Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 51 um ekki sammála út á við. Eitt atvik frá þessum árum víkur mér seint úr minni. Við vorum að ljúka tveggja vikna vinnu og þrír dagar í skólabyrjun. Þá kom upp at- vik sem gjörsamlega kollvarpaði gerðri áætlun. Þá sagði Jón Amason með mestu ró. „Við erum allt of þreyttir núna. Förum heim og hress- um okkur. Við klárum þetta um helgina". Svoleiðis var nú það. Jón hafði ýmis áhugamál og tók gjaman hvert þeirra föstum tökum ákveðið tímabil. Eins gat hann tekið út ákveðna þætti í kennslu og gert þeim ógleymanleg skil. Vil ég þar af mörgu til nefna námskeið um gull, er tengdi bókmenntir, sögu, náttúru- fræði og handiðn, foma og nýja, í eina heild. Eftir starfslok, sem var síðasta orðið er hann skrifaði í skóladagbók- ina, hélt hann sambandi við skólann og skólinn við hann. Hann var heið- ursgestur á stórhátíðum skólans og fastur gestur á jólafagnaði. Hann komst þó ekki um síðustu jól og varð að láta kveðjuna nægja. Daginn sem Jón andaðist var unn- ið að myndverki í „Þemaviku" í skól- anum af nemendum sem vafalaust höfðu aldrei séð hann. En þeir vissu hver hann var og tileinkuðu minn- ingu hans myndverkið sem þeir unnu. í ræðulok notaði Jón gjarnan orða- tiltækið Megi sá sem öllu ræður... og fékk myndin það nafn. Ég hef reyndar oft notað þessi orð sjálfur. Við Ema kveðjum hér góðan dreng og vottum eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðmm vandamönn- um okkar innilegustu samúð. Megi sá er öllu ræður leiða þau og styðja. Marinó Þ. Guðmundsson. í dag minnumst við starfsfólk og nemendur Arbæjarskóla fyrrverandi skólastjóra en Jón var skólastjóri við skólann okkai' frá stofnun til ársins 1988 eða í rúm 20 ár. Þegar ný hverfi eru að byggjast upp em oftar en ekki miklir umróts- tímar í skólahaldi. Fjöldi nýrra nem- enda streymir að og starfsmanna- fjöldi er ört vaxandi um leið og reynt er markvisst að byggja utan um starfsemina og móta stefnuna fram á við. Vöxtur Árbæjarskóla var hraður og fljótlega var skólinn orðinn meðal stærstu giunnskóla landsins. Á þess- um uppbyggingartíma kom ekki síst í Ijós hversu góður stjómandi Jón var. Jón var farsæll í starfi sínu sem skólastjóri Árbæjarskóla og bar hag nemenda sinna og starfsfólks fyrir bijósti um leið og hann vildi veg og vanda skóla síns sem mestan. Um leið ogvið vottum aðstandend- um okkar dýpstu samúð þökkum við þá hlutdeild sem viðáttum í Jóni sem yfirmanni og félaga til margra ára. Starfsfólk o'g nemendur Árbæjarskóla. Þegar undirritaður hóf störf við Árbæjarskóla 1969 hafði skólinn ver- ið starfræktur undir stjóm Jóns Ámasonar um tveggja ára skeið. Mér er í fersku minni hversu fast- mótað skólastarfið var þá þegar orð- ið, þrátt fyrir mikinn fjölda nemenda í húsnæði sem hvergi nærri byggðist upp til samræmis við umsvif. Oft hafði Jón á orði hversu lánsam- ur hann hefði verið þegar hann réð fyrstu kennarana að skólanum. Flestir vom nýútskrifaðir úr Kenn- araskólanum en aðrir með nokkra reynslu. Þama myndaðist afar heild- stæður og samstarfsfús hópur sem einstaklega gott var að vinna með. Þetta voru frábærir kennarar sem nutu sín vel við mótun skólans og starfsins sem þama fór fram. Fjöl- margir þessara kennara starfa ennþá við Arbæjarskóla. Jón var alla tíð mjög samvisku- samur og sterkur stjórnandi, sem