Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 37
LISTIR
Tilbrigði við
kvöldmáltíð
MYNDLIST
II a 11 g r í m s k i r k j a
MÁLVERK-
SIGURÐUR ÖRLYGSSON
Opið á tíma kirkjunnar. Til 1. júní.
Aðgangur öllum opinn.
MÁLARINN Sigurður Örlygsson
er enn á ferð og nú með fjögur stór
málverk í Kirkjuhúsi Hallgríms-
kirkju, viðfangsefnið sótt í Kvöldmál-
tíðina sem hæfir tímasetningunni,
sett upp í fostubyijun, páskar í nánd
og lýkur fyrir hvítasunnu, himnaför
Krists.
Við sáum síðast til listamannsins í
litlum myndum í húsakynnum
SPRON í Mjódd og þá var hann
aldrei þessu vant með myndverk í
minni stærðunum, féllu inn í húsa-
kynnin þótt ekki hafi þau verið sniðin
fyrir þau. Mestu skiptir að þessi kú-
vending frá risaflekunum vakti
óskipta athygli listunnenda og við-
skiptavina bankans og mun sýningin
hafa gengið framar öllum vænting-
um. Málarinn sýndi þar og sannaði að
hann þarf ekki endilega yfirvíddir til
að njóta sín og að auk engin útbrot,
enga aðskotahluti né skapalontækni.
Þessu hef ég löngum haldið fram og
sé ekki betur en að hann staðfesti það
með miklum tilþrifum í helgimynd-
unum, sem hafa ekki síður vakið at-
hygli og sterk viðbrögð kirkjugesta
en hinar í peningastofnuninni.
Óneitanlega setja flekarnir mikinn
svip á anddyrið og eru með því
áhrifamesta sem þar hefur ratað á
veggi og að auk táknrænasta í mörg-
um skilningi. Frá þeim stafar ekki
einasta kraftbirtingur helgisögunn-
ar, heldur sækja sitthvað til nútím-
ans um leið og þær segja margræða
sögu af málaranum sjálfum og þeim
sem næst honum standa. Á þann veg
öðlast þær sálrænar víddir og tíminn
verður afstæður, stendur bæði kyrr
og er á hreyfingu, sem er í tengslum
við margt í hugmyndafræði mynd-
listarinnar á seinni árum og síðnúið,
postmódernismann. Hér eru sagðar
sögur í bland við yfir- og andraun-
veruleikann, surrealismann, sem eru
þó meira sjónræns og heimspekilegs
eðlis en bókmenntalegs, ásamt því að
hvunndagurinn og nánasta umhverfi
málarans verður honum helst að upp-
ljómun. En hefur það ekki verið svo
frá fyrstu tíð helgimálverksins, að
gerendurnir sóttu sér fyrirmyndir í
næsta umhverfi, ekki eru andlitin
skálduð og samtíðarmenn þeirra
myndu á sama hátt kenna vini og
kunningja sína í þeim, jafnvel fjöl-
skyldumeðlimi málaranna, börn
þeirra, eiginkonur og foreldri. Að
ekki þurfi að leita langt yfir skammt
að myndefni í seinni tíma myndlist
sannaði Alberto Giacometti einna
áþreifanlegast í höggmyndum sínum,
teikningum og málverkum, þar helg-
ar vægi myndefnisins ekki árangur-
inn heldur hin hreinu myndrænu
átök. Hið sama á sér stað í málverk-
um Sigurðar, sem eru afar efnis-
kennd, vel útfærð og búa yfir sterkri
og hreinni trúarvísun án nokkurrar
skinhelgi né helgigljáa. Hann gengur
hreint og hiklaust til verks, brýtur
brýr að baki en heldur sig við sína
myndrænu sannfæringu en þar vill
hann standa báðum fótum á jörðinni.
Bragi Ásgeirsson
Nýjar bækur
• ÚT ER komin ljóðabókin Orð
og mál eftir Björn Sigurbjörnsson.
Þetta er fyrsta bók Björns, sem
búið hefur í Danmörku um langt ára-
bil og verið þar starfandi prestur. Á
síðustu árum hefur hann fengist
nokkuð við þýðingar og önnur rit-
störf.
Þrátt fyrir langa fjarvist frá
heimahögum hefur Bjöm haldið góð-
um tengslum við ættjörð sína og
móðurmál. Viðfangsefni hans
spanna vítt svið en áberandi eru
vangaveltur skáldsins um tungumál
og heimaland og togstreituna í
brjósti þess sem á sér tvö lönd og tvö
mál. Ljóð Björns eru einlæg og pers-
ónuleg en um leið ljúf og kímin, segir
í kynningu.
Orð ogmál er 105 bls., prentuð bjá
Odda hf. Wilfried Bullerjahn hann-
aði bókarkápu en útgefandi er Vaka-
Helgafell. leiðbeinandi verð er 1.990
kr.
Kvennakór
Reykjavíkur í
Langholti
VORTÓNLEIKAR Kvennakórs
Reykjavíkur, Vorkvöld í Reykjavik,
verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20.30 í Langholtskirkju.
M.a. verða flutt íslensk þjóðlög og
lög eftir Sigfús Halldórsson. Gestur
tónleikanna er Szymon Kuran fiðlu-
leikari.
Kirkjur í Vesturheimi
RÖNG mynd birtist með mynda-
texta í umfjöllun um sýninguna
Kii-kjur í Vesturheimi í blaðinu á
sunnudag. Um leið og rétt mynd
birtist með réttum texta er beðist
velvirðingar á mistökunum:
Lúterska kii'kjan Thingvalla er
staðsett í Pembina-sýslu um 5 km
suður af Mountain í Norður-Dakota-
ríki. Fyrir framan kirkjuna er stórt
minnismerki um Káin, Kristján Ní-
els Júlíus. Kirkjan er sveitakirkja og
stendur ein og afskekkt þar sem áð-
ur var lítið samfélag, Eyfjord.
Höfum flutt okkur um set!
Skrifstofa og afgreiösla Bílastæðasjóðs Reykjavíkur
er nú á Hverfísgötu 14,101 Reykjavík.
Nýtt símanúmer er
585 4500
en faxnúmer er óbreytt: 561 1248
Afgreiðslan er opin frá kl. 10:00 -16:15 alla virka daga.
Bflastæðasjóður
Frábært páskatilboð!
Innifalinn gæðabíll, ótakmörkúð ánægja og frábær ferð.
KtUNBMR ,
Car Rental
Við erum með frábært tilboð á úrvalsbifreiðum.
Skelltu þér í ferðalag og njóttu lífsins í frábærum bíl.
Hafðu samband og við leiðum þig í allan sannleikann.
Hertz býður mikið og gott úrval Toyota bifreiða.
Afgreiðslustaðir:
Reykjavík, Isafjörður, Akureyri,
lígilsstaðir, I löfn, \ esintaunaeyjar
og á kellax íkurilugvelli.