Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 57 SKOÐUN FRUMVARP TIL LAGA UM MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um mat á umhverfisáhrifum und- anfama mánuði enda ekki vanþörf á, því mik- ið getur verið í húfi þeg- ar teknar eru ákvarðan- ir um framkvæmdir eða starfsemi sem getur haft í for með sér um- talsverð umhverfisáhrif. Tilgangur þessara skrifa er að fjalla lítil- lega um frumvarp til laga um mat á umhverf- isáhrifum (þskj. 644, 386. mál) sem lagt var fram á Alþingi í febrúar sl. og athugasemdir sem fylgja því. Fyrst og fremst verður bent á nokkur atriði sem ekki er að finna í frumvarpinu eða ekki fjallað um í athugasemdum sem fylgja því. Skýrt skal þó tekið fram að ekki er um tæmandi umfjöllun að ræða. Fortíðin Pegar frumvarp það sem varð að gildandi lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum var undirbúið var takmarkaðar upplýsingar að fá frá öðrum löndum í Evrópu enda fá ríki þar búin að setja ítarlega löggjöf um efnið eða höfðu litla reynslu af fram- kvæmd slíkra laga. Jafnframt er til- skipun 85/337/EBE, sem lög nr. 63/ 1993 byggja aðallega á, óskýr að mörgu leyti og hefur framkvæmd hennar valdið margvíslegum ágrein- ingi innan ríkja sem eru á EES-svæð- inu. Rúmlega tugur dómsmála hefur til dæmis gengið hjá EB-dómstólnum vegna túlkunar á nokkrum ákvæðum tilskipunarinnar. Nú er öldin önnur og þó nokkur reynsla hefur fengist í ýmsum ríkjum, m.a. á íslandi. Dómar hafa gengið og tilskipun 85/337/EBE var breytt verulega með tilskipun 97/ 11/EB. Ekki síst vegna lítillar reynslu við gerð mats á umhverfisáhrifum hér á landi og í öðrum Evrópuríkjum var samþykkt sérstakt ákvæði til bráða- birgða I í lögum nr. 63/1993. Par segir að lögin skuli endurskoðuð jafnframt því sem fram fari endurskoðun skipu- lagslaga og byggingarlaga. Sú endur- skoðun fór hins vegar ekki fram þeg- ar frumvarp til skipulags- og bygg- ingarlaga (lög nr. 73/1997) var undir- búið. Hins vegar var nefnd þeirri sem skipuð var árið 1997 tii að endurskoða lög nr. 63/1993 um mat á umhverfis- áhrifum falið að kanna hvort fella ætti lög um mat á umhverfisáhrifum inn í ný skipulags- og byggingarlög eða halda þeim sem sérstökum lögum. Niðurstaðan varð sú að halda lögun- um sem sérstökum lögum, sbr. frum- varpið sem lagt var fram í febrúar sl. Endurskoðunin - reynslan Hlutverk nefndar- innar sem falið var að endurskoða lögin var m.a. að endurskoða þau með hliðsjón af fenginni reynslu. Einnig var nefndinni ætlað að feUa inn í lögin tilskipun 97/ 11/EB en hún breytir tUskipun 85/337/EBE einsogfyrr sagði. Fyrst að reynslunni. Hvaða reynsla liggur fyrir? I frumvarpinu er ekki að finna skýrar upplýsingar um reynsluna á Islandi þótt einhver ákvæði frumvarpsins endurspegli hana. Nú eru tæplega sjö ár Uðin síð- an lög nr. 63/1993 um mat á umhverf- isáhrifum tóku gUdi og um 100 úr- Tilgangur mats á um- hverfísáhrifum er fyrst og fremst sá, segir Aðalheiður Jóhanns- dóttir, að tryggja fag- legan grunn leyfisveit- inga, en matið sjálft er ekki leyfi til fram- kvæmda og getur ekki komið í stað þess. skurðir Skipuiagsstofnunar hafa gengið. Þar af hafa um 40% þeirra verið kærð tíl umhverfisráðherra og rúmlega 5% mála hafa verið úrskurð- uð í frekara mat á umhverfisáhrifum. Þessar tölur eru í sjálfu sér áhuga- verðar en það sem er þó enn áhuga- verðara að mínu mati er hvaða for- sendur eru lagðar tU grundvallar þegar niðurstaða er fengin á báðum stjórnsýslustigum. I frumvarpinu er ekki að finna neinar slíkar upplýsing- ar. Hefði ekki verið rétt að greina úrskurðina, eða a.m.k. hluta þeirra, og athuga t.d. hvort gagnaöflun sé fullnægjandi eða henni almennt ábótavant þegar mat á umhverfis- áhrifum er lagt til umfjöllunar og úrskurðar Skipulagsstofnunar? Einnig hefði verið áhugavert að fá upplýsingar um hversu margar fram- kvæmdir hafa verið taldar hafa í fór með sér umtalsverð umhverfisáhrif og hvers vegna. Enn fremur má nefna upplýsingar um það hvemig staðið hefur verið við skilyrðin sem sett hafa verið í úrskurðum og hvort spár um lítil eða mikil umhverfisáhrif hafa gengið eftir eftir eða ekki. Loks má velta því fyrir sér hvort gerðar hafi verið of htlar kröfur til fram- kvæmdaraðila eða