Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRIL 2000 Tóbak Tóbaksverkendur leyna upplýsingum. Heilsurækt Réttur búnaður og við- eigandi þjálfun. Krabbamein Meðferðin er markvissari og aukaverkanir minni. Þrívíð geislun gegn krabba Medical News Today. BRESKIR vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við geislalækningar sem byggist á notkun geisla sem myndar þrívíða geisladreifingu um- hverfis krabbameinsæxli og sneiðir hjá heilbrigðum vef. Markmið með þessari aðferð er að stöðva út- breiðslu krabbameins, eyða því og draga úr aukaverkunum geislameð- ferðar. Hún verður fyrst notuð í meðferð á blöðruhálskirtilskrabba, en gangi rannsóknir vel kann hún að verða notuð á aðrar gerðir krabbameins. Sérfræðingar segja að þessi nýja aðferð verði mun áhrifaríkari en hefðbundin geislameðferð þar eð hægt verði að nota stærri geislask- ammt og draga eigi úr aukaverkun- um um allt að 75%. Aðferðin gerir læknum kleift að móta meðferð ná- kvæmlega eftir óreglubundinni og ílókinni lögun krabbameinsæxla, sem vefja sig utan um heilbrigða vefi í líkamanum. Hefðbundin geislameðferð felur í sér að geislarnir mynda „kassa“ ut- an um æxlið áður en því er eytt, en sú aðferð getur valdið töluverðum skemmdum á heilbrigðum vefjum og leitt til varanlegra aukaverkana. Prívíddaraðferðin, sem var þróuð við bresku krabbameinsrannsókn- arstofnunina, er tæknileg útfærsla á svokölluðu Intensity modulated radiotherapy (IMRT), og segir dr. David Dearnaley, fyrirlesari við stofnunina, að spennandi tímar séu framundan við frekari þróunar- vinnu. Með IMRT er tekin tölvusneið- mynd af líkama sjúklingsins og upplýsingar settar í tölvu til þess að finna út hvar geislunar er helst þörf og hvar ekki og reiknar tölvan út hvernig móta þarf meðferðina. Hreyfanlegt vélmenni er notað til að beina misjafnlega miklu magni geisla á mismunandi svæði í æxlinu. Með þessum hætti er unnt að nota 33% meiri geislun en við hefð- bundna aðferð. IMRT-aðferðin er nú notuð í 15 krabbameinsmið- stöðvum í Bretlandi. Óskað hefur verið eftir fjármagni til kaupa IMRT-tækjabúnað að Landspítalanum, háskólasjúkra- húsi, að sögn Garðars Mýrdal for- stöðumanns Geislaeðlisfræðideildar spítalans. Tveir línuhraðlar eru á sjúkrahúsinu og þarf að endurnýja annan þeirra á næstu árum. „Þessi aðferð er framför í með- ferð á krabbameinum sem liggja á ákveðnum stöðum svo sem í ná- munda við líffæri sem eru viðkvæm fyrir geislun. Hún hentar t.d. við meðferð á blöðruhálskirtli eða höf- Morgunblaðið/Ásdís Garðar Mýrdal við geislaáætlanakerfíð, sem gerir geislaáætlanir á grundvelli sneiðmynda af sjúklingum. uð- og hálssvæðinu svo sem þegar meðferðarsvæðið vefur sig í hálf- hring utan um rnænuna," segir Garðar. „Tæknin hefur verið prófuð víða, aðallega á stórum sjúkrahús- um eins og í Boston. Núna eru spítalar t.d. í Bergen og Stokkhólmi að fara út í þessa meðferð." Garðar vonast til að innan tveggja ára verði búið að fjárfesta í IMRT-tækninni og hún komin í notkun á Landspítalanum. Reuters Er breytingaskeið karla staðreynd eða innantómt hugtak? Karlar á breyt- ingaskeiði? New York. Reuters Health. FINNA karlmenn fyrir „breyting- um“ á miðjum aldri, hoiTnónabreyt- ingum