Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ ^62 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 DANS Hrafh Hjartarson og Helga Björnsdóttir í flokki 14-15 ára Unglingar II. Karl Bernburg og Helga Soffía Guðjónsdóttir í flokki Böm IIK. Sigurður Ragnar Arnarsson og Sandra Espersen Iiðu fallega um gólfið. Efni í heims- meistara - segir danski dómarinn Jesper Sör- ensen um Isak og Helgu EINS og fram kom í greininni í gær tókst framkvæmd íslands- meistaramótanna í dansi með af- brigðum vel í nær alla staði. Pó held ég að flestir séu sammála því að keppendur hafi dansað betur á laugardeginum og er þar e.t.v. fyrst og fremst um að kenna þreytu. Það er þó engum blöðum um það að fletta að íslenzkt dansíþróttafólk er í fremstu röð í heiminum í dag og að Islendingar eiga mikinn og góðan efnivið í framtíðinni. Keppni í hinum 10 samkvæmis- dönsum fór fram í íþróttahúsinu 1 við Strandgötu í Hafnarfirði á sunnudeginum. Mér finnst alltaf gaman að horfa á 10 dansa keppnir, því þær sýna ákveðna breidd hjá þeim pörum sem taka þátt í þeim, þó svo að sérhæfingin verði nokkru minni. Oft á tíðum eru þær einnig meira spennandi, þ.e.a.s. úrslitin eru dreifðari á milli para. Það kom einnig fram í greininni í gær um Islandsmeistaramótið í 5&5 dönsum og 10 dönsum, að í dag myndi birtast álit þriggja dómara á pörunum í fyrstu tveimur sætunum í keppnunum. Það eru álit Cecilie Brinck Rygel frá Noregi, Jesper Sörensen frá Danmörku og Lindu Bellinger frá Bretlandi. Allt eru þetta virtir þjálfarar og dansarar frá heimalöndum sínum. Eg læt álit þessara virtu dómara nægja að þessu sinni! Það er víst að við íslendingar getum litið björtum augum til fram- tíðar hvað dansinn áhrærir, það staðfestist í huga mínum eftir ís- landsmótið um síðustu helgi. Það verður forvitnilegt að sjá árangur islenzkra para á danshátíðinni í Blackpool um páskana. Álit dómaranna I flokknum unglingar II voru ein- ungis tvö pör og fóru Friðrik og Sandra Júlía með sigur af hólmi. Hvað viljið þið segja um þau? Cecilie: .Ákaflega efnilegt og Akralind Tll leigu iiliHIll Höfum til leigu 5 bil á jarðhæö sem eru 110 til 120 fm hvert á þessum frábæra stað í Lindahverfi. Lofthæð 3,80 m. Góðar innkeyrsludyr á hverju bili. Til afhendingar fljótlega. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Skeifan fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. 4 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Isak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í suðrænni sveiflu. Björn Sveinsson og Berg- þóra Bergþórsdóttir hrifs- uðu til sín þrenn verðlaun. slappaðri í dansinum hjá sér.“ Jesper: „Dansinn þeirra var nokkuð hreinn og beinn. Þau mættu passa svolítið að missa ekki jafn- vægispunktinn sinn svona fram, eins fannst mér loturnar þeirra ekki nógu flæðandi, of hikandi á stöku stað.“ Linda: „Ásgrímur heillaði mig uppúr skónum. Hann er svo mikill töffari. Mig langaði svo að setja þau í 1. sæti, og það kemur eflaust að því. Þau þyrftu aðeins að laga hjá sér fótavinnu og nota gólfið betur, sem myndi gefa þeim meiri hreyf- ingu og sveigjanleika 1 líkamann.“ Davíð Gill og Halldóra Sif sigr- uðu í flokki unglinga 2. Hvað fannst ykkur um þau? Cecilie: „Það var engin spurning í mínum huga að þau voru sigurvegarar í þessum aldursflokki. Dav- íð er einstaklega sterkur dansari og lítur út fyrir að vera orðinn fullorðinn á gólf- inu. Þau dönsuðu þó mun bet- ur á laugardeginum, af miklu meiri krafti. Halldóra er líka mjög góður dansari, þó fannst mér vanta svolítinn kraft í hana, sérstaklega á sunnudeg- inum.