Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárhirðirinn. Yilja að áætlunarflug til Húsavíkur haldi áfram SKORAÐ hefur verið á samgöngu- ráðherra, þingmenn, Húsavíkur- kaupstað og Flugfélag íslands að beita öllum ráðum til að framhald megi verða á áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Verslun- armannafélag Húsavíkur samþykkti nýlega áskorun þessa efnis og lýsir félagið yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir áform ekki uppi að hefja á ný áætl- unarflug á þessari leið. Leiðin hafi einfaldlega ekki borið sig þrátt fyrir að hún væri ágæt að sumrinu. „En við höfum sagt að vilji heimamenn eða samgönguyfirvöid koma að þessu og finna einhverja lausn enim við alltaf tilbúnir til viðræðna," sagði Jón Karl. I ályktun Verslunarmannafélags Húsavíkur segir meðal annars að sú ákvörðun Mýflugs að hætta áætlun- arflugi sé reiðarslag fyrir íbúa í Þingeyjarsýslum. „Verði ekki hafið áætlunarflug að nýju til Húsavíkur er ljóst að það hefur mjög neikvæð áhrif á búsetu í Þingeyjarsýslum og þá sérstaklega á ört vaxandi ferða- þjónustu á svæðinu. í því sambandi má benda á að ferðaþjónustuaðilar í Þingeyjarsýslum hafa á síðustu misserum hlotið sérstakar viður- kenningar fyrir þá miklu uppbygg- ingu sem verið hefur í ferðaþjónustu á svæðinu. Því er hér um mikilvægt byggðamál að ræða og nauðsynlegt að sem flestir komi að lausn þess.“ FO 2150 • Faxtæki, sími, Windows litaprentari, skanni, tölvufax og Ijósriti - allt í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Bleksprautuprentun • Prentar á A-4 pappír • 20 blaða frumritamatari • 200 blaða pappírsbakki FO - 4700 • Prentar á A-4 pappír • Leiserprentun • 1 mb i minni (um 50 síður) • 50 blaða frumritamatari • 250 blaða pappírsgeymsla FO 3600M • Faxtæki,sími,Windows- prentari ,skanni, tölvufax, og Ijósriti í einu tæki • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Leiserprentun • Prentar á A4 pappír • 30 blaða frumritarmatari • 100 blaða pappírsbakki UX-370 • Innbyggður sími • Sjálfvirkur deilir fax/sími • Símsvara tengimöguleiki • Hitafilmu prentun • Prentar á A4 pappír • 10 blaða frumritamatari • 60 blaða pappírsbakki a 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is Hjálparátak Zonta Gegn ofbeldi og umskurði kvenna Birna Frímannsdóttir TÁKN Zonta er gul rós. Áttunda rnars er dagur gulu rós- arinnar og alþjóðadagur kvenna. Bima Frímanns- dóttir, svæðisstjóri Zonta- klúbbanna á Islandi, fræð- ir okkur um átak þeirra sem í ár er dagana 17.-18. mars, ogum alþjóðafélags- skap Zonta. „Síðasta landsverkefni íslensku klúbbanna var sala á gulum silkirósum í mars 1998. Ágóðinn, sem var 3,8 milljónir, rann allur til Umhyggju, félags til styrktar langveikum böm- um. I ár munu Zontakonur á íslandi selja lítil gjafakort með mynd af gulum rós- um. Helmingur ágóðans árið 2000 rennur til styrktar landsverkefnis íslensku Zonta- klúbbanna, en það er að aðstoða og hjálpa konum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mun hann að þessu sinni renna til Kvennaathvarfsins í Reykjavík, sem þjónar allri landsbyggðinni. Þar geta konur sem orðið hafa fyr- ir ofbeldi á heimilum sínum leitað húsaskjóls með böm sín, fengið stuðning til sjálfshjálpar og ýmsa þjónustu fyrir bömin. Eins og með aðra þjónustu á einum stað er þyngri róður fyrir konur sem búa við ofbeldi úti á landi að leita þangað. Á Akureyri var stofnað Kvennaathvarf árið 1984, en ein- ungis starfrækt um eitt ár, því reynslan sýndi að konur kusu heldur að leita út fyrir heima- byggðina til Reykjavíkur og dvelj- ast þar. Eignir kvennaathvarfsins á Akureyri mnnu þá þangað