Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 25 Frumvarp til laga um veiðar krókabáta Lögunum verði frestað um eitt ár SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA lagði á Alþingi í gær fram frumvarp til laga sem kveður á um að gildist- öku laga um veiðar krókabáta verði frestað um eitt ár. Þannig frestast kvótasetning aukategunda og inn- göngu hluta sóknardagabáta í aflam- arkskerfið. Auk þess er í frumvarp- inu lagt til að fækkun sóknardaga úr 23 í 21 dag verði frestað um eitt ár, sem og framsali sóknardaga. Samkvæmt núgildandi lögum áttu krókabátar sem á yfirstandandi fisk- veiðiári mega stunda veiðar í 23 daga með handfærum eingöngu að fá 21 sóknardag úthlutað á fiskveið- iárinu 2000/2001. Sóknardagarnir áttu að vera framseljanlegir milli báta samkvæmt ákveðnum reglum. Öðrum sóknardagabátum átti að út- hluta aflahlutdeild á næsta fiskveið- iári, auk þess sem kvótasetja átti veiðar á aukategundum, ýsu, ufsa og steinbít, en krókabátar hafa til þessa haft frjálsa sókn í þessar tegundir. Ástæða þess að þetta er lagt til er fyrst og fremst sú að nú fer fram heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem ljúka á fyrir lok fisk- veiðiársins 2000/2001. Þykir ekki heppilegt að taka upp nýja skipan við stjórn veiða smábáta meðan þessi endurskoðun stendur yfir. í frumvarpinu er lagt til að gildistaka laganna frestist um eitt ár og því verði skipan á næsta fiskveiðiári sú sama og á því sem nú stendur yfir. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að flestir þeir bátar sem átti að færa inni í aflamarkskerfi á næsta fiskveiðiári hefðu fengið mjög litlar veiðiheimildii’. „Það er útlokað að menn hefðu getað gert út með þess- ar heimildir. Það getur því skipt sköpum fyrir marga að fá þarna eitt ár til aðlögunar kerfinu. Hvað varð- ar kvótasetningu aukategundanna hafa þessar tegundir hafa ekki náðst á undanförnum árum. Það er bein- línis nauðsynlegt að hafa ákveðið frjálsræði, til dæmis til þess að línu- veiðar verði yfir höfuð stundaðar. Kvótasetning aukategunda hefði auk þess þýtt að afli þorskaflahá- marksbáta í aukategundum hefði að- eins verið um fimmtungur frá því sem verið hefur undanfarin ár.“ Örn segir að fyrir þá báta sem fái úthlutað 23 sóknardögum séu dag- amir alltof fáir, einkum þegar afli dragist saman eins og raunin hafi verið að undanförnu. Þá muni mikið um hvern dag og því sé mikilvægt að framvarpið nái fram að ganga því fyrirsjáanlegt sé að dögunum fækki um tvo á næsta fiskveiðiári sam- kvæmt núgildandi lögum. Seinkun á veiðum við Suður-Afríku N Ó A T Ú N YFIRVÖLD í Suður-Afríku hafa loks, eftir mánaðar töf, gefið út veiði- heimildir fyrir ansjósu og sardínu. Ákvörðun átti að liggja fyrir um miðj- an janúar en kom ekki fyrr en mánuði síðar. Fyrir vikið hófust veiðar mun seinna en venjulega og sama var uppi á teningnum í fyrra. Fyrir vikið náð- ist ekki mikill hluti leyfilegs afla, með tilheyrandi telqutapi útgerðar, sjó- manna og fiskverkenda. Nú hefur verið úthlutað helmingi bráðabirgðakvóta upp á 102.000 tonn af sardínu og 50.000 tonnum af ansjósu til þeirra sem stunduðu veið- amar í fyrra og í sama hlutfalli og þá. Talið er að endanlegur sardínu- kvóti verði ekki meiri en kvóti síðasta árs, sem var 136.000 tonn, enda benda rannsóknir til þess að bæði nýliðun og veiðistofn fari minnkandi. Á hinn bóg- inn er búizt við því að kvóti á ansjósu verði aukinn, enda er stofn hennar á uppleið. Vonir standa til að leyft verði að veiða allt að 236.000 tonn, en í fyrra varð ansjósuaflinn 150.000 tonn. Sfld- arstofninn er á uppleið og er vonazt til að leyft verði að veiða meira en þau 6.000 tonn sem veiða mátti í fyrra. Dráttur á úthlutunum veiðiheim- ilda í fyrra leiddi til þess að ekki náð- ist að veiða 25.000 tonn af sardínu og 80.000 tonn af ansjósu. Veiðistjóm hefur nú verið breytt í Suður-Afríku og ráða nú stóm fyrir- tækin aðeins yfir 56% leyfilegs afla, en miðlungs og lítil fyrirtæki em með 44%. Nýliðar í útgerð frá árinu 1992 em nú með 46% leyfilegs afla. Dráttur á úthlutun veiðiheimilda hefur bitnað verst á smærri útgerð- um og fengu sumar úthlutun svo seint að þær náðu ekki neinu. iBI Vor- og sumarlistarnir komnir! Ármúla 17a • S: 588-1980 v www.otto.is J Ferskir sveppir íslenskir nn ult N Ó A T Ú N NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HÓLAGARÐI • HAMRAB0RG 14 KÓP. •HVERAFOLD • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 -AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.