Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2000 ársverk töpuð vegna dauðaslysa við vinnu UM 2.000 ársverk hafa tapast hér á landi síðast- liðin 20 ár vegna dauðaslysa í vinnu. Par af eru 1.032 ársverk vegna andláts fólks undir þrítugu. Petta kom fram í erindi Kristins Tómassonar, yfirlæknis atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins, á ársfundi stofnunarinnar í gær. Kristinn sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar tölur væru byggðar á áætlun sem Vinnu- eftirlitið hefði gert og þegar aldursdreifing slas- aðra í vinnuslysum síðustu 20 ár væri skoðuð kæmi sama mynd í ljós; fólk 16-30 ára yrði helst fyrir slysunum. Hins vegar sagði Kristinn að vegna ófullkom- innar slysaskráningar hér á landi væri erfítt að staðhæfa nákvæmlega um fjölda tapaðra ár- sverka vegna vinnuslysa, annarra en dauðaslysa. Hátt hlutfall fólks undir þrítugu Kristinn sagði að hátt hlutfall yngra fólks en þrítugs væri í engu samræmi við hlutdeild hópsins á vinnumarkaðnum í heild. Hann sagði að við það tilefni sem ársfundurinn og þessar tölur gæfu vildi Vinnueftirlitið hvetja til þess að gert yrði átak til að forða ungu fólki frá alvarlegum vinnu- slysum. Fyrsta skref í slíku átaki þyrfti að vera að efla mjög slysaskráninguna. Hér skorti á að önnur vinnuslys en hin alvarlegustu væru tilkynnt og hvað varðaði tilkynningar væri ástand mála óvíða fullnægjandi nema á einstöku stærri vinnustöð- um. „Vegna þessa er fjöldi einstaklinga, sérstaklega yngra fólk, mögulega að missa af vinnuslysa- tengdum bótum. Við vitum það ekki, en þetta er áhyggjuefni og við þurfum að fara að elta þetta uppi - núna,“ sagði Kristinn. „Við skráningu fáum við upplýsingar um or- sakaþætti slyss, hvað viðkomandi er að gera, hvers konar störfum hann er að sinna, hvert um- hverfið er, hver einstaklingurinn er og með þess- um þáttum er hægt að setja fram skipulega for- vamaáætlun gegn slysurn." Hann sagðist vonast til að í tengslum við Slysa- skráningu íslands, sem er átak landlæknis, Vinnueftirlits ríkisins, lögreglu, umferðarráðs, vegagerðar, heilbrigðiskerfísins og fleiri sem að slysum koma, fáist betri samræming á skráningu og upplýsingar um hverjir slasast og hvar og að hverju þurfí að beita kröftunum. Bætt skráning fyrsta skrefið „Við vitum það ekki nægilega vel í dag til þess að við getum sinnt þeim forvörnum, sem hægt er að sinna, og beint því til þessa unga fólks á vinnu- markaði að nota hjálpar- og öryggistæki í vinnu til þess að forðast slys og fara ekki í hættuleg verk nema með fullnægjandi þjálfun. Bætt skráning er fyrsta skrefið, með henni má merkja hverjir eru í mestri hættu og vinna markvissara, þótt mikið og gott starf hafí verið unnið af hálfu margra aðila að því að fá gott yfLrlit yfir vinnuslys, líka þau slys þar sem hetjurnar skreppa til læknis og mæta strax aftur.“ Hann sagði að ávinningur einstaklingsins af því að skrá vinnuslys sem hann yrði fyrir væri sá að um leið og hann hefði tilkynnt slysið lægi fyrir op- inber tilkynning um slys. „Vinnuslys eru bóta- skyld og einstaklingurinn ávinnur sér mögulegan rétt á bótum, sem verður erfiðara að sækja ef vinnuslys er ekki tilkynnt," segir Kristinn. En hvers vegna tilkynna menn ekki vinnuslys? „Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að menn muna ekki eftir því og hugsa ekki út í það; eru kappsfullir og vilja halda áfram með verkið og leiða ekki hugann að því að af slysinu geta hlotist meiri og alvarlegri afleiðingar en virð- ist við fyrstu sýn,“ sagði hann. Kristinn sagði að meira en 1.000 vinnuslys væru tilkynnt á ári hveiju og það væri sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum en ekki væru traustar for- sendur fyrir áætlun um raunverulegan fjölda. Kosningar til Btínaðarbine-s Hvassviðri olli víða usla á Suðurlandi Þegar verst lét var vindhraðinn 25-30 metrar á sekúndu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins fauk til í flugtaki Tveir listar á Suður- landi SUNNLENSKIR bændur geta val- ið á milli tveggja lista við kosningar til Búnaðarþings sen væntanlega fara fram í vor. Hvorugur listanna er merktur pólitískum flokkum. Við búnaðarþingskosningar fyrir þremur árum komu fram tveir listar, Sunnlenski bændalistinn og listi sjálfstæðismanna. Sá fyrrnefndi fékk fimm menn kjörna en sjálfstæð- ismenn einn. Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram að þessu sinni en að minnsta kosti tveir frambjóðendur þeirra frá tveimur síðustu kosning- um hafa nú tekið sæti á Sunnlenska bændalistanum þar sem framsókn- armenn eru annars áberandi. Par sem Sunnlenski bændalistinn kom einn fram íyrir lok reglulegs framboðsfrests var fresturinn fram- lengdur um hálfan mánuð. Við lok hans kom fram annar listi, Listi um- bótasinna. Kosnir verða sex fulltrúar á Búnaðarþing. I efstu sætum Sunnlenska bænda- listans eru Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð, Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Eggert Páls- son á Kirkjulæk, Sigríður Jónsdóttir í Gýgjarhólskoti, Bergur Pálsson í Hólmahjáleigu og Guðni Einarsson í Þórisholti. Efstu menn umbótasinna eru Eg- ill Sigurðsson á Berustöðum, Arnar Bjami Eiríksson í Gunnbjamarholti, Elvar Eyvindsson á Skíðbakka, Ól- afur Eggertsson á Þorvaldseyri, Birna Þorsteinsdóttir í Stóru-Hildis- ey og Georg Ottósson á Flúðum. Flugvél LÍTIL fjögurra sæta eins hreyfils flugvél skemmdist nokkuð í flugtaki á Selfossflugvelli þegar vindhviða lyfti stéli hennar upp með þeim af- leiðingum að hún lyftist upp að aft- an og kollsteyptist. Flugmaðurinn var einn um borð en hann sakaði ekki. Bíða þurfti þess að vind lægði til að koma vélinni á réttan kjöl. Mikið hvassviðri var á Selfossi í gær og bámst lögreglu fjöldamarg- ar tilkynningar um fjúkandi þak- plötur og lausamuni. Kallaðar vom til björgunarsveitir sem aðstoðuðu eftir föngum. Að sögn lögreglunnar Selfossi fór vindur í 25-30 metra á sekúndu þegar verst lét. Fjúkandi lausamunir skemmdu bifreiðir og nokkrar tafir urðu á veginum í Ölf- usi vegna tveggja flutningabifreiða sem fuku til á veginum. í nokkrum húsum í nýju hverfi bæjarins voru farnir að fjúka að- skotahlutir inn um glugga og á ein- um stað inn í eldhús. Um kvöldið var lögreglunni tilkynnti um að plötur og plastdót væm farin að fjúka úr tívolíhúsinu, sem verið er að rífa í Hveragerði. Engin slys urðu þó á fólki. í Vestmannaeyjum höfðu laus- legir hlutir, fiskikör og lausar plöt- ur, fokið á bíla og valdið töluverðum skemmdum á þeim, að sögn lög- reglu. Vindur var stöðugur í um 25 metmm á sekúndu, en mun hvass- ari í verstu hryðjunum. Vegna hvassviðris var ekkert ferðaveður um Skógarsand, Sól- heimasand og Mýrdalssand, og hafði fjöldi vörubílstjóra numið staðar á Hvolsvelli til að bíða eftir að vind lægði í gærkvöldi. Undir Eyjafjöllum voru afar hvassir sviptivindar sem fóru upp í 36 metra á sekúndu, en á milli datt vindur niður í 12 metra á sekúndu, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Gagnvirk miðlun og Islensk miðlun hefja samstarf GAGNVIRK miðlun og íslensk miðlun hafa gert með sér sérstakt samkomulag, sem felur í sér að ís- lensk miðlun tekur að sér öll sölu- og markaðsmál fyrir SkjáVarp á ísafirði. Starfsmenn íslenskrar miðlunar á Isafirði munu því framvegis veita upplýsingar um „SkjáVarp ísa- fjörður" og sjá um öll tengsl við forsvarsmenn fyrirtækja og stofn- ana á svæðinu, sem og alla þá sem geta nýtt sér þjónustu SkjáVarps. Uppsetning SkjáVarpsskjáa í fyrirtækjum og stofnunum verður sömuleiðis í höndum íslenskrar miðlunar á ísafirði. Stöðugt er unnið að uppbygg- ingu SkjáVarps og miðlar það nú staðbundnum upplýsingum til íbúa tuttugu og tveggja byggðarlaga um allt land. Hægt er að nýta sér upplýsingar SkjáVarps á öllum heimilum og helstu fyrirtækjum og stofnunum. Þar getur fólk nálgast upplýsingar um allt það helsta sem er á döfinni í þeirra heimabyggð. --------------- Bátar í minniháttar vandræðum BRÆLA var á miðum í gær og lentu a.m.k. tveir bátar á sjó í minniháttar vandræðum vegna sjógangs. Annar bátanna, á leið til Grinda- víkur, fékk á sig brot og sigldi varð- skip Landhelgisgæslunnar áleiðis að honum en í ljós kom að ekki var þörf á utanaðkomandi aðstoð. Hinn báturinn var skammt undan landi vestan Hafnarness á leið til Þorlákshafnar og fékk hafnsögubát frá Þorlákshöfn til að fylgja sér til hafnar. --------------- Verð hækk- ar um 5,1% í Nýkaupi í NÝRRI verðkönnun Samstarf- sverkefnis NS og ASÍ-félaga á höf- uðborgarsvæðinu kemur í ljós að verð í Nýkaupi hefur hækkað um 5,1% frá því að verðkönnun var síð- ast gerð af Samstarfsverkefninu í mars sl. Verð í Bónusi hefur á hinn bóginn lækkað um 3,4% og er Bónus með lægsta verðið af þeim 12 mat- vöruverslunum sem könnunin var gerð í á höfuðborgarsvæðinu. ■ Nýkaup hefur/51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.