Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 55

Morgunblaðið - 11.04.2000, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 55 UMRÆÐAN ' Þjónusta við aldr aða á nvrri öld FRAMTIÐAR- SPÁR gera ráð fyrir mikilli fjölgun eldri borgara á komandi ár- um og um leið að þeir hinir sömu geti verið heima hjá sér eins lengi og heilsa og aðstæður leyfa. Það er ávinning- ur fyrir einstaklinginn og þjóðarbúið. En hvað þarf til að svo geti orðið? Því velti ég fyrir mér og bið menn sem láta sig mál- ið skipta að hugleiða. Margt hefur verið vel gert í heimaþjón- ustu og m.a. hafa verið haldin launatengd námskeið fyrir fólk sem þar starfar. ímynd starfsins og lág laun verða þó til þess að starf- ið er ekki eins eftirsóknarvert og vera þyrfti. Á þessu er brýn nauðsyn að ráða bót. Móta þarf heildarstefnu um menntun, starfsréttindi og kjör stéttar sem fjöldi fólks þarf á að halda og hefja starfið til vegs og virð- ingar. Höfum í huga að það þarf viður- kennd réttindi til að veita heima- hjúkrun, aðhlynningu og félagslega aðstoð. Það sama hlýtur að eiga að gilda um alla heimaþjónustu. Bryndís Steinþórsdóttir Hvað er félagsleg heimaþj ónusta? „Samkvæmt upplýs- ingum frá Félagsþjón- ustunni í Reykjavík byggir félagsleg heimaþjónusta á hjálp til sjálfshjálpar. Markmiðið er að stuðla að vellíðan og styrkja aldraða svo að þeir geti búið við eðlilegt heimil- islíf svo lengi sem verða má. Starfsfólk í heimaþjónustu á að geta annast almenn heimilisstörf. Einnig á það að leitast við að mæta persónulegum þörfum ein- staklinga. Félagslegur stuðningur, hvatning og samvera eru mikillvægir þættir í starfinu." Nú á tímum eru starfsréttindi mikilvæg og því er nauðsynlegt að Bókhaldskerfi Tl KERFISÞRÓUN HF. -Sj http://www.kerfisthroun.is/ ’iuóiá Urval fermingargjafa DEMANTAHUSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Notaðu lofthœðina með hillukerfi UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN S&ajmar SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 I www.straumur.is Léttar í spori v I' Aldraðir Nauðsynlegt er, segir Bryndís Steinþórsdótt- ir, að skipulagðar verði stuttar áhugaverðar starfsnámsbrautir í heimaþjónustu fyrir fólk á öllum aldri. skipulagðar verði stuttar áhugaverð- ar starfsnámsbrautir í heimaþjón- ustu fyrir fólk á öllum aldri. Náms- leiðir sem stefna að sama markmiði og veita sömu réttindi. Þeir ungu og óreyndu ættu að eiga þess kost að stunda námið í dagskóla sem sérnám eða með öðru tengdu námi t.d. á hús- stjómar-, heilbrigðis- eða félags- fræðibrautum. Ég nefni það vegna þess að margt skólafólk sækist eftir að vinna við heimaþjónustu með námi. Þeir eldri og reyndari ættu að geta fengið reynslu og fyrra nám metið og stundað kvöldnám til við- bótar og ef til vill fjarnám a.m.k. að hluta til. Það gæti einnig hentað ýmsum sem fara snemma á eftirlaun eða missa vinnuna og vilja afla sér viðbótarmenntunar sem leiðir til starfsréttinda. Upplýsingaþjónusta og fræðsla Oft heyrast raddir meðal eldri borgara um að erfitt sé að rata í kerf- inu og finna út hvert á að hringja til að fá aðstoð eða upplýsingar. Sem dæmi um þá þjónustu má nefna að Félag eldri borgara í Reykjavík starfrækir Silfurlínuna, upplýsinga- þjónustu, þar sem félagsmenn geta m.a. fengið aðstoð við að útvega iðn- aðarmenn. Hjá félaginu er einnig hægt að fá lögfræðiaðstoð og aðstoð viðskiptafræðinga. Rauði krossinn starfrækir Vinalínu og þar eru einn- ig sjúkravinir að störfum. Kirkjufé- lögin veita öldruðum aðstoð á mis- munandi vegu. Securitas sér um öryggismál og Tryggingastofnun ríkisins veitir upplýsingar um eftir- laun og bætur. Gera má kerfið ein- faldara með því að starfrækja upp- lýsinga- og fræðsluþjónustu fyrir aldraða, sem mætti t.d. nefna „Grænu línuna", í tengslum við fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Þar gætu aldraðir fengið upplýsingar og fræðslu um hvert á að leita og hvað er til ráða. Með því gefst tækifæri opj gagnkvæmt upplýsingastreymi fyrir'- þau félög og aðra sem vilja liðsinna öldruðum. Auk þess má veita ýmiss konar fræðslu með vel unnum fræðsluþátt- um í útvarpi og sjónvarpi, á Netinu og með stuttum greinargóðum fréttabréfum. Aðalatriði er markviss, vel skipu- lögð, sveigjanleg og fjölþætt heima- þjónusta, eftir þörfum hvers og eins, þar sem aldraðir eru hafðir með í ráðum. Þjónustu þar sem lögð er áhersla á samvinnu þeirra eldri og yngri, gagnkvæmt traust og áreiðanleika. Það skapar öryggi og ánægju fyrir báða aðila. Ég skora á stjórnendur mennta- mála ogfélagsþjónustu sveitarfélaga að hefja sem fyrst markvissar um- ræður um það hvernig auka má og bæta menntun starfsfólks í heima- þjónustu og efla upplýsinga- og fræðsluþjónustu fyrir aldraða, til að skapa þeim öryggi og vellíðan á efri árum. Hofumiur cr hússljórimrkennari og er í frnmkvæmdastjóm FEB í Reykjavfk. OROBLU oroblu@sokkar.is www.sokkar.is KYNNING skrefi f á fermingarsokkabuxum í dag kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. ÁRBÆJAMPÓTEK |A Hraunbæ 102b, sími 567 4200. yymtmiM Heimilistæki SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 umboðsmenn um land allt Ora-sarJínur. Tvœr nýjar og spennandi brag&tegundir. Tak tu eftir nýju umbúdunum! Fjárgjóáur úr hafinu Ovenjuhátt ka Ihhlutfall f ORA-sardínum kemur beinunum til góða! Vissir þú að í 100 g af sardínum úr dós væru yfir 400 mg af kalki, sem er helmingurinn af ráðlögðum dagskammti fullorðinna?* Þetta mikla kalk ásamt próteinum, omega-3 fitusýrum og vftamínum gera sardínur að áhugaverðum og æskilegum kosti fyrir unga sem aldna. Ora-sardínur fást í vatni, salsasósu, tómatsósu eða olíu Ora-sardínur eru lostæti með góðu brauði og harðsoðnu eggi, í eggjaköku, hvers kyns pastarétti, salöt og sem liður f góðum morgunverði eða kvöldsnarli. Niðursuðuaðferðin gerir notkun rotvarnarefna óþarfa. fíTEV • Samkvæmt upplýsingum frá Manneldisráði (slands er ráðlagður dagskammtur af kalki, fyrir 19 ára og eldri, 800 mg. Fyrir unglinga, vanfærar konur og konur með böm á brjósti er ráðlagður dagskammtur 1200 mg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.