“ Jesper: „Frábært par, sér- staklega á laugardeginum. Þau nota tónlistina einstaklega vel og virðast vita nákvæmlega hvað gott par. Mér fannst þau hafa góða stjórn á hreyfingum sínum og hafa mikla persónutöfra." Jesper: „Mér fannst þau nota tónlistina mjög vel og hafa vel á til- finningunni hvað þau voru að gera. Eins var mjög gott „flæði“ í hreyf- ingunum hjá þeim.“ Linda: „Þau líta mjög vel út og eru að gera góða hluti. Ég myndi helst vilja benda þeim á að skerpa svolítið línurnar sínar í suður-amer- ísku dönsunum, gera þær hreinni. Eins myndi það gera mikið fyrir þau að nota gólfið enn betur, það myndi skapa enn meira flæði í hreyf- ingum hjá þeim.“ I öðru sæti voru Ásgrímur Geir og Bryndís María. Hvað viljið þið segja við þau? Cecilie: „Þau vinna vel úr grunnin- um sínum, mættu kannski vera af- þau eru að gera. Að mínu mati eru þau betri en þau pör sem við Danir eigum í sama aldursflokki. Halldóra mætti vera snarpari í suður-amer- ísku dönsunum, mér virtist eins og hún væri svolítið þreytt, sérstak- lega á sunnudeginum." Linda: „Mjög sterkt og efnilegt par. Virtust svolítið þreytt á sunnu- deginum, en engu að síður fram- úrskarandi dans.“ Til silfurverðlauna unnu Hrafn og Helga. Hvað hafið þið að segja þeim? Cecilie: „Þarna er á ferðinni ákaflega efnilegt par með mikla út- geislun. Þau þyrftu aðeins að hreinsa axlarlínuna hjá sér í sígildu samkvæmisdönsunum, hún virkar ekki nógu hrein á köflum. Mjög hrein og ákafleg sterk í suður-am- erísku dönsunum.“ Jesper: „Þau líta frábærlega út, eins og klippt út úr blaði. Virðast vera svolítið upptekin af því að vera alltaf að laga kjólinn eða buxurnar. Ég vildi helst segja þeim að hætta þessu, því þau líta svo vel út. Þau þyrftu að hafa meiri trú á sjálfum sér, þau hafa alveg efni á því. Þau náðu mun betur að dansa saman á sunnudeginum. Þau voru svolítið að dansa sitt í hvoru lagi á laugardeg- inum og kom það svolítið niður á dansinum. Ég setti þau í fyrsta sæti í Jive, sem var mjög vel dansað hjá þeim.“ Linda: „Þau þurfa að bera höfuð- ið hærra og hafa meiri trú á sjálfum sér, þá kemur þetta, því þau hafa allt til að bera til þess að komast enn lengra." í flokki ungmenna var mjög hörð keppni. ísak og Helga Dögg stóðu uppi sem sigurvegarar. Eitthvað að segja við þau? Cecilie: „Öruggir sigurvegarar að mínu mati. Þau eru mjúk, snörp og nota tónlistina ákaflega vel. Akaf- lega hæfileikaríkt par.“ Jesper: „Gott efni í heimsmeist- ara, ef þau halda rétt á spöðunum. Eiga það kannski á hættu að fá ekki næga keppni hér heima fyrir. Keppið þá við ykkur sjálfi. Það bezta sem gert væri fyrir svona par væri að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf. Gamalt kínverskt máltæki segir: Ef hungraður maður kemur til þín og biður um mat, láttu hann þá fá veiðistöng og kenndu honum að veiða. Að mínu mati þyrfti bara að kenna Isak og Helgu að veiða! Frábærir dansarar!" Linda: „Mjög sterkt par í báðum greinum. Þau eru geislandi á gólf- inu og líta vel út. Þau mættu aðeins vinna í því að víkka toppstöðuna og auka dýptina hjá sér í sígildu sam- kvæmisdönsunum, þá eru þeim allir vegir greiðfærir!" Silfurverðlaunin komu í hlut Hilmis og Ragnheiðar. Hvað hafið þið að segja þeim?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.