Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skáldlegur raunvemleiki Ráðhildur Ingadóttir og Biogen taka við veggnum góða á Kjarv- alsstöðum af Katrínu Sigurðardóttur í dag. Orrí Páll Ormarsson kynnti sér hvað verið er að bauka á safninu. OP HAFA verið skorin í skjanna- hvítan vegginn. Þrjú talsins. Niður falla plötur, einskonar vinnuborð, þar sem getur að líta líkön sem virka öfugsnúin þar til maður lítur í spegil. Þar eru þau spegluð um ás, misjafnlega langdræg. Eitt dregur langar leiðir, alveg niður að sjó, annað eitthvað áleiðis en það þriðja ekki einu sinni út úr bygg- ingunni. Nú sér maður þetta! Hér eru á ferð líkön af bókasafni Kjarv- alsstaða og nánasta umhverfi húss- ins. Blaðamaður er sumsé staddur í miðrýminu og horfir í gegnum vegginn. „Það er eitthvað spennandi og aktúelt við að opna veggi safns. Söfn eru lokuð í eðli sínu, að því leyti sem þau vernda og varðveita listina. Það er eins og veggir safns- 1 ins stöðvi sjónina, hið sjónræna flæðir ekki alltaf inn og út," segir konan sem ber ábyrgð á þessu, Katrín Sigurðardóttir myndlistar- maður. Verkið er liður í verkefninu Veg(g)ir sem stendur yfir á Kjarv- alsstöðum fram á vorið. Katrínu þótti sérstaklega áhuga- vert að opna Kjarvalsstaði, sjálft Listasafn Reykjavíkur. Þeir eru jú eign allra borgarbúa. „Ég er auð- vitað í vissum skilningi að kallast á við arkitektúr hússins, þó ég geri það á abstrakt, óformrænan hátt. Ég er ekki að opna safnið í eigin- legum skilningi, við sjáum í raun og veru ekki út fyrir það. Líkönin eru heldur ekki nákvæm. Það sem Morgunblaðið/Jim Smart Snjókorn falla. Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður leggur loka- hönd á verk sitt á veggnum breytilega í miðrými Kjarvalsstaða. við sjáum er mín mynd af því sem er utan safnsins, ekki endilega eins og ég sé það, heldur eins og ég föndra það." Hér er Katrín sjálfri sér sam- kvæm en hún kveðst yfirleitt vinna út frá minni af stöðum - ekki eftir myndum eða teikningum. „Ég leyfi mér mikinn skáldskap í módelsmíð- inni. Þessi skáldskapur er ekki út- hugsaður, heldur eins og niður- stöður tilrauna. Það er alltaf klippt á raunveruleikaþráðinn einhvers staðar." - Þetta er þá einskonar skáldleg- ur raunveruleiki? „Já, eitthvað í þá áttina." Katrín hefur unnið verkið fyrir opnum dyrum á Kjarvalsstöðum, komið sér þar upp vinnustofu. Seg- ir hún það hafa verið skemmtilega reynslu. „Það hefur verið gaman að vinna þetta innan um fólk. Mér þykir alls ekki óþægilegt að hlusta á fólk viðra skoðanir sínar. Verkið var að vísu mjög tímafrekt og fyrir vikið hafði ég kannski ekki eins mikinn tíma til að ræða við gesti um fram- vindu mála og ég hefði viljað. Vann eiginlega í akkorði á löngum köfl- um með vasadiskó í eyrum til að hafa næði." Listakonunni þykir sérstaklega skemmtilegt að hafa fengið tæki- færi til að gera þetta á Kjarvals- stöðum. „Það er ekki hægt að hugsa sér betri vinnustað, hér er bjart, kyrrt og fallegt útsýni." I ljós kemur að hún er raunar ekki alveg hlutlaus. „Ég er alin upp í Lönguhlíðinni og bý ennþá í hverfinu sem kortið á sýningunni nær yfir. Það er því persónulegur sjálfsævisögustrengur í þessu líka. Eg tengi mig betur við þennan stað en nokkurn annan í heimin- um. Óendanlegt rými Við veggnum af Katrínu tekur Ráðhildur Ingadóttir og hefur hún fengið til liðs við sig tónlistarmann- inn Biogen. Saman ætla þau að skapa óendanlegt rými. Ráðhildur hyggst skipta veggn- Biogen og Ráðhildur Ingadóttir búa sig undir átökin. um í tvennt með fleygboga. Fleyg- bogaflöturinn verður bleikur en hinn hlutinn grænbrúnn. Á bleika fletinum verða dagdraumar í formi teikninga en grænbrúni flöturinn verður notaður fyrir hugmyndir sem kunna