Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 41
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
AÐGERÐIR YEGNA
KJARASAMNINGA
*
IYFIRLÝSINGU ríkisstjórnarinnar í tengslum við nýgerða
kjarasamninga er í upphafi minnt á að í stefnuyfirlýsingu
stjórnarinnar hafi verið lögð megináherzla á að tryggja stöðug-
leika í efnahagsmálum og skapa skilyrði fyrir áframhaldandi
hagvöxt enda sé stöðugt verðlag og góð samkeppnisaðstaða ís-
lenzks atvinnulífs forsenda nýrra starfa. Aðgerðir í peningamál-
um og gengismálum svo og í fjármálum ríkisins að undanförnu
hafi allar stefnt að þessu markmiði.
I yfirlýsingunni segir m.a.: „Ríkisstjórnin mun áfram fylgja
þessari stefnu. Miklu máli skiptir að verðbólga hjaðni á næstu
misserum þannig að undirstöður kaupmáttar verði traustar.
Ríkisstjórnin mun hafa þetta markmið að leiðarljósi við ák.varð-
anir í efnahagsmálum enda liggi það til grundvallar við gerð
kjarasamninga í landinu, einnig á vettvangi hins opinbera.“
Yfirlýsingin er síðan í fimm liðum. Hinn fyrsti er um að skatt-
leysismörk fylgi launaþróun og þar skuldbindur ríkisstjórnin
sig til þess að sjá til þess að persónuafsláttur og skattleysismörk
breytist í takt við umsamdar almennar launahækkanir á samn-
ingstímabilinu. Hækkunin á árinu 2000 verður þó nokkru meiri.
í þessu skyni verður innan skamms lagt fyrir Álþingi frumvarp
til breytinga á lögum um tekjuskatt þar sem kveðið er á um að
persónuaflsáttur hækki um 2,5% frá 1. apríl 2000. Þessi hækkun
kemur til viðbótar 2,5% hækkun persónuafsláttar 1. janúar síð-
astliðinn þannig að heildarhækkun á árinu nemi 5%. Frekari
hækkanir á persónuafslætti eru síðan 3% hinn 1. janúar 2001,
önnur 3% 1. janúar 2002 og loks um 2,25% 1. janúar 2003.
I öðrum lið yfirlýsingarinnar segir að tilhögun barnabóta
verði endurskoðuð með það fyrir augum að draga úr tekjuteng-
ingu og hækka tekjuskerðingarmörk þeirra. Miðað er við að
þessar breytingar komi til framkvæmda í þremur áföngum á ár-
unum 2001,2002 og 2003 og feli alls í sér um þriðjungs hækkun á
heildarfjárhæð barnabóta frá því sem nú er.
I þriðja lið er fjallað um að greiðslur almannatrygginga muni
hækka í takt við umsamdar almennar launahækkanir á samn-
ingstímabilinu. Þessar greiðslur hækkuðu um 3,6% hinn 1. jan-
úar síðastliðinn og lofar ríkisstjórnin nú frekari hækkun 1. apríl
þannig að heildarhækkun bóta á árinu verði 4,5%. Jafnframt
munu þessar greiðslur hækka jafnt launahækkunum önnur ár
samningstímabilsins.
í fjórða og fimmta lið yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er fjall-
að um lengingu fæðingarorlofs, jöfnun og samræmingu réttinda
og að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingar á reglum um fæð-
ingarorlof. Ennfremur lofar ríkisstjórnin athugun á tekju-
skattskerfinu, tekjuskatti einstaklinga og staðgreiðslukerfinu.
Þar verði m.a. farið yfír kosti þess og galla að fjölga skattþrep-
um og verður haft samráð við samtök launafólks og atvinnu-
rekenda um þetta verkefni. Kostnaður ríkissjóðs við þessar að-
gerðir er verulegur á samningstímanum. Hækkun
skattleysismarkanna kostar ríkissjóð 1,2 milljarða króna miðað
við eitt ár og hækkun barnabóta um hálfan milljarð króna á
sama tímabili.
Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru auðvitað til marks um
að staða ríkissjóðs er góð um þessar mundir og þess vegna met-
ur ríkisstjórnin það svo að hægt sé að grípa til þessara ívilnandi
ráðstafana án þess að markmiðum um stöðugleika og lága verð-
bólgu sé stefnt í hættu.
MILLJARÐAR FYRIR
AUKAAFURÐIR
AUÐLINDIR sjávar eru takmarkaðar og því skiptir höfuðmáli
íyrir efnahag lands og þjóðar að úr þeim verði unnin sem mest
verðmæti fyrir þjóðarbúið. Um árabil hefur verið rætt og ritað um
nauðsyn fullvinnslu sjávarafurða og vannýttar tegundir. Nú er kom-
inn allnokkur skriður á nýtingu svonefndra aukaafurða sjávarfangs
hér á landi. Samkvæmt því, sem kom fram á nýlegum fundi á vegum
Nýsköpunarsjóðs, nam útflutningur á aukaafurðum úr bolfiski ein-
um 3,7 milljörðum króna árið 1998, nær tvöfalt meira en árið 1991.
Fram kom á fundinum að við vinnslu sjávarfangs falli til hráefni,
sem vinna megi úr matvæli, svo og úr fisktegundum sem nú fari
fyrst og fremst til bræðslu til framleiðslu á fóðri. Nú er hlutfall
bræðslufisk í afla íslendinga um 60%. Miklir möguleikar eru á
vinnslu til manneldis úr hefðbundnum bræðslufiski og er það að
nokkru byrjað, t.d. með þurrkun á loðnu. Á fundinum var bent á nýt-
ingu hennar til gerðar fisksósu, sem er talin góður próteingjafi og
krydd, og til surimi-vinnslu. Þá má nefna þróun lýsis til notkunar
sem íblöndunarefni í heilsuvörur, jafnt náttúrulyf sem lyfseðils-
skyld.
Á fundinum kom einnig fram að rannsóknir á hvatavinnslu (ens-
ími) úr aukaafurðum sjávafangs, t.d. þorskslógi, eru komnar vel á
veg og nýting þegar hafin hjá fyrstu fyrirtækjunum. Þetta eru gleði-
leg tíðindi en jafnframt er ljóst að ennþá er mikið verk fyrir höndum
svo hagnýta megi aukaafurðir sjávarfangs og vannýttar tegundir í
hafinu landsmönnum öllum til hagsbóta. Aukna áherzlu þarf á
leggja á það starf.
UM opinbert mál er að ræða, sem
ákæruvaldið höfðaði gegn Birni
Kristjánssyni, skipstjóra á Vatn-
eyri BA, Svavari Rúnari Guðna-
syni útgerðarmanni og útgerðarfélaginu
Hyrnó ehf. á Patreksfirði.
Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Bogi
Nilsson ríkissaksóknari. Verjendur voru
tveir, Magnús Thoroddsen hrl. og Lúðvík
Kaaber hdl. Magnús var skipaður verjandi
Svavars Rúnars Guðnasonar og Hyrnó ehf.,
en Lúðvík skipaður verjandi Björns Krist-
jánssonar, og var þetta prófmál hans fyrir
réttinum.
Dómur Hæstaréttar er skipaður 7 dóm-
urum, þeim Garðari Gíslasyni, Guðrúnu Er-
lendsdóttur, Haraldi Henryssyni, Hirti
Torfasyni, Hrafni Bragasyni, Markúsi Sig-
urbjörnssyni og Pétri Hafstein.
Rétt er til glöggvunar að rifja upp mála-
vexti í dómsmálinu. Með ákæru útgefinni af
ríkislögreglustjóra 16. ágúst 1999 var Birni,
Svavari og Hyrnó ehf. gefið að sök að hafa
brotið gegn lögum nr. 57/1996 um umgengni
við nytjastofna sjávar, lögum nr. 38/1990
um stjóm fiskveiða og lögum nr. 79/1997 um
fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Islands.