fylgdist vel með starfi kennaranna en virti vel sjálfstæði þeirra og frum- kvæði. Þá var hann líka góður félagi og hrókur alls fagnaðar þegar glaðst var að loknu skólaári og minnist ég sérstaklega ferða um Snæfellsnes, en þar átti hann sínar rætur. Hann var frábær fararstjóri í þessum ferðum sem og öðmm. Jón tók leiðsögu- mannspróf og fór vítt og breitt um landið í sumarleyfum sínum með inn- lenda sem erlenda ferðamenn við góðan orðstír. Að lokum vil ég þakka samstarfið í Árbæjarskóla og allar aðrar skemmtilegar samvemstundir. Við þjónin vottum þér ÞórhUdur og öðr- um aðstandendum dýpstu samúð okkar. Ragnar Guðmundsson. Með hækkandi aldri finnum við fyrir því hversu fækkar í félagahópn- um. Skólafélagarnir úr Kennara- skóla Islands, sem luku námi rétt fyrir miðja þá öld sem nú er að kveðja, hverfa nú af sjónarsviðinu hver af öðmm. Við, sem lukum þá námi frá þessari virtu menntastofn- un og enn emm ofar moldar, höfúm öll hætt kennslustörfum að vonum. Starfsævin er ekki löng, um fjórir áratugir, eða rúmlega það, þegar best lætur. Nú minnumst við, sem útskrifuð- umst vorið 1949 frá Kennaraskóla ís- lands, eins sem horfinn er úr okkar hópi, Jóns Amasonar, fyrrverandi skólastjóra, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. mars, 71 árs að aldri. Aldurinn varð ekki hár, en hann er eins og kunnugt er ekki einhlítur mælikvarði á ævistarf. Jón hóf kennslu í Borgamesi haustið 1950, eftir að hafa lokið námi í Iþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni. Hann var því vel undir ævistarfið búinn. Lengst af kenndi hann í Reykjavík, fyrst við Laugar- nesskólann, en síðar við Langholts- skólann, þar sem hann var yfirkenn- ari um árabil. Loks varð Jón skólastjóri Árbæjarskóla, alllengi. Hann varð raunar að hætta störfum þar nokkra fyrr en aldurshámarki var náð, og var það vegna heilsu- brests. Auk kennslu og skólastjómar vann Jón nokkuð við ferðaleiðsögn og aflaði sér réttinda til þess starfs. Var gott að njóta leiðsagnar hans á ferð- um, sem við félagamir frá 1949 fór- um á nokkurra ára fresti, okkur til mikillar ánægju. Hann var vel að sér í staðfræði landsins og sögu. Síðast var hann annar leiðsögumaður okk- ar, á fimmtíu ára kennaraafmæli okkar, alla leið til Papeyjar, í júní- byijun á liðnu ári. Þá var Jón orðinn mjög illa haldinn af sjúkdómi og átti það erfitt um gang, að hann gat ekki stigið á land í Papey, en horfði þang- að úr skipinu, sem flutti okkur út f eyna frá Djúpavogi. Þrátt fyrii- þetta óraði mig síst fyrir því að hann ætti skamma stund eftir lífs á meðal okk- ar. Ég get ekki annað en minnst sér- staklega á tvo eiginleika Jóns, sem gerðu hann góðan félaga. Það var hin létta lund og hæverskan. Hann var jafnan með okkur, þegar haldið var upp á kennaraafmælin, á fimm ára fresti og oftar, allt frá 1964. Þá var hann ætíð með konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur. Þau kynntust í Kennaraskólanum við Laufásveg og áttu orðið meira en hálfrar aldar samleið. Á 25 ára afmælinu, 1974, voram við í boði Jóns í Árbæjarskóla, og nutum stundarinnar. Jón var þar með frítt lið, sem ég gat ekki stillt mig um að greina frá í nokkram ljóð- línum: „í hárri stöðu stendur Jón og stefnir upp á við. í Árbæ vinnur eins og ljón - með allt sitt fagra lið.