hliðstæðum tíðahvörfum kvenna? Hugmyndin um „breytinga- skeið“ karla er umdeild eins og í Ijós kom þegar tvö andstæð viðhorf breskra vísindamanna voru birt sem „með og á móti“ leiðari í vísindari- tinu British Medical Journal 25. mars. Duncan C. Gould og samstarfs- maður hans við Goldcross-lækna- miðstöðina í London birtu vísbend- ingar um umtalsverðar horm- ónabreytingar í körlum, og bentu á þá staðreynd að magn testósteróns minnkar um allt að 50% frá 25 til 75 ára aldurs. Þar að auki hafi annar hver maður yfir fimmtugu óeðlilega lítið magn testósteróns vegna breyt- inga í hormónakerfi þeirra. Vísindamennirnir benda á að ein- kenni testósterónminnkunarinnar séu oft svipuð þeim sem konur á breytingaskeiði finni fyrir, t.d. svita- köst, þunglyndi, taugaóstyrkur, þreyta og minni kraftur. Þótt Gould haldi því fram, með þessum hætti, að karlar verði fyrir hliðstæðum breyt- ingum og konur segir hann þó, að hugtakið „breytingaskeið karla“ sé villandi, þar eð hormónabreyting- arnar í körlum verði smátt og smátt á löngum tíma og verði ekki í öllum mönnum, en allar konur verði fyrir hormónabreytingum sem gerist skyndilega. Árangur ekki hliðstæður Howard S. Jacobs heldur því aftur á móti fram að engu máli skipti hvað þetta sé kallað, hjá körlum sé ekki að finna neitt sem sé hugtakalega sam- bærilegt við breytingaskeið kvenna. Jacobs heldur því fram, að þessar hægfara hormónabreytingar í eldri mönnum séu í grundvallaratriðum öðru vísi en snögg estrógenlækkun í konum á breytingaskeiði. Segir Jacobs að testósterónmeð- ferð á körlum, hliðstæð estrógen- meðferð sem konur gangast undir, skili ekki sambærilegum árangri, og vísar til rannsókna máli sínu til stuðnings. Segir hann, að ef hlið- stæðar meðferðir skili ekki hliðstæð- um árangri megi álykta að kvillarnir hafi ekki verið sambærilegir til að byrja með. Þessar breytingar, sem menn finni fyrir, séu einfaldlega til marks um að þeir séu að eldast. í viðtölum við Reuters fullyrtu Gould og Jacobs hvor um sig að við- horf þeirra væri réttmætt og skynsamlegt. Gould lagði áherslu á, að þótt „breytingaskeið karla“ væri „kjánalegt orðalag“ sem gæti leitt til misskilnings, vísaði það engu að síð- ur til raunverulegra hormónabreyt- inga sem verði í öðrum hverjum manni. Jacobs hélt því hins vegar fram, að hugtakið ætti sér augljós- lega engar læknisfræðilegar for- sendur. Lyftingar fyrir konur sem karla New York. Reuters Health. HVERNIG geta þeir sem stunda heilsurækt komið í veg fyrir að þeir slasi sig við æfingar? Að mati sérfiæðinga, er komu saman á ráð- stefnu í New York nýverið, skiptir mestu máli að nota réttan útbúnað, fá viðeigandi þjálfun og skipu- leggja vandlega markmið og leiðir. Flestir ættu að stunda leikfími í 30 til 45 mínútur fimm sinnum í viku, og ættu að bæta við það lyft- ingum, sagði dr. Stuart A. Hirsh, bæklunarlæknir sem stýrði ráð- stefnunni. fþróttamenn verði að hlusta á líkamann og fara sér ekki svo hratt að öryggi þeirra sé stefnt í voða. Hann bætti því við, að bæði karl- ar og konur ættu að stunda lyfting- ar að einhveiju marki, þótt hingað til hafi þær fyrst og fremst talist íþrótt fyrir karlmenn. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.