Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sveitasæla Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Hanna María Karlsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum hjónanna. LEIKLIST Leikfélag Akurejrar TOBACCOROAD Höfundur upphaflegrar sögu: Ersk- ine Caldwell. Höfundur leikgerðar: Jack Kirkland. Þýðandi: Jökull Jak- obsson. Leikstjóri: Viðar Egg- ertsson. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson. Ljósa- hönnun: Ingvar Björnsson. Hljóð- mynd: Kristján Edelstein. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Agnar Jón Eg- ilsson, Anna Gunndís Guðmunds- dóttir, Árni Tryggvason, Hanna María Pálsdóttir, Hinrik Hoe, Kristjana Nanna Jónsdóttir, María Pálsdóttir, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Föstudagur 14. apríl. ERSKINE Caldwell er höfundur skáldsögunnar sem þessi leikur er saminn eftir. Hann var sonur heima- trúboða í Georgíu í Bandaríkjunum og á bamsaldri ók hann með fbður sínum um suðurríkin þar sem hann fór í eftirlitsferðir írá kirkju til kirkju til að sannreyna að allt væri gert sem í mögulegt var til að snúa syndugum lýð frá villu síns vegar. Caldwell sló í gegn með sögum sínum Tobacco Road (1932) og Dagsláttu Drottins (1933) sem fjölluðu um ömurleikann og örbirgðina suðurfrá í kjölfar kreppunnar. Caldwell hafði hrósað sigri er mál var höfðað á hendur hon- um og útgefendum Dagsláttu Drott- ins sem ákærendur héldu fram að væri „ósæmileg, lostafengin, kynósa, sóðaleg, hneykslanleg og andstyggi- leg“. Þar sem dómurinn taldi að bókin hefði „ótvírætt bókmenntalegt gildi“ var unnt að koma Tobacco Road á svið í leikgerð þeirri sem hér er til umfjöllunar (1934) og hún gekk í sjö ár á Broadway í New York á tíma sem einkenndist af vaxandi þröngsýni og hræsni í sambandi við hvað þótti leyfilegt að sýna á leiksviði í New York. Verkið varð fyrst og fremst al- ræmt vegna tæpitungulausrar um- fjöllunar um blautleg málefni og það er rétt hægt að ímynda sér hve bylt- ingarkennt það þótti innan um hina kurteislegu stofuleiki og blóðlausu söngleiki sem þá tíðkuðust helst. Sýn- ing LR á þessu verki (1968) var líka mjög eftirminnileg, enda var það með töfrapenna Jökuls Jakobssonar sem verkinu var snúið á íslenska tungu. Þó að hylli hans meðal gagnrýn- enda yrði endaslepp þá hélt Caldwell BÓKAVERSLUN á nýrri öld var að- alumræðuefnið á morgunverðarfundi bóksala og bókaútgefenda á Grand Hótel Reykjavík í gær. Jón Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs hf., fjallaði í erindi sínu um bóksölu á Netinu og í matvöruverslunum. Hann ræddi um þær breytingar sem átt hafa sér stað á bókamarkaði á undan- fömum árum, á íslandi jafnt sem annars staðar í heiminum. Þar nefndi hann þrjá þætti; keðjuvæðingu bóka- verslana og útgáfufyrirtækja, aukna áherslu á þægindi og skemmtun við- skiptavina, svo sem með kafíihúsum inni í bókaverslunum og lengri af- greiðslutíma og síðast en ekki síst innreið Netsins á bókamarkaðinn. Jón sagði Hagkaup hafa rekið bók- sölu á Netinu allt frá árinu 1995 og byði þar bækur á lágu verði en þrátt fyrir það væri salan „enn skelfilega íítr. Borgar Jónsteinsson, fram- kvæmdastjóri Bókabúðarinnar Hlemmi, ræddi um framtíð bókabúð- anna í breyttum heimi. Hann