e.t.v. of miklar, o.fl. Slík greining hefði einnig getað orðið til hjálpar, t.d. við mat á því hvaða framkvæmdir á skilyrðislaust að meta og hveijar ekki, svo og við mótun og gerð svokallaðra viðmiða og þröskulda. En hver er tilgangurinn með mati á umhverfisáhrifum? Hér er e.t.v. kom- ið að merg málsins. Það er í raun auð- veldara að segja hver á ekki að vera tilgangurinn. Hann er ekki sá að stoðva framkvæmdir eða starfsemi nema í undantekningartilfellum. Til- gangur mats á umhverfisáhrifum er að sjálfsögðu fyrst og fremst sá að tryggja faglegan grunn leyfisveitinga en matið sjálft er ekki leyfi til fram- kvæmda og getur ekki komið í stað þess. Mat á umhverfisáhrifum er því mikilvægt hjálpartæki við ákvarðana- töku og eitt tæki af nokkrum sem not- uð eru til þess að ná markmiðum var- úðarreglunnar þegar hún á við. Nú að reynslu annarra ríkja. í frumvarpinu eru nánast engar upp- lýsingar um sambærilega löggjöf annarra ríkja eða reynslu þeirra. Slíkar upplýsingar hefðu verið gagn- legar, sérstaklega m.t.t. þess sem kemur fram í athugasemdum við ákvæði til bráðabirgða III. Þar kem- ur fram sú staðreynd að íslensku lög- in um mat á umhverfisáhrifum skera sig úr, einkum þar sem skilið er á milli mats á umhverfisáhrifum og leyfis- veitingar fyrir einstakar fram- kvæmdir eða starfsemi. í stað þess að leggja til nýja málsmeðferð nú, sem hefði breytt þessari sérstöðu sem h'til rök eru til að viðhalda, er lagt til í frumvarpinu að skipuð verði önnur nefnd sem kannar hvort ástæða sé til þess að sameina og samræma ákvörð- unarferil mats á umhverfisáhrifum. Ef til vill er frumvarpið sem lagt var fram í febrúar sl. fast í vef fortíðar og þá á ég fyrst og fremst við þá stað- reynd að efni þess tekur htið mið af stærstu atriðunum sem koma fram í tilskipun 97/11/EB. Þess í stað er það svipað gildandi lögum og byggir nán- ast alfarið á þeirri málsmeðferð sem þar var lögfest, með nokkrum undan- tekningum þó. EES-samningnrinn og tilskipanir 85/337/EBE, sbr. 97/11/EB Tilvitnaðar tilskipanir eru hluti af EES-samningnum. í athugasemdum með frumvarpinu er m.a. fullyrt að Aðalheiður Jóhannsdóttir Mánudagur 17. apríl kl. 20:30 Margir höstuðu á hann,... Háteigskirkja Þjáning í lífi ungs fóiks. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Hamrahiíðarkórinn flytur íslenska trúartónlist undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. I fótspor Krists Kirkjukvöld i dymbilviku Þriöjudagur 18. apríl kl. 20:30 María geymdi allt þetta í hjarta sér María, móðir Guðs á jörðu. Sr. Arngrímur Jónsson, dr. theol. Signý Sæmundsdóttir, sópran, og dr. Douglas A. Brotchie, organisti, flytja Maríutónlist. Miðvikudagur 19. aprfl kl. 20:30 Krossinn og Ijós heilagrar þrenningar Hver var kveikjan að kórmyndinni? Benedikt G. Gunnarsson, listmálari. Kirkjukór Háteigskirkju syngur ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum undir stjórn dr. Douglas A. Brotchie, organista. tilskipun 97/11/EB sé tilskipun sem mælir fyrir um lágmarkskröfur sem ríld verða að uppfylla, en að þeim sé í sjálfsvald sett hvort gerðar eru ríkari kröfur en þær sem eru í tilskipuninni. Þessi fullyrðing er því miður ekki að öhu leyti rétt og afar mikil einfóldun. Er t.d. bent á 75. gr. EES-samnings- ins í þessu sambandi. Þar kemur efn- islega fram að strangari kröfur verða að standast EES-samninginn að öðru leyti. Það getur verið afar matskennt hvenær farið er yfir mörkin og at- huga verður hvert tilfelli fyrir sig. Miklar kröfur, litlar kröfur En hvað er það sem er frábrugðið? í stórum dráttum má segja að form- leg málsmeðferð í tilskipun 97/11/EB byggi á tveimur aðalatriðum. í fyrsta lagi gerir tilskipunin ráð fyrir að framkvæmdaraðili geti snúið sér til einhvers opinbers aðila og óskað eftir áliti hans á umsókn um leyfi tU fram- kvæmda (starfsleyfi eftir atvikum) og þeim upplýsingum sem leggja á til grundvaUar við mat á umhverfisáhrif- um. í öðru lagi er gert ráð fyrir því að ákvörðun um að veita leyfi til fram- kvæmda ásamt forsendum þess sé háð opinberri kynningu, þegar leyfis- veitandi hefur tekið ákvörðun um að veita leyfið, eða eftir atvikum að veita það ekki. Frumvarpið sem lagt var fram í febrúar sl. er nokkuð frábrugðið