Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þingflokkur Samfylkingarinnar A ferð um Norðurland eystra I DAG og á morgun verða þing- menn Samfylkingarinnar á ferð um Norðurland eystra. í kvöld kl. 20.30 er opinn þingflokksfundur á Hótel Húsavík. Allt stuðningsfólk er velkomið á fundinn. A föstudag verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt. Farið verður í Islenskan harðvið og Heilbrigðis- stofnunina og á verkalýðsskrijstof- una á Húsavík fyrir hádegi. A Ak- ureyri verður m.a. farið í Verkmenntaskólann, Heilsugæsl- una, Háskólann á Akureyri og fjölmiðlar heimsóttir. Fundur með stuðningsfólki Samfylkingarinnar verður í Deigl- unni, Akureyri, kl. 19.30 á föstu- dagskvöldið. -----M-*------ Fyrirlestur í Hofsstaðaskóla um tilfínningar FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 16. mars kl. 20 heldur Elías Jón Sveinsson, deildarstjóri á meðferð- arstöðinni Teigi, fyrirlestur um til- fínningar fyrir foreldrafélag Hofsstaðaskóla. Elías ætlar að upplýsa foreldra um hvernig þeir geta orðið heil- brigðari og færari uppalendur. Elías ætlar einnig að fjalla sér- staklega um reiði, ótta, sektar- kennd og sorg í sínum mismunandi myndum. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Hofsstaðaskóla og eru allir velkomnir. UMRÆÐAN Lýðræði, Evrdpusam- bandið og innanríkismál AKVEÐIN og hröð viðbrögð 14 aðOdar- ríkja Evrópusam- bandsins (ESB) við þátttöku Frelsisflokks Haiders í ríkisstjórn Austurríkis komu mörgum í opna skjöldu. Ýmsir hafa lýst skiln- ingi á þeim viðhorfum sem liggja að baki við- brögðum ESB-ríkj- anna á meðan aðrir hafa bent á að þau feli í sér óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Þeir segja að Frelsisflokkur John Haiders hafi unnið hylli Maddison kjósenda í lýðræðisleg- um kosningum og virða þurfi vilja al- mennings. Það er kjarni lýðræðisins. Ennfremur hefur verið varað við því að viðbrögð aðildarríkja ESB geti ýtt undir vinsældir Haiders. Hann getur komið fram sem vörður þjóð- arinnar gegn afskiptum umheims- ins. Þessir atburðir gefa tilefni til að ræða um lýðræði, mannréttindi og tilgang Evrópusambandsins. Viðbrögð aðildar- ríkjanna og ESB Evrópusambandið er ekki aðeins fríverslunarbandalag heldur sam- starf sem byggir á sameiginlegum viðhorfum um hvað er mikilvægt og hvað er rétt og rangt. Tilgangurinn með stofnun ESB upp úr 1950 var að tryggja frið, mannréttindi og lýð- ræði í Evrópu og koma í veg fyrir átök og tortryggni. Lýðræðisleg gildi samstarfsins voru styrkt í 6. grein Sáttmálans um Evrópusam- NTV fikólamir í Kopavogi og Hoftirtrfirði bjóðrt upp rt ( \'ö hrtgnýt og morkvlss tólvunómskeið fyrir bvi jendur. J 60 klst. eða 90 kennslnst undir: «- Grunnatiiðí í upplýslngatækni ► Wtndows 98 stýrikerfíð ► Word riivinnsla ► Excel töflureiknir ► Accessgagnagmnnur - PorverPoint (gcrð kynningarefnis) - Interaetlð (vefurinn og tölvupóstur) 48 klst eða 17. kennslust undic J ► Aimennt um tölvur og Windows 98 ► Word rit vinnsld ► Excel töflureiknir ► Jníernetiö fvefurinn og tölvupóstur) Boðið erupp á bæði morgun og kvöldnrtmskeið og hefjrtst næstu nrtmskeiö 20. og 2B. mrtrs. Opplýsingtu- og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnartirðí - Slmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hlíðasmára 9- 200 Kópavogi - Sfmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is band (Maastrichtsátt; málans svokallaða). í sáttmálanum er skýrt kveðið á um að sam- bandið byggi á gildum um frelsi, lýðræði, virð- ingu fyrir mannrétt- indum og á réttarrík- inu. Grein 7 gefur kost á aðgerðum af hálfu ESB ef eitt aðildarríkj- anna brýtur gegn þeim grundvallargildum sem fjallað er um í grein 6. Aðgerðirnar geta falið í sér að viðkomandi ríki missi atkvæðarétt í ráðherraráðinu. Þess- um ákvæðum verður ekki beitt nema ríkt tilefni sé til og það hefur ekki komið til umræðu að grípa til þeirra vegna ríkisstjórnar- þátttöku Frelsisflokks Haiders. Ráðherraráð ESB hefur raunar ekki gefið frá sér neinar yfirlýsingar um málið. Þegar aðildarríki ESB utan Austurríki lýstu sameiginlega yfir 31. janúar síðastliðinn að dregið yrði úr tvíhliða, pólitískum samskipti við Austumki var um yfirlýsingar við- komandi 14 ríkja að ræða, ekki ráð- herraráðsins. Framkvæmdastjóm Evrópu- sambandsins sagði frá því 1. febrúar að hún deildi þeim áhyggjum