Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Sjálfstæðismenn með sterka stöðu
á Suðvesturhorninu
Hvort mundir þú segja
að þú værir stuðnings-
maður ríkisstjórnarinnar
eða andstæðingur?
Nóv. 99 Hlutfall þeirra sem svara
Fylgi stjórnmálaflokka
í kosningum í maí 1999
og í skoðanakönnun
Spurt í mars-apríl 2000
Hvað myndi fólk kjósa ef
alþingiskosningar yrðu
haldnar nú?
18,9 18,9
Framsóknar-
flokkur
Sjálfstæðis-
flokkur
Sam-
fylkingin
W S
4,4
□Ss
Frjálslyndi
flokkurinn
0,8 1.0 1’5
c=i ta □
Vinstrihr./ Annað
- gr framb.
Meirihluti kjósenda
styður Sjálfstæðis-
flokkinn á Reykjanesi
MESTA fylgi Sjálfstæðisflokksins
rnælist, samkvæmt könnun Félags-
/ísindastofnunar, á Reykjanesi, eða
52,8%, og næstmest í Reykjavík, um
17%. Fylgi flokksins á landsbyggð-
nni er mun minna, eða 28,7%. Fram-
sóknarflokkurinn sækir hlutfallslega
nest fylgi út á landsbyggðina. Tæp
L9% kjósenda þar styðja flokkinn, en
:il samanburðar var þetta hlutfall
.æp 26% í nóvember.
Tiltölulega lítill munur er á fylgi
Samfylkingarinnar eftir landshlut-
jm og er á bilinu 24-26%. Miðað við
líðustu könnun eykst fylgi hennar
ílutfallslega mest á landsbyggðinni,
jar sem fylgið fer úr tæpum 15% í
26%. Vinstri hreyfingin - grænt
framboð nýtur minnsts fylgis á
Reykjanesi, eða rúmlega 12%. Fylgi
flokksins virðist aukast lítillega á
landsbyggðinni og í Reykjavík, en
minnka á Reykjanesi frá síðustu
könnun.
í könnuninni var spurt hvort að
viðkomandi teldi sig stuðningsmann
ríkistjórnarinnar eða andstæðing?
Svörin voru á þann veg að 46,2%
telja sig vera stuðningsmenn ríkis-
stjómarinnar, 21,8% voru hlutlaus
en 32,1% landsmanna er samkvæmt
könnuninni andstæðingar ríkis-
stjómarinnar. Það er nokkur aukn-
ing frá könnuninni í nóvember, þeg-
ar 24,3% töldu sig andstæðinga
ríkisstjómarinnar. Stuðningsmenn
voru þá 48,8% og hefur fækkað um
2,6% frá því í nóvember.
Bflar fuku út af vegin-
um við Hvammstanga
RUTA og tveir vöruflutningabílar
fuku út af þjóðveginum við afleggj-
arann að Hvammstanga í gær, en
þar var mikið hvassviðri og hálka á
veginum. Tugir bíla voru fastir þar
og treysti fólk sér ekki til að halda
áfram vegna aðstæðna, að sögn lög-
reglunnar á Blönduósi, enda héldust
bflamir vart inni á veginum. Þá varð
þama árekstur en engin slys urðu á
fólki.
í Vatnsskarði var ekið aftan á bfl,
auk þess sem menn óku út af vegin-
um en komust þó upp hann aftur. Þá
fór rúta út af veginum við Hnausa í
Vatnsdalnum, en engar meiriháttar
skemmdir urðu á bílum.
„Það er búið að vera mjög blint á
þessum tveimur stöðum og slæmt
ferðaveður frá því klukkan þrjú í
dag, meira og minna, og þetta stopp
á Hvammstanga er búið að vera frá
því klukkan sex,“ sagði lögreglu-
varðstjóri á Blönduósi um tíuleytið í
gærkvöldi. Þá var veður farið að
ganga niður.
J> ! „ DAVÍf)
< , mfepN
Ui
!Ci
Mru' #
Jsla
” lolðjiínc
^ ■ 1 Síi^rf*us
Vönduð
íslensk
öndvegisrjt
VAKA- HELGAFELL
Síónmúlfl 6 • Simi S50 3000
Um 14% Vinstri grænna styðja
ríkisstjórnina
Sé stuðningur eða andstaða við
ríkisstjórnina greind eftir því hvaða
flokk fólk myndi núna kjósa, kemur
í ljós að um 87% stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokks styðja ríkisstjórn-
ina og um 71% Framsóknarmanna.
Helstu andstæðingar ríkisstjórnar-
innar koma úr röðum stuðnings-
manna stjórnarandstöðuflokkanna,
en 86% stuðningsmanna Frjáls-
lyndra eru andvígir ríkisstjórninni,
76% Samfylkingarinnar og 64%
kjósenda Vinstri hreyfingarinnar-
græns framboðs. Hins vegar eru
13,7% úr röðum Vinstri grænna
stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
og nýtur ríkisstjórnin mests stuðn-
ings þaðan úr röðum kjósenda
stjómarandstöðuflokkanna. 7,1%
kjósenda Samfylkingar styður ríkis-
stjómina en enginn úr röðum kjós-
enda Frjálslynda flokksins.
Haraldur mjakaði
sér yfir 86.
breiddargráðu
HARALDUR Örn Ólafsson gekk 15
km á norðurpólsgöngu sinni á
fimmtudaginn og er því kominn 333
km áleiðis til pólsins sem bíður hans
í 437 km Qar-
lægð. Hann náði
þeim áfanga að
mjaka sér norð-
ur fyrir 86.
breiddargráðu
og var afar
ánægður með
þann áfanga.
Mikið vaka-
svæði bíður
Haraldar í 50-60 km fjarlægð sam-
kvæmt nýjum upplýsingum og telur
hann ekki ólfldegt að hann verði
fyrir töfum vegna þess. Hann sagði
þó ástæðulaust að hafa áhyggjur af
vökunum að svo komnu máli. Vel
gæti farið svo að þær frysu bráð-
lega og yrðu vel færar þegar þar að
kæmi.
Af öðrum pólförum er það að
frétta að hinn 27 ára gamli Svíi Ola
Skinnarmo sem gekk á pólinn að
austanverðu náði takmarki sínu í
gær eftir 47 daga göngu og sló þar
með met Norðmannsins Borge Ous-
lands sem gekk á pólinn á 52 dög-
um árið 1994.
Haraldur pólfari lenti í óvenju-
legri reynslu úti á ísnum á flmmtu-
daginn þegar hann hitti manneskju
í fyrsta skipti eftir að félagi hans
Ingþór Bjarnason þurfti að yfirgefa
hann 28. mars. Haraldur sagði í
samtali við bakvarðasveitina í há-
deginu í gær að tildrögin hefðu ver-
ið þau að Twin Otter flugvél First
Air flugfélagsins hefði verið flogið í
hrlngi nálægt sér er hann gekk upp
á fsjaka til að gá til „vegar“. Flug-
vélinni var flogið í lágflugi að Har-
aldi sem vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið. Hann gekk í átt til flugvél-
arinnar cftir að hún lenti á fsnum í
eins km fjarlægð enda taldi hann
flugmanninn eiga eitthvert erindi
við sig. Þegar þeir mættust skammt
frá flugvélinni spurði flugmaðurinn
hins vegar hvort hann gæti eitthvað
gert fyrir Ilarald, sem var einskis
vant og frekar undrandi.
Eftir stutt samtal þeirra leystist
gátan. Flugmaðurinn reyndist vera
í birgðaflugi og þurfti að lenda við
bensínbirgðastöð sem vildi til að
var skammt frá Haraldi án þess að
hann vissi af henni. Þegar hann sá
Harald koma gangandi til sín hélt
hann eðlilega að pélfarinn þyrfti
e.t.v. á aðstoð að halda.
Flugmaðurinn var á mikill hrað-
ferð en sagði Haraldi að mikið
vakasvæði væri norðan 86. gráðu í
50-60 km fjarlægð.
Frostið er nú 25-30 stig úti á ísn-
um og sagði Haraldur að sannkall-
að vor væri í lofti þar nyrðra.
Ingþór er kominn til Kanada.
Ljósmynd/Ingþór Bjamason
Haraldur er ánægður að vera kominn norður fyrir 86. breiddargráðu.
TNet hefur rekstur
TETRA-kerfis í maí
FJARSKIPTAFYRIRTÆKIÐ
TNet efh. mun hefja rekstur
TETRA-farstöðvakerfis í byrjun maí
nk. að sögn Guðmundar Gunnarsson-
ar framkvæmdastjóra fyrirtækisins
og er ætlunin að bjóða hinum al-
menna markaði aðgang að kerfinu.