og stofnaður svokallaður ferðasjóður fyrir konur utan af landi sem ekki höfðu fjárhagslegt bolmagn til að komast til Reykjavíkur. I dag er sjóðurinn uppurinn og hafa Zonta- konur hug á að verða þar að liði. Hinn helmingur ágóðans af kortasölunni rennur svo í alþjóða- verkefni Zonta, sem nú og næstu ár er baráttan gegn umskurði kvenna, sem er ótrúlega útbreitt og skelfilegt ofbeldi. Byrjað verð- ur í smáríkinu Burkina Faso í Afr- íku, en þar em 66% 6-7 ára stúlkubarna umskorin þrátt fyrir að lög banni umskurð frá 1996. Markmiðið með verkefninu er að lækka þessa tölu um a.m.k. þriðjung í fyrstu atrennu. Laga- legi gmnnurinn er tryggður. Markmið alþjóðasamtaka Zonta er að breyta afstöðu fólks til þessa verknaðar. Þetta verkefni sem og önnur em unnin í samvinnu við UNICEF, barnahjálp SÞ.“ Kvaðst Birna vona að allir landsmenn taki Zontakonum á ís- landi vel og kaupi gjafakortin með gulu rósunum föstudaginn og laugardaginn 17. og 18. mars og leggi þar sinn skerf til að hjálpa konum og bömum í neyð til betra lífs og bjartari framtíð- ar. En kortin verða seld á stöðum þar sem Zonta- kiúbbar era. -En hvað eru Zontasamtökin? „Zontasamtökin era alþjóðleg þjónustusamtök kvenna úr ýms- um starfsstéttum. Þau hafa það að markmiði að efla stöðu og rétt kvenna á sviði menntunar, efna- hags og stjórnmála og vinna að líknarmálum. Fyrstu Zontaklúbb- arnir vom stofnaðir 8. nóv. 1919 í Buffalo í Bandaríkjunum af 600 ► Bima Frímannsdóttir er svæð- isstjóri Zontaklúbbanna á ís- landi. Hún er fædd á Akranesi, en ólst upp á Strönd á Rangár- völlum. Lauk kennaraprófi frá KI1950 og söngkennaraprófi sama ár. I framhaldsnámi í Kaupmannahöfn 1976-77 lagði hún aðallega stund á danskar bókmenntir og bamabókmennt- ir. Var kennari á Hvolsvelli í 22 ár og eftir það við Gmnnskólann í Hveragerði. Hún hefur tekið þátt í ýmsum félagasamtökum. I Zontaklúbbi Selfoss frá stofnun 1972 og er nú svæðisstjóri allra klúbbanna. Bima er gift Trú- manni Kristiansen fyrrverandi skólastjóra. Börnin era fjögur. konum. í dag starfa 33 þúsund konur í Zontahreyfingunni, klúbb- arnir em 1224 í 70 löndum í öllum heimsálfum. Umdæmin em 30. Fyrstu klúbbamir í Evrópu vom stofnaðir árið l 930, á Norðurlönd- um 1935 og á íslandi 1941. í fyrstu náði umdæmi 13 yfir Norðurlönd- in fimm, en nú nær það yfir þrjú svæði, eitt er Damörk/Litháen, svæði þrjú er ísland og svæði fjögur er Noregur. Zontaklúbbamir á íslandi em sex, tveir í Reykjavík, tveir á Ak- ureyri, einn á Selfossi og einn á Isafirði. Allir vinna klúbbarnir að alþjóða- og landsverkefnum. Einnig vinna þeir að ýmsum líkn- ar- og mannúðarmálum í sinni heimabyggð. T.d. hefur Zonta- klúbbur Reykjavíkur frá upphafi unnið mikið starf fyrir heyrnar- lausa og Zontaklúbbur Akureyrar séð um og rekið Nonnahús. Við greiðum árlega í ýmsa alþjóða- sjóði sem veitt er úr til að stuðla að menntun ungra kvenna sem skara fram úr á ýmsum sviðum. Einnig í fjölmörg alþjóðaverkefni sem em til að hjálpa konum og börnum í þróunarlöndunum til náms. Frá því að Sameinuðu þjóð- irnar vora stofnaðar hefur Zonta unnið í nánum tengsl- um við stofnanir þeirra. ZISVAW er eitt af stóram verkefnum Zonta undanfarin ár, en það er áætlun Zonta um að vinna gegn ofbeldi á konum og börnum. Fyrir ágóða af þjónustu- verkefnunum hafa yfir 700 þúsund konur notið aðstoðar Zonta á ýmsa vegu. Enn er þó mikið óunn- ið. Höfum í huga að af 1,3 milljón- um fátækra í heiminum em 70% konur, af ólæsum em 66% konur og af öllum þeim bömum sem ekki ganga í skóla em 66% stúlku- börn.“ Gul rós er tákn Zonta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.