Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 75

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 75 KIRKJUSTARF Dómkirkjan. Safnaðarstarf Samkirkjuleg guðsþjónusta í Dómkirkjunni Á pálmasunnudag verður sam- kirkjuleg guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni kl 11. Fulltrúar kristinna safnaða taka þátt í guðsþjónustunni með ritn- ingarlestri og bænargjörð. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestur prédikar og hugleið- ir einingu kristinna frammi fyrir atburðum kyrruviku og páska. Við guðsþjónustuna syngur Kór Menntaskólans í Reykjavík, m.a. messuþætti eftir W.Á. Mozart við hljófæraundirleik nemenda úr skólanum. Marteinn H. Friðriks- son stjórnar og leikur á orgelið. í guðsþjónustunni gefst sérstakt tækifæri til undirbúnings undir stórhátíð páskanna á kristnihátíð- arári. Kvennakirkjan í Grafar- vogskirkju Kvennakirkjan heldur guðþjón- ustu í Grafarvogskirkju á Pálma- sunnudag, 16. apríl kl. 20.30. Yfir- skrift messunnar er: Fátækt og ríkidæmi. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir alþingiskona prédikar. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir annast prestsþjónustu. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng við píanóleik Aðalheiðar Þorsteins- dóttur sem jafnframt stjórnar al- mennum messusöng ásamt Kór Kvennakirkjunnar. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Allir eru vel- komnir í messur Kvennakirkjunn- ar og eru íbúar Grafarvogs sér- staklega hvattir til að nota tækifærið nú. Messur Kvenna- kirkjunnar eru haldnar í hinum ýmsu kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu einu sinni í mánuði. Kirkja Krists - Eining og aðgreining Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju nk. sunnudag, 16. apríl, kl. 10 f.h. mun dr. Einar Sigurbjörns- son prófessor flytja erindi um efn- ið: Kirkja Krists. Eining eða að- greining. Þetta er síðasti fræðslu- morgunn vetrarins. Enda þótt flestir hér á landi tilheyri þjóð- kirkjunni og öðrum evangelísk-lút- herskum trúfélögum, hefur öðrum kristnum trúfélögum fjölgað hér á undfanförnum árum. Hvers vegna? Eru ástæðurnar félagslegar eða guðfræðilegar? Er þetta spurning um stfl fremur en kenningar? Rómversk-kaþólska kirkjan og fulltrúar þeirrar lúthersku hafa nýlega gefið út sameiginlegan skilning á deiluefni siðbótartímans um réttlætingu af trú. Hvað veldur þá ágreiningi? Hvers vegna geta prestar í lúthersku kirkjunni ekki þjónað í þeirri rómversku og öf- ugt, eins og gerist með lútherskum og ensku biskupakirkjunni? Hvað sameinar alla þessa sundurleitu hópa, svo þeir verðskuldi samheit- ið „Kirkja Krists“? Einar Sigur- björnsson er sérfróður um kirkju- deildafræði og hefur m.a. skrifað um einingarviðleitni kristinna kirkjudeilda. Það verður án efa fróðlegt að heyra hann svara ein- hverjum framangreindra spurn- inga í erindi sínu. