Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 35 LISTIR edesa í i i i 'i VE-21 P Verð áður kr 52.900.- verð nu kr. , 37.400- Þut sparar 15.500 Mjög öflug uppþvottavél ■ fyrir 12 manna matarstell, 5 þvottakerfi: Skol, forþvottur, aoalþvottur, seinna skol og þurrkun. 2 hitastig 65“C/55“C, sparnaoarkerfi. Mjög lágvær (42db) Breiad 59,5cm - Hæð 82 cm - Dýpt 57 cm m tnu Barkalaus þéttiþurrkari m/rakaskynjara Tekur 6 kcj. 2 hitastillingar, veltir í báðar áttir. CrejiiMTO TG02CW m/nkastwiiara T602CW Vsrðððurkr. 04.900.- Verð nú kr. 54.900. Þu sparar „„ 10.000. «5 (anw ' I o 1 Þurrkari m/barka Tekur 5 kg. 120 mín.þurrktími, krumpuvörn, 2 hitastillingar og veltir (báðar Þurrkari VerðáðurKr. 32.900. á íslandi EXPERT er stærsta heimilis- og raftækjaverslunarkeðja í heimi - ekki aðeins á Norðurlöndum. *Ársbirgöir skv. upplýsingum framleiðanda RflFTfEKDfll/ERZLUN ÍSLflNDS Ff - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 <3 Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is norðursins“. Þungamiðja greinar- innar er athyglisverður draumur Jóns, sem hann taldi forboðadraum, en höfundur túlkar réttilega sem óskhyggjudraum að freudiskum hætti. Einkennilegt er í því sam- bandi, að höfundur hefur kenningu Freuds eftir Carl Gustav Jung. Hefði ég þó haldið, að Freud gamli þyrfti ekki annan talsmann en sjálf- an sig. Þar eru líka hæg heimatökin, þar sem draumakenning Freuds er til í íslenskri þýðingu. Líklegast verður það að kallast „freudísk" misritun, að Sigmund gamli Freud er kallaður Gustav! Jón Viðar Jónsson leggur fram þátt úr kvikmyndasögu Islands. Er það hálfskopleg, en einnig að öðrum þræði sorgleg saga (Leynimelur 13 snýst í harmleik). Höfundur hefur hér dregið fram í dagsljósið sitt- hvað, sem áður var sjónum hulið, einkum bréfaskipti Haraldar Á. Sig- urðssonar og Gunnars R. Hansens. Manfreð Vilhjálmsson er með allt annars konar efni (Þjóðarbókhlaðan frá sjónarhóli arkitekts). Þar er þessu merka húsi lýst vandlega í máli og gullfallegum myndum. Síð- asta greinin er eftir Gunnar Sveins- son. Þar segir frá skrifuðu sveitar- blaði í Kelduhverfl, sem nýlega er komið í leitirnar (Kveldúlfur 1899- 1900. Sveitarblað í Kelduhverfi). Eins og í fyrri árbókum er síðast í bók þáttur með yfirskriftinni Sópuð- ur. Áð þessu sinni er þrennt tekið fyrir í stuttu máli: Grafskriftir, Dag- ur dagbókarinnar og íslenskir menningardagar í Nuuk. Ritmennt er gullfallegt rit og prýðisvel frá því gengið á alla lund. Sigurjón Björnsson Fjórða Ritmenntin BÆKUR Á r s r i t RITMENNT 4 1999. Ársrit Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns 1999,160 bls. ÞETTA myndarlega ársrit kemur nú út í fjórða sinn og flytur sjö áhugaverðar greinar, ritaðar af fræðimönnum. Fyrstu greinina á Veturliði Ósk- arsson. Þar segir frá því, að fyrir áratug fannst lítil íslensk bók í þýsku menntaskólasafni. Sú bók hafði verið gefin þangað líklega seint á nítjándu öld. Hefur hún að geyma eitt handrit og fjögur smárit, sem út komu á árunum 1755-1815. Handritið er saga af Hálfdani gamla og sonum hans. Er sagan samin af Jóni Espólín um 1800. Mörg önnur handrit eru raunar til af sömu sögu. Engu að síður má þetta teljast merkur fundur. Aðra ritgerðina skrifar Aðalgeir Kristjánsson. Hún nefnist Þorgeir í lundinum góða. Er þar vísað til kveðjukvæðis Jónasar Hallgríms- sonar, er Islendingar í Höfn kvöddu Þorgeir Guðmundsson, er veitt hafði verið prestsembætti í Glólundi og Grashaga á Lálandi, eins og Jónas orðaði það. Aðalgeir rekur hér ævi- feril Þorgeirs og greinir aðallega frá bókmenntastörfum hans og umsvif- um í Kaupmannahöfn. Er þetta einkar fróðleg og vel skrifuð ritgerð eins og vænta mátti. Nokkuð aðra mynd fær maður af Þorgeiri þessum en þá sem ég a.m.k. hafði í hugan- um. Eg hafði staðið í þeirri mein- ingu, að þeir Jónas hefðu verið mikl- ir vinir, en svo var víst ekki. Þorgeir var frumkvöðull að útgáfu Mynst- ershugvekja á sínum tíma og fékk Jónas og Konráð Gíslason til að þýða, sem þeir gerðu snilldarvel, svo sem alkunnugt er. Ekki lét Þorgeir svo lítið að geta þýðendanna. Hefði alveg eins mátt ætla, af formála, að hann hefði sjálfur þýtt. Svo hlálegt er það þó, að nú man enginn að Þor- geir hafi komið þar nálægt, en allir vita um þýðingu Jónasar og Kon- ráðs! Þriðju ritgerðina skrifar Ingi- björg Steinunn Konráðsdóttir: Lestrarfélag presta. Athugun á að- föngum, bókakosti og útlánum Möll- ersku lestrarfélaganna. Danskur guðfræðiprófessor að nafni Jens Möller ákvað að stofna lestrarfélög fyrir presta á íslandi og árið 1833 sendi hann bækur til fjögurra staða á íslandi. Möller dó að vísu á þessu ári, en starfsemin hélt engu að síður áfram með bókasendingum og út- lánum, misöflug var hún þó og mis- lengi stóð hún eftir stöðum. Þorgeir, sá sem áður er getið, kom hér tals- vert við sögu. I ritgerðinni er gerð skilmerkileg og fróðleg grein fyrir starfsemi þessari allri. Ég rek augun í, að um bókakpst- inn í Húnavatnssýslu segir: „Árið 1857 voru keypt 62 bindi af nýrri röð frá Riis Historisk geografisk Arehiv og 10 bindi til viðbótar árið 1866.“ Neðanmáls segir, að hluti af ritsafni Riis hafi varðveist á Héraðsskjala- safni Skagfirðinga á Sauðárkróki og auk þess 2.b. af Beckers Verdens- historie. í inngangi að Frakklands- sögu Sölva Helgasonar segir Jón Óskar, að hann hafi með engu móti getað fundið aðföng Sölva að sögu sinni. Skyldu þau vera komin hér? Fjórða greinin, Beethoven í Tjarnargötunni. Um Jón Leifs og áhrif meistarans, er eftir Áma Heimi Ingólfsson. Þar segir frá að- dáun Jóns Leifs á Beethoven og að Jón hugsaði sér sig sem „Beethoven GLÆSILEGAR GJAFAVORUR GLOS MORKINNI 3 SÍMI 588 0640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.