Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 65

Morgunblaðið - 11.04.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Guðmiindnr Páll Arnarson ÞAÐ er sjaldgæft að fá upp dæmigerð „bókarspil" í keppni, en eitt slíkt kom upp í undanúrslitum íslands- mótsins, í fjórðu umferð: Suður gefur; allir á hættu. Norður * A6 v K832 * K54 * A742 Vestur Austur + DG10982 * K43 v G7 V D94 ♦ Á82 ♦ G1076 * 103 + D98 Suður * 75 y Á1075 * D93 * KG65 Oftast nær var lokasögnin ijögur hjörtu í suður, gjam- an eftir þessar sagnir: Vcstar Norður Austur Suður “ Pass 2spaðar Ðobl 3spaðar 4 hjörtu Pass Pass Pass Þetta er spegilskipting, sem er yfirleitt slæmt í trompsamningi, enda nýtist þá trompið ekki sem skyldi. En oft er hægt að kalla vöm- ina til hjálpar og svo er í þetta sinn. Utspilið er spaða- drottning, sem sagnhafi tek- ur strax, spilar tveimur efstu í trompi og fer svo í laufið, tekur ásinn og svínar gosan- um. Þegar það heppnast, tekur hann laufkóng og send- ir vörnina svo inn á spaða. Hvor vamarspilarinn um sig getur tekið spaðaslaginn og sótt að tíglinum. En samt er ein staða í tígullitnum þai' sem vörnin kemst ekki hjá því að gefa slag og hún er hér til staðar - ásinn í vestur og GIO í austur. Ef vestur tekur slaginn og spilar frá tígulásn- um, hleypir sagnhafi heim á drottningu og spilar svo að kóng. Og ef austur tekur spaðaslaginn og spilar tágli, vaknar nía suðurs til h'fsins. Spilið stendur því einfaidlega í þessari góðu legu. SKAK l]m$jón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik MEÐFYLGJANDI staða kom upp á milli búlgarska al- þjóðlega meistarans Vladim- ir Georgiev, hvítt, (2.508) og rússneska alþjóðlega meist- arans V. Lazarev (2.493) á lokuðu alþjóðlegu móti í Elg- oibar á Spáni sem haldið var undir lok síðasta árs. 26. Dxa6! Hf8! Eina leiðin til að halda taflinu gangandi. 26. ... Hxa6 27. He8 er mát. 27. Bxf7+! Kh8 Besti leikur- inn þar sem eftir 27. ... Hxf7 vinnur hvítur með 28. He8+ og jafnframt er 27. ... Dxf7 ekki gott sökum 28. Dxd3. 28. Dd6 Dxc5 29. Dxd3 29. Dxc5 Rxc5 30. He8 var einn- ig sannfærandi vinningsleið. 29.... Hxf7 30. He8+ Hf8 31. De3! Notfærir sér stefið um mát á áttundaröð, en það sem eftir lifir skákarinnar not- færir hvítur sér það með markvissum hætti. 31.... Df5 32. b4 Dbl+ Að öðrum kosti verður frípeðið óstöðvandi. 33. Kh2 Dxb4 34. Dd4! Da3 35. Dd8 Kg8 36. Dd5+ Kh8 37. Df7! Lokastefið. 37. ... Dd6+ 38. f4 Dh6+ 39. Kg3 og svartur gafst upp enda skammt í mátið. ÍDAG Árnað heilla Q /A ÁRA afmæli. í dag, O v/ þriðjudaginn 11. apríi, er áttatíu ára Vilhelmína Sigurjónsdótt- ir, hjúkrunarheimilinu Eir. Vilhelmína verður með kaffi á könnunni kl. 15-17. /\ÁRA afmæli. í gær, O vl mánudaginn 10. apríl, varð fimmtugur Magnús Kolbeinsson, Eyjavöllum 13, Keflavík. Kolbeinn tekur á móti gestum í félagsheimili Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17, Keflavík, föstudaginn 14. apríl frá kl. 20. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 1.391 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Eydís Sigrún Jónsdóttir og Svein- björg Karlsdóttir. Með morgunkaffinu ai 7é/yH Ef þú lætur mig sitja eftir hefur þú á samviskunni að hænsnahópur fær ekk- ert að éta, litlir grísir ekki heldur og einmana hund- ur fær ekki reglubundinn göngutúr og samvistir við eiganda sinn. Mamma tók umsagnir kennaranna allar úr sam- hengi. LJOÐABROT VORVÍSUR Þegar líður gamla góa, góðs er von um land og flóa, vorið bræðir vetrarsnjóa, verpa fuglar einherjans út um sveitir ísalands; ungum leggur eins hún tóa, úr því fer að hlýna. Enga langar út um heim að blína. Tjaldar syngja um tún og móa, tildrar stelkur, gaukur, lóa endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrin byggir þessi fans út um sveitir ísalands; æðarfuglinn angra kjóar, eru þeir að hvína. Enga langar út um heim að blína. Sæt og fógur grösin gróa, gleðja kindur, naut og jóa, engjar, tún og auðnir glóa eftir boði skaparans út um sveitir Isalands; að stekkjarfénu stúlkur hóa og stökkva úr því við kvína. Enga langar út um heim að blína. Eggert Ólafsson. STJÖRIVrSPÁ eftir Franees Drake HRIJTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert framtakssamur með a fbrigðum og þarft stundum að halda aftur af þér annarra vegna. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það hefur ekkert upp á sig að skjóta málum á frest, heldur skaltu bara afgreiða þau strax í dag. Þér líður miklu betur á eftir, sannaðu til. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er nauðsynlegt að þekkja vel þann, sem maður deilir sínum innstu skoðunum með. Fljótfærni í þeim efnum get- ur reynst hai’la afdrifarík. Tvíburar (21. maí - 20. júní) nA Það eru svo margir mögu- leikar í stöðunni að þér fall- ast hendur og þú vilt helst ekkert gera. En það er þó versti kosturinn svo gerðu eitthvað. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú stendur frammi fyrir vali sem getur haft mjög örlaga- ríkar afleiðingar í framtíð- inni. Gefðu þér því góðan tíma svo allt fari nú á bezta veg. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Varastu flók- inn málatiibúnað því einfald- leikinn er oft áhrifamestur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) vtmL Þú hefur iátið margt reka á reiðanum en nú verður ekki hjá því komist að taka málin fóstum tökum. Láttu alla sjálfsmeðaumkun lönd og leið. Vo£ 'tC'TX (23. sept. - 22. október)4* A Þótt þú viljir helst vera einn um hituna kemstu ekki hjá því að taka höndum saman við samstarfsmenn þína. Það eitt tryggh- framgang mála. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) '•tlí Það er margt sem bendir til breytinga hjá þér og þótt kvíða gæti máttu ekki láta hann ná tökum á þér því um- skiptin geta reynst þér mikil gæfa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) mO Þér mun reynast auðveldara að koma hugmyndum þínum á framfæri en þú hugðir. Það þýðir þó ekki að eftirleikur- inn verði sá sem þú ætlaðir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að stökkva ekki upp á nef þér af minnsta til- efni. Sýndu eðlilegri við- brögð. Þau tryggja að mark verði tekið á orðum þínum. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Þú þarft að verja sjálfan þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af öðru fólki. Haltu bara þínu striki eins og það sé ekki til. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Orðatiltæki og málshættir eru uppistaðan í leik sem þú skalt bjóða vinum þínum til. Þetta er saklaust gaman og skemmtilegt og fræðandi í senn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreymda. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 65 Sumir velja sér tvo lMjrunaiita ura ævina er aiinar þeirra i Hjóloglínur Flugustangir meö lífstíðarábyrgð Útsölustaöir: s Útilíf | Veiðibúð Lalla Vesturröst Höfum opnað á nýjum stað Garðatorgi 7 Nýjar vörur fyrir konur á öllum aldri T~~f 1 /7 A ''f / Opið í dag sunnud. frá 12 - 16 J (j (y(_/ f L lÆ °pið das,esa frá 10 -18 Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996. Hörskyrtur Hvítar, svartar, grænar. Stæröir 36-46. Hörbuxur stsr's“""'a“-46' LJ I |» Svartir og grænir. Stærðir 36-46. I IUI fVJUICII Verðkr. 8.900 POLARN O. PYRET Kringlunni — s. 568 1822 Léttu hjartanu lífið! Hjartað púlar fyrir þig allan sólarhringirm, allt þitt líf. Þú gctur styrkt hjartað og auðveldað því puðið: Taktu til fótanna. Rösk ganga í samtals 30 mínútur á dag dregur úr blóðfitumyndun, lækkar blóðþrýsting og styrkir hjartað og æðakerfið. Hreyfðu þig reglulega og taktu fjölskylduna með. Borðaðu góðan og hollan mat; litríka ávexti, ferskt grænmeti, fitulítið kjöt, ferskan fisk, léttar mjókurvörur og pasta. Njóttu matarinns í næði. Mundu að reykingar orsaka hjartasjúkdóma. Reykingamaður er í tvöfalt meiri hættu á að fá kransæðastíflu. Er blóðþrýstingur þinn í lagi? Eftir fimmtugt ætti að mæla hann <\ annað hvert ár. : Léttu hjartanu iífið og líf þitt verður betra. Landlæknisembættið Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu www.landlaeknir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.