Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 47 UMRÆÐAN Ó, þessi blind- fiillu börn MIKIÐ er talað um drykkjuskap ungl- inga. Samviskuþrung- nir góðborgarar setja upp svip og tala af innlifun um þá skelf- ingu sem fyrir augu beri á Halló Akureyri eða í miðbæjum kaupstaða um helgar. Flestir kenna ungl- ingunum um. Petta er þeim sjálfum að kenna, þessum illa uppöldu krakkagop- um. Enginn kannast þó við að hafa ekki al- ið barnið sitt upp. Sé unglingadrykkj- an vandamál er vandans einhvers staðar að leita. Ef ég lít aðeins í kringum mig hér nyrðra kemur í ljós hópur manna sem hefur það fyrir stafni meðal annars að lokka börn og unglinga langt undir aldri til að neyta áfengis. Pað er að því er ég best veit brot á landsins lög- um. í Dagskránni, auglýsingablaði sem dreift er í öll hús á Akureyri, eru auglýsingar frá flestum skemmtistöðum og krám á Akur- eyri. Þær eru undantekningarlítið brot á lögum um áfengisauglýsing- ar. I 8. tbl. Dagskrárinnar er auglýst: Odd-Vitinn hefur tvö merki frá Víkingi efst á síðu. Við Pollinn segir: „Slökkvið þorstann með Víking.“ „Gullið frá Egils“ er auglýst á Kaffi Akureyri. Dátinn tilkynnir partí á fimmtu- dagskvöldi og þar er vörumerki Tuborg mest áberandi í auglýs- ingunni. Club 13, en ef tekið er mark á myndum í auglýsingum þaðan virðist markhópurinn vera 16-18 ára unglingar, auglýsir á fimmtudegi: 2 fyrir 1 til mið- nættis, 5 í fötu 1.500 kr., Vi Thule í gleri 450 kr., 2 skot á 400 kr. Á föstudags- og laugardagskvöldi eru auglýstir 2 fyrir 1 til miðnættis, V2 Thule í gleri 450 kr., Club 13 650 kr. og Jungle Boogie Siðblinda á 200 krónur. Svipaðar auglýsing- ar eru í 9. og 10. tölu- blaði. Auðvitað eru þetta allt áfengis- auglýsingar og þær eru bannaðar á ís- landi. Og hér er ekki verið að auglýsa létt- öl. Menn eru hættir að nenna svoleiðis skrípaleik. Það alvarlegasta er að staðirnir í neðri sætunum á listanum gera einkum út á skólafólk, þeir halda uppi starfsemi á fimmtudagskvöld- um fram á rauðanótt og lokka til sín ungt fólk með afsláttarkjörum, sértilboðum og jafnvel brennivíns- gjöfum til þess að börnin hafi efni á að dyekka sig full í miðri skóla- viku. Á meðan reynt er að koma á virku forvarnastarfi í skólum og efla jafningjafræðslu meðal nem- enda lauma vínsalar dreifiritum og boðsmiðum inn í skólana og reyna allt til að gera áfengi eftirsóknar- vert, jafnvel með drykkjukeppni ungmenna. Sjónvarpsstöðin Aksjón kallar sig „Sjónvarp Norðurlands, gagn- legan miðil“. Ég sá þar sjónvarps- þátt föstudagskvöldið 18. febrúar. Þetta á að vera „opinn“ og „frjáls" og „hress“ skemmtiþáttur. Tveir ungir menn tala saman um það sem „er að ske á Akureyri um helgina“, lesa upp úr Dagskránni auglýsingar um áfengissölu og sértilboð kránna og „kíkka“ á eitt og annað í bæjarlífinu, aðallega partí ungs fólks eða fyllirí um komandi helgi. Þátturinn heitir „í annarlegu ástandi11 og nafnið eitt sýnir þann hug er að baki býr. í dagskrá segir: „Doddi tekur púls- inn á mannlífinu." Og hver er sá Unglingadrykkja Ef ég lít aðeins í kring- um mig hér nyrðra, segir Sverrir Páll Erlendsson, kemur í ljós hópur manna sem hefur það fyrir stafni meðal annars að lokka börn og unglinga langt undir aldri til að neyta áfengis. púls? 18. febrúar voru sýndar myndir frá vínbörum á fimmtu- dagskvöldinu (kvöldið áður) þar sem greinilegt var að allt of ung- um krökkum var selt áfengi. Þarna var líka myndband af hetjum, út- úrdrukknum, röflandi skólanem- endum á karlaklósettinu - og skóladagur morguninn eftir! I þættinum 18. febrúar var rækilega kynnt að næsta fimmtu- dag yrði „partí á Dátanum". Þang- að yrðu allir að koma, þar yrði fjör og alls konar skemmtun og svo yrði „frítt að drekka,“ sögðu þátt- arstjórarnir og grettu sig mjög og krepptu fingur og sögðu saman: „GOOOOOOOOS!!!