Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
J
KONFEKTMOT
PÁSKA-
'GGJAMÓT,
MATARLITIR
Póstsendum
PIPAROGSALT Klapparstfg 44 * Sími 562 3614 I
BÆTT HEILSA - BETRI
LÍÐAN! BÆTT AFKÖST!
Vara sem allstaðar slær í gegn
300 kr. á dag! Uppi. í s. 698 3600.
r
Tanaka
LIMGERÐISKUPPUR
Garðyrkjumenn landsins
nota Tanaka klippur
THT 1800 fyrir garð- og
sumarbústaðaeigandann
•j^v
THT 262 fyrir
atvinnumanninn
VETRARSÓL
Hamraborg 1-3, norðanmegin
S. 564 1864
ehl
ÁRSFUNDUR
RANNSOKNARRÁÐS ÍSLANDS
Leiðin til þekkingarþjóðfélagsins
'
miðvikudaginn 12. apríl, 2000 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða
Fundurinn verður settur stundvíslega kl. 13:15 að viðstöddum forseta (slands
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku i síma 562 1320 eigi síðar en 11. apríl n.k.
Dagskrá
Fundarstjóri: Dr. Pétur Reimarsson
12:45-13:15
Afhending fundargagna og dagskrár
13:15-13:30
Setningarræða formanns
Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon
13:30-13:50
Ræða menntamálaráðherra
Björn Bjarnason
13:50-14:10
Rannsóknir á íslandi - Samstarf til sóknar
Dr. Vilhjálmur Lúðviksson, framkvæmdastjóri RANNÍS
14:10-14:40
Öndvegissetur i Finnlandi - Samvinna háskóla og atvinnulífs
N. Tapani Saarinen, framkvæmdastjóri, Turku Technology Center Ltd.
14:40-15:00
Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs 2000
Afhent af forseta Islands, hr. Ólafi Ragnarí Grímssyni
15:00-15:30
Kaffihlé
15:30-16:00
Þekkingarþjóðfélagið - Framtíðarviðhorf ungs vísindafólks á íslandi
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, efnaverkfræðingur, Rannsóknast. byggingariðnaðarins
Dr. Ingibjörg Harðardóttir dósent, Háskóla Islands
16:15-17:00
Pallborðsumræður - „Leiðin til þekkingarþjóðfélagsins"
Stjórnandi: Próf. Anna Soffia Hauksdóttir
Þátttakendur: Hallgrímur Jónasson, forstjóri, ITÍ
Dr. Hörður Arnarson, forstjóri, Marel h.f.
Dr. Ingibjörg Harðardóttir, matvælafræðingur, Hl
Dr. Kári Stefánsson, forstjóri, ÍE
Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjórí, ReykjavíkurAkademíu
Ragnheiður I. Þórarínsdóttir, efnaverkfræðingur, RB
Úlfar Steindórsson, framkvæmdstjórí, Nýsköpunarsjóðs
Dr. Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Háskólanum á Akureyri
Móttaka í boði RANNÍS
RANIUIS
Rannsóknarráö Islsnds • Laugavsgi 13 • 101 Rsykjsvlk
Sími 562 1320 • Bréfsími 552 9814 •www.rannis.is
UMRÆÐAN
Dagur Parkin-
sonssjúklinga
Parkinsonsveiki
hefur eflaust fylgt
mannkyninu alla tíð. í
þúsund ára gömlum
indverskum handrit-
um má finna sjúk-
dómslýsingar sem
líkjast parkinsons-
veiki. Þar sem al-
gengast er að sjúk-
dómurinn greinist
ekki fyrr en eftir
fimmtugt hefur lágur
meðalaldur forfeðra
okkar valdið því að
sjúkdómstilfelli voru
færri. Með auknu
langlífi í kjölfar al-
mennrar velmegunar
hefur sjúkdómurinn orðið sýni-
legri. Fyrstur til þess að lýsa
parkinsonsveiki á fræðilegan hátt
var enski læknirinn James Parkin-
son í riti sínu „An Essay on the
Shaking Palsy“ (Ritgerð um
skjálftalömun) árið 1817. Parkin-
son fæddist 11. apríl árið 1755 og
hefur Evrópusamband parkinsons-
samtaka gert fæðingardag hans að
degi parkinsonssjúklinga í Evrópu.
Þróun lækninga
Parkinson lýsti tveimur megin-
einkennum sjúkdómsins, þ.e.
skjálfta og hægum hreyfingum.
Það var svo J.M. Charcot sem
hálfri öld síðar gaf sjúkdómnum
nafnið parkinsonsveiki. Hann
bætti einnig einu einkenni við lýs-
ingu á sjúkdómnum, þ.e.
vöðvastirðleikanum.
Framþróun rannsókna á sjúk-
dómnum var framan af afar hæg
og það var ekki fyrr en árið 1919
að það tókst að sýna fram á að
fækkun á frumum í heilastofni
sortuvefsins (substantia nigra)
væri einkennandi fyrir sjúkdóm-
inn. Það var svo fyrst á sjötta ára-
tug 20. aldarinnar að uppgötvaðist
að sjúkdómurinn stafaði af skorti á
boðefninu dópamíni. Seint á
sjöunda áratugnum varð svo bylt-
ing í meðhöndlun parkinsonsveik-
innar þegar fram komu hin svo-
nefndu levódópalyf, sem enn í dag
eru algengustu lyf sem notuð eru
til að meðhöndla sjúkdóminn.
Síðustu áratugina hefur skurð-
aðgerðum í auknum mæli verið
beitt í meðferð taugasjúkdóma.