sem bjuggu að baki yfirlýsingu aðildar- ríkjanna 14, að hún tæki hlutverk sitt sem vörður sáttmálanna alvar- lega og fylgist því vel með þróun mála en að starfsemi ESB myndi ekki raskast vegna nkisstjórnar- þátttöku Frelsisflokks Haiders. Þann 3. febrúai- samþykkti Evrópu- þingið yfirlýsingu með 406 atkvæð- um gegn 53 og 60 sem sátu hjá sem meðal annars hvatti framkvæmda- stjórnina og ráðherraráðið til að hafa vakandi auga með kynþátta- hyggju í Austurríki og annars staðar í Evrópu og vera tilbúin til að beita sér gagnvart aðildam'ki ef það bryti gegn grundvallargildum sáttmál- anna um mannréttindi. Lýðræði Ef enginn setur fótinn niður er hætta á að mörk þess sem menn sætta sig við þokist smám saman til og verði óljós, segir John Maddison. Slík þróun getur grafið undan þeim gildum sem lýðræðið byggist á. Viðbrögð aðildarríkjanna snerta aðeins tvíhliða samskipti þeirra við Austurríki. Starfsemi ESB hefur ekki raskast. ESB hefur ekki gripið til nokkurra aðgerða gagnvart Aust- urríki og það er ekki á dagskrá að gera það, nema sannarleg og alvar- leg brot eigi sér stað á sáttmálunum. Lýðræði og innanrfldsmál Umræðan um viðbrögð aðildar- ríkjanna 14 við ríkisstjórnarþátttöku Frelsisflokks Haiders snertir grund- vallarspurningar um lýðræði. Geta aðeins þjóðríki verið lýðræðisieg? Lýðræði varð til í samspili við þjóð- ríkið en nú sjáum við merki um að það vaxi út fyrir þann ramma. Dæmi um þetta er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins og aukin áhersla á mannréttindi í alþjóðleg- um samskiptum. Ekki er lengur ein- falt fyrir ríki að skýla sér bak við fullyrðingar um „innanríkismál“ í mannréttindamálum. Alþjóðasamfé- lagið hefur blandað sér í „innanríkis- mál“ ríkja í gegnum Oryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE) og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (S.þ.) þegar mannréttindi eru brotin. Einföld skilgreining á lýðræði er INNRÖMMUNM <D FAKAFENI 11 • S: 5531788 að það feli í sér frjálsar kosningar. En það þarf meira til. Lýðræði er grundvallað á gildum þar sem virð- ing fyrir réttindum og mikilvægi hvers og eins einstaklings er horn- steinninn. Haider hefur í fjölda um- mæla sinna sett spurningamerki við þessi gildi. Lýðræði tryggir mál- frelsi - málfrelsi er einmitt eitt af gildum lýðræðis - en þegar stjórn- málaflokkur sem stendur fyrir önn- ur gildi kemst til valda verða menn að vera á varðbergi. Evrópusam- bandið er byggt á grundvallargild- um um mannréttindi og lýðræði. Þess vegna er eðlilegt að aðildarríki sambandsins nýti málfrelsi sitt til að láta í sér heyra þegar flokkur sem er gagnrýninn á viðkomandi gildi kemst til valda í einu aðildarríkj- anna. Náið samstarf byggii- á trausti og trausti er viðhaldið með hrein- skilnum og opinskáum samskiptum um grundvallargildi samstarfsins. Aðildarríki ESB hafa ákveðið að fara að vissu marki sameiginlega með vald í vissum málaflokkum. Sáttmálum ESB, sem stjórnvöld að- ildarríkjanna hafa komið sér saman um og samþykktir hafa verið í þjóð- aratkvæðagreiðslu í aðildarríkjun- um, má líkja við stjórnarskrá og þeir setja löggjöf og aðgerðum sam- bandsins ramma. Löggjafarvaldið liggur hjá ráðherraráðinu, sem er skipað ráðherrum aðildarríkjanna, og Evrópuþinginu, sem er valið í kosningum um alla álfuna. Aðildar- ríkin beita fullveldi sínu saman í þeim málaflokkum sem samstarfið tekur til. Ef grundvallargreinum sáttmálana er talið ógnað í einu að- ildarríkjanna er það ekki aðeins inn- anríkismál viðkomandi ríkis heldur að vissu marki „innanríkismál“ að- ildarríkja ESB. Að lokum Viðbrögð aðildarríkjanna 14, Bandaríkjanna og fleirí ríkja við rík- isstjórnaraðild Frelsisflokks Haid- ers hefur gefið tilefni til mikillar um- ræðu í Austurríki. Ef til viii getur Haider nýtt sér viðbrögðin til að auka á vinsældir sínar til skemmri tíma en vonandi verða langtíma- áhrifin þau að fólk um alla álfuna horfi gagnrýnni augum á hreyfingar sem geta unnið gegn lýðræði og mannréttindum. Ef enginn spyrnir við fótum er hætta á að mörk þess sem menn sætta sig við þokist smám saman til og verði óljós. Slík þróun getur grafið undan þeim gildum sem lýðræðið byggir á. Höfundur er sendiherra og fer fyrir fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB gagnvart íslandi og Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.