að koma upp á tímabil- inu. Ráðhildur og Biogen hafa ekki unnið saman í annan tíma en þeim mun meira hvort í sínu lagi, eins og Ráðhildur orðar það svo skemmti- lega. „Ég heyrði tónlist hans fyrst þegar ég var að sýna í galleríi One o one nýverið og fannst hún eiga vel við sýninguna. Þess vegna hafði ég samband við hann. Mér fannst líka nauðsynlegt að hafa félagsskap hérna á Kjarvalsstöðum, fá inn nýja vídd, láta ekki vegginn verða byrði," segir hún. Biogen hefur lítið fengist við myndlist ef undan er skilið veggja- krot á árum áður. Hefur hann nú látið af því. Samstarfið leggst hins vegar vel í hann en ætlunin er að semja tónlistina að mestu á staðn- um, „sjá hvernig hann smitar", eins og listamaðurinn orðar það. Biogen heyrir til flokki tölvutón- listarmanna og hefur sent frá sér nokkrar tólf tommu plötur og eina stóra geislaplötu, sem fyrirtæki í Þýskalandi gaf út. Skyldi hann þá vera með annan fótinn erlendis? „Nei, ekki ennþá. Ég er aftur á móti með annan fótinn í draum- heimum!" TONLIST Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Spænsk, þýzk, itölsk og ensk endur- reisnarlög; 4 þjóðlagaútsetningar eftir Brittenj Isang Yun: The Visit- or of the Idyll; Hans Martin Linde: Music for a Bird; Sveinn Lúðvík Björnsson: Kyrra (1989); Þrot (frumfl.); Atli Heimir Sveinsson: Bagatellur (feb. 2000). Contrasti tonlistarhópurinn (Marta G. Hall- dórsdóttir sópran; Camilla Söder- berg, blokkflautur; Snorri Ö. Snorrason, lúta og gítar; Steef van Oosterhout, slagverk; Ólöf S. Ósk- arsdtíttir, selló/bassagamba; Hildi- gunnur Halldórsdóttir, fiðla/ tenórgamba). Þriðjudaginn 14. marz kl. 20:30. Að fornu og nýju .ANDSTÆÐUR" útleggst ítalska nafnið á nýjum hljómlistarsextett sem kvaddi sér hljóðs í fyrsta sinn í Salnum á þriðjudagskvöldið var. Að- sóknin var dræmari en vænta mátti, miðað við þann aukna áhuga á forn- tónlist sem vart hefur orðið við á seinni árum hjá ekki sízt yngra fólki. Eitt af því sem heillar hávaða- mengaðar nútímahlustir við tónlist fyrri alda, sérstaklega frá því fyrir tíma stórra hljómsveita, er kyrrðin. Það þarf ekki sérstakan fortíðar- næmleika til að heillast af ser- kneskulega melismuflúrinu í Harm- söng Tristans frá 14. öld úr einmana blokkflautu (þótt ekki saki hann heldur), hvað þá próf í miðaldaþýzku til að kunna að meta hinn fimm alda gamla ástarsöng "Elslein, liebstes Elslein" úr Glogau Ijóðabókinni. Og þó að hlustendur færðust skyndilega 500 ár fram í tíma í næstu andrá með „Kyrru" fyrir einleiksfiðlu, var mun- urinn í sjálfu sér furðulítill, því þrátt fyrir gjörólíkt tónmál fann maður svipaða tilfinningatjáningu undir niðri og í miðaldamúsíkinni í mælsku örverki Sveins Lúðvíks Björnssonar frá 1989 í líflegri túlkun Hildigunnar Halldórsdóttur. „Drottninghljóðfæranna", eins og lútan var eitt sinn kölluð, átti sitt blómaskeið á 16. og 17. öld og gegndi þar svipuðu undirstöðuhlutverki með söng og píanóið síðar. Það er ekki hávært hljóðfæri, sízt í fínleg- um höndum Snorra Arnar Snorra- sonar, og sambúðin við trompet- skæran sópran Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur í „Blame not my lute" [sic!] og seinni lútusöngvum dagskrár því nokkrum vandkvæðum bundin, þó að bæði færu smekklega með. Svo stiklað sé á stóru úr á 3. tug laga bar að fyrsta hápunkti í snjallri meðferð Camillu Söderbergs á barýton[?]