Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 28
YDDA/SÍA 28 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gore og Bush öruggir um að verða forsetaefni Búa si g undir langa o g harðvítuga baráttu Austin. Tallahassee. AFP. AP. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og George W. Bush, ríkisstjóri Texas, eru nú öruggir um að verða tilnefndir forsetaefni demókrata og repúblikana í kosningunum í nóvem- ber eftir forkosningar flokkanna í sex ríkjum í fyrradag. Þeir sögðust báðir búa sig undir harða baráttu um Hvíta húsið næstu átta mánuðina. Bush kvaðst vera staðráðinn í að „binda enda á Clinton-Gore-tímabiI- ið í Washington" en Gore varaði kjósendur við því að Bush myndi endurvekja hægristefnu föður síns sem hefði valdið efnahagslegum samdrætti í landinu. Gore og Bush hafa nú báðir fengið nógu marga kjörmenn til að verða tilnefndir forsetaefni flokka sinna, tæpri viku eftir að keppinautar þeirra, Bill Bradley og John MeCain, ákváðu að draga sig í hlé. Gore þurfti að fá 2.169 kjörmenn og hefur nú fengið 2.575 eftir for- kosningar demókrata í sex suður- ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag - Flórída, Texas, Louisiana, Mississ- ippi, Oklahoma og Tennessee. Bush hefur fengið rúmlega 1.100 kjörmenn og þurfti 1.034 til að verða tilnefndur forsetaefni repúblikana á flokksþingi þeirra í sumar. Hyggst hefna ósignrs föður síns Bush gaf til kynna að hann hygðist ná sér niðri á Gore og Bill Clinton forseta, sem sigraði föður hans, George Bush, fyrrverandi forseta, í kosningunum árið 1992. „Við stönd- um enn einu sinni frammi fyrir bar- áttu við Clinton-Gore,“ sagði ríkis- Reuters George W. Bush, ríkisstjóri Tex- as, og fagnar sigri sínum í for- kosningum repúblikana með eiginkonu sinni, Lauru, í Austin í Texas. stjórinn þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Texas. Hann lagði áherslu á að tengja Gore við hneykslismál Clintons. „Þessum sigri fylgir heilög skylda. Banda- ríkjamenn vilja leiðtoga sem þeir líta upp til. Þeir vilja forseta sem stend- ur við eiðstafinn og heldur reisn sinni.“ Gore lagði hins vegar áherslu á efnahagsuppganginn í Bandaríkjun- um á valdatíma Clintons. „Við stönd- um á hátindinum í sögu okkar!“ sagði hann á fundi á Flórída. „Lítið á árangur okkar, lengsta hagvaxtar- skeið sögunnar." Gore kvaðst vilja halda áfram á sömu braut, tryggja áframhaldandi hagsæld og nota fjárlagaafganginn til uppbyggingar í Bandaríkjunum. „Hin leiðin er í átt að hægrikantinum og bugðum sem færa okkur aftur til þeirrar stefnu sem brást á valdatíma Bush-Quayle.“ Bush enn með meira fylgi Skoðanakannanir hafa sýnt að Gore hefur saxað á forskot Bush sem var um 20 prósentustig á síðasta ári. Ný Gallup-könnun fyrir USA Today og CWNbendir til þess að fylgi Bush sé nú 49% og Gore 43%. Lítil kjörsókn var í forkosningun- um á þriðjudag, um 10-20% í flestum ríkjanna, enda var lítil spenna í kosn- ingabaráttunni eftir að McCain og Bradley drógu sig í hlé. Bush fékk 85% atkvæðanna í heimaríki sínu, Texas, og Gore fékk 76% atkvæðanna í forkosningum demókrata í ríkinu. Varaforsetinn fékk hins vegar 92% kjörfylgi í heimaríki sínu, Tenn- essee, og Bush fékk þar 75% at- kvæða repúblikana. Ríkisstjórinn vildi ekki útiloka að Colin Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, yrði varafor- setaefni repúblikana. „Það er of snemmt að tala um varaforseta, en enginn vafi leikur á því að jafnvirtur maður og Colin Powell myndi senda kröftug skilaboð til Bandaríkja- manna um að ég geti laðað að bestu hugsuði Bandaríkjanna. Ég ætla auðvitað að ræða við hann. Og ég vonast til að geta reitt mig á stuðn- ing hans.“ Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. verður haldinn í Listasafni Islands, Reykjavík, fimmtudaginn 30. mars 2000 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf (samræmi við ákvæði greinar 4.06 (samþykktum félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins þess efnis að heímila stjórn að hækka hlutafé um 300 m. kr.að nafnverði með sölu nýrra hluta. il llfSii % mm M3|t • n ■ mmm WI&iWW''' mmmmm ' mmmm mmmmm m & & mmm m m m Tillaga stjórnar um breytingar á greinum 1.04, 2.05, 2.06, 2.07, 4.01,4.02, 4.05, 4.07, 5.03, 5.05, 6.01, 6.02, og kafla 12 í samþykktum félagsíns vegna áforma um að sækja um heimild til að starfa sem fjárfestingarbankí. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum í félaginu. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á skrifstofu félagsins að Slðumúla 28, 2. hæð, Reykjavík dagana 27.-29. mars nk. milli kl. 10-15 og á fundarstað. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1999 ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað frá 23. mars nk. Reykjavfk, 10. mars 2000 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.