Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 35 LISTIR Stórt upp í sig tekið TOIVLIST N e s k i r k j a SINFÓNÍUTÓNLEIKAR J.[?] Haydn: Konsert f. 2 horn & hljómsveit í Es. Brahms: Sinfónia nr. 1 í c Op. 68. Emil Friðfinnsson, Anna Sigurbjörnsdóttir, horn; Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Ingvars Jónassonar. Sunnudaginn 9. apríl kl. 17. EINA áhugamannasinfóníuhljóm- sveit landsins ætlar ekki að gera það endasleppt eftir óvenju viðburðarík- an vetur. Á sunnudaginn var frum- flutti hún á Islandi - ef að líkum lætur - tvöfaldan homkonsert eftir Haydn (áhöld munu um hvort sé eftir Micha- el í Salzburg eða Joseph) og réðst í það stórvirki að flytja 1. sinfóníu Brahms. Við stjórnvölinn stóð dygg- ur forystumaður sveitarinnar frá því í upphafi fyrir 10 árum, Ingvar Jónas- son. Homakonsertinn reyndist óvænt líflegt og vel samið verk með sterkum Vínarblæ. Þó að lítt sé vitað um til- urðartíma, benti fágun þess og form- ræn markvissa að mínu viti a.m.k. til 9. áratugar 18. aldar, ef ekki seinna. Hljómsveitin lék af viðeigandi lipurri tign, og homistamir blésu sínar mll- ur af öryggi og töluverðum brilljans, þótt ekki veitti verkið nánar tilefni til smáskoðunar á getu þeirra í formleg- um einleikskadenzum. II. þátturinn var eins og líðandi Ijóðrænn ástar- dúett með hornin mikið saman í þríundum, og hið bráðhressa lúðra- kallsmótaða lokarondó í fomu dýra- veiðitakttegundinni 6/8 gaf einleikur- unum aðskiljanleg tækifæri til snilldartilþrifa í formi hvers konar flúrvirkis og rúliaðna, sem gengu yf- irleitt glimrandi vel upp, og raunar einnig í hinum ekki síður krefjandi I. þætti. 1. sinfónía Brahms (eða 10. sinfónía Beethovens eins og gárungarnir köll- uðu) er verkefni sem útheimtir sitt af jafnvel fremstu atvinnuhljómsveitum heims. Hún er voldug, viðamikil og þéttriðin hljómkviða þar sem halda þai-f vel utan um hverja einustu hljóð- færarödd, auk þess sem tíðar tempó- breytingar og rúbatóstaðir reyna bæði á stjórnanda og samtakamátt spilenda. Það kom hvað skæðast fram í náttúruinnblásnu miðþáttum verks- ins, þar sem innkomur og samstigni flytjenda voru eins og vænta mátti ekki alltaf fyllilega sambærileg við það bezta sem þekkist hjá atvinnu- mönnum. En því meir voru smáörð- urnar hér og þar til skilningsauka hlustandans í staðinn, enda spuming hvort betri innsýn í erfiðustu atriði sinfónískrar atvinnumennsku fáist en einmitt með því að bera þau saman við útkomuna í meðförum áhuga- manna. Fjarska yrði tónlistarlífið leiðinlegt ef neytendur færu á mis við slíkar þrautir og fengju einungis hlut- ina klappaða og klára í gerilsneyddri lokaútgáfu. Hætt er við að þá færi mikill partur undirliggjandi listrænn- ar spennu smám saman forgörðum. Að því nefndu ber að taka fram, að vissulega voru margir staðir ljómandi vel leiknir hjá SÁ, þó að strengjadeild hennar væri í smæsta lagi til að gera sig gildandi í síðrómantískri sinfóníu sem þessari, jafnvel þótt hugsuð væri á klassískum grunni. I. þáttur heppn- aðist með ágætum, og sveitin bætti um betur í Fínalnum. Þjóðlagsinn- koman í C-dúr, sem Brahms var vændur um að hnupla í anda frá Beet- hoven, var tignarleg, og kódinn var kraftmikill og samtaka með glamp- andi lúðrablæstri efst á toppi kransa- kökunnar. Ríkarður Ö. Pálsson Vegglista- verk í Gall- eríi Garði NEMENDUR í framhaldsáfanga í myndlist við Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi hafa undanfarna daga málað stór vegglistaverk í Galleríi Garði. Veggirnir hafa ver- ið þaktir pappír og á hann hefur verið málað verk sem er óður til sólarinnar og er endurkomu henn- ar fagnað eftir myrkur vetrarins, segir í fréttatilkynningu. Nemendurnir eru Herdís Magn- úsdóttir, Árún Ósk Guðgeirsdóttir, Dagný Ósk Sigurðardóttir, Heið- rún Hafliðadóttir, íris Janna Wood, Jón Bragi Guðjónsson og Súsana Klinner, ásamt kennara sínum, Elísabetu H. Harðar. