Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ttílfar Magnússon fæddist að Kambi í Holtum 23. september 1922. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 5. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigs- kirkju 14. aprfl. Elsku afi minn er búinn að kveðja eftir erfið veikindi. Eg var svo lánsöm að fá að al- ast upp hjá ömmu og afa og varð ég strax mikil ömmu- og afastelpa. Ef ég þurfti á afa að halda var hann alltaf til staðar og gat miðlað mér af reynslu sinni. Minningarnar eru margar og góðar. Þegar ég var lítil telpa var ég vön að kveðja afa með kossi áður en hann fór í vinnuna og sagði: „Afi ég pissa (kyssa) þig“. Alltaf beið hann þolinmóður eftir mér. Þegar ég bar út Moggann var afi oft að koma úr vinnu á sama tíma og settumst við þá gjaman saman við eld- húsborðið, spjölluðum og fengum okkur jóla- köku og mjólk. Oft íylgdist ég með afa við baðvaskinn þar sem hann tók góðan tíma í að snyrta sig vel og ilm- aði svo af rakspíra þeg- ar hann fór að keyra. Fjársjóðsleitin í bílnum hjá afa var ætíð spenn- andi, þeir voru drjúgir allir smápeningarnir sem „kúnnarn- ir“, þ.e. afi, misstu undir sætin. Ógleymanlegar eru allar ferðirnar á Eyrarbakka í Steinskot til Eyfa og í kartöflugarðinn. Hendumar hans afa vom stórar og mjúkar og fylltu mann af öryggis- kennd. Hann mátti ekkert aumt eða minnimáttar sjá og var alltaf reiðu- búinn að rétta öðmm hjálparhönd. Afi var þúsundþjalasmiður með meim og tókst yfirleitt að laga það sem aflaga fór. Alla tíð var hann á kafi í íþróttum og var einnig mikill músíkunnandi og átti það til að taka sjálfur lagið á munnhörpurnar sínar. í maí 1998 þegar ég flutti út til Þýskalands til Patricks var afi með töluvert miklar áhyggjur að ég væri að flytja erlendis til einhvers útlend- ings sem hann hafði aðeins hitt tvisv- ar en áhyggjurnar hurfu fljótt þegar hann sá að ég var í góðum og örugg- um höndum. I byrjun árs áttum við afi langt og gott samtal. Þá sagði ég honum hvað ég væri þakklát fyrir allt sem hann hefði gert fyrir mig í gegnum tíðina og jafnframt sagði ég honum að í mínum augum væri hann mér sem faðir. Eg fann að hann var snortinn yfir þessum orðum mínum. Ég er þakklát fyrir að hafa getað verið með afa þessa síðustu daga sem hann lifði og það síðasta sem hann gerði var að leggja blessun sína yfir samband okkar Patricks. Ég á eftir að sakna hans afa svo mikið en ég mun varðveita allar góðu minn- ingamar sem ég á í hjarta mínu. Elsku amma og aðrir ástvinir, megi Guð gefa okkur styrk í sorginni og varðveita allar minningar í hjarta okkar. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Kg umvefji blessun og bænir, égbið að sofirrótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaaðþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þótt þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sofðu rótt, Þín afastelpa Ólöf Kristdís. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. ÚLFAR MAGNÚSSON ATVIIMIMU- AUGLÝSING AR Smiðir Bráðvantar vana smiði í uppslátt á Reykjavíkur- svæðinu. Mjög mikil vinna framundan. Upplýsingar í símum 892 4707, Árni og 896 4680, Björgvin. Byggingar ehf. Vantar fyrirtæki þitt aðstoð? Viðskiptafræðingur af markaðssviði getur bætt við sig tímabundnum verkefnum. Með viðbótar reynslu, m.a. af markaðsathugun- um (erlendis), útlitshönnun vefja, skrifum o.fl. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið markadsmal @hotmail.com. Fótaaðgerðar- fræðingur óskast í hlutastarf á snyrtistofuna Hrund, Grænatúni 1, Kópavogi. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 554 4025 eða 553 8429. FUIMDIR/ IS/1AISINFAGISIAÐUR Aðalfundur Svalanna verður haldinn á Hótel Loftleiðum, þriðjudag- inn 2. maí kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Veisluhlaðborð og skemmtiatriði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum! Stjórnin. IMAUOUIMGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eígn verður háð á skrifstofu embættisins f Hafnarstræti 1, ísafirði, sem hér segir: Ramóna sknr. 6471, þingl. eig. Ferðaþjónustan Grunnavík ehf., gerðar- beiðandi Sparisjóður Árneshrepps, þriðjudaginn 18. apríl 2000 kl. 11.45. Sýslumaðurinn á ísafirði, 14. apríl 2000. TiL SÖLU Ódýrt — ódýrt Fyrir sumardaginn fyrsta Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13.00—18.00 föstudaginn 14.4. og frá kl. 11.00—16.00 laugardaginn 15.4. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). TILKYIMIMIIMGAR Vorhreinsun í kirkjugörðum Á næstu dögum hefst árleg vorhreinsun í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkju- garði og Suðurgötukirkjugarði. Eftir langt snjóatímabil gefst loks tækifæri til hreinsunar. Þeir aðstandendur, sem settu jólaskraut á leiði, eru hvattir til að koma í garðana og huga að leiðum ástvina sinna og létta undir með starfsmönnum Kirkjugarð- anna og koma í veg fyrir að eigulegt skraut lendi í glatkistunni. Tökum öll höndum saman! Garðyrkjudeild Kirkjugarðanna. f......... EFUNG STÉfTMBFÉlMG r Uthlutun sumarhúsa til örorku- og ellilíf- eyrisþega Orlofsnefnd Eflingar-stéttarfélags hefur ákveðið að bjóða örorku- og ellilífeyr- isþegum félagsins dvöl í sumarhúsum á sérstöku tilboði. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins fyrstu 3 vikur orlofstímabiisins, 12. maí til 2. júní sum- arið 2000. Orlofshús á eftirtöldum stöðum eru í boði: Svignaskarð, Skorradalur, Húsa- fell, Akureyri, Kirkjubæjarklaustur, Úthlíð og Flúðir. Umsóknareyðublöð Hægt er að nálgast eyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í Skip- holti 50d, 105 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis. Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 28. apríl. FÉLAGSLÍF FEfíÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 16. apríl Kl. 10.30 Bláfjöll - Kleifarvatn, skíðaganga. Verð kr. 1.200. Kl. 13.00 Krísuvíkurleið 1. ferð, gengið frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Staki við Bláfjalla- veg. Verð kr. 1.200. Páskaferðir Landmannalaugar á skíðum 20.—22. apríl og Þórs- mörk 22.-24. apríl. Fararstjórar muniö námskeið um Reykjanesskagann mánu- dagskvöldið 17. apríl kl. 20.00. Sunnudagsferð 16. aprfl kl. 10.30 Hvammsvík — Brynjudals- vogur. Um 4 klst. auðveld strandganga í Hvalfirði. Margt að sjá, m.a. minjar frá hernáminu, vegagerð fyrri tíma og skógrækt- arsvæði. Verð 1.500 kr. f. félaga og 1.700 kr. f. aðra. Frítt f. börn 15 ára og yngri m. foreldrum sín- um. Brottför frá BSl. Miðar í farmiða- sölu. Sjá páskaferðir i sunnudagsblaði og á heimasíðu: utivist.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.