sagði það staðreynd að bókabúðum færi fækkandi, þær væru að sameinast, auk þess sem hlutdeild stórmarkað- anna í jólabókasölunni yrði æ meiri. áfram að skrifa. Bækur hans þóttu djarfari og formúlukenndari en góðu hófi gegnir og seldust í metupplögum í ódýrum útgáfum, fyrst og fremst út á æsandi lýsingar þar sem hvítum og svörtum er gjaman att saman. Það er kannski ekki tilviljun að þetta klass- íska bersöglisverk er vaÚð til flutn- ings hér á Akureyri í lok þessa vetrar sem hefur einkennst af fréttum um fjölda súlustaða, klámsýninguna margfrægu og leikritinu um skækj- una Rósu. Allt hefur lagst á eitt að gera þennan virðulega háskólabæ við heimskautsbaug að klámhöfuðborg norðurhvelsins í hugum landsmanna. Sýn höfundarins á samtíð sína þótti afar nýstárleg á sínum tíma og hann skar sig úr samtímahöfundum sínum vegna hreinskilni sinnar í sambandi við kynferðismál. Á þessum síðustu og verstu tímum þættu þessi atriði þunnur þrettándi, en Viðar Eggerts- son leikstjóri undirstrikar þennan þátt í verkinu, leggur áherslu á óhefta kynhvöt í leiknum og tekst þannig að endurvekja upprunalegan áhrifamátt verksins. Annars er leikgerðin meistaralega vel samin af Jack Kirk- land, sem er bæði trúr höfundi og tekst að gera þennan kreppuróman að dramatískum harmleik. Leikurinn segir frá Lester-fjöl- skyldunni á kreppuárunum í Georgíu- ríki. Þau lifa við hungurmörk og allt þeirra líf mótast af þessari staðreynd. Eins og mannfræðingar er fylgst hafa með fólki sem svipt hefur verið lífs- viðurværi sínu hafa bent á láta öll önnur þjóðfélagsleg gildi undan og líf- ið verður eilíft stríð til að eiga sér málungi matar. Þú skalt ekki stela verður máttugast boðorða en önnur falla í skuggann af því, eins og sést best í þessu verki. Enginn kippir sér upp við bamabrúðkaup, sifjaspell, lauslæti eða manndráp í samfélagi þar sem fólk verður hungurmorða. Ef engin not eru lengur fyrir fjölskyldu- meðlimi er öllum nokk sama hvað um þá verður. Þau bama Lester-hjón- anna sem einhver döngun er í em flogin úr hreiðrinu til að afla sér við- urværis í borginni en eftir em ein- ungis þau sem ekki er hægt að losa sig við fyrir fé. Persónumar em stórbrotnar og þar sem neyðin sviptir þau þeim þau möguleikum sem þau annars hefðu til að dylja tilfinningar sínar er allt hrátt, klúrt og fyrir opnum tjöldum. Með stílhreinni og þjálli leikmynd og með blússandi Ijósum er náð upp stemmningu eins og frá þurrkasvæð- Honum taldist svo til að nú væm ein- ungis eftir átta bókabúðir á höfuð- borgarsvæðinu, sem selja bækur allt árið, og fimm á landsbyggðinni. Þá lét hann í Ijósi þá von að sameiningarþró- un á útgáfumarkaði skili sér í aukinni hagkvæmni og þjónustu en ekki ein- ungis aukinni síma- og netsölu. „En ég er nú svo gamaldags að ég vil sjá bækur í skemmtilegum bóka- búðum í úrvali allt árið og ég vil sjá mat í matvöraverslunum. Mín von fyrir bóksölu framtíðarinnar er að bókin verði áfram sú menningararf- leifð og afþreying sem hún hefur ver- ið, samhliða annarri menningu og af- þreyingu," sagði Borgar. Bækur eftir þörfum Baldur Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri framleiðslusviðs Prentsmiðj- unnar Odda, hóf innlegg sitt á því að lýsa eftir góðri íslenskri