Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.04.2000, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 ----------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Leikmannsþankar ~ um fiskveiðistjórn FRÁ árinu 1976 hafa íslendingar að heita má setið einir að íslandsmiðum og þá ríkti mikil bjartsýni um aukinn fiskafla, einkum þó þorskafla. Þessi bjartsýni var ekki ástæðulaus eins ogsjá má af mynd 1, áem sýnir þorskafla á Islandsmiðum um langt árabil. Þar má sjá að árlegur afli út- lendinga nam að jafn- aði um 40% af heild- araflanum og nú mátti búast við því að sá afli kæmi í hlut Islend- inga. Þetta gekk eftir og þorskafli jókst með ári hverju fram til ársins 1981, en þá náði hann rúmlega 460 þúsund tonnum. Árin 1982 og 1983 minnkaði aflinn verulega og greip þá um sig sá ótti að um verulega ofveiði á þorski væri að ræða. Var þá tekið upp hlutdeildarkerfi það sem enn er í gildi. -Áihnennt var því trúað, að fiski- stofnar myndu nú taka að vaxa og afli aukast á ný. Þá var sagt að fiski- skipum og -bátum myndi fækka, sem væri til góðs, því að minni fiski- floti gæti sem best náð ráðlegum afla. Þetta væri nauðsynleg hagræð- ing, af henni hlytist aukin fram- leiðni, sem myndi tryggja varanleg- an hagnað af útgerðinni. Á þeim sextán árum sem síðan eru liðin hafa miklar deilur risið bæði um nytsemi og réttlæti þessa kerfis. Jf Maestro Sumir efast stórlega um hvort tveggja en aðrir, einkum handhafar afla- hlutdeildanna, telja að sjávarútvegurinn standi eða falli með þessu fisk- veiðikerfi. Svo eru þeir sem halda því fram, að í þessu stjórnkerfi hljóti mörgu að vera ábóta- vant, það sýni m.a. minnkandi afli helstu botnfisktegunda. Enn- fremur benda sumir á það, að allt of lítið sé vit- að um flókið vistkerfi sjávarins. Hvaða áhrif hafa t.d. stórauknar rækju- og loðnuveiðar á vöxt og viðgang þorskstofnsins? Hefur vaxandi hvalastofn við landið ekki veruleg áhrif á fæðuframboð fiska og annarra sjávardýra? Ýmsar spurningar í þessa veru vakna hjá hugsandi mönnum. Kvótinn * Arangur kerfisins, segir Haukur Ragnarsson, virðist vera stærri og aflmeiri floti fiski- skipa og síminnkandi botnfiskafli. Undirritaður var í hópi þeirra sem fannst skynsamlega staðið að verki, enda væri hér aðeins um tíma- bundna aðgerð að ræða. Eins og all- ir, sem komnir eru á áttræðisaldur- inn og eldri, vita og þekkja af eigin raun er hverskonar skömmtun neyð- arúrræði, því sé hún langvarandi fylgir henni alltaf spilling og mis- beiting. Því miður virðist sem nú eigi að festa þetta kerfi í sessi. Efasemd- ir um gagnsemi kerfisins hafa hrannast upp við lestur hagskýrslna. Ástæður þessara efasemda má skýr- ast sjá af línuritum þeim, sem verður brugðið upp hér síðar. Á línuritinu um þorskafla á ís- landsmiðum má sjá þróunina frá því að hlutdeildarkerfíð komst á. Fyrstu árin jókst aflinn en fór svo minnk- andi uns lágmarki var náð 1995, en þá veiddust tæp 170 þúsund tonn, sem er minnsti þorskafli á íslands- miðum síðan árið 1940. Nú hefur afl- inn aukist nokkuð þrjú ár í röð og vona flestir af heilum hug að varan- legur bati sé í nánd. En þegar litið er á línuritið í heild má sjá, að þetta gæti alveg eins verið skammvinn uppsveifla. I ritinu Útvegur 1998, sem gefíð var út af Hagstofu Islands í október síðastliðnum, er að finna mjög fróð- legar upplýsingar um sókn og afla á íslandsmiðum á árunuml984 til 1998. Fjöldi þilfarsskipa í fiskiflot- anum var árið 1984 um 830 en var árið 1998 795. Sem sagt óveruleg fækkun. Sé hins vegar litið á heildar- stærð fiskiflotans kemur í ljós, að hann hefur stækkað um 10 þúsund brúttólestir á sama tímabili. Afl að- alvéla fiskiflotans hefur á sama tíma aukist um það bil 18%. Engan þarf því að undra þótt flotinn hafi orðið að leita í aðra fiskistofna en þorsk- inn, enda sagði sú sókn fljótt til sín eins og sjá má á mynd 2, sem sýnir afla helstu botnfiska og rækju síð- ustu 18 árin. Þar sést að ýsuaflinn hefur sveifl- ast mikið og er nú um 40 þúsund tonn og er rúmur áratugur síðan hann hefur verið jafnlítill. Þá má sjá að sókn í ufsastofninn hefur aukist gífurlega eftir að hlutdeildarkerfið varð til. Hámarksafli, 100 þúsund tonn, náðist 1991, en hefur síðan stöðugt dregist saman og var ekki nema rúm 30 þúsund