Meint brot ákærðu fólust í því að hafa gert
út Vatneyri BA til veiða í febrúar 1999, án
þess að skipinu fylgdu neinar veiðiheimildir.
Að lokinni veiðiferð reyndist aflinn vera
tæp 34 tonn af þorski og krafðist ákæru-
valdið þess að ákærðu yrðu dæmdir til refs-
ingar og upptöku aflans. Héraðsdómur
Vestfjarða sýknaði hins vegar ákærðu af
þessum kröfum ákæruvaldsins, enda hefðu
þeir ekki verið bundnir aflatakmörkunum 7.
gr. laga um stjórn fiskveiða, þar sem hún
stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár-
innar. Ákæruvaldið áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar, með áfrýjunarstefnu útgef-
inni 7. janúar 2000.
Athyglisvert að dómur
var ekki fjölskipaður
I ræðu áfrýjanda, ákæiuvaldsins, benti
Bogi Nilsson á að fjölskipaður dómur hefði
ekki dæmt málið í héraði, sbr. heimildir til
þess í lögum um meðferð opinberra mála.
Yrði það að teljast athyglisvert í ljósi þess
að málið varðaði ákvæði stjórnarskrárinn-
ar.
Því næst vék hann að heimfærslu refsiá-
kvæða í ákæruskjali. í því sambandi tók
hann fram að refsiheimildirnar væru skýr-
ar, en engar refsilýsingar væri þó að finna í
þeim lögum sem ákært væri fyrir brot á.
Helstu ákvæði sem ákæruvaldið vísar til eru
2. mgr. 3. gr. laga um umgengni við nytja-
stofna sjávar, að óheimilt sé að hefja veiði-
ferð skips sem leyfi hefur til veiða í atvinnu-
skyni nema skipið hafi aflaheimildir sem
telja má líklegt að dugi fyrir afla í ferðinni.
Gerð er krafa um refsingu samkvæmt 3.
mgr. 10. gr. laga um veiðar í fiskveiðiland-
helgi íslands, en þar er lýst hvað teljist vera
skaðlegar veiðar. Héraðsdómur Vestfjarða
féllst ekki á þá heimfærslu ákvæðisins. Þá
vísar ákæiuvaldið einnig til 2. og 3. mgr. 7.
gr. laga um stjórn fiskveiða.
Ríkissaksóknari vék máli sínu að rök-
semdum hinna ákærðu, sem byggja á því að
fyrrgreind ákvæði brjóti gegn jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar (65. gr.) og ákvæði
hennar um atvinnufrelsi (75. gr.). Féllst
hann ekki á að um brot gegn 75. gr. stjórn-
arskrárinnar (stjskr.) væri að ræða, en því
frelsi megi setja skorður með lögum, enda
krefjist almannahagsmunir þess. Vísaði rík-
issaksóknari til dóms Hæstaréttar frá 1996,
þar sem 75. gr. var túlkuð á þann hátt í
meirihlutaatkvæði, að heimilt væri að mæla
fyrir um skerðingu á atvinnufrelsi með lög-
um. Virtist enda sem Héraðsdómur Vest-
fjarða hefði tekið mið af þeim dómi. í sam-
ræmi við þá niðurstöðu væri löggjafanum
heimilt að mæla fyrir um meginreglur fisk-
veiðistjórnunarkerfis í lögum.
Aðeins í einum dómi fyrirvari um
stjórnskipulegt gildi laganna
Ríkissaksóknari sagði ekki stoða fyrir
ákærðu að vísa til dóms Hæstaréttar frá
1998, máls Valdimars Jóhannessonar gegn
íslenska ríkinu, því til stuðnings að 7. gr.
laga um fiskveiðistjómun stæðist ekki
gagnvart 65. og 75. gr. stjómarskrár. Vitn-
aði hann í því sambandi til úrskurðar Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá síðasta ári, í máli
sem höfðað var í tilefni af synjun á umsókn
um aflaheimildir. Því máli var með úrskurð-
inum vísað frá dómi. I úrskurðinum lét dóm-
urinn þess getið að ekki hefði verið lagt mat
á gildi 7. gr. í hæstaréttardóminum frá 1998.
