Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 42
VIKU m MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Andrúmsloftið í eldhúsinu heillaði mig Ungur matreiðslumaður, Björgvin Mýrdal, varð hlutskarpastur að þessu sinni í keppn- inni um matreiðslumann ársins. Steingrím- ur Sigurgeirsson ræddi við Björgvin og komst að því að hann hefur víða komið við þrátt fyrir ungan aldur. Morgunblaðið/Kristirm HIN árlega keppni uin mat- reiðslumann ársins var haldin fyrir skömmu í tengslum við sýninguna Matur 2000 í Smáranum. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Björgvin Mýrdal, 22 ára gamall Reykvíkingur. Björgvin hefur verið viðloðandi störf á veitngahúsi allt frá fjórtán ára aldri en hann lærði á Grand Hótel og Perlunni þangað til að hann út- skrifaðist úr Hótel- og matvælaskól- anum síðastliðið vor. Er hann yngsti sigurvegarinn í keppninni frá upphafi og vekur það athygli að hann skuli sigra í þessari ströngu keppni fimm árum eftir að hann hefur kokkanám og einungis einu ári eftir að hann út- skrifast. Björgvin hefur þó unnið undir styrkri leiðsögn því að læri- meistarar hans í Perlunni, þeir Sturla Birgisson og Elmar Kristjánsson, hafa báðir hampað titlinum og Sturla raunar tvívegis. Byrjaði íjórtán ára Björgvin segist hafa hafið störf á þessu sviði strax á fjórtán ára aftnæl- isdegi sínum er hann fékk vinnu í eld- húsinu á Pizza 67. Hann hefur verið viðloðandi veitingastaði síðan og fór í framhaldinu í eldhústengd störf, m.a. á Hótel Islandi og Ristorante Verdi. „Eg hef oft spurt kokka að því hvemig áhugi þeirra á þessu fagi vaknaði," segir Björgvin, þegar hann er spurður hvort hann hafi ávallt stefnt að því að verða kokkur. „Marg- ir þeirra hafa sagt að mamma þeirra hafi verið besti kokkur £ heimi, en ég veit nú ekki hvort að sú skýring á við í mínu tilviki. Á pitsastaðnum þar sem égtók mín fyrstu skref á þessu sviði var unnið á vöktum og það þótti mér þægilegt, vinnutím- inn og andrúmsloftið í eldhúsinu heillaði mig. Það er oft sagt að þetta sé ekki starf heldur lífsstíll og það má segja að það hafi verið þessi lífsstíll, er heillaði mig. Þegar maður fer síðan að sökkva sér ofan í fagið og kokkabækumar er ekki því að neita að maður getur orðið hálf- gerður fíkill. Auðvitað er hálfgerður stjömuljómi í kringum stóm nöfhin í faginu. Menn á borð við Paul Bocuse, Escoffíer og Marco Pierre White gegna auðvitað svipuðu hlutverki hjá okkur og kvikmyndastjömur hjá öðr- um.“ Sjálfur segir hann íyrirmyndimar ekki síst vera að finna í hópi mat- reiðslumanna er náð hafi góðum árangri í keppninni Bocuse d’Or, s.s. Lea Linster og Melker Andersson auk þess sem hinn franski Alain Ducasse sé auðvitað kokkur er flestir horfi til. „Héma á íslandi væra það menn eins og Sturla Birgisson, Ragnar Wessmann, Hákon Már Örvarsson á Hótel Holti og Hallgrímur Ingi Þor- láksson á Rex, sem standa upp úr að mínu mati. Þetta era gífurlega færir kokkar." Útlitið ekki allt Aðspurður hvort hann telji sig hafa einhvem ákveðinn stíl í eldhúsinu segir Björgvin að hann sé ekki í hópi þeirra er leggi mikið upp úr útliti rétta. „Ég er lítill listamaður f mér og er sjaldan að gera nýtt „look“. Ég er frekar týpan sem fer út á ystu nöf með bragðið. Sjálfum finnst mér enda langskemmtilegast að borða bragðmikinn og bragðgóðan mat, þar sem maður hefur á tilfinningunni að eins langt sé gengið með öll krydd og hægt er án þess að fara yfir strikið.“ Um árangur sinn í keppninni segir Björgvin að auðvitað sé keppnismat- reiðsla allt öðravísi en matreiðsla á veitingahúsi. Fara verði eftir mjög mörgum og ströngum reglum og nauðsynlegt að hugsa hvert smáat- riði út í ystu æsar. „Þetta er líklega eina matreiðslan sem nýtist ekki í eldhúsinu heima. Allt sem maður ger- ir á veitingahúsi er hægt að aðlaga þörfum heimilisins en keppnismat- reiðslan byggist fyrst og fremst á reglum." Björgvin fór til Lyon í Frakklandi ásamt Sturlu Birgissyni á síðasta ári til að aðstoða hann í keppninni Boc- use d’Or og segir hann þá reynslu er hann öðlaðist þar í keppnismatreiðslu hafa nýst