Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 37 M-2000 Laugardagur 15. apríl. Háskólabíó. Kl. 16. Sinfóníuhljómsveit íslands Requiem eftir Verdi. Síðari flutningur Sinfón- íuhljómsveitar Islands á Requ- iem Verdis. Með hljómsveitinni koma fram ein- söngvaram- ir Georgina Lukáes, Ildiko Komlosi, anni Mongiardino, Edward Crafts og kór Islensku óperunnar. Stjórnandi er Rico Saccani. www.sinfonia.is. Kringlan. Kl. 14. Kvennakór Reykjavíkur stendur fyrir fyrsta norræna kvennakóramótinu í Reykjavík sem er haldið dagana 27. apríl til 1. maí. Þekktir leiðbeinendur halda námskeið, virtur gesta- kór syngur á tónleikum og flutt verður frumsamið mótslag eftir íslenskt tónskáld. Á lokatón- leikum mótsins er ráðgert að 1.500 konur syngi einum rómi lög frá öllum Norðurlöndunum. Gallerí Sævars Karls. Kl. 14. Ljósmyndasýning Báru Kristinsdóttur. Á þessari sýningu mun Bára sýna portretmyndir af þekktum íslendingum. www.reykja- vik2000.is. Miðasala Menningarborgar er í Upplýsingamiðstöð ferða- mála. Bankastræti 2. Málþing um glæpasögur BÓKASAMBAND íslands efn- ir til umræðufundar um afþrey- ingarbókmenntir í Kornhlöð- unni við Bankastræti í dag kl. 14.00. Framsögumenn verða Kristinn Kristjánsson, bók- menntafræðingur og formaður Hins íslenska glæpafélags, og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenn- tafræðingur. Kristinn fjallar um íslenskar spennusögur á fyrri hluta aldarinnar en Úlf- hildur tekur fyrir íslenskar spennusögur síðustu ára. Einnig verður lesið upp úr nýjustu glæpasögunni, Leynd- ardómum Reykjavíkur 2000, sem átta höfundar hafa skrifað. Umræður verða að framsögu lokinni sem höfundar Leyndar- dóma Reykjavíkur 2000 taka þátt í. Þeir munu og árita bók- ina fyrir lesendur. Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2000 Vignir Jóhannsson sýnir nýjar myndir VIGNIR Jóhannsson sýnir vatns- litamyndir, olíumálverk og skúlp- túr á Myndlistarvori íslandsbanka í Eyjum 2000. Sýningin verður opnuð í dag kl.17 í Gallerí áhalda- húsinu, á horni Græðisbrautar og Vesturvegar. Vignir Jóhannsson hefur unnið jöfnum höndum grafík, málverk, skúlptúr, auk leikmyndahönnunar. Þetta er fyrsta einkasýning hans í Vestmannaeyjum en hann hefur haldið fjölda sýninga, jafnt einka- sem og samsýninga bæði heima og erlendis frá árinu 1980. Á sýninguVignis verða málverk á striga, vatnslitamyndir og þrí- víddargólfverk. Þetta eru allt nýjar mjmdir sem ekki hafa verið sýndar áður. Hann hefur verið að vinna með myndir sem tengjast tíman- um, vatninu og landinu og hvernig tíminn líður og fer um manninn. Vignir segir að stefna hans und- anfarin ár hafí verið að einfalda hina sjónrænu upplifun, þannig að allir fletir verði einfaldari. „Það má kannski segja að ég sé að losa Morgunblaðið/Sigurgeir Vignir Jóhannsson hefur verið að vinna með myndir sem tengjast tím- anum, vatninu og landinu og sýnir ný verk á Myndlistarvori í Eyjum. sjónræna þáttinn við skrautið. Ég stilli ekki saman miklu af andstæð- um litum, heldur finn samhljóm í litasamsetningum á einfaldan hátt. Einfaldleikinn er þvi það sem ég hef verið að fást við. Samt sem áð- ur eru kannski að mörgu leyti flóknar aðferðir við að ná þessu marki, en það er tilgangurinn og ætlunin." Sýningin