Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Ahrifa samnings Flóabandalags og S A þegar farið að gæta Stefnir í verkfall í mj öl verksmiðj um ÚTLIT er fyrir verkfall í mjölverksmiðjum eftir árangurslausan sáttafund Samtaka atvinnulífs- ins og fjögurra verkalýðsfélaga af Norður- og Austurlandi hjá sáttasemjara. Atvinnurekendur vilja bjóða sambærileg kjör og um samdist í tveimur mjölverksmiðjum á suðvesturhorninu í tengslum við samninga Flóabandalagsins en því hafna formenn landsbyggðarfélaganna með öllu. Mikið ber á milli Sigurður Ingvarsson, verkalýðsleiðtogi á Eskifirði og forseti Alþýðusambands Austur- lands, segir ekkert annað en verkfallsátök blasa við. „Það er greinilegt að þeir vilja semja á sömu nótum og við Flóabandalagið," sagði hann. „Það kom kannski ekki á óvart. Það hefur væntanlega heldur ekki komið á óvart sú afstaða okkar að vilja ekki ræða málin á þeim nótum. Það ber ein- faldlega allt of mikið á milli,“ sagði Sigurður. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva og einn fulltrúa SA í viðræð- unum, tekur undir að mikið beri á milli. „Með nýgerðum kjarasamningi við Flóabandalagið var um leið gerður sérkjarasamningur við verk- smiðju SR-mjöls í Helguvík og Faxamjöl í Reykjavík. Þar teygðum við okkur eins og fram- ast var unnt og lengra förum við ekki. Það liggur fyrir að nýgerðir samningar eru stefnumarkandi af okkar hálfu fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni og það væri beinlínis út í hött að fara að semja út og suður við aðra aðila litlu seinna,“ sagði Arnar. Ekki hefur annar fundur verið boðaður í deil- unni, en Sigurður Ingvarsson sá ekki annað en verkfall í spilunum þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Við stöndum harðir á okkar,“ sagði hann. 25% minni hagnaður Sjóvár-Al- mennra HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga nam 346 milljónum króna á síðasta ári, en var 464 milljónir árið á undan og lækkaði um 25%. Segir félagið að ástæður minni hagnaðar megi fyrst og fremst rekja til verri afkomu lögboðinna ökutækjatrygg- inga vegna meiri tjóna. Bókfærð iðgjöld félagsins námu 5.509 milljónum króna sem er aukn- ing um 14%. Einnig jukust tekjur af fjármálarekstri um 22% en þær námu um 1.504 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Bókfærð tjón námu 4.371 milljón króna og hækk- uðu um 34% á milli ára. Ákveðið var að veita starfsfólki hlutdeild í afkomu félagsins en þetta er í fimmta sinn sem slíkt er gert. Er það gert, líkt og 1998, í formi hluta- bréfa í félaginu sem hver starfsmað- ur mun fá að nafnvirði 2.500 kr. Jafn- gildir það um 112.000 krónum. Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúar Alþjóðasamtaka flutningaverkamanna stöðvuðu uppskipun við Hafnarfjarðarhöfn í gær. Borgþór Kjærnested, eftirlitsfulltrúi samtakanna (t.v.), stóð vaktina ásamt fleiri fulltrúum við skipið. Tölvustýrt vöktunakerfí Vatnamælinga Upplýsingar sendar á Netið Uppskipun stöðvuð í Hafnarfirði TÖLVUSTÝRT vöktunarkerfi Vatn- ælinga, sem fylgist með flóðum og hlaupum í ám, er bylting í rekstri vatnshæðarmælikerfis landsins, hvað varðar öflun og miðlun gagna, en tölva sækir upplýsingar sjálfvirkt í mælistöðvar þess í gegnum fars- ímakerfi, framkvæmir fyrstu vinnslu gagna og birtir þau á Netinu. Þessu lýsti Arni Snorrason, for- stöðumaður Vatnamælinga, á árs- fundi Orkustofnunar, sem haldinn var í gær, og sagði hann að þróun og uppbygging vöktunarkerfisins væri eitt stærsta fagverkefnið sem Vatnamælingar hefðu unnið á und- anfömum árum og að tilkoma þess gjörbreytti allri vinnu á þessu sviði. Hann sagði ljóst að nútímatækni við öflun og miðlun upplýsinga byði upp á mörg sóknarfæri í samþættingu umhverfisvöktunar og rannsókna. Ellefu stöðvar hins símtengda vökt- unarkerfis Vatnamælinga eru rekn- ar í ám víða um land sem almennar vatnsbúskaparstöðvar. Þar mæla þær vatnshæð og sumar einnig aðra þætti, svo sem vatnsrennsli, hitastig lofts, vindhraða, vindstefnu, loftraka og