“ Við kveðjum góðan félaga, með þökk fyrir allt og allt. Fari hann í friði. Gamall skólafélagi, Auðunn Bragi Sveinsson. Á vegamótum stöldmm við gjam- an við og gefum okkur tíma til um- hugsunar og endurminninga. Nú stöndum við á slíkum vegamótum. Jón Ámason hefur gengið sína jarðnesku leið til enda og haldið inn á aðrar brautir. Við kynntumst Jóni þegar við hóf- um störf við Árbæjarskóla en Jón var fyrsti skólastjóri hans. Fyrstu starfs- ár skólans var meirihluti kennaranna ungar og óreyndar stúlkur og fram- koma Jóns gagnvart þessu starfsliði sínu sem hann kallaði gjarnan stelp- urnar sínar einkenndist af foðurlegri umhyggju. Hann var sá sem fyrstur mætti á morgnana og síðastur fór heim á daginn. „Em ekki áreiðanlega allir komnir upp?“ var oft spuming hans þegar kennslu var lokið og far- arsnið á fólld. Stutt setning sem þessi segir meira en mörg orð um þá ábyrgðartilfinningu sem hann hafði gagnvart sínu fólki. Jón skólastjóri var höfðinglegur maður í sjón og framkoma hans ein- kenndist af þeirri reisn sem vekur virðingu og traust. Hann var bakhj- ai'linn sem kennaramir gátu leitað ráða hjá í vanda sínum. Það heyrði til undantekninga ef hann var ekki á staðnum reiðubúinn að hlusta og sinna margvíslegum úrlausnarefn- um. Jón gat líka slegið á létta strengi og gert góðlátlegt grín að fólki ef það gaf tilefni til. A samkomum kenna- ranna var hann einn af hópnum en jafnframt leiðtogi og hrókur alls fagnaðar. Það var sjón að sjá kenn- aralið Árbæjarskóla þegar það gekk í röð á eftir Jóni upp í Súlnasal Hótel Sögu á sameiginlegri árshátíð kenn- Okkar elskulegi bróðir er látinn eftir svo hetjulega baráttu við svo erfiðan sjúkdóm. Nú er hann komin til Jónu ömmu og Berta afa og emm við viss um að vel hefur verið tekið á móti honum. Sorgin og söknuðurinn em gífurleg og er erfitt að sætta sig við að hann sé farinn frá okkur svo ungur að ár- um en að því er ekki spurt, eins og sagt er: „Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska.“ Elsku Ómar, við viljum enda á því að láta nokkrar ljóðlínur fylgja til þín sem lýsir því hvernig okkur líður. Þung eru þrautarsporin, þögnin dýpri og stærri, gleðin úr geði flúin, gráturinn hjarta nærri. Brott er þú, bróðir ogvinur, brostinn þinn augnaljómi, aflvana líkaminn liggur, lautsínumskapadómi. Foreldrum okkar aukist eilífurnáðarstyrkur. Megifrásjónumsvífa sorgþrungið ógnarmyrkur. Leiddu þau, guð minn góði, grátinn í hjörtum stilltu. Vertuþeimalltíöllu, auðnina Ijósi fyUtu. Sendum við síðustu kveðju, sól þín er undir gengin. Minningin yúfust liílr, logsár er reynsla fengin. Hæg sé þín hinsta hvfla, hugur minn þó að reiki. Geislar frá guði sjálfum umgröfmaþinaleiki. (Þ.E.) Elsku mamma, pabbi, omma og abbi, Guð gefi okkur styrk í okkar miklu sorg. Þín systkini Haukur og Hallgerður. Elsku frændi. Mánudagskvöldið 6. mars 2000 er það kvöld sem ég mun seint gleyma. Það var það kvöld sem þú varst hrifsaður úr faðmi þinnar ástkæm fjölskyldu eftir langa og stranga baráttu við veikindin. Það er sjaldnast sem maður sér svona ung- an og hressan strák lenda í svona miklum og alvarlegum veikindum og hvað þá strák sem var tilbúinn að Þær vora ófáar haust- og vorferð- imar sem við fómm undir leiðsögn Jóns og það sópaði að honum í hvíta vindjakkanum með rauðu farar- stjórahúfuna. Hann naut þess að vera leiðsögumaður enda feikna fróð- ur um