Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 31
ERLENT
Kristilegir demókratar í Þýskalandi fylkja liði um nýja forystu á flokksþingi í Essen
Schauble eftirlætur
Merkel sviðsljósið
Undir einkunnarorðunum „að kjarnanum“
(Zur Sache) hófst á sunnudag 13. flokksþing
Kristilegra demókrata í Þýskalandi. Auð-
unn Arnórsson fylgdist með er þessi áhrifa-
mesti flokkur þýskra stjórnmála eftir stríð
reyndi að fylkja liði upp á nýtt eftir fjár-
málahneykslið sem skekið hefur flokkinn.
WOLFGANG Sehauble sem lét af
flokksformennsku CDU í gær eftir
aðeins 16 mánuði í embætti, hvatti í
kveðjuræðu sinni flokksmeðlimi til
að hika ekki við endurnýjun eftir
fjármálahneyksli síðustu mánaða.
Nauðsynlegt væri að reyna slíka
nýja byrjun ekki aðeins í nafni CDU
heldur í nafni lýðræðisins í Þýska-
landi.
Þegar Schauble hafði lokið um
klukkustundar langri ræðu sinni
stóðu hinir tæplega 1.000 þingfull-
trúar upp og klöppuðu formanninum
fráfarandi lof í lófa í þrjár mínútur.
Þótti viðmælendum Morgunblaðsins
á staðnum ræðan þó heldur dauf, svo
virtist sem Schauble ætlaði sér ekki
að vera í meira en aukahlutverki á
þessu flokksþingi. Hann vildi eftir-
láta Angelu Merkel sviðið, þetta ætti
að vera hennar dagur. Þykir þetta
mjög í stíl við feril Schaubles, sem
hefur á þrjátíu árum ávallt látið
flokkinn ganga fyrir.
Schauble, sem vegna eigin tengsla
við anga fjármálahneykslisins lét í
febrúar undan þrýstingi um að láta
af flokksformennskunni, hafði í að-
draganda flokksþingsins látið hörð
orð frá sér fara í garð fyrirrennara
síns, Helmuts Kohls, og kvartaði
undan því að unnið hefði verið gegn
sér innan flokksins er fjármála-
hneykslið var í hámarki. En í ræðu
sinni í gær beindi hann sjónum fram
á veginn. „Ekki líta til baka í reiði,“
tjáði hann flokksþingfulltrúum.
Scháuble sagði að erfiðleikar
flokksins væru þó alls ekki að baki,
en hann væri á réttri leið. Hann yrði
líka að draga lærdóm af fjármála-
hneykslinu, meðal annars með
breytingum á flokkslögum í því
skyni að annað eins gæti ekki endur-
tekið sig. Scháuble varaði við því að
flokkurinn „reyndi að halda áfram
eins og í gamla daga“. Scháuble
nefndi Kohl hvergi á nafn í ræðunni,
en hann sagði: „Tímar baktjalda-
makks eru á enda.“ Margir þingfull-
trúar brugðust með lófataki við þess-
um orðum. Með augljósri tilvísun til
brota Kohls á lögum til fjármögnun-
ar stjórnmálaflokka sagði Scháuble:
„Lögin gilda jafnt um alla.“ Kohl
hefur margítrekað neitað að gefa
upp hverjir standi að baki ólöglegum
fjárframlögum sem hann tók við í
nafni flokksins á síðustu valdaárum
sínum. Kohl, sem varð sjötugur í
byrjun mánaðarins, var að eigin ósk
ekki viðstaddur flokksþingið í Essen,
og gerði með því flokkssystkinum
sínum ekki enn erfiðara fyrir að gera
upp þau mál sem nauðsynlegt var að
gera upp og snúa sjónum fram á við.
Þetta var fyrsta flokksþing CDU
sem Kohl var ekki viðstaddur síðan
1951.
Merkel réttir sáttahönd
Ólíkt Scháuble rétti Merkel í sinni
ræðu út sáttahönd til Kohls. Hún
óskaði Kohl aftur til hamingju með
sjötugsafmælið í nafni flokksþings-
Þingkosningarnar í Grikklandi
Naumur sigur
sósíalista
Aþena. AP, AFP.
COSTAS Simitis, forsætisráðherra
Grikklands, hefur lýst yfir sigri
flokks síns, Sósíalistahreyfingar
Grikklands (PA-
SOK), í þingkosn-
ingum sem fram
fóru í landinu í
gær.
Mjög mjótt var
á munum milli
Sósíalistahreyf-
ingarinnar og
Nýja lýðræðis-
flokksins, munaði
aðeins einu prós-
enti, og hafa úrslitin verið túlkuð
sem áfall fyrir þá fyrrnefndu sem
stýrt hafa landinu í 16 ár. PASOK
hlaut 43,8% atkvæða, eða 158 af 300
þingsætum á gríska þinginu, og Nýi
lýðræðisflokkurinn 42,7% atkvæða
sem veitir honum 125 þingsæti. A þvi
þingi sem nú situr eiga sósíalistar
160 þingmenn en Nýi lýðræðisflokk-
urinn 103.