gífurlega vel. Hann og Sig- urður Karl, er einnig fór með sem að- stoðarmaður, hafi orðað það sem svo að keppnin hafí verið eins konar „há- skóli í matreiðslu" og þá með tilvísun í þá miklu innsýn í keppnismatreiðslu er þeir fengu þessa daga í Lyon. Ógleymanlegt kvöld á Bagatelle En hver skyldi nú vera eftirminni- legasta matarapplifun matreiðslu- manns ársins? Björgvin segir að sumarið 1998 hafi hann dvalið um skeið í Ósló og unnið þar á nokkrum veitingastöðum, Le Canard, Fein- schmecker og Statholdergaarden hjá Bent Stiansen. „Síðasta kvöldið er ég dvaldist í Ós- ló fór ég einn út að borða en pantað hafði verið borð fyrir mig á Bagatelle og sagt að ég væri ungur íslenskur kokkur. Þegar ég kom á staðinn var tekið á móti mér sem þjóðhöfðingja. Ég pantaði mér þriggja rétta matseð- il hússins en það endaði með því að ég snæddi eina sjö rétti. Þetta var stór- kostlegur matur og eiginlega í fyrsta skipti er ég upplifði svona stemmn- ingu. Á meðan við vorum á Bocuse d’Or snæddum við einnig á mörgum góðum stöðum og einnig alltaf gott að fara á Holtið. Fyrir skömmu fór ég einnig á Grillið í fyrsta skipti og var mjög ánægður. Oft hefur það nú líka komið fyrir að maður hefur verið að vinna heila helgi, sofið í tvo tíma og farið síðan á sunnudagskvöldi og fengið sér eina pylsu og aldrei verið ánægðari með matarbita en einmitt þá stundina. Almennt má þó segja að það skipti miklu máli að vera í góðum félagsskap er maður fer á veitinga- staði. Hönnun staðarins, þjónustan, maturinn og vínið spila síðan saman og mynda eina heild. Sjálfum finnst mér að samvinnan á milli kokka og þjóna mætti vera meiri hér á landi Maður hefur svo oft rekið sig á það, til dæmis þegar maður fær rétta vínið með mat, að þessa heildar- hugsun vanti almennt. Það er búin að vera mikil vakning í matreiðslu hér á landi og það er að koma ný kynslóð inn á sjónarsviðið. Það væri gaman ef hægt væri að gera átak með þjónun- um.“ Hvað strauma og stefnur varðar segir Björgvin fyrst og fremst horfa til Norðurlandanna, líkt og raunar margir af yngri kynslóð íslenskra matreiðslumanna. „Það er langmest að gerast þar í evrópskri matargerð. Raunar er leiðinlegt að sjá að Finnar era að sigla fram úr okkur. Við höfum ávallt verið skrefi á undan þeim en þar í landi hefur orðið gífurleg vakn- ing og mér sýnist sem þeir séu að fara fram úr. í síðustu landskeppni þeirra sigraði tvítug stelpa. Norðmenn og Svíar era aftur á móti löngu komnir með forskot á okkur.“ Skýringuna á hinu góða gengi nor- rænna matreiðslumanna segir Björgvin vera að þær gömlu hefðir er einkenna t.d. ítalska og franska eld- húsið séu jafnframt ákveðin spenni- treyja. Menn séu tregari við að víkja frá reglum og hefðum er gilt hafi öld- um saman. Á Norðurlöndunum sé minna um slíkar hefðir og geti nor- rænir kokkar því óhikað tekið það besta úr öllum áttum. Ekki sé verið að brjóta neinar reglur þótt menn geri eitt i dag og annað á morgun. En hver skyldi vera bókin á nátt- borðinu? „Síðasta bókin sem ég las var Off the Menu, viðtalsbók við helstu kokka Lundúna, þar sem þeir láta gamminn geisa, ekki síst um aðra kokka. Þá hefur undirbúningurinn fyrir keppnina sett svip sinn á lestur- inn og Larousse verið fyrirferðar- mikill í því sambandi.“ Sælkerinn S Alagadraumur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ÞEGAR svefninn tekur völdin af meðvitundinni og ómeðvitaðir kraftar dulvitundar og drauma vakna til lífsins, opnast mörgu ill- fyglinu gátt í vitundarlífíð til að gera þar usla og raska sálrænni ró. Martraðir nefnast þeir draumar einu nafni þótt margræðir séu. Of- und manna í garð annarra er ein birtingarmynd þeirra illu hugsana sem getur orðið að myrkum óvætti er ryðst inn í drauminn og ásækir dreymandann. Skáldkonan Hug- rún segir frá einum slíkum draumi í bók sinni „Draumar og vitranir" frá 1965. „Ég hafði gefið út nokkrar ljóða- og bamabækur þegar fyrsta bókin mín í óbundnu máli kom út fyrir fullorðna. Það vora smásögur. Ekki datt mér í hug að hún myndi valda neinum úlfaþyt. Hélt bara að hún yrði látin í það minnsta