Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 10

Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lög um fjáröflun til vegagerðar rædd á Alþingi Efnt verði til heildarend- urskoðunar á lögunum MEIRIHLUTI efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis mælir með því að frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar verði samþykkt óbreytt en jafnframt er mælst til þess að fjármálaráðherra láti fara fram heildarendurskoðun á lögun- um. Þetta kom fram í nefndaráliti meirihlutans, sem Vilhjálmur Eg- ilsson, formaður nefndarinnar, mælti fyrir við aðra umræðu um málið í gær. í frumvarpinu er lagt til að af- numin verði skylda til gi-eiðslu fasts árgjalds, 100.000 kr., af bif- reiðum sem eru að leyfðri heildar- þyngd, 14.000 kg eða meira, og einnig að afnumin verði heimild til handa eigendum eða umráðamönn- um ökutækja sem eru 4.000 kg eða þyngri að velja, áður en gjaldár hefst, að greiða gjald sem samsvari 95.000 km akstri á gjaldári í stað gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Var frumvarpið lagt fram til að bregðast við því áliti Samkeppnis- stofnunar að breytingar á lögum um fjáröflun til vegagerðar, sem gerðar voru 1998, hefðu valdið því að af þyngri bifreiðum væri greidd- ur lægri skattur á hvern ekinn kí- ALÞINGI lómetra í hlutfalli við þyngd en af þeim bifreiðum sem léttari væru og minna væri ekið. Nefndin átti tvo kosti eftir umsögn samkeppnisráðs Fram kom í ræðu Vilhjálms Eg- ilssonar að efnahags- og viðskipta- nefnd hefði við meðferð málsins nú tekið það til skoðunar að ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að afnumin verði heimild eigenda og umráðamanna bifreiða undir 4.000 kg að þyngd til að velja milli þess að greiða fast gjald þungaskatts og þess að greiða þungaskatt í formi gjalds fyrir hvern ekinn kílómetra. Sagði Vilhjálmur að þar sem samkeppnisráð hefði í áliti sínu I fyrra komist að þeirri niðurstöðu að slíkt fyrirkomulag varðandi þyngri bifreiðar raskaði sam- keppnisstöðu þeirra hefði nefnd- inni þótt ástæða til að fá álit ráðs- ins á slíku fyrirkomulagi fyrir bifreiðar undir 4.000 kg. f svari samkeppnisráðs kæmi sannarlega fram að það teldi að það kynni að raska samkeppni á milli þeirra sem reka bifreiðir sem eru 4.000 kg og þyngri ef ákvæði laga stendur óbreytt. „Þegar þetta álit ráðsins lá fyrir átti nefndin tvo kosti,“ segir í nefndarálitinu. „Annars vegar að leggja til breytingar á frumvarpinu í samræmi við álit samkeppnisráðs og hins vegar að afgreiða frum- varpið án breytinga og mælast til þess við fjármálaráðherra að hann léti fara fram heildarendurskoðun á lögunum í Ijósi álits samkeppnis- ráðs. Valdi meirihlutinn síðari kostinn." Vilhjálmur sagði að meirihlutinn legði því til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en að fjármála- ráðherra skipaði nefnd sem tæki lögin um fjáröflun til vegagerðar til heildarendurskoðunar, sem m.a. kannaði að nýju kosti og galla þess að taka upp olíugjald og skoða sér- Morgunblaðið/Jim Smart Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, og Ogmundur Jónasson, VG, eiga bæði sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. staklega afslátt vegna aksturs al- menningsvagna í áætlunarferðum. Olíugjaldskerfi verði tekið upp þegar í stað Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingar, mælti að lok- inni framsögu Vilhjálms fyrir nefndaráliti minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem hún og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, skrifa undir. Vísar minnihlutinn allri ábyrgð á málinu á hendur ríkisstjórninni og meiri- hluta hennar og hvetur til þess að þegar verði hafist handa við að taka upp olíugjaldskerfi en mæla- gjald þungaskatts lagt af. Jóhanna sagði