Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 12
14 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utflutningur kindakjöts 1995 - 2000 (tonn) 3.000- 2.000 1.500 1.000 500- 0- Fob-verð og verð sláturleyfis- hafa til bænda 1995 - 2000 300- Fob-verð útflutts 1995 1996 1997 1998 1999 2000 200 Verðbil til bænda 1995 1996 1997 1998 1999 2000 Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson Dvergmáfur á ferðinni A DOGUNUM sást til dvergmáfs, sem er flækingsfugl, arhlutföllunum á myndinni sem Sigurgeir Jónas- þar sem hann dólaði sér inni í Friðarhöfnum. Dverg- son í Vestmanaeyjum tók af ritu og dvergmáfm- máfurinn er minnstur allra máfa eins og sést á stærð- um. Krefst þess að fá 257 þús. hluta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Skúla Bjarnasyni, lögmanni Ernis Snorrasonar: „Undirritaður Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, f.h. umbjóð- anda míns, Ernis Snorrasonar, eins af stofnendum Decode ehf., síðar íslenskrar erfðagreiningar ehf. og de CODE Genetics inc. í Bandaríkjunum, óskar eftir að taka eftirfarandi fram, vegna málssóknar á hendur deCODE Genetics inc. í Bandaríkjunum. Fréttaflutningur af málsókninni er ekki kominn frá umbjóðanda mínum enda telur hann að hags- munum félagsins og hans sjálfs sé best borgið, að svo stöddu, með því að hvorki málsókn þessi né að- dragandi hennar sé höfð í hámæl- um. Þar sem opinber málaferli eru nú hafm í Bandaríkjunum er hins vegar unnt að staðfesta að um er að ræða kröfu umbjóðanda míns til útgáfu og afhendingar þeirra 256.637 hlutabréfa í fyrirtækinu sem hann keypti með sérstökum kjörum sem einn af stofnendum félagsins þann 21. ágúst 1996. Alls á umbjóðandi minn rétt á 481.200 hlutum í félaginu samkvæmt til- vitnuðum samningi. Hefur hann á þessari stundu einungis fengið hluta þeirra afhenta þ.e. 224.563 hluti. Allar tilraunir til þess að fá fyrirtækið til að standa við gerða samninga hafa hins vegar reynst árangurslausar til þessa og er um- bjóðanda mínum því nauðugur sá kostur að sækja rétt sinn að lög- um. Með vísan til ofangreint óskar umbjóðandi minn ekki eftir að tjá sig frekar um málið að sinni, hvorki málið sjálft né aðdraganda þess, en vísar að öðru leyti til stefnu og annarra opinberra gagna málsins, en afrit af stefnunni fylgir fréttatilkynningu þessari. Þá skal sérstaklega tekið fram að umbjóðandi minn samþykkti ekki viðtal við DV um málið og er því frétt þess þann 12. þ.m. á ábyrgð blaðsins." Aðalfundur Félags hrossabænda Skjöldur felldur í stjórnarkjöri EFTIR málefnalegan og rólegan að- alfund Félags hrossabænda dró til tíðinda þegar kom að stjórnarkjöri í lok fundarins. Ut áttu að ganga Ólaf- ur Einarsson frá Torfastöðum og Skjöldur Stefánsson frá Búðardal en báðir lýstu því yfir að þeir gæfu kost á sér til endurkjörs. Jón Vilmundar- son, formaður Hrossaræktarsam- taka Suðurlands, lagði til að Helga Thoroddsen frá Þingeyrum yrði kjörin í stjórn, sagði tímabært að fá konu inn í stjórn FH. Úrslitin urðu þau að Ólafur hlaut 40 atkvæði en Helga 24 atkvæði og Skjöldur 23 at- kvæði og náði þar með ekki endur- kjöri. Astæður þessa útspils Sunnlend- inga eru raktar til ágreinings sem upp kom innan stjórnar í vetur þeg- ar tilnefndur var fulltrúi félagsins í nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins um átaksverkefni í hross- arækt og hestamennsku. Formaður félagsins, Kristinn Guðnason, hafði hug á að taka sæti í nefndinni en Skjöldur ásamt Ármanni Ólafssyni frá Litla Garði og Ingimar Ingimars- syni Ytra-Skörðugili vildu að Ár- mann tæki sæti í nefndinni og varð það niðurstaðan eftir að til atkvæða- greiðslu kom innan stjórnarinnar. I varastjórn voru kjörnir Sigbjörn Björnsson frá Lundum, Elvar Ein- arsson frá Syðra-Skörðugili og Knútur Áimann frá Friðheimum. Fulltrúi félagsins á Búnaðarþing var kjörinn Baldvin K. Baldvinsson. í ræðu sem Skjöldur Stefánsson flutti að loknu stjórnarkjöri þakkaði hann fyrir sig en sagðist jafnframt hafa unnið samkvæmt sinni bestu samvisku og sannfæringu þau þrjú ár sem hann hafi setið í stjórn félags- ins. Hann taldi sig vera að gera hreyfingunni gott með því létta á formanninum