verður opin frá kl. 14- 18 sunnudaginn 16. apríl og á sama tíma á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn 22. apríl, páskadag og annan í páskum, sem jafnframt er síðasti sýningardagur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kammerkór Seltjarnarneskirkju ásamt Sigrúnu Steingrímsdóttur. Lokatónleikar kirkj ulistahátí ð ar KAMMERKÓR Seltjamar- neskirlqu, undir stjóm Sigrúnar Steingrímsdóttur, og Selkórinn, undir stjóm Jóns Karls Einars- sonar, koma fram á lokatónleikum kirkjulistarviku í Seltjamar- neskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Guðrún Helga Stefánsdóttir, Álf- heiður Hanna Friðriksdóttir, Ste- fán Stefánsson og Sigrún Jónsdótt- ir syngja einsöng og tvísöng, m.a. úr kantötum eftir J.S. Bach. Flutt verða verk eftir Bach, Brackner, Franck, Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjömsson, Leif Þórarinsson, Egil Gunnarsson o.fl. Sönghópurinn Sólarmegin fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sönghópurinn Sólarmegin 10 ára SÖNGHÓPURINN Sólarmegin heldur tónleika í Bíóhöllinni á Akra- nesi í dag, laugardag, kl. 17. Tón- leikamir er í tilefni af því að tíu ár em liðin frá stofnun sönghópsins. Nokkrir fyrrverandi söngfélagar koma fram með hópnum og rifja upp lög af fyrri efnisskrám. Fyrir tónleika og í hléi leika þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari, og Ólafur Stolzenwald, bassaleikari, fyrir gesti í anddyri Bíóhallarinnar. Sönghópurinn var stofnaður í jan- úarmánuði 1990 af nokkrum söng- áhugamönnum og -konum á Akra- nesi og hefur hann starfað samfleytt síðan. Hópurinn er tvöfaldur kvar- tett, þ.e. íjórar konur og fjórir karl- Viður og gler í Listasetrinu TRAUSTI Bergmann og Ólöf Sæ- mundsdóttir opna sýningu á verkum sínum í Listasetrinu, Skólavörðustíg 17, í dag, laugardag, kl. 11. I verkum sínum blanda þau saman viði og gleri á nýstárlegan hátt, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur fram að páskum. -------------------- Vorsöngur SÖNGDAGSKRÁ verður í Hall- grímskirkju í dag, laugardag, kl. 15, á vegum Bama- og unglingakórs kirkjunnar. Fram koma Graduale- kór Langholtskirkju, Unglingakór Selfosskirkju, Kór Snælandsskóla ásamt Bama- og unglingakór Hall- grímskirkju. ar sem öll hafa reynslu af kórsöng. Hópurinn hefur komið víða fram, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Frá 1993 hefur Guðmundur Jóhannsson stjómað hópnum en fyrstu árin sljómaði Ragnheiður Ólafsdóttir. Nýlega festi hópurinn kaup á söngkerfi og má segja að þar hafi haldist í hendur örlitið breyttar áherslur í lagavali og áhugi manna á að reyna eitthvað nýtt, segir í fréttatilkynningu. Hremlætis Stuitusett frákr. 2.990,- Sturtutæki frá kr. 8.990. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is OROBUI skrefi oroblu@sokkar.is www.sokkor.is Fermingartilboð 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. Kynning í Apólekinu, Smáratorgi, í dag kl. 13-17 Tilboð gilda einnig í Apótekinu Skeifunni, Apótekinu í Nýkaup Kringlunni, Apótekinu Suðurströnd, Apótekinu Spönginni, Apótekinu Mosfellsbæ, Hafnarfjarðar Apóteki, Apótekinu Iðufelli og Apótekinu Smiðjuvegi. Apwtekið Smáratorgi 1, sími 564 5600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.