að þótt þetta frumvarp kæmi til móts við álit samkeppnisráðs og tryggði betur stöðu sjálfstætt starfandi einstakl- inga í vöruflutningum stæðu enn eftir meingölluð lög um þunga- skatt. Sagði hún að fyrirkomulag þungaskatts og síendurtekin nauð- syn þess að taka málið upp á Al- þingi væri orðið hið mesta klúður og þinginu til vansa. Undir þetta tók Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, sem sagði að með þessu frumvarpi ætti enn að staga í götin á mein- gölluðu kerfi. Sagði hann breyting- ar Alþingis á þungaskattskerfinu hafa orðið til þess að flutningsgjöld út á landsbyggð hefðu hækkað, og þ.a.l. leitt til hærra vöruverðs á landsbyggðinni. fllþingi 24 mál ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 13.30 og er gert ráð fyrir kvöldfundi. Að afloknum atkvæðagreiðslum eru eftir- farandi mál á dagskrá: 1. Landsvirkjun (aðild að fjarskiptafyrirtækjum), 3. um- ræða. 2. Stjórn veiða úr norsk- íslenska sfldarstofninum, frh. 2. umræðu. 3. Eftirlit með útlendingum, 2. umræða. 4. Almenn hegningarlög (vitnavernd, barnaklám o.fl.), 2. umræða. 5. Notkun íslenskra veður- hugtaka hjá Veðurstofu ís- lands, síðari umræða. 6. Kjarasamningar opinberra starfsmanna (ijöldauppsagnir), 2. umræða. 7. Varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna, 2. umræða. 8. Kosningar til Alþingis, 1. umræða. 9. Rannsókn sjóslysa, 1. um- ræða. á skrá 10. Siglingalög, 1. umræða. 11. Tilkynningarskylda ís- lenskra skipa, 1. umræða. 12. Bflaleigur, 1. umræða. 13. Jarðgangaáætlun 2000- 2004, fyrri umræða. 14. Yrkisréttur, 1. umræða. 15. Lax- og silungsveiði, 1. umræða. 16. Innflutningur dýra, 1. umræða. 17. Fjárreiður ríkisins (sölu- andvirði eigna), frh. 1. um- ræðu. 18. Málefni innflytjenda, fyrri umræða. 19. Gerð neyslustaðals, fyrri umræða. 20. Náttúruvernd, 1. um- ræða. 21. Tólf ára samfellt grunn- nám, fyrri umræða. 22. Vernd votlendis, fyrri umræða. 23. Barnalög (ráðgjöf um forsjá og umgengni), frh. 1. umræðu. 24. Barnalög, 1. umræða. Frumvarp um lífsýnasöfn hlaut góðar viðtökur FRUMVARP heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra um lífsýnasöfn fékk góðar viðtökur á Alþingi við fyrstu umi'æðu um málið í gær. Lýstu þingmenn ánægju sinni með að frumvarpið væri fram komið og töldu almennt að vel hefði verið að verki staðið við undirbúning þess. Frumvarpið var áður flutt á 123. löggjafarþingi en hlaut ekki af- greiðslu þá. Hafa starfsmenn heil- brigðisráðuneytisins yfirfarið þær umsagnir sem heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis bárust þá og sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra í framsöguræðu sinni í gær að tekið hefði verið tillit til ýmissa gagnlegra athugasemda og ábendinga sem fram hefðu komið. „Meginmarkmið löggjafar á þessu sviði er að styrkja starfsemi þeirra lífsýnasafna sem til eru hér á landi og hvetja til vísindarannsókna," sagði Ingibjörg í framsöguræðu sinni. „í frumvarpinu er lögð áhersla á að tryggja að varsla, meðferð og nýting lífsýna úr mönnum verði með þeim hætti að virðing og réttindi þegnanna séu tryggð og nýting lífsýnanna þjóni vísindalegum og læknisfræðilegum tilgangi og stuðli að almannaheill." Ingibjörg sagði að með frumvarp- inu væri leitast við að hlúa að starf- semi þeirra lífsýnasafna sem nú þeg- ar væru til í landinu, jafnframt því að skapa umgjörð um ný lífsýnasöfn. Gerð væri grein fyrir réttindum og skyldum leyfishafa er tengdust vörslu á lífsýnum. Þá væri reynt að t1'ygg)a aðgengi vísindamanna á gi'undvelli starfsreglna og þeirra venja er tíðkast hefðu í vísindaheim- inum um margra áratuga skeið með góðum árangri. Jafnframt væru sett- ar reglur um eftirlit opinberra aðila, svo sem heilbrigðisráðuneytis, land- læknis, tölvunefndar og vísindasiða- nefndar