landið og söguna. E.t.v. standa þó upp úr þær ferðir sem hann fór með okkur um heimabyggð sína, Snæfellsnes. Jón var afar listrænn og teikning- ar hans og málverk af fjallinu hans, Snæfellsjökli, prýða veggi hjá mörg- um kennaranna. Áhugamál Jóns vom mörg og öll hans verk bám vott um vandvirkni. Jón Ámason tilheyrði þeirri kyns- lóð sem kunni ekki að auglýsa sig. Honum var ekki gjarnt að setja Ijós sitt undir mæliker en lét verkin tala. Kennaralið hans var afar frjálst í starfi sínu en undir hans stjóm mót- uðust ýmsar óskráðar venjur og hefðir. Svo sjálfsagðar vom margar þessar starfsreglur að engum þótti nauðsynlegt að festa þær niður á berjast fyrir hvei-ri mínútu lífs síns. Það er aðdáunarvert að vita hversu hart þú barðist og þú veist að þú stóðst þig eins og hetja! Þegar ég hugsa til baka er eitt atvik sem stendur ofar en öll önnur. En það var þegar þú og Höddi bróðir vomð að fermast, saman. Ég man, þið þama tveir bakkabræðumir komnir í ykkar fínasta, tilbúnir að verða fullorðnir. Ekki leið á löngu áður en „bjánalæt- in“ byijuðu, en það var auðvitað ekk- ert að því, því þarna sá maður ykkur tvo í ykkai' réttustu og bestu mynd. Já, það var þegar þið tókuð hjólastól- inn hennar ömmu og vomð hlaupandi út um allt og skiptust á að ýta. Þessu mun ég, ásamt fleimm, aldrei gleyma. Omar, ég vona að þú vitir að þú munt aldrei gleymast, heldur eiga stað í hjarta okkar allra að eilífu, þangað til við hittumst aftur. Elsku Ómar, að lokum vil ég þakka fyir að vera frænka þín og að hafa þekkt þig. Ég mun alltaf elska þig! Elsku Ebbi, Dóra, Haukur og Hallgerður, ég veit að Guð styrkir ykkur öll í sorginni því stórt skarð hefur myndast í hjarta ykkar allra. Guð varðveiti ykkur að eilífu. Kær kveðja, Ingibjörg. Sölterutárinogsæt vinasárin. Svonaþettabara eins og grasið ergrænt og himinninn blár einsogregnið fellur þungt oghlýtt yfír drukknaða drauma og vakandi ligg ég oghugsaum þig. (Elísabet Eir.) Lífið er undarlegt og skrýtið. Nú, þegar þú ert farinn á æðri stað þar sem ég veit að þér er ætlað eitt- hvað annað og meira, sit ég og reyni að skrifa til þín kveðju. Það era ekki nema tvö ár síðan ég kynntist þér en núna virðist það miklu lengri tími. Og svo unnum við saman á Café Amsterdam í eina átta mánuði. Það var gott að eiga þig sem vinog lærdómsríkt. Ég hugsa um það núna hvað þú blað. Jón var óumdeilt höfuð skólans og það var ekki síst áhrifum hans að þakka að starfslið skólans var sem ein stór fjölskylda. Jón lét af störfúm árið 1987 eftjitr. tuttugu ára starf sem skólastjóri. Þá ætlaði hann að njóta lífsins og sinna hugðarefnum sínum. Því miður olli vanheilsa hans því að þau áform rættust ekki. Við eigum Jóni Ámasyni margt að þakka. Hann mótaði okkur e.t.v. meira en við vitum sjálfar. Á kveðj- ustund er okkur því þakklæti og virð- ing efst í huga. Jón var aldrei marg- orður þegar hann tjáði kennumnum þakkir sínar og enn tökum við hann okkur til fyrirmyndar og segjum. „Okkur skortir orð. Takk.