sem hafi haft ærin starfa fyrir og hann því talið gott að dreifa verkunum. Að endingu setti hann fram þá ósk að menn létu „aflíf- un sína“ ekki hafa áhrif á störf sam- takanna. Persónan Skjöldur Stef- ánsson skipti ekki máli heldur væru það samtökin og málefnin sem hefðu forgang. Guðmundur Birkir Þor- kelsson frá Húsavík sagði eftir að Sunnlendingar komu með uppá- stungu um Helgu að nú ætluðu Sunnlendingar að hefna sín og koma Skildi út úr stjórninni af þvi hann studdi Armann í nefndina. Af þeim tillögum sem hlutu braut- argengi má nefna að samþykkt var að ganga til samninga við aðra hags- munaaðila í hestamennskunni um sameiginlegt skrifstofuhald og ráðn- ingu markaðsfulltrúa. Einnig var samþykkt að stjórn félagsins beitti sér fyrii- setningu hertra laga og markvissari um búfjárhald. Þá hvatti fundurinn til markvissra að- gerða í gæðastýringu í hrossarækt með skipulegri hársýnatöku til DNA-greiningar við einstaklings- merkingu folalda og sýningu kyn- bótahrossa. Er talið að með þessu megi einfalda mjög allt skýrsluhald við hrossarækt. Forseti í afmælisfagn- aði Margrétar Dana- drottningar FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grfmsson, fer í dag, laugardaginn 15. apríl, til Kaupmannahafnar til að taka þátt í hátíðarhöldum í til- efni af 60 ára afmæli hennar há- tignar Margrétar Danadrottning- ar. Laugardagskvöldið verður há- tíðarsýning í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn en á sunnudagsmorgun guðþjónusta í Hallarkirkjunni. Að loknum há- degisverði í höll Kristjáns VII verður móttaka í ráðhúsi Kaup- mannahafnar. Á sunnudags- kvöldið verður hátíðarkvöld- verður og dansleikur í Krist- jánsborgarhöll. Landbúnaðarráðherra svarar til um útflutning á kindakjöti Mest flutt út árið 1996 í SVARI landbúnaðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi um árlegan útflutn- ing á lambakjöti á tímabilinu 1995-2000 kemur fram að mest var flutt út árið 1996, samtals 3.000 tonn. En síðan hefur verulega dregið úr útflutningi. Fram kom að mest hefur verið flutt út til Færeyja og nokkuð til Danmerk- ur og Svíþjóðar. Eins og sjá má á yfirliti yfir Fob-verð og verð sláturleyfis- hafa til bænda á tímabilinu fór útflutningsverð lækkandi á síðasta ári. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra Ekki áhyggjur af fjölg- un GSM- kerfa STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra gerir aðspurð- ur ekki neinar athugasemdir við áætlanir fyrirtækja um fjölgun GSM-kerfa hér á landi en tilefni spurningarinnar til ráðherra eru yfirlýsingar ís- landsssíma hf. um að hefja rekstur GSM-kerfis á þessu ári. „Ég tel að það sé algjör- lega á valdi fyrirtækjanna og fjárfestanna sjálfra að meta hvort skynsamlegt sé að fjölga GSM-kerfunum,“ segir ráð- herra en minnir þó á að sam- kvæmt nýjum fjarskiptalögum sé hægt að semja við önnur fyrirtæki um aðgang að sendi- búnaði þeirra. „I mínum huga er fjöldi GSM-kerfanna því ekki áhyggjuefni á þessari stundu, svo framarlega sem menn gæta sín í fjárfesting- unni og sjá til þess að hún standi undir sér.“ Sauðfjár- samningur samþykktur SAMNINGUR Bændasamtaka Islands og ríkisvaldsins um framleiðslu sauðfjárafurða var samþykktur í póstkosningu meðal sauðfjárbænda. Alls greiddu 1.932 atkvæði af 2.916 sem voru á kjörskrá eða 66,3%. Já sögðu 1.234 eða 63,9% en nei 654 eða 33,9%. Auðir og ógildir seðlarvoru 44. Atkvæðisréttur í kosning- unni var bundinn félagsaðild að Bændasamtökum íslands og að viðkomandi væri aðili að bú- rekstri með a.m.k. 50 kindur. Útflutningur kindakjöts 1995 - jan. 2000 (tonn) 1995 1996 1997 1998 1999 jan.00 Samtals 1.140,3 3.023,5 1.047,3 793,9 833,8 199,3 Danmörk 62,1 451,1 103,1 188,0 148,8 13,4 Færeyjar 346,9 340,3 447,7 388,0 414,3 39,3 Noregur 0,0 80,0 0,0 0,0 132,4 106,0 Svíþjóð 449,0 503,2 62,2 25,7 20,3 0,0 Bandaríkin 95,1 117,6 14,0 26,8 11,4 0,0 Japan 0,0 143,8 89,7 88,1 98,0 21,3 Rússland 0,0 327,4 15,7 14,9 0,0 0,0 Bretland 0,0 317,8 133,6 0,0 0,0 0,0 Bosnía-Herzeg. 0,0 166,7 76,0 0,0 0,0 0,0 Tékkland 0,0 279,8 56,9 0,0 0,0 0,0 Önnur lönd 187,2 295,8 48,4 62,4 8,6 19,3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.