Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 75 KIRKJUSTARF Dómkirkjan. Safnaðarstarf Samkirkjuleg guðsþjónusta í Dómkirkjunni Á pálmasunnudag verður sam- kirkjuleg guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni kl 11. Fulltrúar kristinna safnaða taka þátt í guðsþjónustunni með ritn- ingarlestri og bænargjörð. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestur prédikar og hugleið- ir einingu kristinna frammi fyrir atburðum kyrruviku og páska. Við guðsþjónustuna syngur Kór Menntaskólans í Reykjavík, m.a. messuþætti eftir W.Á. Mozart við hljófæraundirleik nemenda úr skólanum. Marteinn H. Friðriks- son stjórnar og leikur á orgelið. í guðsþjónustunni gefst sérstakt tækifæri til undirbúnings undir stórhátíð páskanna á kristnihátíð- arári. Kvennakirkjan í Grafar- vogskirkju Kvennakirkjan heldur guðþjón- ustu í Grafarvogskirkju á Pálma- sunnudag, 16. apríl kl. 20.30. Yfir- skrift messunnar er: Fátækt og ríkidæmi. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingiskona prédikar. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir annast prestsþjónustu. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng við píanóleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur sem jafnframt stjórnar al- mennum messusöng ásamt Kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Allir eru vel- komnir í messur Kvennakirkjunn- ar og eru íbúar Grafarvogs sér- staklega hvattir til að nota tækifærið nú. Messur Kvenna- kirkjunnar eru haldnar í hinum ýmsu kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu einu sinni í mánuði. Kirkja Krists - Eining og aðgreining Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju nk. sunnudag, 16. apríl, kl. 10 f.h. mun dr. Einar Sigurbjörns- son prófessor flytja erindi um efn- ið: Kirkja Krists. Eining eða að- greining. Þetta er síðasti fræðslu- morgunn vetrarins. Enda þótt flestir hér á landi tilheyri þjóð- kirkjunni og öðrum evangelísk-lút- herskum trúfélögum, hefur öðrum kristnum trúfélögum fjölgað hér á undfanförnum árum. Hvers vegna? Eru ástæðurnar félagslegar eða guðfræðilegar? Er þetta spurning um stfl fremur en kenningar? Rómversk-kaþólska kirkjan og fulltrúar þeirrar lúthersku hafa nýlega gefið út sameiginlegan skilning á deiluefni siðbótartímans um réttlætingu af trú. Hvað veldur þá ágreiningi? Hvers vegna geta prestar í lúthersku kirkjunni ekki þjónað í þeirri rómversku og öf- ugt, eins og gerist með lútherskum og ensku biskupakirkjunni? Hvað sameinar alla þessa sundurleitu hópa, svo þeir verðskuldi samheit- ið „Kirkja Krists“? Einar Sigur- björnsson er sérfróður um kirkju- deildafræði og hefur m.a. skrifað um einingarviðleitni kristinna kirkjudeilda. Það verður án efa fróðlegt að heyra hann svara ein- hverjum framangreindra spurn- inga í erindi sínu. Að erindinu loknu, kl. 11, hefst barnastarf í umsjá Magneu Sverr- isdóttur og guðsþjónusta í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Kvöldmessa í Grensáskirkju Annað kvöld verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Reynt er að hafa allt yfirbragð kvöldmessunnar hlýlegt og aðlað- andi en jafnframt kyrrlátt. Messu- formið er mjög einfalt, valdir sálmar sem auðvelt er að syngja í almennum söng og töluðu máli stillt í hóf. í messunni er altaris- ganga, tækifæri til að mæta Drottni sjálfum í heilögu sakra- menti brauðs og víns. Á morgun er pálmasunnudagur. Við tekur kyrra vika; helgasti tími kirkjuársins fer í hönd. Víða er fermt á pálmasunnudag og því lítið um aðrar almennar guðsþjónustur. Verið öll velkomin í Grensás- kirkju að kvöldi pálmasunnudags! Sr. Olafur Jóhannsson / Biskup Islands prédikar í Laugarnes- kirkju Á pálmusunnudegi mun biskup íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, prédika og þjóna við messu í Laugarneskirkju kl. 11:00. Drengjakór Laugarneskirkju mun syngja, en um þessar mundir fagn- ar hann 10 ára afmæli. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson. Sigrún Þórsteinsdóttir leikur á orgelið en sóknarprestur mun þjóna með biskupi. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir handleiðslu Hrundar Þórarinsdóttur. Er ástæða til að hvetja sóknar- fólk til að fjölmenna til kirkju af þessu góða tilefni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Sýnd verður stutt kvik- mynd frá Leipzig. Fram verður borin tvíréttuð heit máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seljakirkja. Vorferðalag barna- starfsins. Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 11.00. Ferðinni verður heitið til Eyrarbakka. Þar verður barnaguðsþjónusta. Barna- kór Seljakirkju syngur í guðsþjón- ustunni. Boðið verður upp á pylsur og farið í fjöruferð. Áætluð heim- koma er um kl. 15.00. Ferðin og veitingar eru í boði safnaðarins. Foreldrar velkomnir með. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. ll.TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur: Samkoma kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Mikil lofgjörð og söngur. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.