Lögð vom fram í réttarhaldinu í gær, af
hálfu ákæruvalds, afrit af um 30 dómum
Hæstaréttar sem snúa að fiskveiðistjórnun-
arkerfinu. Benti ríkissaksóknari dóminum á
það, að í engum þeirra, nema dóminum frá
1998, hefði fyrirvari verið gerður um stjórn-
skipulegt gildi laga um stjórn fiskveiða.
Fram kom í máli ákæruvaldsins að nið-
Vatneyrarmálið dómtekið að loknum málflutningi í Hæstarétti í gær
Morgunblaðið/Golli
Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu er fjölskipaður. Sjö dómarar dæma málið og sjást þeir hér í bakgrunni myndarinnar. I forgrunni er Bogi Nilsson ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins.
Tekist á um hvort lögin
standist stj órnarskrána
urstaða Héraðsdóms Vestfjarða gæfi til
kynna að réttur löggjafans til lagasetningar
væri ótvíræður. Samræmdist það skyldum
þeim sem hvildu á löggjafanum og væru
tíundaðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Ríkissaksóknari lagði áherslu á tilurð
fiskveiðistjórnunarkerfisins sem nú er við
lýði. Þegar lögin um aflamark hafi verið
sett, árið 1983, hafi tilgangurinn verið að
sporna við ofveiði. Sóknartakmark sem áð-
ur var notast við hafi ekki verið hentugt
kerfi, en aflamark hafi hentað byggðasjón-
armiðum vel. Löggjafinn hefði metið það
svo að kerfið, umfram önnur, hentaði best í
fiskveiðum.
Dómsvaldið má ekki glata
ópólitísku valdi sínu
Þá vísaði ákæruvaldið til skýrslu OECD
frá 1997, þar sem segir að aflamarkskerfið
skili hámarksárangri með tilliti til líffræði-
legra þátta. Einnig var vísað til þess að
Þjóðhagsstofnun hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að núverandi kerfi hentaði best.
Ríkissaksóknari sagði að auðvitað væri ekki
unnt að úthluta kvóta án einhverrar mis-
mununar. Ekki væri því annað að sjá en að
löggjafinn hefði þjóðarhagsmuni að leiðar-
ljósi.
Ákæruvaldið vék máli sínu að 1. gr. laga
um stjórn fiskveiða, þar sem segir m.a. að
nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign
íslensku þjóðarinnar og að markmið lag-
anna sé að stuðla að verndun og hagkvæmri
nýtingu þeirra og tryggja með því trausta
atvinnu og byggð í landinu. Ríkissaksóknari
sagði að í athugasemdum við þá grein kæmi
fram að stefnan með lagasetningunni hefði
ekki verið að veita stjórnskipulegt eignar-
hald jrfir auðlindinni. Þá vísaði hann máli
sínu til stuðnings í lögfræðilega úttekt
fræðimannanna Sigurðar Líndal og Þor-
geirs Örlygssonar, sem komust að þeirri
niðurstöðu að með 1. gr. laganna væri ekki
verið að veita einkaeignarrétt.
I lok ræðu sinnar vék ríkissaksóknari að
hlutverki Hæstaréttar. Sagði hann það ríkj-
andi skoðun í Danmörku að dómsvaldið
mætti á engan hátt glata ópólitísku valdi
sínu, eins og hætta væri á ef dæmt yrði að
lög færu í bága við ákvæði stjórnarskrár.
Einnig að dómstólar gættu hófs. Gat hann
þess sérstaklega að einungis einu sinni í
sögu Hæstaréttar Danmerkur hefði réttur-
inn vikið frá almennum lögum á grundvelli
þess að þau samrýmdust ekki stjórnarskrá.