af- skiptalaus. En nokkram vikum eft- ir útkomu hennar fór ég að hafa erfiða drauma. Það var eins og eitt- hvað væri óhreint í kringum mig og mér leið stundum illa, löngu eftir að ég vaknaði. Svo kom að því að mig dreymdi merkilega óhugnanlegan draum. Ég þóttist koma inn í stórt herbergi sem líktist allra helzt fjósi. Ekki vissi ég hvert erindi ég átti þangað. Það var eins og mér væri ýtt inn fyrir dymar. Það var skuggsýnt inni og einhver óhugn- aður í myrkrinu. Þegar ég hafði staðið þarna ofurlitla stund varð ég vör við ís- kyggilega hreyfingu sem nálgast mig. Það var eins og eitthvað væri að læð- ast til mín út úr dimm- unni. Allt í einu stóð ég frammi fyrir feiknarleg- um tarfi, svörtum að ht, með geysistór fram- standandi oddhvöss horn sem hann miðaði á mig. Hann var tilbúinn að reka mig í gegn. Það kom yfir mig einhver ólýsan- legur kraftur svo að mér tókst að vega mig upp á homum hans og koma mér fyrir á herðakambin- um þannig að ég sat þar eins og á hesti. Ég fann hvernig hann skalf af tryllingi vegna þess að hann missti af bráðinni. En ég sat þarna hin róleg- asta af þv£ að ég vissi að hann gat ekki grandað mér. Mátturinn var min megin. Sá máttur sem lyfti mér á bak hans yfirgaf mig ekki. Ég fann hvemig lö-aftur skepnunn- ar þvarr, hún skalf öll og titraði og froðufelldi af illsku og vonbrigðum. Svo lyppaðist nautið niður, smá- minnkaði oggufaði siðan upp. Fjós- ið hvarf mér, ég stóð aftur undir bera lofti. Þá kom eins og þytur ut- an úr geimnum og ég heyrði rödd sem hvfslaði: „Sælir erað þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna, verið glaðir og fagnið, þvi að laun yðar era mikil í himninum." Ég vissi að þetta vora orð úr fjall- ræðunni og fann að mér var borgið. Daginn eftir kom vinur minn í heimsókn til mín. „Ertu búin að sjá hvað hefur verið skrifað um bókina þina?“ spurði hann. „Nei,“ sagði ég. „Það er gott,“ sagði hann „Ef ég hefði fengið annað eins, held ég að það hefði liðið yfir mig. Það er nú reyndar ekki ritdómur. Það er níð um þig sjálfa.“ „Já, einmitt það,“ sagði ég. „Þá veit ég hvað draumurinn þýðir.“ Bréf „Völu“ Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkru að ég væri stödd við lítið fallegt vatn. Uti í vatninu var lítill hólmi. Ég tek eft- ir að við hólmann er einhver stór hlutur sem marar í hálfu kafi. Ég næ mér í spýtu og fer að ýta við hlutnum þar til hann losnar með miklu sogi. Þá kemur í ljós að þetta er einhvers konar kista, opin og í henni liggur andvana maður sveip- aður Ijósum dúk en þó ekki fyrir andlitinu sem ég sá rétt í svip (þetta var þó ekki venjuleg líkk- ista). Kistan flýtur í burtu og ég horfi á eftir henni og vakna við það. Ég vaki litla stund og íhuga drauminn og fannst leitt að ég skyldi ekki sjá andlit mannsins bet- ur ef ske kynni að ég þekkti hann. Eftir smá stund sofna ég aftur og dreymi nákvæmlega sama draum- inn frá upphafi til enda. í þessum draumi ákvað ég að reyna að sjá manninn. Það tókst en ekki fannst mér ég kannast við manninn. Ráðning Það sem virðast tilviljanakennd- ar myndir án merkingar í draumi er oft djúpur sannleikur og boð- skapur mikill. í vöku gerast tilvilj- anir sem manni finnst stundum engin tilviljun heldur eins og ætlun liggi að baki. Bréf þitt „datt“ milli bréfa en hoppaði upp úr bunkanum fyrir þennan pistil líkt og það segði „nú er ég tilbúið". Draumur þinn er á þeim nótuð að það er eins og hann hafi þurft að aðlagast þér og þú honum því efni hans þarf sinn tíma til að gerjast, verða til! Þú virðist hafa sérstakt næmi á hið hulda og getað stjórnað því að einhveiju leyti (samanber drauminn sem þú vaknar af, sofnar út frá og dreymir aftur til að sjá manninn) og því haf- ir þú getu og hæfileika til að nota drauminn á vissan hátt eins og at- vinnutæki til aðstoðar öðram. Ef ég skynja táknin rétt ertu í draumn- um að aðstoða framliðinn mann sem á í erfiðleikum með að slíta sig frá jarðlífinu, að ná áttum. • Þeir lesendur sem vilja íá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavfk cða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.