-blokkflautu á þætti úr Chinese Pictures eftir Isang Yung (d. 1995), The Visitor of the Idyll; ekta austrænni íhugunar- og nátt- úrurómantík. Því miður var hvorki hér né annars staðar tekið fram hvaða gerð blokkflautu væri notuð, þótt áætla mætti nokkurn veginn í sjón, enda öll fjölskyldan, frá kontrabassaafa niður í sópranínógr- islinginn, uppstillt á sviðinu í stærð- arröð. Verra var, að dagskrárupp- lýsingar um höfunda og verk voru nánast engar, og þótt úr vöndu væri að ráða með þetta mörg og fjöl- skrúðug atriði við síbreytta áhöfn (sem var ekki tilgreind að heldur), hefði hljómlistarfólkið gjarna mátt sjá sóma sinn í því að koma fáeinum lágmarksstaðreyndum fyrir á að vísu takmörkuðum prentfleti. Hafi ekki valdið tímaskortur eða hand- vömm, er óskiljanlegt hvers vegna það var ekki gert. Nema þá ef allt sem smakkar af sagnfræði sé nú tal- ið fælandi á ungt fólk. Eftir „Depairte, depairte", bráð- fallegt carol-kennt sönglag úr skozkri 16. aldar heimild eftir ókunnan höfund, frumflutti hópur- inn „Þrot?" eftir Svein Lúðvík Björnsson. Miðað við ofurknappan skeytastíl höfundar í Kyrru var þetta þríþætta verk algjör lang- hundur - heilar 5 mínútur - en vakti eigi að síður eftirtekt fyrir persónu- lega (er þorandi að segja frumlega?) meðferð hljóma og raddfærslu á sér- lega gegnsæju tónmáli, sem í glimr- andi flutningi Contrasti líktist fáu ef nokkru af því sem maður hafði áður heyrt. í Tres morillas (sp., 16. ö.) fengu menn að heyra söng fiðluleikarans á móti Mörtu Guðrúnu, sem og síðar í lagi eftir Juan del Encina, hvort- tveggja úr gersemakistu Cancionero del Palacio handritsins, og kom það mjög vel út. Hér mátti og heyra smekklegan tambúrínslátt slag- verkarans, þó að rammatrommus- láttur hans í öðrum lögum (á írska bodhrán að virtist) væri oft of flók- inn og hefði átt að halda sig meir við grunntakt, í stað þess að eltast við synkópur og hemíólur einstakra spilradda. Ensku þjóðlögin fjögur í útsetn- ingum Brittens fyrir söng og gítar voru bráðskemmtileg í ágætum flutningi Mörtu og Snorra. Gítarinn virtist samt stöku sinni hafa mátt taka aðeins meira á í styrk, ekki sízt í síðasta laginu, Sailor boy, er jaðr- aði við djass í skoppandi göng- uhrynjandi sinni. Eftir athyglivert tilbrigðalag úr Glogau söngbókinni í 6/8 og kurt- eisan franskan ástar-chanson eftir Sermisy í tvískiptri „orkestrun" (að vísu svolítið truflað af eirðarlausu trommumynztri) blés Camilla „Mus- ic for a Bird", nútíma einleiksverk eftir forntónlistarfræðinginn Hans Martin Linde á alt[?]-blokkflautu af mikilli snilld. Síðustu endurreisnar- verk dagskrár, 3 sönglög eftir Busn- ois, Espinosa og Encina heppnuðust með ágætum, og féll hnarreist rödd Mörtu Guðrúnar einkar vel að víga- legu stolti spænsku laganna. Tónleikunum lauk með frumflutn- ingi „Bagatella" eftir Atla Heimi Sveinsson, fjórþættu verki upp á tæpar 10 mínútur, þar sem slag- verksmaðurinn brá sér m.a. á víbra- fón og, undir lokin, á sneriltrommu. Kenndi margra grasa í þessu fjöl- breytta verki, sem notfærði sér hljóðfæraforða hópsins dável, þ. á m. bæði gömburnar tvær og síðar fiðlu og selló hjá sömu spilurum, að ógleymdu draugalegu tuldri kontra- bassablokkflautunnar mannsháu. Var víða farið um rúm og tíma. A einum stað svo langt aftur að jaðraði við tónmál endurreisnar, á öðrum (gerr undirstrikað með notkun slag- trjáa) austur um hálfan hnött að anda japanskrar Zen-íhugunar, og einnig kom til sérkennilegs „sam- söngs" blokkflautu og sóprans í samstígum þríundum. Áhrifamest var lokabagatellan, sem teymdi saman fornt og nýtt með dáleiðandi samstígri raddfærslu í jöfnum lengdargildum, rofið af upphöfnum tam-tam höggum. Verkið var flutt af mikilli natni, og þótt blániðurlagið verkaði svolítið úr lausu lofti, var heildarsvipur þess heillandi ferskur og blessunarlega laus við langdrægar lopateygingar. Svo vill enda stundum verða, þegar nútímahöfundum tekst að slaka hæfilega á og láta ímyndunargamm- inn geysa, og mætti að skaðlausu gerast oftar. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.