rafleiðni vatnsins. I ársskýrslu Orkustofnunar kem- ur fram að samið hafi verið við Neyð- arlínuna um að taka á móti upp- hringingum frá stöðvunum og miðla boðum til starfsmanna Vatnamæl- inga. ÍSLENSKIR fulltrúar Alþjóðasam- taka flutningaverkamanna stöðv- uðu í gærdag uppskipun úr skipinu Frio Crima í Hafnarfjarðarhöfn. Ástæðan er óviðunandi kjör starfs- manna um borð, að sögn Borgþórs Kjærnested, eftirlitsfulltrúa sam- takanna hér á landi. Frio Crima siglir undir fána Pan- ama en er í eigu grískra aðila. Um borð eru hins vegar Rússar, búsettir í Lettlandi. Skipið kom hingað til lands frá Taívan með tæplega eitt þúsund tonn af smokkfíski fyrir heildverslun Jóns Ásbjörnssonar. Þegar aðgerðirnar hófust um kl. 13 í gær var búið að landa um helmingi farmsins. „Við gripum til þessara aðgerða eftir árangurslausar tilraunir til að fá upplýsingar um kjör áhafnarinn- ar og aðbúnað," sagði Borgþór við Morgunblaðið. „Skipið kom hingað til Iands á mánudag og þá þegar leit- uðum við eftir þessum upplýsingum. Því var tekið mjög fálega af skip- stjóranum og ekki tókst einu sinni að fá afhentan áhafnarlistann nema með fortölum," bætti hann við. Jón Ásbjörnsson sagðist í gær- kvöldi ekki skilja hvaðan hvatinn til slíkra aðgerða væri eiginlega kom- inn. Hann benti á að skip þetta hefði þegar komið við í Bandaríkjunum og Kanada án vandræða og væri á leið til Færeyja og Noregs. „Hér ríkir fyrir mikil fákeppni í flutningum og þessar aðgerðir eru ekkert annað en atlaga að almennu verslunarfrelsi. Ég tel afar ólfldegt að hægt sé að fá slík skip hingað til Iands eftir svona uppákomu og þar með hverfur það litla aðhald sem stóru skipafélögin þó höfðu.“ Morgunblaðið/Jim Smart Nokkrar skemmdir hlutust af í anddyri fjölbýlisliússins við sprenginguna. Kveikt í bensínbrúsa í fjölbýlishúsi SPRENGING varð þegar kveikt var í bensínbrúsa í stigagangi fjölbýlishúss við Háholt í Hafnarfirði í fyrrinótt. Um þrjátíu manns búa í húsinu í sex íbúðum og varð fólki mjög hverft við þegar sprengingin varð. Þustu marg- ir út á náttklæðunum, en engan sak- aði. Brúsanum var komið fyrir milli úti- dyrahurðar og millihurðar þar sem eldur var borinn að honum. Hann sprakk og talsverður hvinur heyrðist og mikill svartur reykur myndaðist í stigaganginum. Nokkur reykur barst einnig inn í íbúðir á efstu hæð hússins. Ibúamir tilkynntu lögreglu og slökkviliði um atvikið kl. 3.28 í fyrri- nótt. Töluverðar skemmdir urðu í and- dyri hússins þar sem brúsinn sprakk og sviðnaði hurð og loft. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni í Hafnarfirði sem leitar til- ræðismannsins, en hafði ekki fundið hann í gær. -------♦-4-4------- A RSI metur tilboð SA TILBOÐIN gengu á víxl í viðræð- um Samtaka atvinnulífsins og Raf- iðnaðarsambandsins í gær. Á þriðjudag hljóp snurða á viðræð- urnar en betur gekk í gær. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur RSÍ, segir að komið hafi í ljós á þriðjudag að atvinnurekendur hafi ekki undirbúið sín mál nógu vel og því gefið lítið fyrir ítarlegar tillögur rafiðnaðarmanna um texta væntan- legs samnings. „Þeir spurðu okkur hvort við ætluðum ekki að fara að gera eitthvað og draga kröfurnar til baka svo ganga mætti frá þessum samningi," sagði Guðmundur. Heimildir Morgunblaðsins herma að formaður RSÍ hafi ekki tekið þeim ummælum þegjandi því hann skellti hurðum í nýjum húsakynn- um sáttasemjara svo á eftir honum fylgdi hluti dyraumgjarðarinnar. „Þetta bar einhvern árangur, því allt annað hljóð var komið í menn í gær. Þeir lögðu fyrir okkur tilboð og við fórum yfir það og gerðum gagntilboð,“ sagði Guðmundur. Gert er ráð fyrir að SA svari því til- boði eftir hádegi í dag. Sérblöð í dag mwmm Með Morgun- blaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltaf ehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson 4SBUR Spenna á Sauðárkróki fyrir leik gegn KR-ingum /C2 Oruggur sigur Manchester United /C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.