Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Utgáfa skuldabréfa íslandsbanka á EMTN-markadi
Markmiðum um
aukna dreifíngu náð
ÚTGÁFA íslandsbanka á skulda-
bréfum á EMTN-markaðinn hófst
nýlega. í Evrópuútgáfu Wall Street
Journal er frétt um útgáfu íslands-
banka inn á hinn rólega markað og
haft er eftir bandarískum verðbréfa-
sérfræðingi að seljanleiki bréfanna
verði ekki mikill á eftirmarkaði,
þrátt fyrir gott verð.
Skuldabréf Islandsbanka sem nú
voru sett á markaðinn voru til
þriggja ára að fjárhæð 75 milljónir
evra eða rúmlega 5 milljarðar ís-
lenskra króna. Islandsbanki býður
32 punkta umfram liborvexti og í
samtali við Morgunblaðið segir Ólaf-
ur Asgeirsson, forstöðumaður fjár-
stýringar hjá Islandsbanka, það í
samræmi við verð sem íslensku
bankarnir hafa þurft að greiða í sam-
bærilegum útgáfum.
Allt fyrirfram selt
Hann segir tímasetningu ekki iyk-
ilatriði í þessari útgáfu þar sem
markmiðum um góða dreifingu hafi
verið náð. „Söluaðilinn, Deutsche
Bank, var búinn að gera forkönnun á
markaðnum og taldi enga þörf á því
að bíða eftir að meiri stöðugleiki
myndaðist. Væntingar þeirra gengu
eftir og salan á skuldabréfunum
tókst mjög vel,“ segir Ólafur. Að
hans sögn var ekki búist við viðskipt-
um með bréfin á eftirmarkaði vegna
þess hve upphæðin er lág og telja
forsvarsmenn Islandsbanka það já-
kvætt.
Varðandi seljanleikann segir Ólaf-
ur að upphæðin þyki lág og markað-
urinn nái ekki mikilli dýpt fyrr en
upphæðin er farin að skipta hundr-
uðum milljóna evra. Hins vegar var
öll útgáfan fyrirfram seld, að sögn
Ólafs. „Við náðum þeim markmiðum
okkar að kynna bankann fyrir stærri
hópi fjárfesta og ná inn á annan
markað en hinn hefðbundna banka-
markað. Með þessari útgáfu náðum
við t.d. til fjárfesta utan þeirra landa
sem Island hefur sótt fjármagn til,
m.a. á Spáni, í Portúgal og Bret-
landi,“ segir Ólafur.
I lok mars sl. tilkynnti Islands-
banki um samning um útgáfu
skuldabréfanna á EMTN-markað-
inn (European medium term note)
að fjárhæð allt að 750 milljónum
evra. Samningurinn felur ekki í sér
neinar skuldbindingar fyrir bankann
en opnar honum aðgang að þessum
markaði, að sögn Ólafs. Útgáfan nú
er sú fyrsta undir formerkjum
EMTN-samningsins og eru vonir við
það bundnar að þessi samningur
stækki hóp fjárfesta í skuldabréfum
bankans og muni leiða til lægri
kostnaðar við fjármögnun bankans
erlendis, að sögn Ólafs.
Tengsl við óróleika á
hlutabréfamarkaði
í WSJ kemur einnig fram að sér-
fræðingar telja að hlutabréfamark-
aðurinn muni áfram hafa áhrif á
veltu á evrópska skuldabréfamark-
aðnum á næstunni.
í samtali við Morgunblaðið segir
Ólafur að óróleiki á hlutabréfamark-
aði, ásamt væntingum um vaxta-
hækkanir, hafi leitt til hærra verðs á
skuldabréfamarkaði og skýri það ró-
leg viðskipti og litla veltu á evrópska
skuldabréfamarkaðnum. „Gagnvart
stóru bönkunum skipta markaðsað-
stæður meira máli en fyrir okkur. ís-
lensku bankamir eru enn að kynna
sig fyrir fjárfestum og þurfa að
greiða viðbótarálag vegna þess. Fyrir
okkur skiptir mestu máli að stækka
þann hóp fjárfesta sem er tilbúinn til
að kaupa skuldabréf bankanna eða
veita þeim lán. Þessi skuldabréfaút-
gáfa er liður í því,“ segir Ólafur.
„Islenskir bankar eru um þessar
mundir að greiða nálægt 10 punkt-
um hærri vexti af skuldabréfum en
erlendir bankar með sambærilegt
lánshæfismat. Aukin kynning meðal
erlendra fjárfesta gæti breytt því,“
segir Ólafur.
Lánshæfi sameinaðs Islan-
dsbanka-FBA verður endurmetið í
kjölfar sameiningarinnar. Talið er að
lánshæfi geti hækkað um flokk og
orðið A2 í stað A3 nú. Aðspurður
segir Ólafur að það myndi tvímæla-
laust auka eftirspurnina og gæti auk
þess skilað sér í þó nokkurri lækkun
á þeim vöxtum sem bankinn þyrfti
að greiða.
'V> Aðalfundur
Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. verður haldinn
þríðjudaginn 18. apríl n.k. á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38
og hefst fundurínn kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins
2. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga
3. Önnur mál, löglega upp borin
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu Liggja frammi á skrifstofum félagsins
á Keflavíkurflugvelli og í Hátúni 6a, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað í fundarbyrjun.
Stjórn íslenskra aðalverktaka hf.