með lífsýnasöfnum. Þrjú álitaefni komu helst upp við gerð frumvarps Ingibjörg ræddi sérstaklega þau þrjú álitaefni sem hún sagði helst hafa komið til umræðu við gerð frumvarpsins. Þar er í fyrsta lagi um að ræða eignaréttinn á lífsýnum en Ingibjörg sagði að við endurskoðun fi-umvarpsins hefðu verið tekin af öll tvímæli um það að leyfishafa væri ekki heimilt að selja lífsýni, en væri heimilt að taka gjald sem næmi kostnaði við öflun og vörslu lífsýn- anna og veitingu aðgangs að þeim. Um fyrirkomulag samþykkis lífsýnagjafa sagði ráðherra að gert væri ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir vistun lífsýna sem tekin væru við venjubundna meðferð og rannsóknir á heilbrigðisstofnunum, hafi lífsýnis- gjafi ekki lýst sig mótfallinn því. Hins vegar bæri að leita eftir upp- lýstu samþykki væri lífsýnis aflað til vörslu í lífsýnasafni. í þriðja lagi sagði Ingibjörg að þó að starfræksla lífsýnasafna hefði ekki orðið tilefni til tortryggni meðal almennings þætti sjálfsagt að tryggja í frumvarpinu að öryggis persónuupplýsinga á lífsýnasöfnum væri gætt. Svæðisskipulaghöfuðborgarsvæðisins Rætt um mögiilega byggð á flugvallarsvæðinu fjölgaði um 56 þús. á höfuðborgr- svæðinu fram til ársins 2020. Gert væri ráð fyrir þéttari byggði á nýbyggingarsvæðum en til þessa og að umferð ykist um 40-50% á skipulagstímanum. Hugmyndin að nýtingu flugvall- arsvæðisins, sem verið er að skoða felur í sér 5 þús. íbúa byggð og vinnuaðstöðu fyrir jafn mörg störf. Sagði Ólafur að forsendur slíkrar byggðar væru nokkrar m.a. vegur um Hlíðarfót. Gert er ráð fyrir opnu svæði til suðurs að Nauthóls- vík og að byggð verði þéttust næst miðbænum en lægri og gisnari nær ströndinni. Sagði hann að byggð á svæðinu væri hagkvæm fyrir um- hverfið og náttúruna. Minni út- gjöld yrðu vegna stofnbrauta og „ALMENN umræða í þjóðfélaginu um að byggt verði á flugvallar- svæðinu hefur leitt til þess að svæðið er þriðji kosturinn þegar rætt er um þróun byggðar á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur- borgar, en fram til þessa hefur áhersla verið lögð á byggð til norð- urs eða suðurs í vinnu að svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins. „Þó að það liggi ekki fyrir hvort flugvallarsvæði verði tekið undir byggð þá er farið að ræða sterk- lega þann möguleika," sagði hann. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns nefndar um svæðisskipu- lag, hefur verið leitað til óháðra ráðgjafa um mat á hversu raun- hæft það er að byggja á flugvallar- svæðinu. Gefnir eru þrír valkostir, að leggja niður flugvöllinn á núver- andi stað og flytja hann á svæði sunnan- og vestan við Hafnarfjörð, eða að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og þá eingöngu fyrir innanlandsflug en æfingaflugið fært annað og loks að flytja innan- landsflug til Keflavíkur en byggja völl undir æfingaflug vestan við Hafnarfjörð. Uppbygging á flugvallarsvæðinu Ólafur Erlingsson verkfræðing- ur kynnti hugmynd að uppbygg- ingu á flugvallarsvæðinu og sagði hann að í forsendum svæðisskipu- lagsins væri gert ráð fyrir að íbúm Morgunblaðið/RAX Ólafur Erlingsson kynnir forsendur byggðar á Reykjavíkurflugvelli. auknir möguleikar á almennings- samgöngum samhliða þéttingu byggðarinnar. Benti hann á að um- ferð um nærliggjandi götur, Snorrabraut, Miklubraut, Bústaða- veg, Hafnarfjarðarveg og um Hlíð- arfót yrði meiri og að til lengri tíma litið gæti verið nauðsynlegt að breikka Hringbraut og Miklubraut og jafnvel huga af vegtengingu yfir Skerjafjörð. Ólafur sagði að ef byggt yrði á flugvallarsvæðinu á skipulagstím- anum væri lagt til að það yrði eftir árið 2015 en ef ekki, væri lagt til að byggðin þróaðist upp í Álfsnes.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.