Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 49 ------------------------h UMRÆÐAN Þjófar og þurfamenn STJÓRNVÖLDUM hefur tekist að neyða stóran hluta lands- manna inn í hlutverk þjófa annars vegar og þurfamanna hins veg- ar með kvótasölukerf- inu, einnig nefndu gj afakvótakerfi. Árið 1984, er flestir töldu að takmarka þyrfti sókn í sjávar- afla, var hámarksafli á Islandsmiðum ákveð- inn og aflaheimildum síðan skipt milli starf- andi útgerðaraðila í hlutfalli við afla árin á undan. Voru heimild- irnar bundnar veiðiskipunum. Þótti þetta tiltölulega réttlát skipting þá miðað við aðstæður. Árið 1990 tókst ríkisstjórninni að tæla Alþingi til að gera veiðikvóta „frjálsa" með þvi að binda þá ekki lengur við skip heldur gera þá að almennri verslunarvöru sem allir gátu verslað með. Einnig þeir sem hvorki höfðu komið um borð í fiski- skip né migið í sjó. Þetta gat gerst þrátt fyrir - eða hugsanlega vegna þess - að Alþingi hafði ítrekað að samkvæmt stjórnarskrá væri nátt- úra sjávarins og þar með fiskistofn- arnir eign þjóðarinnar. Með þessu var þjóðareigninni í raun stolið frá þjóðinni. Alþingi lögleiddi þjófnaðinn. Handhafar kvótans gátu þar með selt sinn hluta af þjóðareigninni og farið að leika sér með aurana meðan aðrir héldu áfram útgerð og hafa haldið kvótanum í heimabyggðum sínum. Heiðarlegir fiskimenn við strönd- ina verða nú víða að kaupa eða leigja á okurverði rétt til að veiða fisk - jafnvel á sínum heimamiðum - af þeim sem áður fengu kvótann gefins ellegar af þeim sem hafa keypt hann af hinum lögskipuðu og lögvernduðu þjófum. Þegar heilar sjávarbyggðir eru orðnar kvótalitlar, af því að hand- hafar kvótans seldu hann burt, kemur svo byggðakvótinn eins og flóttamannahjálp úr hendi lands- feðranna og Byggðastofnun úthlut- ar þurfamönnunum. Áður voru háð þorskastríð gegn erlendum „veiði- þjófum“. Átök nú yrðu íslenskt þrælastríð. Lög þjóða eru eftir allt saman ekki annað en birting á réttlætis- og siðferðisvitund viðkomandi þjóð- ar. Barn sem elst upp við gott at- læti öðlast innbyggða réttlætis- kennd sem segir hvað er rétt og rangt. Þegar þjóðareign er stolið með „lögum“, hún afhent aðilum sem mega selja hana eða jafnvel verða að gera það, þá skilur venju- legt fólk ekki að neitt siðferði eða réttlæti ríki hjá löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Kvótasölukerfið og það sem af því leiðir grefur undan siðferðisvitund og trausti. Grefur sundur samfélagið. Alþingi og ríkisstjórn stjóma. Þetta íslenska mál- tæki, þótt dönsku- blandið sé, talar skýru máli. Illa fengið fjár- magn flæðir um í höndum þeirra sem ekki unnu fyrir því. Allir kunna sögur um nýríka fólkið; konuna sem keypti verslunar- hæð í flaustri eða drenginn sem keypti Ingólfur S. Mercedes-Benzana í Sveinsson stykkjatali. Við opnum varla blað án þess að lesa um athafnamenn eiturlyfjasöl- unnar, svo að ekki sé minnst á alla sem enn eru í „smáglæpunum“, að Mistök Afglöp stjórnmála- manna okkar verða varla að fullu leiðrétt en fyrsta skrefið er að við- urkenna þau, segir Ingólfur S. Sveinsson. Síðan að leiðrétta. ræna sjoppur og saklaust fólk. Konur, kvóti og dóp eru töfraorð. Nýlega neitaði greiðslukortafyrir- tæki að skipta við nektarsýningar- klúbb vegna óskiljanlegrar eyðslu gestanna yfir kvöldið. Eigandi klúbbsins, orðinn „veiðarfæralítill“, ákvað að höfða mál og sagði við það tækifæri: „Ég er hvorki dópsali né melludólgur. Menn verða að gera sér grein fyrir því að fjöldi manna hér hefur orðið góðar tekjur. Menn sem munar ekkert um að strauja út nokkur hundruð þúsund krónur á kvöldi, t.d. sægreifasynir