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma verslana Miðgarðs og mun standa til loka marsmánaðar. TðJVLIST Tríó Rejkjavfkur og Fi iinur li jarnason f H a f n a r b o r g. KAMMERTÓNLEIKAR Enskar og írskar þjóðlagaútsetn- ingar eftir Haydn og Beethoven, Þrír rökkursöngvar og Sonata per pianoforte eftir John Speight, smá- verk fyrir selló og píanó eftir Fau- ré, Squire, Saint-Saens, Rachman- inov og Boccherini, og sönglög eftir Edvard Grieg. Sunnudagskvöld 9. apríl kl. 20. STUNDUM gerist eitthvað það á tónleikum sem veldur því að maður kemur endumærður og margfalt hressari út en maður var þegar mað- ur gekk inn. Þetta gerist þegar list- sköpunin er svo sterk og mögnuð að músíkupplifunin verður eitt með and- ardrættinum; - hún smýgur í merg og bein og skilur eftir sig sæluhroll. Tónleikar Tríós Reykjavíkur í Hafn- N emendatónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík Strengjasveitartónleikar í Hát- eigskirkju annað kvöld kl. 20.30. Fram kemur strengjasveit yngri deildar, undir stjórn Unnar Maríu Ingólfsdóttur. Einleikarar á tón- leikunum eru Elfa Rún Kristins- dóttir, fiðla, Helga Þóra Björgv- insdóttir, fiðla og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, kontra- bassi. Tónlistarskólinn í Kópavogi Vortónleikar hljómsveita skól- ans verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á morgun kl. 18. Stjórnandi er Martin Frewer. Heillastund í Hafnarborg arborg á sunnudagskvöldið var þann- ig unaðsstund. Verkin á efnisskránni komu úr ólíkum áttum, en féllu þó mjög vel saman. Utsetningar Beethovens og Haydns á þjóðlögum frá Bretlands- eyjum eru dægurlög síns tíma, - Beethoven útsetti þjóðlög fyrir út- gefanda þeirra til að verða sér úti um pening. Þjóðlög í góðum útsetningum voru vinsæl til „heimabrúks á stofu- tónleikum heldra fólks“. Finnur Bjamason tenórsöngvari var gestur tríósins. Flutningur þeirra á lögun- um fjórum var einstaklega músík- alskur og þokkafullur. The Pulse of an Irishman eftir Beethoven var hressilegur og bjartur söngur um stríð og ástir. The Moon had Climbed the Highest Tree eftir Haydn var ljóðræn mynd um stúlku og ástar- raunir hennar. Fiðlan fylgdi laglín- unni mestanpart, og yndislega fallegt cantabile í fiðluleik Guðnýjar Guð- mundsdóttur jók áhrif þessarar róm- antísku myndai'. Söngur Finns var virkilega fallegui' og músíkalskur fram í fingurgóma. Lag Haydns um skáld á dánarbeði sem kveður hörp- una sína var indælt, og strengirnir líktu eftir hörpuhljómnum með pizzicato-leik. Síðasta þjóðlagið, lag Beethovens um kveðjustund pilts og töfrakvendis, var ljúft og ákaflega fallega flutt. Gunnar Kvaran og Peter Máté léku fimm smáverk fyrir selló og pí- anó. Þetta voru perlur sem margir þekkja; Elegía eftir Fauré, Taran- tella eftir Squire, Svanurinn eftir Saint-Saéns, Vókalísa eftir Rachm- aninov og Rondó úr kvintett eftir Boccherini. Það er óhætt að segja að þeir félagar hafi verið undir heillast- jömu