þýðingu á fyrirbærinu „Books on demand", sem felst í því að hægt er að fara í bókabúð og velja sér bók, sem prentuð er út stafrænt meðan viðskiptavinurinn bíður. Hann nefndi þrjár tillögur sem nú þegar em komnar að íslensku heiti: Bækur eftir þörfum, Prentun við pöntun og Ein í einu, en þótti þó engin um Afríku, sem er kannski sú ímynd sem sjónvarpsáhorfendur nútímans era vanastir og tengja helst neyð og hungri. Útlit sýningarinnar er frekar ofurraunsætt en blátt áfram, söguleg- ur sannleiki er ýktur, t.d. í ótrúlega tötralegum búningunum, sem upp- hefur verkið yfir raunvemleikann inn á svið ævintýris og klassísks harm- leiks. í tónlistinni sem leikin er undir er Ijúfsár skæligítarhljómurinn alls- ráðandi, og á vel við. Þegar áhrifs- hljóðin bætast við, eins og í morgun- atriðinu í upphafi þriðja þáttar, renna hljóð, Ijós og leikmynd saman í magn- þrangna heild. Leikurinn er ótrúlega jafn og mikil áhersla lögð á að draga sérhverja persónu skýmm dráttum en jafn- framt gera þetta persónusafn að áhrifamikilli og trúverðugri heild. Krafturinn í leikhópnum og gæði leiksins gera sýninguna bæði spenn- andi og skemmtilega. Dramatísk áhrif era á stundum ótrúlega sterk og það er unun að fylgjast með leikuran- um á sviðinu sem era með á nótunum hvert sekúndubrot svo áhorfandinn sogast með inn í hringiðu tilfinning- anna. Þráinn Karlsson og Hanna María Karlsdóttir eru óborganleg sem Lest- er-hjónin. Þráinn fer með mestan texta og það virðist vera honum leik- ur einn að túlka þetta geðþekka óhræsi sem karlinn er. Hanna María Karlsdóttir lék af hægð og kímni kerl- inguna sem er algjör andstaða karls- ins. Bæði elska þau dótturina af öllu hjarta, þ.e.a.s. hann gimist hana og selur hana fyrir nokkra dali en hún er móður sinni tákn um vonina og frelsið og allt sem er ekki tengt Lester gamla og Tobacco Road. Aðalsteinn Bergdal leikur af einurð eiginmann dótturinnar sem gengur bónleiður til búðar þegar hún vill ekki þýðast hann í hjónabandinu. Aðalsteinn Bergdal þeirra ná fyllilega merkingu ensk- unnar. Baldur lýsti stuttlega þeim breyt- ingum sem orðið hafa á síðustu áram á ferli bókaprentunar og ræddi sér- staklega um kosti og galla stafrænnar prentunar. Hann taldi að á næstu fimm til tíu áram yrði mögulegt með tiltölulega lítilli fyrirhöfn að koma fyrir búnaði inni í bókaverslunum til þess að prenta stafrænt út bækur „eftir þörfum“ eða „við pöntun“. Hann kvaðst líta á nýja tækni sem ný tækifæri en ekki ógn og lýsti því yfir að þó að minni bóklestur væri staðreynd væra fregnir af andláti bókarinnar stórlega ýktar. Hann benti á að nauðsynlegt væri að skoða formið og aðlaga sig breyttum þörf- um nýrra lesenda - tækifærin væru til staðar og viðhorf gagnvart bókum almennt jákvætt. Fleiri tóku undir með Baldri að bókamarkaðurinn þyrfti að koma til móts við lesendur framtíðarinnar. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda, kom inn á að bókaverslanir gerðu lítið ráð fyrir unglingum sem viðskiptavinum. „Bækur ætlaðar þeim era oftast geymdar í bama- bókadeildum, sem enginn táningur með sjálfsvirðingu kemur nálægt." gæddi þennan mann sjálfsvirðingu hins vinnandi manns sem greindi hann frá hinum sveltandi sveitalýð. Persóna hans á það sameiginlegt með kvenpredikai'anum að vera settur skör hærra í mannfélagsstiganum en Lester-fjölskyldan og að þau tengjast henni einungis í gegnum unglingana sem þau gimast kynferðislega. Sunna Borg var bráðfyndin og kröftug í hlutverki hinnar hræsnisfullu ekkju sem beitir guði fyrir sér í einu og öllu til að ná fram vilja sínum. Agnar Jón Egilsson náði einstaklega góðum tök- um á hlutverki eina sonarins sem er eftir í kotinu. Hann lék á als oddi sem þessi heimski og ófyrirleitni ungling- TONLIST Háskólabíó SÁLUMESSA VERDIS Einsöngvaramir Georgina Lukács, Ildiko Komlosi, Gianni Mongiardino og Edward Crafts; Kór Islensku óp- erunnar og Sinfóníuhljómsveit Is- lands fluttu; stjórnandi Rico Saccani. Föstudag kl. 20.00. SÁLUMESSA Verdis er sérstakt verk fyrir margra hluta sakir. Loka- þátturinn en ekki upphafið er kjami verksins, þar sem hann var saminn á undan upphafinu. Verdi vildi að úrval ítalskra tónskálda semdi sálumessu í minningu Rossinis; hann samdi sjálf- ur lokaþáttinn: Libera me, en ekkert varð meira úr þessum áformum. Þátturinn var lagður á hilluna, og Verdi samdi Aidu, en þegar skáldið Alessandro Manzoni andaðist; skáld sem Verdi dáði, þá fannst honum tími til kominn að Ijúka sálumessu sinni. Lokaþátturinn var til, en nú þurfti að semja aðra þætti verksins. Og þar sem í texta lokaþáttarins spunnust textabrot úr öðram þáttum messunn- ar, vora þegar til hugmyndir að tón- efni í fyrri þættina. Sálumessa Verdis er líka sérstök fyrir það að hún sækir margt í óperana, jafnvel svo að ýms- um hefur þótt það veikja verkið sem andlega tónsmíð. En þó er erfitt að finna jafndramatíska og áhrifamikla túlkun á texta sálumessunnar og hjá Verdi. Þótt ekki væri nema fyrir þáttinn Dag reiðinnar; Dies irae, sem er kynngimagnaður og ógnandi í veldi sínu, og beiðandi og innileg frelsisbæn í niðurlagi verksins; Lib- era me; þá er tæpast hægt að finna einlægari túlkun á texta sálumess- unnar. Verdi var snillingur. Hann kunni á mannsröddina, hann kunni á hljómsveitina og kunni á alla þá ef- fekta og þau brögð sem nota má til að hræra í sál hlustandans. Þetta hafði óperan kennt honum. Sálumessan er unaðsleg tónsmíð, fyrst og fremst vegna þess hve hún er beinskeytt og umbúðalaus. Það sem sagt er, er í ná- kvæmlega þeim tón og lit sem orðun- um hæfir til að áhrif þeirra megi verða eins og til er ætlast. Flutningur Sinfóníuhljómsveitar Islands, Kórs Islensku óperunnar og fjögurra einsöngvara undir stjóm Ricos Saccanis var mikil upplifun. Þó vora þar á undantekningar. Ekki þarf að orðlengja um söng Ópera- kórsins. Þvílíkur kór! Þótt örlítils óöryggis gætti í fyrsta kaflanum sem kórinn söng, var það fljótt að rjátlast ur sem eyðileggur allt sem hann kem- ur nálægt. Leikur Maríu Pálsdóttur í hlutverki ófríðu dótturinnar var sér- staklega áhrifaríkur. Með látbragði og svipbrigðum undirstrikaði hún í hverju atriði eftir annað hve andlega gjaldþrota Lester-hjónin era. Anna Gunndís Guðmundsdóttir er í orðfáu en mikilvægu hlutverki fegurðardís- arinnar Pearl sem verður örlagavald- urinn í verkinu. Hún hefur útlit sem lét hana glóa eins og gimstein í mann- sorpinu en líka leikhæfileika sem undirstrikuðu að hún sker sig að öðra leyti ekki úr í umhverfi sínu. Ami