og verð- bréfaguttar." Hér skín sú stað- reynd að fiskveiðiheimildir dreif- býlisins gagnast vel í borginni. Sægreifasynirnir þurfa ekki að líða af kvenmannsleysi. Þeir geta leigt sér yndisþokka fyrir fé fengið á þurru af sölu og leigu lifandi fiska í sjónum, fiska sem þeir áttu aldrei. Landsfeðratal Kvótaflokkarnir eru Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur. Foringi Framsóknarflokksins, einn af aðalhöfundum kerfisins og gildur kvótaeigandi, gaf þá skýringu fyrir síðustu kosningar á „göllum kvóta- kerfisins" að fyrirfram hefði enginn getað séð hvernig það myndi þróast. Afsakaði þannig kerfið og gjörðir sínar með sakleysi einfeldn- ingsins. Litlu síðar fékk hann ágætiseinkunn frá hinum kvóta- flokksformanninum sem einn af færustu endurskoðendum landsins. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir kosningar í hálfkveðinni vísu að nauðsyn bæri til að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þótti ýmsum þörf orð og rámaði í að maðurinn hefði áður staðið við orð og þóttust einnig vita hvað orðið sátt þýddi. Nýlega, eftir svonefnd- 1 fimm litum . . . sérsmíðaðar eftir þínum óskum Hjarðarhagi - endaibúð með glæsiutsýni - bílskúr Vorum að fá i einkasölu í þessu fallega nýviðg. fjölbýli fallega 113 fm endaíbúð á 3. haeð í vestur með glæsil. útsýni. 28 fm bílskúr fylgir. Mjög gott skipul. m. mögul. á að hafa 4. svefnherb. Einstakt tækifærí til að eignast góða ibúð á þessum vinsæla stað. Lítið áhvflandi. Verð 12.650.000 Yalhöll fasteignasala, sími 588 4477. an Vatneyrardóm, birtist botn fyrr- nefndrar vísu í formi ameríska aulabrandarans: Let’s make an agreement now, let’s do it my way. Sættumst nú, gerum eins og ég vil. í alvarlegri ræðu hefur forsætis- ráðherra þjóðarinnar nú ítrekað þá skoðun að þá fyrst muni þjóðin verða sátt við fiskveiðistjórnunina er hún áttar sig á að núverandi kerfi færi henni mesta „hagsæld“. Boðorðið er: Það sem borgar sig fjárhagslega er rétt. Einnig að selja ömmu sína. Takist forsætis- ráðherra að sannfæra þjóðina um réttmæti umrædds þjófakerfis hef- ur honum unnist vel í að rugla þjóð- ina og afsiða. Æ fleiri gerast kvóta- eigendur og missa áttir um leið. Verði nógu margir að „löglegum" þjófum eða þjófsnautum mun þeirra siðferði ráða. Þá yrðum við þjófaþjóð. Almenn umræða og ótal blaðagreinar segja að þjóðin er ósátt við þetta siðlausa kerfi. Afla- takmörkun og stýring veiða er nauðsyn og því fremur sem veiði- geta hefur margfaldast. Sem stýri- tæki er núverandi kerfi ófreskja og vanskapningur sem þvingar menn til sóunar og brottkasts afla. Við þurfum stýrikerfi sem mótast af virðingu fyrir rétti fiskimannanna en einnig fyrir náttúrunni alli>£.„ andrúmsloftinu, sjávarbotninum, fiskimiðunum og veiðidýrum okkar. Afglöp stjórnmálamanna okkar verða varla að fullu leiðrétt en fyrsta skrefið er að viðurkenna þau. Síðan að leiðrétta. Eitt er víst. Hver sá er vekur upp draug sem gengur ljósum logum, spillir mann- lífi, eyðir byggðum og lyftir síðan ekki hendi til að kveða drauginn niður, sá á ekki erindi sem leiðtogi lengur. Sem betur fer finnast enn á Alþingi menn sem kunna á kompás og greina höfuðátth'. Höfundur er læknir og fyrrum fiskimaður. andlitsböð C171 'snyrtishrfja m Skipholti 70 * sími 553 5044 Triuntph nfsláttur LJIvmpii KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 3600 553 Ekki klikka á SímaLottóinu Hringdu strax í 907 2000 Tryggðu þér þátttöku með því að hringja strax - annars geturðu misst af vinningi Fylgstu með í kvöld í DAS 2000 þættinum öA7 ir\r\r\ j\j 1 cuuu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.