Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 13 FRÉTTIR Dagbók með fræðsluefni fyrir kr abbameinssj úklinga SAMSTARFSHÓPUR hjúkrunar- fræðinga á krabbameins- og blóð- sjúkdómalækningadeildum Land- spítalans háskólasjúkrahúss hefur staðið fyrir samantekt á fræðsluefni fyrir krabbameinssjúklinga sem nefnd er krabbameinsdagbókin. Tilgangurinn er að bæta fræðslu íyrir krabbameinssjúklinga. Fræðsluefni í lausblaðaformi Nanna Friðriksdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Landspítala við Hring- braut, segir að hjúkrunarfræðingar á báðum sjúkrahúsunum hafi íyrir löngu komið auga á nauðsyn þess að bæta fræðsluefni fyrir krabbameins- sjúklinga. „Við töldum að við þyftum að leggja okkur betur fram í því að fræða sjúklinga sem eru í margs konar meðferð vegna krabbameins. Með því að virkja krafta fólksins sjálfs má draga úr álagi sem sjúk- dómur og meðferð geta haft í för með sér og jafnvel hefur það sýnt sig að dregið getur úr innlögnum," segir Nanna í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Golli Nýja fræðsluefnið er í lausblaða- formi, einblöðungar, sem menn geta sett í filofax-dagbækur sem sjúkling- ar fá að gjöf þegar þeir koma í með- ferð. Hver og einn fær það efni sem að meðferð hans snýr og tekur til dæmis til lyfja- og geislameðferðar, aukaverkana og ýmissa einkenna þeirra. Dagbækurnar má síðan nota til að skrá minnisatriði um gang mála meðan á veikindum stendur, t.d. dagsetningar rannsókna, niður- stöður þeirra og meðferð. Krabbameinsdagbókin var kynnt nýverið fyrir heilbrigðisstarfsmönn- um. Margar fagstéttir komu við sögu auk sjúklinga og aðstandenda. Land- spítalinn háskólasjúkrahús gefur bókina út. Hér sýnir Nanna Friðriksdóttir sjúklingi Krabbameinsdagbúk- ina en í henni er margs konar fræðsluefni um meðferð og aukaverkanir lyfja, svo nokkuð sé nefnt. Helgi ráðinn í Iðnaðar- ráðuneytið IÐNAÐARRÁÐHERRA hefúr skipað Helga Bjarnason verkfræð- ing í stöðu skrifstofustjóra orku- og stóriðjumála í iðnaðarráuneytinu. Skipunin gildir frá 15. mars 2000 til fimm ára. Þrír sóttu um stöðuna. Helgi er fæddur 1947. Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík og lauk fyrrihluta- prófi frá Verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands 1970. Hann stundaði framhaldsnám við Lunds Teknisk Högskola frá 1970 til 1973 og lauk M.sc prófi þaðan með vatna- og virkjunarfræði sem sérgrein. Helgi hefur m.a. starfað sem verk- fræðingur við byggingu Hrauneyja- fossvirkjunar og Sultartangastíflu. Frá árinu 1984 starfaði hann við hönnun og áætlanagerð virkjana hjá Landsvirkjun og frá árinu 1993 við umhverfis- og grunnrannsóknir. Hann hefur verið deildarstjóri um- hverfisdeildar Landsvirkjunar frá 1995. Helgi Bjamason er kvæntur Svanhildi Eddu Þórðardóttur, deild- arstjóra hjá Alþingi. Veldu þann sem þolir samanburð Loftpúðar Ilnakkapúðar Fjarstýrð hljómtæki Já nei Hátalarar Þokuljós Verð frá Hestöfl 107 110 101 101 ABS nei nei nei nei nei J'á nei nei nei 1.678.000 kc 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. Tegund Laguna Avensis Vectra Passat Vélarstærð 1600 16v 1600 16v 1600 16v 1600 8v Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Staðalbúnaður: ABS bremsukerfi, 4 loftpúðar, fjarstýrð samlæsing, vökvastýri, öryggisbelti með strekkjurum og dempurum, fjarstýrt útvarp/kassettutæki m/6 hátölurum, þrjú þriggja punkta belti í aftursætum, 3 höfuðpúðar að aftan, barnalæsing, útihitamælir, þjófavörn/ræsivörn, þokuljós, samlitir stuðarar, litað gler, snúningshraðamælir o.m.fl. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.