Slíkar aðgerðir verða stöðugt al-
gengari á parkinsonsjúklingum og
getur hjálpað hluta þeirra til betra
lífs. Fyrir nokkru voru tæki til
slíkra aðgerða keypt til landsins
og þessa dagana munu fyrstu
sjúklingarnir gangast undir að-
gerðir.
Parkinsonssjúkdómurinn
Um hálft fimmta hundrað park-
insonssjúklinga eru á íslandi.
Flestir greinast á aldrinum 50 til
70 ára eða um 75 % og þar af
meirihlutinn eftir sextugt. Nýlegar
kannanir hafa sýnt fram á að með-
göngutími sjúkdómsins getur verið
sex til tíu ár áður en sjúkdómurinn
greinist. Eins og áður hefur komið
fram eru helstu sjúkdómseinkenn-
in vöðvastirðleiki, skjálfti í hönd-
um og hægar hreyfingar. Sjúkling-
urinn á erfitt með allar
finhreyfingar, göngulag verður
sérkennilegt og andlit oft svip-
brigðalaust. Raddstyrkur minnkar
og oft á sjúklingurinn í erfiðleikum
með að kyngja. Þegar fram í sækir
eiga sjúklingarnir erfitt með að
matast og tjá sig á eðilegan hátt.
Öll þessi einkenni aukast við geðs-
hræringu.
Sjúklingar hafa því oft tilhneig-
ingu til þess að forðast aðstæður
sem þeim fínnast óþægilegar og
einangra sig. Þunglyndi er algeng-
ur fylgikvilli parkinsonsveikinnar
og sjúklingurinn þarf mikla örvun
og tillitssemi.
Fleiri ungir sjúklingar
Með fjölgun landsmanna hefur
þeim sjúklingum
fjölgað sem greinast
með sjúkdóminn til-
tölulega ungir. Talið
er að um tíundi hluti
sjúklinga greinist inn-
an við fimmtugt og
dæmi eru um að fólk
greinist á þrítugs-
aldri. Það er öllum
mikið áfall að greinast
með ólæknandi sjúk-
dóm og því ætti sjúkl-
ingnum í upphafi að
standa til boða ráð-
gjöf félagsráðgjafa og
sálfræðings. Þó að ís-
lenskt heilbrigðiskerfi
sé að mörgu leyti full-
Parkinsonsveiki
Með fjölgun lands-
manna, segir Árni Arn-
arson, hefur þeim sjúkl-
ingum fjölgað sem
greinast með sjúkdóm-
inn tiltölulega ungir.
komið, þá hefur þessi þáttur setið
á hakanum. Afleiðingin verður
gjarnan sú að sjúklingurinn dreg-
ur sig til baka, einangrast og reyn-
ir jafnvel að fela sjúkdóminn. Er-
lendar kannanir hafa sýnt fram á
að það hvernig staðið er að því að
kynna sjúklingnum sjúkdóminn í
upphafi getur haft afgerandi áhrif
á þróun hans og kallað fram nei-
kvæð viðhorf, sem erfitt getur ver-
ið að vinna bug á seinna meir.
Víða erlendis hafa verið starf-
andi sérstakar deildir yngri sjúkl-
inga innan viðkomandi parkinson-
samtaka og síðastliðið haust var
myndaður slíkur hópur hér á landi.
Hefur hópurinn komið saman
ásamt aðstandendum einu sinni í
mánuði í þeim tilgangi að deila
reynslu sinni og veita hver öðrum
stuðning. Þetta starf hefur tekist
framúrskarandi vel og eru nýir fé-
lagar velkomnir og geta þeir haft
samband við skrifstofu Park-
insonssamtakanna sem veitir allar
upplýsingar.
Parkinsonssamtökin
Parkinsonssamtökin á Islandi
voru stofnuð 3. desember árið 1983
og var fyrsti formaður þeirra Jón
Óttar Ragnarsson. Markmið sam-
takanna er að aðstoða parkinson-
sjúklinga og aðstandendur þeirra
við að leysa þann vanda sem sjúk-
dómnum fylgir, að afla og dreifa
upplýsingum og styðja við rann-
sóknir á parkinsonsveikinni.
Haldnir eru fundir til fræðslu og
skemmtunar og til að ræða sam-
eiginleg vandamál félagsmanna.
Gefnir hafa verið út bæklingar
sem dreift hefur verið á heilsu-
gæslustöðvar, bókasöfn og víðar.
Einnig hefur verið gefið út
fræðslurit um parkinsonsveiki, þar
sem fjallað er um sjúkdóminn,
meðhöndlun parkinsonsveiki, lyfja-
meðferð, lyf, aðgerðir, mataræði
og annað sem að gagni má koma.
Samtökin gefa út fréttabréf sem
kemur út fjórum til fimm sinnum á
ári. Þar er leitast við að birta
greinar um sjúkdóminn, nýjungar
í lækingum og upplýsingar um fé-
lagsstarfið.
Þeir parkinsonsjúklingar og
aðstandendur þeirra sem ekki hafa
gerst félagsmenn eru hvattir til
þess að skrá sig í samtökin. Þjón-
ustumiðstöð Parkinsonsamtakanna
er á Tryggvagötu 26 og er opin
miðvikudaga milli klukkan 17 og
19. Símanúmer samtakanna er
552-4440.
Höfundur er parkinsonsqjiiklingur
og stjdmammður ( Parkinsons-
sa mtökunum.
Árni
Arnarson