Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
ÞAÖ ER NOG Aö SJA
EINA, ÞÆR ERU
ALLAR EINS
Grettir
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Furðuleg frétt
Frá Sigurði Lárussyni:
í SÍÐASTLIÐNUM mánuði komu
marg oft fréttir í sjónvarpi, út-
varpi og blöðum um að fresta
þyrfti byggingu áivers á Reyðar-
firði í að minnsta kosti um tvö ár
og enn væri ekki farið að semja
um verð á rafmagni til fyrirhug-
aðrar verksmiðju, sem hlýtur þó
að vera höfuðforsenda þess hvort
náist viðunandi verð á rafmagni til
framleiðslunnar.
Þess vegna fannst mér furðuleg
frétt sem höfð var eftir formanni
fjárveitinganefndar Alþingis nú
ekki alls fyrir löngu að á þessu ári
ætti að leggja mörg hundruð millj-
ónir í vegagerð að fyrirhuguðu
virkjunarsvæði. Mér finnst nú
vera búið að henda nógu miklum
fjármunum í undirbúning að þess-
ari virkjun, þó að ekki verði farið
að bæta gráu ofan á svart á meðan
þetta hangir allt í lausu lofti.
Nýlega lýsti Friðrik, fram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar, því
yfir að Landsvirkjun hefði nú þeg-
ar varið meira en tveimur milljörð-
um í undirbúning að þessari fram-
kvæmd og líklega hefur
ríkissjóður lagt fram nokkuð á
annan milljarð, ef allur kostnaður
svo sem ferðakostnaður við funda-
höld er meðtalinn.
Af því að þessar framkvæmdir
hanga enn í lausu lofti finnst mér
óforsvaranlegt að henda enn
hundruðum milljóna út í loftið. Það
hlýtur að vera skynsamlegra að
bíða með þessar framkvæmdir eitt
ár, þá hlýtur að verða komið í ljós
hvernig þessi mál standa. Fyrst
nægir peningar eru til vegafram-
kvæmda þá fyndist mér nær að
verja þeim til að byggja upp veg-
inn frá Stóra-Sandfelli niður að
Eydölum í Breiðdal því í þann veg
hefur sáralítið fjármagn verið lagt
síðustu 20 árin þrátt fyrir það að
mér er kunnugt um að bæði
hreppsnefnd Breiðadalshrepps og
bæjarstjórn Egilsstaða nú og
Austur-Héraðs hafa árlega og
jafnvel oft á ári leitað fast eftir því
við þingmenn Austurlandskjör-
dæmis að fá þennan vegarkafla
byggðan upp enda er hann lengsti
kafli samfelldur á öllum hringveg-
inum.
Ég tel að þetta aðgerðaleysi
þingmanna Austurlands sé ein
ástæðan fyrir fólksfækkun í Breið-
dalshreppi síðasta áratuginn. Sam-
starf þessara tveggja byggðarlaga
hefur stóraukist á síðasta áratug,
má meðal annars nefna hvað slátr-
un búfjár varðar, og verslunin hef-
ur aukist mikið við Kaupfélag Hér-
aðsbúa úr Breiðdalshreppi. Það
Smáfólk
HOU) CAN Y0U MULTIPLY
5Y 6 5/8 ?!
THAT'5 RIPICUL005!
■zr
Hvemig er hægt að margfalda
41/2 með 65/a ?
Þetta er hlægilegt.
WHY 5HOULO I LEARN
THAT? I'LL BET IN ALL MY
LIFE l'LL NEVER MULTIPLY
•\lA BY 6 5/e i!
~ZX~
Af hverju verð ég að læra þetta?
Ég skal veðja að ég muni aldrei í
lífinu þurfa að margfalda
41/2 með 6 5/8 .
Af hverju
heldurðu
það?
Ég mun
neita að
gera það.
-ȣx
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.