“ Með öðrum orðum, hér átti að gefa unglingum áfengi á opinberum vínsölustað. Auglýsing í Dagskránni, 8. tbl., staðfestir þetta: „í annarlegu ástandi býður þér í party á Dátan- um,“ segir þar. „Teitið byrjar kl. 22.00 og eru veitingar í boði til kl. 23.00! Þyrstir koma, þyrstir fá.“ Enginn lætur sér koma til hugar að það sem í boði var ókeypis og þáttarstjórarnir vikuna áður köll- uðu „goooooos!!!" hafi verið Egils gull-appelsín. Stundum er dyra- varsla sums staðar. Hún var lítil Sverrir Páll Erlendsson þarna. I þættinum I annarlegu ástandi 25. febrúar var sýnt frá þessu gjafabrennivíns-kvöldi Aksjónar á Dátanum. Þarna var haldin svo- kölluð skotkeppni, kapphlaup um þveran sal, 5 eða 6 ferðir, til að tæma úr staupum af lakkrís- brennivíni. Sigurvegarinn, skotmeistarinn, var stúlka fædd 10. september 1981(hún var í nokkuð annarlegu ástandi í viðtali að drykkju lokinni). I annarlegu ástandi 3. mars var myndskot frá einum þessara staða þar sem 16-17 ára skólastúlkur voru áberandi mikið ölvaðar að „skemmta sér“. Svo bar við 10. mars, eftir að birst höfðu blaða- greinar og útvarpsviðtöl um þessi mál, að myndum af fullum börnum var sleppt! Ég er ekki á móti áfengi, skemmtistöðum eða vínveitinga- húsum, hvað þá auglýsingum eða sjónvörpum. Hins vegar á ég bágt með að sætta mig við að fjölmiðlar og veitingastaðir auglýsi áfengi þegar það er bannað, börnum og unglingum sé selt áfengi á vínveit- ingahúsum, að sjónvarp skuli halda úti „skemmtiþætti" sem byggist nær eingöngu á því að gera áfengisneyslu barna og ungl- inga spennandi og eftirsóknar- verða, að vínsalar skuli halda ungl- ingum undir áfengiskaupaaldri hótíðir þar sem þeim er gefið áfengi eða boðið áfengi á afsláttar- verði til að ginna þá til drykkju, að vínsalar standi fyrir unglinga- drykkju, jafnvel í miðri skólaviku, og geri með því vísvitandi tilraunir til að eyðileggja fyrir krökkunum skólanámið og leggja framtíð þeirra í rúst. Hér er ekkert ofsagt, því miður. Um það er auðvelt að sannfærast ef að er gáð. Margt heimilið nötrar út af togstreitunni við vínsölu- staðina um óharðnaða unglinga. Margur unglingurinn er illa hald- inn af þunglyndi og sálarkvölum af völdum þessa stríðs. Það er mikil vá fyrir dyrum og dæmin sanna að bilið á milli neyslu áfengis og ann- arra vímugjafa styttist óðum. En jafnvel áfengið eitt er nóg óstæða til þess að aðhafast eitthvað í mál- inu, þó ekki væri annað en að tryggja að farið sé að lögum. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. INNLENT Fyrirlestur um kolefn- ishringrás í mýrum FÖSTUDAGINN 17. febrúar flyt- ur dr. Hlynur Óskarsson, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, fyr'x' irlestur á vegum Líffræðistofnun- ar Háskóla Islands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina CONGAS Flæði gróðurhúsalofttegunda í mýrum á norðlægum slóðum og hefst kl. 12.20 í stofu G6 á Grensásvegi 12. CONGAS-verkefnið er styrkt af Evrópuráðinu og er til þriggja ára (1998-2000). Um er að ræða viða- miklar samhæfðar rannsóknir á kolefnishringrás mýra í fimm lönd- um, en utan íslands fara rann- sóknir fram á Grænlandi, í Sví- þjóð, Finnlandi og Síberíu. Þátttaka íslands í þessu verkefni er mikilvæg vegna landfræðilegrar og loftlagslegrar stöðu landsins (þ.e. lágarktískt og hafrænt lofts-<i lag), segir í fréttatilkynningu. Rannsóknir á vegum verkefnisins hér á landi fara fram á tveim mýrasvæðum í Borgarfirði. Aðalfundur - Island - Palestína AÐALFUNDUR félagsins ís- land -Palestína verður haldinn í veitingahúsinu Lækjarbrekku við Bankastræti, sunnudaginn 19. mars og hefst klukkan 15. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra verður gestur fundarins. Halldór greinir frá samskiptum íslands og Palest- ínu, nýlegri þróun í þeim mál- um og aðstoð Islands. Síðan verða venjuleg aðalfundar- störf. R A 3AUGLÝ5INGA - NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hnúkabyggð 33, Blönduósi, þriðjudaginn 21. mars 2000 kl. 11.00 á eftirfar- andi eignum: Fellsbraut 1, efri hæð og ris, Skagaströnd, þingl. eig. Sigurbjörn In- gólfsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf„ Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Lífeyrissjóður sjómanna og Vátryggingafélag (slands hf. Kirkjubær, Vindhælishreppi, eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Þórarinn Baldursson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Keflavík. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Blönduósi, 14. mars 2000, Kjartan Þorkelsson. ATVIIMIVIUHÚSNÆÐI Laugavegur — til leigu Verslunarhúsnæði með góðu lagerplássi til leigu á besta stað við Laugaveg. Upplýsingar í símum 897 2555 og 895 9808. Skipholt — til leigu Til leigu 21 fm skrifstofuherbergi á 3. hæð. Laust 1. apríl nk. Upplýsingar veitir Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, sími 570 4500. TIL SÖLU Til sölu fatahreinsun og þvottahús úti á landi. Er í fullum rekstri. Er í leiguhúsnæði. Öllum fyrirspurnum svarað. Tilboð berist til augl.- deildar Mbl. merkt „F — 1949" fyrir 24. mars. TILKYNNINGAR Frá Öskjuhlíðarskóla Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740. Umsóknir um skólavist fyrir nýja nemendur skólaárið 2000—2001 þurfa að berast skólan- um fyrir 7. apríl nk. Foreldrar sækja um skóla- vist fýrir börn sín. Óski foreldrar eftir að koma í kynningarheim- sókn í skólann, eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólastjórnendur með góðum fyrirvara. . Skólastióri. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is TIL SÖLU Gullmoli Mitsubishi Lancer, vínrauður, árg. '90, reyklaus, ekinn 140 þús. km. Ásett verð 350 þúsund. Mjög vel með farinn bill. Upplýsingar í síma 896 4833 eða 896 4834. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 = 1803168Y2 = F.R. I.O.O.F. 5 - 1803167 = km. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.00 Kaflar úr kvikmynd þegar 500 drengir fóru með Gull- fossi inn Hvalfjörð. Umsjón: Vilmundur Þór Gíslason, Hugleiðing: Sr. Árni Bergur Sigurþjörnsson. Allir karlmenn velkomnir. ; | DULSPEKI Hjálpræðis- herinn / Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Vitnisburðarsam- koma í umsjón forsöngvar- anna. Heilarinn Karina Becker útskrifuð frá heilunarskóla Barb- öru Brennan, sem þekktust er fyrir bókina „Hendur Ijóssins", verður með námskeið i heilun (The human energy field and spine cleaninglhelgina 8.-9. apríl nk. Helgina 15. —16. apríl (Supporting the immune syst- em). Einkatímar. Nánari upplýs- ingar í síma 551 6146, Nuddstofan Umhyggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.