þetta kvöld. Gunnar var sem í álögum þessai'ar tónlistar og leikur hans hreint unaðslegur. Peter Máté var hinn fullkomni meðleikari. Það þarf kjark til að leika lög sem þessi; - lög sem allir þekkja og hafa heyrt heimsins mestu snillinga flytja, jafn- vel ótal sinnum. En Gunnar hefur þann hæfileika að gera tónlistina nýja í hvert sinn; leggja sitt líf og sína sál í hana, og gera hana að sinni. Þess vegna verður túlkunin persónuleg og fersk og umfram allt áhrifamikil. John Speight samdi Þrjá rökkur- söngva fyrir selló, píanó og söngrödd fyrii' söngnemanda sinn Finn Bjamason, þegar Finnur útskrifaðist héðan úr söngnámi á sínum tíma. Ljóðið er eftir Snorra Hjartarson. Sellóið spilar inngang, og þar er verkið sviðsett; hrífandi stemmning um náttúruna í tvílýsinu. Tónmálið dýpkar og magnar upp stemmningu ljóðsins. Hljómaklasar, tvíundir, flúr og tónstigabrot era vörðurnar í fram- vindu verksins. Flutningur Finns, Gunnars og Peters Máté á þessu heillandi verki var virkilega góður. Peter Máté lék Píanósónötu eftir John Speight, Sonata per pianoforte frá 1998. Þetta er geysimikið píanó- verk og krefst virtúósískra tilþrifa af hendi píanistans. Formgerð þess er hefðbundin; fjórir þættir, hraður upphafsþáttur, hægur annar þáttur, þriðji þáttur skertsó og fjórði þáttur hraður. Hljómræn framvinda verks- ins er sterk og áhrifamikil með safar- íkum hljómum og klösum. Hraðir og virtúósískir skalar og hlaup skapa til- komiklar andstæður í verkinu. Peter Máté spilaði verkið gríðarvel og hafði það algjörlega í hendi sér í orðsins fyllstu merkingu. Fimm lög eftir Edvard Grieg vora niðurlag tónleikanna. Finnur Bjarna- son og Peter Máté fluttu lögin, og gerðu það í einu orði undursamlega vel. VSren, var sem nýtt lag; hægara en maður heyrir það oftast, en með eindæmum áhrifamikið fyrir vikið, eins og augnablikið er þegar maður finnur loks að vorið langþráða er komið eftir alla biðina. Peter Máté hefur ekki heyrst oft spila með söngvuram, en það er sannarlega eitthvað sem hann ætti að gera meira af. Síðasta lagið var ástai'ljóð H.C. Andersens, Jeg elsker dig, sem var stórkostlegt í flutningi þein-a Finns Bjarnasonar og Peters Máté. Frá- bær endir á frábæram tónleikum. Bergþóra Jónsdóttir Rausnarlegar viðtökur TOJVLIST K i r k j ii h v u 11 KAMMERTÓNLEIKAR Verk og þættir eftir Chabrier, Mendelssohn, Glazúnoff, Skrjabín og Mozart í umritun H. Baumanns; Brahms: Tríó Op. 40. Hermann Baumann, horn; Gerrit Schuil, pí- anó; Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla. Laugardaginn 8. apríl kl. 17. SÍÐUSTU tónleikar vetrarins í röðinni „Kammertónleikar í Garða- bæ“ fóra fram í Kirkjuhvoli á laugar- daginn var við fjölmenni. Efnisskráin fyrir hlé var að því leyti óvenjuleg að hún samanstóð að mestu af umritun- um eða útsetningum á hljómsveitar- eða kammerverkum frá hendi hom- leikarans. Larghetto eftir Emmanu- el Chabrier (1841-94) var þannig upphaflega skrifað fyrir horn og hljómsveit, Andante-þátturinn eftir Felix Mendelssohn (1809-47) var tekinn úr 5. sinfóníu hans (Siðbótar- sinfóníunni), Elegie eftir „hinn rúss- neska Brahms", Alexander Glazún- off (1965-1936), var upphaflega skrifuð fyrir selló, og Rondó Mozarts K514 fyrir hom og hljómsveit var úr ófullgerðum eða aðeins að hluta varð- veittum hornkonsert K412 frá 1782. Aðeins Rómanzan eftir Alexander Skrjabín (1872-1915) virtist fram- samin fyrir horn og píanó; a.m.k. var