Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 28 Baráttan vegna forsetakjörsins í Rússlandi AP Vladímír Pútín, starfandi forseti Rússlands, heilsar helsta leiðtoga múslima í Tsjetsjníu, Akhmad Alikhadzhi Kadírov múfta, í Kreml í gær. Fylgi Pútíns minnkar heldur Moskvu. AFP. KANNANIR sýna, að stuðningur við Vladímír Pútín, settan forseta Rússlands, meðal kjósenda hefur minnkað nokkuð en er samt enn yf- ir 60%. I könnun, sem skoðanakannana- fyrirtækið ARPI gerði og birt var í gær, fékk Pútín stuðning 52,7% kjósenda en 55% fyrir viku. Til að sigra í forsetakosningunum 26. mars nk. þarf a.m.k. 50% atkvæða en ella verður efnt til annarra kosn- inga milli tveggja efstu 16. apríl. Gennadí Zjúganov, frambjóðandi kommúnista, kemur næstur Pútín með 24% atkvæða en hafði 26,5% fyrir viku. Umbótasinninn Grígórí Javlínskí er með 7,3% og þjóðernis- öfgamaðurinn Vladímír Zhírinovskí með 4%. Borgarstjórinn í Moskvu, Júrí Lúzhkov, lýsti í gær stuðningi við Pútín. Fyrir aðeins örfáum mánuð- um var Lúzhkov talinn mjög líkleg- ur til að sigra í forsetakosningunum ef hann færi fram. Tsjetsjníu-stríðið hefur aukið mjög vinsældir Pútíns og svo viss er hann um sigur, að hann hefur ekki haldið uppi neinni eiginlegri kosn- ingabaráttu. Helsta áhyggjuefni hans manna er, að kjörsóknin fari niður fyrir 50%, en þá eru kosning- arnar ógildar. Verður þá að efna til annarra innan þriggja mánaða. Um 108 milljónir manna er á kjörskrá. Hófst kosning utan kjörstaða í gær. A kjördag verða kjörstaðirnir 94.000 og áætlað er, að allt að 450.000 her- og lögreglumenn haldi uppi gæslu við þá eða einn fyrir hverja 250 kjósendur. CLINIQUE Ofnæmisprófað. Frábær gjöf Nýjasti kaupaukinn þinn frá Clinique er hér Komdu og fóSu sex af mest notuðu og vinsælustu Clinique förðunar- og húðvörunum. Allt í handhægri snyrtitösku sem hægt er að taka með sér hvert sem er. Þessi taska er þín án endurgjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Gjöfin þín inniheldur: Dramatically Different Moisturizing Lotion, Stop Signs dropa, Superbalanced farða í vanilla, Cubby Stick tvenna með yddara í Nude lce/Vanilla Brownie, Longstemmed Lashes maskara í svörtu. Ein gjöf fyrir hvern viðskiptavin á meðan birgðir endast. Þú verður að drífa þig. Clinique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.dinique.com Ráðgjafi verður í Hagkaupi, Kringlunni, í dag, fimmtudag, kl. 13-18, föstudag kl. 13-18 og laugardag kl. 12-16. HAGKAUP Kringlunni Tilboðið gildir einnig í Hagkaupi Smáranum, Skeifunni og Akureyri. Brady fær ekki að deyja í friði London. Morgunblaðið. HÆSTARÉTTARDÓMARI í gripu svo til þess ráðs, að næra Liverpool hefur hafnað beiðni Ian Brady, sem ásamt Myra Hindley myrti fimm ungmenni fyrir fjörutíu árum, um að hætt verði að neyða næringu ofan í hann og hann fái að deyja í friði. Dómarinn tók fram að úrskurði sínum yrði ekki áfrýjað, en fyrir réttarhöldin sagði Brady, að hann myndi leita til mannrétt- indadómstóls Evrópu, ef úrskurður brezkra dómstóla yrði sér í óhag. Brady var fluttur frá Ashworth- sjúkrahúsinu til réttarins' í Liver- pool í öflugri lögreglufylgd. Þar las dómarinn honum úrskurð sinn und- ir fjögur augu og þegar Brady hafði verið fluttur á burt, var réttarsalur- inn opnaður og dómarinn las dóm- inn og dómsorðin í heyranda hljóði. Ian Brady hóf hungurverkfall í Ashworth-sjúkrahúsinu í september sl. eftir að hann var fluttur til innan sjúkrahússins vegna ótta forráða- manna þess um að hann hygðist fremja sjálfsmorð. Spítalayfirvöld Brady nauðugan og nú hefur dóm- ur fallið á þann veg, að þar hafi verið um löglega, skynsamlega og réttláta aðgerð að ræða. Sagði dómarinn, að geðheilsu Brady væri þannig háttað, að hann væri ekki fær um að ákveða slíkt sjálfur og með hliðsjón af því og eðli málsins væri beiðni hans hafnað. Kínverjar 1.259 milljónir KÍNVERJUM fjölgaði um tæp- ar ellefu milljónir á síðasta ári og hefur dregið úr fjölgun í Kína, en þeir eru nú sagðir vera 1.259 milljónir, samkvæmt upp- lýsingum kínversku hagstof- unnar. Fjölgun í Kína var 0,87% á síðasta ári, þegar 19,09 mil- ljónir Kínverja fæddust, en 8,10 milljónir létust. Um 6,9% þjóð- arinnar eru yfir 65 ára aldri. Ný brezk-rússnesk njósnadeila loskvu. AFP. NÝ njósnadeilda virtist í gær vera komin upp milli stjórnvalda í Moskvu og Lundúnum, í kjölfar þess að rússneska leyniþjónustan FSB, arftaki sovézku leyniþjónustunnar KGB, tilkynnti um handtöku rúss- nesks ríkisborgara sem sagður var á mála hjá brezku leyniþjónustunni. í örstuttri yfirlýsingu frá FSB var tilkynnt að rannsókn væri hafin á málinu, en ekki var þess getið nánar hver sá handtekni væri. Sakaði FSB leyniþjónustu Eist- lands um að eiga „beinan hlut“ að þessu njósnamáli. Fulltrúar rúss- neskra yfirvalda neituðu að tjá sig frekar um málið í gær. Ekki lá fyrir hvar og hvenær hinn meinti njósnari hafði verið handtekinn. í Tallinn sagðist Priit Poiklik, tals- maður eistnesku ríkisstjórnarinnar, ekki hafa neitt um málið að segja og eins og hefð er fyrir í slíkum málum vörðust talsmenn brezkra yfirvalda allra frétta. Mál þetta kemur upp aðeins nokkrum dögum eftir að Töny Blair, forsætisráðherra Bretlands, heim- sótti Vladimír Pútín, settan forseta Rússlands, í Kreml. Við stórlækkum verðið á Bœn parketi um 20-30% Vegna hagstæðra samninga bjóðum við norska gæðaparketið frá BOEN á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einnig nýkomið mikið úrval af stökum teppum og mottum. Margar stærðir. Frábært verð. 7 mismunandi gerðir. Yerð frá: 2.690 kr. pr. m2 teppabOdin Suðurlandsbraut 26 Sími: 568 1950 Fax: 568 7507 Slóð: www.glv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.