Hefði sá dómur fallið á síðasta ári. Hugsan-
lega væri veigamikill þáttur í þessu að í
Málflutningur í hinu svonefnda Vatneyrarmáli fór fram í Hæstarétti í gær. AIls
stóð réttarhaldið yfír í fímm klukkustundir en að loknum málflutningsræðum
var það dómtekið. Samkvæmt ákvæðum laga hefur dómurinn nú fjórar vikur
til að kveða upp dóm í málinu. Jón Sigurðsson hlýddi á málflutninginn í gær.
Verjendur ákærðu í málinu. T.v. Magnús Thoroddsen hrl., en við hlið hans
situr Lúðvík Kaaber hdl.
Danmörku væri meiri and-
staða við það að dómstólar
gripu fram fyrir hendurnar
á löggjafanum. Sagði hann
að málið sem dómurinn
hefði til umfjöllunar væri
pólitískt vandamál, sem
eðlilegt væri að löggjafinn
leysti sjálfur úr.
Vilji hagsmunaaðila
lögfestur
Lúðvík Kaaber hdl.,
verjandi Björns Kristjáns-
sonar, tók næstur til máls.
Krafðist hann sýknu f.h.
skjólstæðings síns, en til
vara vægari refsingar.
Lúðvík sagði vörn ákærða
ekki byggjast á sönnunar-
skorti, heldur á ákvæðum
stjórnarskrárinnar og laga
um stjórn fiskveiða.
Tók verjandinn fyrst íyi'ir ákvæði 1. gr.
fiskveiðistjórnunarlaga. Sagði hann að við
meðferð frumvarps til þeirra laga hefðu
nokkrar umræður skapast á Alþingi. Marg-
ir þingmanna hefðu haft áhyggjur af setn-
ingu laganna og kvartað undan því hversu
illa hefði tekist til við samningu frumvar-
psins og meðferðar málsins í þinginu. Einn
þingmanna hefði látið þau orð falla að hann
vildi ekki ganga gegn vilja hagsmunasam-
taka með lagasetningunni, þrátt fyrir að það
stríddi gegn vilja hans sjálfs. Verjandinn
sagði það skoðun sína að löggjafinn hefði
lögfest vilja hagsmunaaðila, en leitt hjá sér
hagsmuni meirihlutans.
Lúðvík sagðist mótmæla þeim gögnum
sem ákæruvaldið hafði lagt fram sem segðu
að ákvæði um sameign þjóðarinnar væri
merkingarlaust. Þvert á móti væri um sam-
eign að ræða og vísaði hann, máli sínu til
stuðnings, til jafnræðissjónarmiða.
Höfuðatriði málsins er að vinnuveitandi
ákærða þurfti aflaheimildir til veiða, en
hafði ekki kost á þeim nema að kaupa þær
með fjárgreiðslu sem rynni í einkavasa ann-
ars aðila, að því er fram kom í máli verja-
ndans. Hann hafi af þeim sökum sent Vatn-
eyrina á sjó til veiða. Lúðvík tiltók nokkra
hæstaréttardóma í ræðu sinni, m.a. dóm frá
1996, þar sem Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að menn hefðu ekki eignarrétt
að veiðiheimildum. Sagði Lúðvík að stjórn-
völd hefðu ekki farið eftir þessu, heldur
veitt aflaheimildir til ákveðinna aðila og
krafið aðra um greiðslu, kysu þeir að stunda
veiðar. Löggjafinn hefði sérstaklega tekið
fram við setningu laganna um stjórn fisk-
veiða, að kerfið yrði ekki ósanngjarnt. Nú
væri hins vegar svo komið að það refsaði að-
ilum eins og hinum ákærðu.
Lúðvík spurði hvort hægt væri að refsa
ákærðu fyrir að neyta stjórnarskrárbund-
inna mannréttinda. Krafðist hann þess að
refsiákvæðinu yrði vikið til hliðar vegna
æðri sjónarmiða um vernd mannréttinda.