/
Moody’s endur-
skoðar lánshæf-
ismat FBA og
Islandsbanka
BANDARÍSKA matsfyrirtækið
Moody’s Investors Serviee til-
kynnti í gær að fyrirtækið hefði
tekið mat sitt á lánshæfi
Islandsbanka og FBA til endur-
skoðunar, með hugsanlega
hækkun í huga. Tekur endur-
skoðunin til lánshæfiseinkunna á
langtímaskuldbindingum og
skammtímaskuldbindingum,
sem og fjárhagslegs styrkleika.
Endurskoðun á lánshæfismati
fyrirtækjanna kemur í kjölfar
samnings þeirra um samruna.
I tilkynningu til Verðbréfa-
þings Islands kemur fram að
Moody’s segi að fyrirhugaður
samruni muni mynda stærsta
fjármálafyrirtæki á Islandi með
leiðandi markaðsstöðu á öllum
viðskiptasviðum. Búist sé við að
samruninn muni leiða af sér
sterkari fjárhagsstöðu og
nokkra hagræðingu. Moody’s
sjái tækifæri til fjárhagslegs
ávinnings af samlegð sérþekk-
ingar á sviði fjármála. Hagræð-
ingin felist í samruna fyrir-
tækjaþjónustu og einkabanka-
þjónustu, auk stoðdeilda. Þar
sem starfsemi fyrirtækjanna
skarist ekki mjög mikið sé hins
vegar ekki búist við að kostnað-
ur dragist mikið saman.
Moodýs vekur athygli á góðri
reynslu af fyrri sameiningarferl-
um þegar Islandsbanki var
stofnaður árið 1990 með sam-
runa fjögurra banka og þegar
FBA var stofnaður árið 1998 eft-
ir samruna fjögurra fjárfest-
ingalánasjóða í eigu ríkisins.
Núverandi lánshæfiseinkunnir
íslandsbanka og FBA fyrir lang-
tímaskuldbindingar eru A3 og
fyrir skammtímaskuldbindingar
Prime-2. Moody’s gefur fjár-
hagslegum styrkleika FBA ein-
kunnina D, en Islandsbanka ein-
kunnina D +.
Framkvæmdastjóri Atlantsskipa
Farmgjöld til Am-
eríku hafa lækkað
GJÖLD vegna sjóflutninga til Am-
eríku hafa lækkað verulega í kjölfar
siglinga Atlantsskipa á flutninga-
leiðinni milli Bandaríkjanna og Is-
lands, að sögn Stefáns Kærnested,
framkvæmdastjóra Atlantsskipa.
Hann sagði að almennt samn-
ingsverð fyrir flutning á 40 feta
gámi miðað við 50 gámaeiningar á
ári hefði verið 2.800 dollarar áður,
en samkvæmt verðskrá þeirra kosti
flutningurinn í dag 1.900 dollara, en
það jafngildi um 32% lækkun. „Það
er veruleg verðsamkeppni og það
var engin verðsamkeppni áður,“
sagði Stefán.
Hann sagði að þeir treystu sér
fyllilega til að bjóða þetta verð. Þeir
ætluðu sér að bjóða besta verðið og
væru auk þess að bjóða sambæri-
lega þjónustu en þeir væru með
skip í flutningum á tólf daga fresti.
Stefán sagði að Atlantsskip hefðu
verið lægst í útboði vegna flutninga
á tóbaki fyrir ÁTVR, samkvæmt til-
boðum sem opnuð voru í liðinni
viku. Þar væri um að ræða flutning
upp á 150 gámaeiningar á næstu
tveimur árum.
Líka spurning um þjónustu
Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam-
skipa, sagði aðspurður hvort sam-
keppni hefði farið harðnandi í Am-
eríkusiglingum ekki sjá það. Hann
vissi til þess að Atlantsskip hefðu
boðið lægri verð en Samskip hefðu
verið með, en flutningar á þessari
leið væru ekki bara spurning um
verð heldur einnig um þjónustu,
áreiðanleika, tíðni og fleira. Við-
skiptavinir hefðu þannig ekki farið
til þeirra í stórum stíl þrátt fyrir
verðlagninguna.
„Við bjóðum beinar siglingar í
gegnum Evrópu frá einum sjö höfn-
um, alveg frá Halifax og niður til
Suðurríkjanna,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að þeir legðu áherslu
á tíðnina og þjónustuna, þannig að
viðskiptavinir gætu lækkað innan-
landsflutningskostnað sinn og
þyrftu ekki að flytja vöruna langar
leiðir til að koma henni um borð í
skip til Islands.
Ólafur sagðist fagna samkeppni á
þessari siglingaleið. Hún yrði bara
til þess að brýna menn til að standa
sig eins vel og nokkur kostur væri.
Ekki meiri samkeppni
en annars staðar
Þórður Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip, sagði
aðspurður að samkeppni í Ámeríku-
flutningum væri hvorki meiri né
minni en samkeppni á öðrum flutn-
ingaleiðum. Ef eitthvað væri væri
samkeppnin harðari á siglingaleið-
um til Evrópu.
Hann benti á að Atlantsskip væri
að bjóða upp á allt aðra þjónustu en
Eimskip og Samskip á flutningum
til Ameríku. Það væri ekki bara
verðið sem skipti máli heldur einnig
þjónustustigið.
INNRÖMMUNW
FÁKAFENI 11 • S: 553 1788