Eða er það eins og einn fyrr- verandi skipulagsnefndarmaður sagði við mig á fundinum: „Drífðu þig í að selja Maggi minn“? Höfundur er aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla. TILB0Ð í MARS á tjöruhreinsi fyrir bfla Jákó sf. sími 5641819 Auðbrekku 23 Magnús Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.