Hann sagði það einkennilegt að verndar-
andlag laganna væri fiskimiðin. Fiskveiði-
stjórnunarkerfið hefði aftur á móti orðið til
þess að nú væri mun minna veitt af þorski
en fyrir daga kerfisins.
Alþingi hefur aldrei tekið fyrir þá spurn-
ingu hvort unnt sé að útiloka suma frá auð-
lindinni, sagði verjandinn. Ekki hafi Sigurð-
ur Líndal og Þorgeir Örlygsson heldur
svarað spumingunni í
sinni skýrslu. Hljóti það að
vekja furðu. Þetta sé lög-
fræðileg spurning og um-
mæli þingmanna eða ann-
arra aðila svari henni á
engan hátt.
Lúðvík Kaaber vitnaði í
máli sínu til bréfs sem al-
þingismaðurinn Kristinn
Pétursson ritaði sjávarút-
vegsnefnd Alþingis árið
1990. Sagði hann að þar
kæmi fram beiðni um að
lögfræðileg úttekt færi
fram á nákvæmlega þeim
atriðum sem deilt væri um
í Vatneyrarmálinu. Þessi
beiðni hefði hins vegar
verið virt að vettugi.
Því næst vék verjandinn
að rökum þess að ákvæði
7. gr. laga um stjórnun
fiskveiða færi í bága við jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar. Vísaði hann til athuga-
semda með stjórnskipunarlögum þar sem
sérstaklega væri tekið fram að með ákvæði
65. gr. stjskr. væri unnt að víkja settum lög-
um til hliðar. Hér væri um klárt brot á
reglunni að ræða þar sem afmörkuðum hópi
væri veittur einkaafnotaréttur af auðlind
þjóðarinnar.
Um atvinnufrelsisákvæði stjskr. sagði
Lúðvík að oft hefði hagfræðilegum skilningi
verið beitt um ákvæðið, þ.e. að framleiðni,
almenn hagsæld, gengi hlutabréfa o.fl. væri
það sem réði túlkun ákvæðisins. Hann taldi
hins vegar að ekki væri mögulegt að ryðja
burt atvinnufrelsi manna með þeim hætti.
Sagan segði að frelsið væri án skilyrða.
Lúðvík líkti þeim aðilum, sem hefðu yfir
aílaheimildum að ráða og gætu tekið við
peningum fyrir þær, við aðal. Þeir þyrftu
ekki að vinna handtak og öfluðu ekki verð-
mætanna sjálfir. Sagði hann að kerfið færi
algjörlega í bága við tilgang og forsögu 75.
gr. stjórnarskrárinnar. Umhugsunarefni
væri að lærðir menn skyldu ekki koma auga
á þetta, eins og t.d. Sigurður Líndal og Þor-
geir Örlygsson.
Hvað er framkvæmdavaldinu
óheimilt?
Fram kom í máli verjandans að fiskveiði-
stjórnunarkerfið væri ánauð. Það hafnaði
því að dugandi menn sigldu og veiddu. Ekki
mætti gleyma að sjómennskan væri menn-
ingarlegt verðmæti í sögu þjóðarinnar.
Um heimfærslu ákæruvaldsins til
ákvæða 2. og 3. mgr. 7. gr. laga um stjórn
fiskveiða sagði Lúðvík að refsiheimild væri
ótæk. Kvaðst hann taka þar með undir orð
Héraðsdóms Vestfjarða. Ríkissaksóknari
hefði ekki sýnt fram á neitt annað í mál-
flutningi sínum. Lúðvík sagði að efnahags-
kerfið hvetti menn einungis til þess að koma
með að landi það sem verðmætt væri og
miklu væri hent af fiski.
Lagði hann þunga áherslu á það, að um
refsimál væri að ræða. Utanaðkomandi
hagsmunir breyttu engu í þeim efnum.