tíl- skipuninni að þessu leyti. Samkvæmt því hefur Skipulagsstofnun áfram það hlutverk að kveða upp úrskurði um hvort fallast eigi á viðkomandi fram- kvæmd, með eða án skUyrða, hvort krefjast eigi ítarlegra mats á fram- kvæmdinni í heUd eða einstökum hlutum hennar eða hvort leggjast eigi gegn viðkomandi framkvæmd vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa. Um seinna atriðið, þ.e. opinbera kynningu á efni leyfis tU framkvæmda er ekki fjallað í frumvarpinu. Þetta atriði er einfaldlega skUið eftir óútfært. Segja má að fyrra atriðið, eins og það er útfært í frumvarpinu,geri afar miklar kröfur til framkvæmdaraðila umfram ákvæði tilskipunarinnar og bindi þar að aulri að einhverju leyti hendur leyfisveitenda. Auk þessa er áfram gert ráð fyrir því að Skipulags- stofnun geti tekið ákvörðun um að fallast ekki á framkvæmd þar sem hún hefur í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Þar með er í raun búið að vængstýfa aUa leyfisveitend- ur að einhverju leyti því ekki er úti- lokað að tUtekinn leyfisveitandi vilji veita leyfi til framkvæmda jafnvel þótt framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Það að seinna atriðið vanti í frum- varpið bitnar fyrst og fremst á al- menningi og rétti hans tíl þess að vera upplýstur um efni endanlegs leyfis til framkvæmda og áhrif þeirra á um- hverfið. Það Uggur því beint við að velta fyrir sér hvort úrskurður Skipu- <c lagsstofnunar og opinber kynning á * niðurstöðu hans geti komið í stað þess að kynna opinberlega efni leyfis tU framkvæmda og forsendur þess. Því verður að svara neitandi einfaldlega af þeirri ástæðu að Skipulagsstofnun er ekki leyfisveitandi framkvæmda og niðurstaða mats á umhverfisáhrif- um getur ekki komið í stað leyfis til framkvæmda. Hvernig lagabreytingar þarf að leggja til? Til þess að uppfylla ofangreindar skuldbindingar sem koma fram í tíl- __ skipun 97/11/EB þarf að mínu mati að gera allt öðruvísi lagabreytingar en lagðar eru tíl í frumvarpinu. I fyrra tUvikinu þarf a.m.k. að breyta hlut- verki Skipulagsstofnunar og ein- skorða það við mat á þeim upplýsing- um sem mat á umhverfisáhrifiim á að byggja á. í öðru lagi, hvað varðar að- gang almennings að efni leyfis tíl framkvæmda og forsendum þess, þarf að opna almenningi viðeigandi lagabálka, t.d. orkulög, lög um hoU- ustuhætti og mengunarvamir, lög um landgræðslu, vegalög, hafnalög, lög um náttúruvemd, o.s.frv., sem fjaUa um leyfisskyldar framkvæmdir sem einnig em háðar era mati á umhverf- isáhrifum og útfæra skylduna sem kemur fram í tílskipuninni. Jafnframt ' þarf að taka skýra afstöðu tU þess hvert sé endanlegt leyfi tU fram- kvæmda og hver sé endanlegur leyf- isveitandi. Staðan er oft sú að leyfis- veitendur era fleiri en einn og ekki alltaf Ijóst hver þeirra veitir endan- legt leyfi tíl framkvæmda og starf- semi. Enn fremur þarf að vera ein- hver farvegur svo að hægt sé að fá úr því skorið hver sé endanlegur leyfis- veitandi ef nokkur leyfi þurfa að liggja fyrir svo framkvæmdir eða starfsemi séu heimUar. Lokaorð Ég hef nú fjallað um nokkur atriði í framvarpi til laga um mat á umhverf- isáhrifum. Engin mannanna verk eru fullkomin og fyrrgreint framvarp hefur marga galla að mínu mati. Eðli- legast væri að nota sumarið tU þess að bæta úr þessu, breyta því sem þarf að breyta svo að frumvarpið samræmist betur tUskipunum 85/337/EBE, sbr. 97/11/EB, og EES-samningnum, svo og íslenskri löggjöf. Höfundur er húsmóðir og lögfræð- ingur og stundar doktorsnám fum- hverfisrétti við Uppsalahdskóla. Aðalf undur Vindorku A&lfundur Vindorku ehf. verfiur haldinn á Hótel Loftlei&jm í Reykjavík, í dag. Fundurinn hefst kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg a&lfundarstörf skv. grein 14 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um nýjar samþykktir sem lúta aðbreytingu á formi félagsins úr einkahlutafélagi í hlutafélag og uppfærslu hlutafjár. 3. önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar ver& hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins aöSuðurlandsbraut 54, Reykjavík, vikuna fyrir a&lfund. Reykjavík, 1. apríl 2000 Stjórn Vindorku ehf. vindorka ehf. \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.