Til að mynda bæjarfélögum, veitufyr-
irtækjum, verktökum og aðilum á
flutningamarkaðnum svo dæmi séu
nefnd. Guðmundur setur þó þann fyr-
irvara á reksturinn í maí að fyrirtæk-
ið verði búið að fá endanlegt rekstrar-
ieyfi fyrir þann tíma.
A sama tíma, eða í maímánuði,
stefnir fjarskiptaíyrirtækið Línu.Net
sömuleiðis að því að hefja rekstur
TETRA-fjarskiptakerfis samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, en
eins og kunnugt er hefur verið gerður
samningur við Ríkiskaup um að
Línu.Net setji upp TETRA-kerfið
fyrir lögreglu, slökkvilið og fleiri aðila
sem sinna neyðarþjónustu. Fyiirtæk-
ið mun á hinn bóginn bjóða fleiri aðil-
um aðgang að kerfinu í júlí nk. og er
því nokkuð ijóst að það stefni í sam-
keppni á þessu fjarskiptasviði milli
TNets og Línu.Nets.
TETRA er staðall fyrir fjarskipta-
kerfi með stafrænar upplýsingar en
sá munur er á honum og öðrum
fjarskiptastöðlum, s.s. GSM, að hægt
er að skilgreina afmarkaða notenda-
hópa sem hafa opið samband sín á
mflli. Að auki þykja öryggiskröfur
vegna reksturs kerfisins mun meiri
en á öðrum stöðlum.
Að sögn Guðmundar hjá TNeti er
allur búnaður sem til þarf kominn til
landsins, en TNet gerði á síðasta ári
samning um búnað frá finnska stór-
fyrirtækinu Nokia. Þá hafa stai’fs-
menn TNets þegar sótt námskeið hjá
Nokia um rekstur kerfisins. Upphaf-
lega gerir TNet ráð fyrir því að kerfið
nái yfir Suður- og Suðvesturland og
sömuleiðis í grófum dráttum yfir leið-
ina: Reykjavík, Akureyri og Mý-
vatnssveit. Að sögn Guðmundar hef-
ur þegar verið ski-ifað undir
viljayfirlýsingar við einstaka aðila á
almenna markaðnum um notkun
kerfisins en hann vill ekki gefa upp
nein nöfn að svo komnu máli.
Eigendur TNets eru Landssími ís-
lands hf., TölvuMyndir hf. og Landsv-
irkjun og á hvert fyrirtæki jafn stór-
an hlut. Þátttaka Landsvirkjunar í
TNeti hefur verið með fyrirvara hing-
að til þar sem Landsvirkjun hefur
samkvæmt lögum aðeins verið heim-
ilt að eiga í fyrirtækjum sem annast
framleiðslu, flutning, dreifingu eða
sölu á orku. Aiþingi samþykkti hins
vegar í vikunni frumvarp iðnaðarráð-
herra til laga um að Landsvirkjun
verði einnig heimilt að eiga aðild að
íjarskiptafyrirtækjum og öðluðust
lögin gildi þegai- í stað.
Reykjavíkurborg kemur að báð-
um fyrirtækjunum
Línu.Net keypti fjarskiptafyrir-
tækið Irju efh. fyrir um það bil mán-
uði, en þá hafði Irja gert samning við
Ríkiskaup um rekstur TETRA-kerf-
isins fyrir lögreglu, slökkvilið og fleiri
aðila til næstu tíu ára að undan-
gengnu útboði um uppsetningu og
rekstur kerfisins. Hafði Irja boðið
langlægst í verkið, eða 36 milljónir
króna, en næst kom TNet efh. með
72,2 milljónir króna. Þá bauð Tal hf.
112,3 milljónir króna í verkið.
Þegar Lina.Net eignaðist Irju tók
það yfir samning þess síðamefnda við
Ríkiskaup um uppsetningu kerfisins.
Gengið hefur verið frá pöntun á búnaði
frá sænska fyrirtækinu Motorola og er
gert ráð íyrir því að kerfið nái fyrst í
stað yfir suðvesturhom landsins.
Orkuveita Reykjavfloir er lang-
stærsti hluthafi í Línu.Neti með 68%
eignarhiut. Starfsmenn Orkuveitunn-
ar og Línu.Nets eiga 4% hlut og ís-
landssími um 10% hlut. Þá eiga fyrr-
verandi eigendur Irju 8% í Línu.Neti.
Reykjavíkurborg á þar með beint
eða óbeint hlut í báðum íjarskiptafyr-
irtækjunum sem ætla í rekstur
TETRA-kerfisins hér á landi.