Tryggvason lék hlutverk nágranna- bóndans og skapaði smellna mann- gerð í örstuttum innkomum. Krist- jana Nanna Jónsdóttur lék af innlifun ömmuna sem er neðst í goggunarröð- inni og Hinrik Hoe Haraldsson lék bankamanninn, sem stingur svo ger- samlega í stúf við Lester-fjölskylduna að það er eins og hann sé frá öðram hnetti, enda gæti honum ekki verið meira sama um hana. Viðar Eggertsson bætir enn einni skrautfjöðurinni í hattinn sinn með sýningu á verki sem gengur stans- laust á milli öfganna í harmi og gríni. Hér er á ferðinni pottþétt leikgerð á áhugaverðri skáldsögu og allir ættu að geta skemmt sér við að fylgjast með persónunum feta hinn breiða veg dauðasyndanna sjö beint í hjartastað áhorfenda. af og söngur hans var frábær, allt verkið á enda. Skelfing Dags reiðinn- ar var ógnvekjandi og manni stóð hreint ekki á sama um þá ógn. Rico Saccani stjómaði líka eins og fyrr, nótnalaust og hafði flytjendur alger- lega í hendi sér fyrir vikið. Hljóm- sveitin var frábær og brassið var sér- staklega mikilfenglegt í Tuba miram og á fleiri stöðum þar sem mest mæddi á því. . Sópraninn Georgina Lukács bar af einsöngvurunum og söngur hennar var yndislegur. I nið- urlagi verksins í Libera me-þættin- um var söngur hennar svo áhrifamik- ill að andaktug þögnin í salnum varð nánast þrúgandi undir söngnum. Bassinn, Edward Crafts, var líka góður; með óvenju hlýja og milda bassa-bariton rödd. Hann söng fjarska vel og Mors stupebit þáttur- inn var geysilega fínn; þar sem hann söng hrífandi morendo - eða deyj- andi á orðunum mors, mors: dauði, dauði á undurveikum og enn veikari tónum. Ekki verður sagt að Ildiko Komlosi mezzósópran hafi verið heill- andi. Söngur hennar var þvingaður, óhaminn og ómúsíkalskur. Þungt og forserað átak á hverjum tóni gerði það að verkum að það var beinlínis þreytandi og erfitt að hlusta á hana. Það er sorglegt að heyra söngvara beita rödd sína svo tilgerðarlegu valdi. Og þegar hún fór að láta eins og Maria Callas, með því að leggja hend- ur í kross yfir barminn var tilgerðin fullkomnuð. Þetta var ekki gott. Þetta var allt of viðamikið og stórt hlutverk fyrir ekki betri söngkonu en þetta. ,Áhættutenórinn“, eins og Sin- fóníupósturinn kallaði Gianni Mongi- ardino staðgengil Kristjáns Jóhanns- sonai1 svo skemmtilega, var augljós- lega ekki vel fyrir kallaður og ekki búinn að syngja sig inn í þennan hóp meðsöngvara. Vissulega er það áhætta að hlaupa í skarðið með nán- ast engum fyrirvara, og þótt það sé þakklátt hlutverk þess vegna, er það líka vanþakklátt vegna þess hve erfitt það er að gera vel með svo litlum und- irbúningi. Það hefði þurft betri mezzó og betri tenór í þessa uppfærslu á Sálumessu Verdis. Allt annað var svo vel gert og vel unnið; svo músíkalskt og fallegt að það var synd að það skyldi ekki takast að fullkomna verk- ið. Eftir stendur þó áhrifamikill flutn- ingur á Sálumessu Verdis, þar sem stærstu stjömur kvöldsins vora Sin- fóníuhljómsveit íslands og Kór ís- lensku óperannar, einsöngvaramir Lukács og Crafts og frábær hljóm- sveitarstjóri, Rico Saccani. Bergþóra Jónsdóttir „Fregnir af andláti bók- arinnar stórlega ýktar“ Sveinn Haraldsson A efsta degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.