„Þessi erfiða kosningabarátta hef-
ur nú gefið okkur mikilvægan sigur,“
sagði Simitis í gær. „Mikilvægi sig-
ursins er meira en tölumar gefa til
kynna. Eg skora á alla Grikki að
hlýða herkvaðningu okkar, láta af
flokkadráttum og berjast fyrir sam-
eiginlegu markmiði okkar um sterkt,
nútímalegt og réttlátt Grikkland.“
Skýrendur segja að Simitis hafi
reynt að færa Sósíalistahreyfinguna
nær miðju á undanfömum árum. Til
marks um það er nefnt að PASOK
hafi í raun fylgt svipaðri stefnu í
efnahagsmálum og hinn hægri sinn-
aði Nýi lýðræðisflokkur boðar. I
stjórnartíð Simitis hefur farið fram
niðurskurður í ríkisrekstri og ýmsar
aðhaldsaðgerðir verið ft-amkvæmdar
sem hafa gert það að verkum að
verðbólga hefur minnkað úr tveggja
stafa prósentutölu í 3%. Með þessu
hefur ríkisstjórnin viljað búa svo um
hnúta að Grikkland uppfylli skilyrði
aðildar að EMU.
Margir samflokksmenn Simitis
hafa gagnrýnt stjórnina fyrir einmitt
þetta. Að þehra mati hafa ráðstafan-
ir stjórnarinnar bitnað um of á al-
menningi í landinu. Er talið að erfitt
muni verða fyrir Simitis að fá vinstri
arm flokksins til að samþykkja frek-
ari breytingar í anda efnahagsstefnu
síðustu ára.
Annars eru úrslit þingkosning-
anna túlkuð sem ósigur fyrir vinstri
arm Sósíalistahreyfingarinnar.
Margir af eldri frambjóðendum
flokksins, sem enn eru trúir hugsjón-
um sósíalisma, náðu ekki endurkjöri
til þings í kosningunum í gær.
ins. Þykir þýskum stjórnmálaskýr-
endum það hafa verið klókur leikur
hjá henni að beina jákvæðum orðum
til Kohls snemma í ræðunni. Kans-
larinn fyri-verandi, sem var í heilan
aldarfjórðung flokksfonnaður, nýtur
enn mikillar persónulegrar hylli
meðal almennra flokksfélaga. En
Merkel, sem var sú fyrsta í flokks-
forystunni sem opinberlega hvatti til
þess að flokkurinn skæri á böndin
við Kohl, lét þess að sjálfsögðu ekki
ógetið, að flokkurinn gæti ekki ann-
að - trúverðugleika síns vegna - en
haldið áfram að framfylgja stefnu
upplýsingar. „Einmitt þess vegna
leyfum við ekki, að vinstri menn taki
sér vald til að túlka æviverk Kohls,“
sagði hún, „það gerum við ennþá.“
Sáttaboði sínu til Kohls lauk hún
með því að vitna í orð Georgs Wei-
denfeld lávarðar um að verk kanslar-
ans fyrrverandi „skagaði upp úr í
sögunni".
Fráfarandi formaður CDU, Wolfgang Schauble, á flokksþinginu i
Lýkur lengstu orrustu
kalda stríðsins?
Ríkin tvö á Kóreu-
skaga hafa formlega
átt í stríði í fimmtíu ár.
Viðræðufundur leiðtoga
þeirra gæti haft í för
með sér breytingar á
því ástandi.
Seoul. AP, AFP, The Washington Post.
TILKYNNING ríkisstjóma Norður-
og Suður-Kóreu um að leiðtogar ríkj-
anna muni ræðast við í sumar kom al-
mennt nokkuð á óvart þótt ýmislegt
hafi að undanförnu bent til þess að
slaknað hafi á spennu í samskiptum
þeirra. Ef af fundinum verður mun
það verða í fyrsta skipti sem leiðtog-
ar Norður- og Suður-Kóreu hittast
frá því að landinu var skipt árið 1945.
Fyrir nokkrum árum lá við að leið-
togar landanna hittust en andlát
Kims II Sungs, leiðtoga N-Kóreu,
kom þá í veg fyrir að af fundinum
yrði.
Með því að hefja viðræður aukast
líkur á því að bundinn verði endi á
það sem kalla má lengstu orrustu
kalda stríðsins. N- og S-Kórea hafa
formlega átt í stríði allt frá árinu
1950, þegar Kóreustríðið svokallaða
braust út. Eftir þriggja ára blóðuga
styrjöld var samið um vopnahlé og
hefur það haldið síðan þótt oft hafi
legið við að átök hæfust að nýju.