Svaraði hann einnig í ræðunni rökum
ákæruvaldsins. Var honum spurn hvort
ekki hefði við setningu fiskveiðistjórnunar-
kerfisins verið horft til hagsmuna annarra
en þeirra, sem þá stunduðu fiskveiðar.
Reyndin hefði orðið sú að byggðasjónarmið-
in væru úr sögunni og fólk hefði hrakist frá
byggðarlögum vegna skorts á aflaheimild-
um.
í lok ræðu sinnai’ sagði Lúðvík að um-
hugsunarvert væri hvað framkvæmdavald-
inu væri óheimilt, fyrst það gæti farið svo
illa með stjórnarskrárvernduð réttindi.
Frumvarpið þurfti ítarlegri
og vandaðri efnismeðferð
Magnús Thoroddsen hrl., verjandi Svav-
ars Guðnasonar og Hyrnó ehf., krafðist
sýknu f.h. skjólstæðings síns, en til vara að
honum yrði ekki refsað yrði hann sakfelld-
ur, en til þrautarvara að vægasta refsing
yrði dæmd, skilorðsbundið fangelsi.
Líkt og ákæruvaldið og verjandi Björns,
fjallaði Magnús nokkuð um tilurð laganna
um stjórn fiskveiða. Vitnaði hann í því sam-
bandi til nýlegrar ævisögu Steingríms Her-
mannssonar, fyi-rv. forsætisráðherra.
Steingrímur segði m.a. á einum stað í bók-
inni að sjávarútvegsráðuneytið hefði ekki
haft roð við öflugum hagsmunasamtökum.
Á öðrum stað var vitnað í þau orð Stein-
gríms, að kvótakerfinu hafi verið komið á
með miklum hraða á sínum tíma, án mikillar
umræðu eða umfjöllunar á Aiþingi. Sig hafi
ekki grunað hversu skammt hafi verið í að
Kristján Ragnarsson hefði sitt fram. I
þriðju tilvitnun Magnúsar í Steingrím sagði
að stjórnmálamenn hefðu ekki treyst sér til
að ganga gegn hagsmunasamtökum og að
tillögur hans um byggðakvóta hefðu verið
virtar að vettugi.
Þá vitnaði Magnús Thoroddsen einnig í
álit minnihluta sjávarútvegsnefndar Al-
þingis, frá árinu 1990, þar sem sagði að urrr-
fjöllun um frumvarp að lögum um stjórn
fiskveiða hefði þurft ítarlegri og vandaðri
efnismeðferð. Stjórnarliðar hefðu hins veg-
ar beitt sér fyrir slælegri meðferð. Alltof
knappur tími hefði verið til umfjöllunar um
málið, og minnti slíkt á einræðisríki. Verj-
andinn kom einnig inn á bréf Kristins Pét-
urssonar, fyrrv. alþingismanns. Sagði hann
bréfið sýna hversu óvandað frumvarpið
hefði verið.
Atvinnufrelsið gengur
kaupum og sölum fyrir offjár
Svavar Guðnason hefur stundað sjó->
mennsku frá 13 ára aidri og í samfellt nær
36 ár, að því er fram kom í ræðu Magnúsar.
Sagði hann að mannréttindi Svavars væru
að fá að veiða, en atvinnufrelsið gengi aftur
á móti kaupum og sölum fyrir offjár í dag;
þrátt fyrir að vera verndað í 75. gr. stjskr. I
greinargerð með stjórnskipunarlögum
hefði rík áhersla verið lögð á mikilvægi þess
að löggjafinn legði mat á hvort takmarka
mætti atvinnuréttindi manna. Almanna-
hagsmunir yi’ðu að krefjast þess að tak-
mörkunum væri beitt, ekki hagsmunir
minnihlutahópa. Vísaði Magnús í því sam-
bandi til dóms Hæstaréttar frá 1988, svo-
nefnds leigubifreiðastjóradóms, þar sem
reglugerð var talin takmarka atvinnurétt-
indi manns. Taldi Magnús að sjávarútvegs-
ráðherra væru færð gríðarlega mikil völd, ,
sem færu gegn ákvæðum 75. gr. stjskr.