tonn árið 1998, minnsti afli í 30 ár. Svipaða sögu er að segja um karfann. Aflinn jókst nokkuð eftir kerfisbreytinguna og náði hámarki árið 1993, en hefur síð- an stöðugt dregist saman og var árið 1998 rúm 69 þúsund tonn. Úthafs- karfi er eðlilega ekki með talinn. Sömu sorgarsögu má segja af grá- lúðuaflanum. Árið 1984 var hann um 30 þúsund tonn, jókst síðan stöðugt upp í rúm 58 þúsund tonn árið 1989, Haukur Ragnarsson Mynd 2 Afli nokkurra botnfiska og rækju 160 140 120 100 80 60 40 20 0 i——t 1—-i——i——i 1 1 1 1—i 1 1 1——t 1 1984 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 en hefur síðan minnkað með hverju ári og var kominn niður í tæp 11 þús- und tonn árið 1998. (Sömu sögu er reyndar að segja af lúðuafla. Hann var kringum 1600 tonn fyrstu árin, komst síðan í 1900 tonn, en var 500 tonn 1998.) Rækjuafli hefur aukist gífurlega og er nú reyndar svo kom- ið, að margir óttast að hrun sé hafíð. Hlutdeildarkerfið var fyrst og fremst hugsað til þess að vernda þorskstofninn, en virðist hafa brugð- ist, a.m.k. ef litið er á skráðan afla. Margir, og þá ekki síst sjómenn, staðhæfa að það stuðli að stórfelldu brottkasti afla. Bent hefur verið á leiðir til þess að meta það magn, en til þess virðist enginn vilji. Það er undarlegt, því að hér hljóta að vera í veði gífurlegir hagsmunir fyrir þjóð- arbúið. Kerfið hefur leitt til aukinn- ar sóknar í aðra mikilvæga stofna, sem virðast sumir hverjir vera að hruni komnir. I fáum orðum sagt virðist árangur kerfisins helst vera þessi: Stærri og aflmeiri floti fiski- skipa og síminnkandi botnfískafli. I blaðinu Degi hinn 9. september sl. gaf að líta frétt sem hófst með þessum orðum: Landsamband ís- lenskra útvegsmanna er byrjað að kynna íslenska fískveiðistjórnunar- kerfið á erlendum vettvangi. I þeim tilgangi hefur LÍÚ gefið út ritið „Ábyrg fiskveiðistjórnun íslendinga - fyrirmynd annarra þjóða.“ Guð hjálpi öðrum þjóðum. Höfundur er skógfræðingur og ellilífeyrisþegi ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT 0) mum SAMTOK IÐNAÐARINS Hollustuvemd ríkisins Umhverfisráðuneytið Kynning á lögum og reglum er varða mengunarvarnir fyrirtækja Hollustuvernd ríkisins, Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðarsvæðis, Samtök atvinnulifsins, Samtök iðnaðarins og umhverfisráðuneytið boða til fundar miðvikudaginn 12. apríl. nk. hjá Samtökum iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, klukkan 9.00-12.00. Þar verða nýjar og nýlegar breytingar á lögum og reglum er varða mengunar- varnir fyrirtækja kynnt. Einnig verður verklag við starfsleyfisveitingar hjá heilbrigðisnefndum og framkvæmd eftirlits á vegum heilbrigðisnefnda útskýrt, m.a. með dæmum. Dagskrá: Setning fundarins: Davíð Egilson, forstöðumaður mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkisins. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir: Óskar Maríusson, forstöðumaður umhverfismáladeildar Samtaka atvinnulífsins. Reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun: Gunnlaug Einarsdóttir, sérfræðingur hjá Hottustuvernd ríkisins. Reglugerð um mengunarvarnaeftirlit: Stefán Einarsson, sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Reglugerðir er varða úrgang: Stefán Einarsson, sérfræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins). Starfsleyfl heilbrigðisnefnda: Tryggvi Þórðarson, sviðsstjóri umhverfissviðs Heilbrigðiseftiríits Reykjavfkur. Eftirlit heilbrigðisnefnda: Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Heiibrigðiseftiriits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis. Fundarstjúri: Davíð Egilson. Fundurinn er einkum ætlaður fulltrúum í atvinnulíf inu sem málið varðar. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er úkeypis. fHeilbrigðiseftirlit K1 Ol 4fikl Hafnartjarðar^1' Reykjavíkur !•! SÍK og Kópavogssvæðis ^V)A^(\\aV Brúðhjón Allur borðbiinaóur Glæsileg gjafavard - Briiólijonalislar VERSLUNIN Lnuguvegi 52, s. 562 4244. Vaki sendir áskrifendum Gagnasafnsins tölvupóst í hvert skipti sem nýjar fréttir eða upplýsingar birtast um það efni sem þeir hafa áhuga á. Notendur Vaka velja sér leitarorð og málaflokka og fá þannig alltaf nýjustu upplýsingar um það sem þeir vilja vera GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.