Samkvæmt sameiginlegri tilkynn-
ingu ríkjanna verður fundur þeirra
Kims Dae-Jungs, forseta S-Kóreu,
og Kim Jong-Il, leiðtoga N-Kóreu,
haldinn í Pyongyang, höfuðborg N-
Kóreu, 12. til 14. júní í sumar. Síðustu
þijár vikur hafa farið fram leynilegar
viðræður milli fulltrúa stjómvalda
ríkjanna í Kína og er yfirlýsingin af-
rakstur þeiiTa. Upplýsingaráðhen-a
S-Kóreu, Park Jie-Won, sagði í gær
að viðræðurnar myndu fyrst og
fremst snúast um hugsanlega efna-
hagssamvinnu þjóðanna og leiðir til
að sameina að nýju fjölskyldur sem
verið hafa sundraðar vegna skipting-
ar landsins. Hann sagði að yfirvöld í
N-Kóreu hefðu ekki sett það sem
skilyrði fyrir því að hefja viðræður að
S-Kóreumenn létu aukið fé af hendi
rakna til að lina þjáningar sveltandi
íbúa í N-Kóreu. Þar hefur hungurs-
neyð geisað vegna flóða og uppskeru-
brests síðustu ár og er talið að allt að
2 milljónir manna hafi látist. Hör-
Reuters
Vegfarendur f Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fylgjast með sjónvarps-
fréttum þar sem sagt er frá væntanlegum fundi leiðtoganna í gær.
mungarnar era taldar skýring þess
að N-Kóreumenn hafa að undanförnu
reynt að íjúfa einangrun ríkisins á al-
þjóðavettvangi og er sögð ein skýiing
þess að stjómvöld þar hafa nú fallist
á viðræður við S-Kóreumenn.
Skýrendui- telja að í viðræðunum
verði einnig komið inn á öryggismál
og hugsanlega rætt um eldflaugai' N-
Kóreumanna sem geta borið kjarn-
orkuvopn. Vitað er að yfirvöld í N-
Kóreu hafa lengi unnið að smíði
kjamorkuvopna og hefur það valdið
áhyggjum í nágrannaríkjunum,
þ.á m. Japan. Sérfræðingar sem dag-
blaðið Washington Post vitnar til,
telja óvíst hvort nokkur árangur
verði af viðræðunum. Er sérstaklega
bent á að vera 37.000 bandarískra
hermanna á landamærum ríkjanna
sunnan megin sé N-Kóreumönnum
þymir í augum og geti komið í veg
fýrir að samkomulag náist um önnur
atriði.
Talið er að tilkynningin um fund
leiðtoganna komi á góðum tíma fyrir
Kim Dae-Jung og flokk hans á s-kór-
eska þinginu. Þingkosningai’ eru í
Suður-Kóreu í þessari viku og hafa
skoðanakannanir ekki verið flokkn-
um hagstæðar. Tilkynningin gæti
orðið til þess að auka fylgi flokksins á
nýjan leik.
Margar misheppnaðar
sáttatilraunir
Frá lokum seinni heimsstyrjaldar
hafa ríkisstjómir á Kóreu-skaga
ítrekað lýst yíir vilja til að sameina
norður og suðurhluta hans en fram til
ársins 1971 höfðu ríkin tvö engin
tengsl sín á milli. Eftir nokkra fundi
árið 1972 tilkynntu stjómvöld N- og
S-Kóreu að þau hygðust binda enda á
átök ríkjanna og stefna að samein-
ingu þeirra. Hins vegar lauk öllum
sáttaumleitunum þegar S-Kóreu-
menn sóttu um aðild að Sameinuðu
þjóðunum.
A níunda áratugnum óx spenna
mjög í samskiptum ríkjanna eftir að
n-kóreskir leyniþjónustumenn
reyndu að ráða Chun Doo Hwan, for-
seta S-Kóreu, af dögum. Talið er að
legið hafi við stríði milli þeirra árið
1987 í kjölfar þess að N-Kóreumenn
förguðu s-kóreskri farþegaþotu með
115 manns innanborðs.
Árið 1988 hvatti þáverandi forseti
S-Kóreu, Roh Tae Woo, til þess að
reynt yrði að bæta samskipti ríkj-
anna og upp úr því hófust viðskipti
með vörur í nokkrum mæli milli
þeirra. Skömmu síðar undirrituðu
þjóðirnar sameiginlega yfirlýsingu
um kjamorkuafvopnun en ákvæðum
hennar var aldrei framfylgt.
Um miðjan tíunda áratuginn
versnaði sambúðin enn á ný eftir að
ekkert varð úr leiðtogafundi ríkjanna
árið 1994. Fyrir milligöngu Kínveija
og Bandaríkjamanna hófust viðræð-
ur milli N- og S-Kóreu árið 1997.
Markmiðið var að leita leiða til að
binda formlega enda á Kóreustríðið
en lítill árangur varð af þessum til-
raunum. Andstaða N-Kóreumanna
við vera bandaríska hersins í S-Kór-
eu er sögð meginástæða þess að upp
úr slitnaði.
í júní 1999 lenti s-kóreskt strand-
gæsluskip í átökum við n-kóreskan
kalbát en atvikið varð ekki til að
magna spennu milli ríkjanna að ráði.
Mjög slæmt efnahagsástand í N-Kór-
eu er talið hafa ráðið mestu um að
stjómvöld þar hafa síðustu misserin
sýnt aukin merki um sáttavilja.