“ Við send- um Þórhildi og fjölskyldu þeirra Jón^. innilegar samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu stjómar að vera með þeim. F.h. „Stelpnanna", Guðrún, Jóhanna, Kristúi og Sigrún. varst alltaf jákvæður, brosmildur og hress þrátt fyrir þín erfiðu veikindi því þér var það einfaldlega eðlislægt. Líka það að þú varst alltaf tilbúinn í einhver prakkarastrik. Eins og við töluðum um þegar þú varst á spítal- anum að þetta gengi ekki lengur, við yrðum að komast á „djammið". Líka áður en ég yrði of fyrirferðarmikil og myndi hvergi komast fyrir inni í*t skemmtistöðunum. Við gerðum áætlun sem við hætt- um reyndar við þegar við sáum fyrir okkar fyrirsagnir dagblaðanna: „Ung stúlka rænir sjúklingi í hjóla- stól af Sjúkrahúsi Reykjavíkur." Manstu líka þegar við „opnuðum" Kaffi Fransu inni í eldhúsinu á Amst- erdam, en nafnið kom til út af stóm frunsunni sem ég var með, við gátum mikið hlegið að þessu eins og mörgu öðm sem við gerðum eða sögðum í vinnunni eða annars staðar. Færeyjaferðin sem átti að verd > sumar, ég og þú og svo ætluðum við áð plata Höllu með okkur. Þú ætlaðir að sýna mér allt í Færeyjum og ég þér í Vestmannaeyjum. Það verður að bíða betri tíma. Guð geymi þig, kæri vinur. Elsku Halla mín, Dóra, Ebbi og Haukur, misshinn er mikil] og ég bið Guð að veita ykkur styrk. Ásta Björk Harðardóttir. Elskulegur vinur okkar, Ómar Elvarsson, hefur tapað baráttunni við illvígan sjúkdóm langt um aldur fram. Það var fyrir fimm árum að við vinkonurnar stoppuðum þennaq^- strák sem var að rúnta framhjá hús- inu okkar og létum hann bjóða okkur með. Strákurinn var Ómar, húsið var á Suðureyri. Hann var hálffeiminn í fyrstu, kannaðist jú við okkur en þekkti ekki mikið. Það breyttist þó fljótt og hann og hans vinir fóm að venja komur sínar til okkar í bláa húsið, eins og þeir kölluðu það, dag- lega. Margt var brallað á þessum tíma og eigum við ótalmargar minn- ingar um allar ferðimar yfir á ísa- íjörð, böllin, videokvöldin og öll upp- átækin hans Ómars sem engum öðrum hefði dottið í hug. Þetta var góður tími en það kom að því að við fluttum aftur til Reykjavíkur og það gerði líka fjölskyldan sem bjó á Aða,!- - götu 17 og áfram hélst vinskapurinn: Hallgerður okkar vinkona, og Ómar okkar vinur. Eins náin systkini og þau höfum við aldrei séð áður. Elsku Halla okkar, missir þinn er mikill þar sem nú er farinn þinn besti vinur og bróðir. Nú, þegar við sitjum hér og skrifum þessar línur, rifjast upp svo ótal margt, og sérstaklega þá frá síð- asta ári en ekki grunaði okkur þá að svo fljótt mundir þú kveðja þennan heim, en nú hefur þú fengið annað mikilvægara hlutverk. Elsku Ebbi, Dóra, Halla, Haukur og aðrir ástvin- ir, við vottum ykkur okkar dýps®U samúð á þessari erfiðu stundu. Megi guð fylgja ykkur. Elsku Ómar, minninguna um þig, brosið þitt og það hvemig þú varst munum við ávallt varðveita. Þínarvinkonur, Helga Ægisdóttir og Berglind Borgarsdóttir. f ara. OMAR ELVARSSON + Ómar Elvarsson fæddist 9. janúar 1976. Hann lést 6. mars siðastliðinn. Foreldrar: Elvar Jón Friðbertsson, f. 24.6. 1947 á Suður- eyri og Steindora Andreasen, f. 28.12. 1954 í Færeyjum. Systkini hans: Haukur Elvarsson, f. 9.5. 1974 og Hall- gerður Jóna Elvars- dóttir, f. 28.5. 1978 Ómar ólst upp á Suðureyri og stund- aði nám í Grunn- skólanum á Suður- eyri og síðar í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafiði og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. Ómar var að læra trésmíði hjá J.Á. verktökum á Selfossi þegar hann lést. títför Ómars fer fram í Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkanl3.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.