ekki annað tekið fram í tónleikaskrá. Miðað við aðdáun rómantíska skeiðsins á valdhorninu hefur verið mönnum undranarefni, hvað tón- skáld tímaskeiðsins skrifuðu lítið af sónötum fyrir horn og píanó, og var sem dagskráin endurspeglaði þá mótsögn. Meistaraverk Brahms eftir hlé, Tríóið fyrir hom, fiðlu og píanó Op. 40 (frumflutt 1865), var eina fleir- þætta verkið á dagskrá, og m.a.s. gert ráð fyrir selló eða víólu í stað homraddar ef þess væri óskað. Fleiri hljóðfæri en homið hafa að vísu verið afskipt eins og fagott, víóla og kontrabassi, og hefur það gegnum tíðina knúið flinka flytjendur til að umrita óskyld verk fyrir hljóðfæri sín, eða jafnvel framsemja ný. Ef- laust stendur Hermann Baumann þar framarlega í flokki, a.m.k. hvað hið fyrrtalda áhrærir, enda snemma þekktur fyrir fjölbreytt tök sín á bæði ventla- og náttúruhorni. Hermt er t.d. að hann hafi upp úr 1970 verið fyrstur til að leika homkonserta Mozart á uppranalegt hljóðfæri með sem næst lýtalausri inntónun, en það var fram að þeim tíma talið illmögu- legt. Þetta rifjaðist upp á tónleikunum á laugardaginn var, þegar Baumann tók upp frumstætt „handhornið" sitt í Mozart-rondóinu og blés með beit- ingu munnstillingar í ventla stað, ásamt tilfærslum hægri handai' inni í bjöllunni, með óhjákvæmilegum til- heyrandi breytingum á tónblæ. Ut- koman var eins og lúðurinn ætti sér sérstakt líf, og kallaði fram í hugann fomgrískar goðsagnir um glímu fomkappa við hvæsandi kyrkislöng- ur. Blásturinn var hress og kraftmik- ill og höfðu menn mikla skemmtun af, þó að lýtaleysið hafi tæpast getað verið í samræmi við áðurtalin fyrri afrek, sem undirritaður þekkti reyndai- aðeins af afspurn. Burtséð frá þessum hápunkti, og nokkram stöðum í fjórþætta Brahms-tríóinu eftir hlé, þar sem sérstaklega hægi elegíski 3. þáttur- inn náði nokkra streymi, olli leikur hins víðkunna hornsnillings í heild undirrituðum vonbrigðum. Horn- blásturinn var undantekningarlítið of sterkur og átti sem slíkur betur heima í einleikshlutverki á móti hljómsveit en í kammersamleik. Tónninn var ósjaldan grófur, stund- um óhreinn, og mótaður af miklu víbratói sem hvorki hefur þótt eftir- sóknarvert á Norðurlöndum né í enskumælandi löndum, þótt það kunni að tíðkast í Frakklandi. Áuk þess skorti víða þá fágun og það leik- andi létta viðstöðuleysi sem vænta má af snillingi í fullu fjöri. Undimt- aður frétti að vísu á skotspónum að hornleikarinn gengi ekki heill til skógar eftir heilablóðfall fyrir nokkr- um áram, og varð því hver jafnupp- lýstur hlustandi að vega og meta fyr- ir sig í Ijósi svo grimmilegra aðstæðna hvort afraksturinn við þetta tækifæri bæri frekar vott um æðraleysi eða dómgreindarleysi. Framlag Gerrits Schuil á píanó og Sigrúnar Eðvaldsdóttur á fiðlu eftir hlé var eftir atvikum. Bæði virtust töluvert hömluð af ójöfnum og iðu- lega allt of sterkum mótleik, enda urðu hljóðfæri þeirra ósjaldan að láta í minni pokann í styrkbaráttunni, sérstaklega fiðlan. Hvort rausnarlegar undirtektir áheyrenda í lokin hafi verið fyrir forna frægð og núverandi viðleitni heiðursgestsins þrátt fyrir erfiðar aðstæður frekar en fyrir raunvera- lega frammistöðu, er ekki gott að segja. Undir öllum kringumstæðum stóð eftir, að homleikarinn og sam- leikarar hans vora leystir út úr Kirkjuhvoli með löngu, hlýju og dynjandi lófataki tónleikagesta. Ríkarður O. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.