Verjandinn sagði að stjórnarskrárbund-
inn réttur yrði ekki gerður refsiverður með
almennum lögum né reglugerð. Eftir þessu
hefði ekki verið farið við setningu laga um
stjórn fiskveiða. Um jafnræðisreglu 65. gr.
stjskr. sagði verjandinn að í greinargerð
með ákvæðinu segði að greininni væri ætlað
að gilda á öllum sviðum og veita öllum jafna
vernd. Sagði hann að eftir því bæri að fara.
Ofveiði hefði átt að koma fyrr í ljös
Magnús sagði að hann skildi dóm Hæsta-
réttar frá 1998, í máli Valdimars .Tóhannes-
sonar gegn ísleriska ríkinu, á þann hátt að
íslenska þjóðin ætti öll að njóta arðs af auð-
lindinni. Lög sem færu gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar hlytu því að vera mark-
laus og óframkvæmanleg. Þá studdi hann
niðurstöðu sína með tilvísun í ritið Stjórn-
skipunarrétt, eftir dr. Gunnar G. Schram,
þar sem segði að það færi gegn 65. gr.
stjskr. að veita tilteknum hópi sérstök rétt-
indi. Taldi Magnús að af þessu öllu leiddi að
ákæruvaldið bæri sönnunarbyrði um að lög
um stjórn fiskveiða hefðu fullnægjandi stoð.
Kaus hann í ræðu sinni að kalla lögin um
stjórn fiskveiða hin verstu ólög. Þar sem
kvótaverð væri of hátt, væri Svavari Guðna-
syni meinað að stunda veiðar og þar með að
njóta atvinnuréttar síns. Ekki væri einungis
verið að ganga gegn þeim rétti heldur einn-_ .
ig gegn byggðaþróun og sagði Magnús að
með lögunum væri verið að rústa atvinnu-
greininni. Togaraútgerð hefði nú lagst niður
á Vestfjörðum, fyrir utan ísafjörð.
Magnús sagði að sér væri hugleikið
hvernig fiskistofninn hefði þolað yfir 400
þúsund lesta veiði á ári í 34 ár, frá 1950-
1983, þegar meðalveiði hefði verið um 270
þúsund lestir á ári frá því að aflamarkið var
tekið upp. Ef um oíveiði hefði verið að ræðá
hefði hún átt að koma mun fyrr í ljós. Það
væri skoðun sín að aðrir þættir en veiði réðu
því hvernig fiskgengd væri, m.a. líffræðileg-
ir þættir, ástand hafsins, veðurfar o.fl.
Pólitískt stórmál
Bogi Nilsson ríkissaksóknari benti á í
seinni ræðu sinni að á þeim tíma sem núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi hefði verið við
lýði hefðu margir stjórnmálaflokkar farið
með völdin í landsmálunum. Samt hefði
enginn þeirra kollsteypt kerfinu. Hann lét
ennfremur þau orð falla að Vatneyrannálið
væri pólitískt stórmál.
Magnús Thoroddsen lagði áherslu á það í
seinni ræðu sinni, að dómstólunum bæri
fyrst og fremst að dæma málið út frá lögum
og stjórnarskrá. Ekki ætti að skipta máli
hvort um pólitískt mál væri að ræða, hvort
lögum yrði vikið frá vegna þess að þau hefðu
ekki stoð í ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Ekki væri hægt að finna pólitískara plagg
en stjórnarskrána. Hæstarétti bæri að takítf^
afstöðu út frá því, en ekki út frá pólitískri
umræðu. Að lokum lét hann þau orð falla við
dóminn að réttlætiskennd þjóðarinnar liti
til hans. Ófriður myndi ríkja um lögin þar til
þeim yrði breytt til samræmis við jafnræð-
isreglu stjórnarskrárinnar.
Að lokinni ræðu Magnúsar var málið
dómtekið og réttarhaldi slitið.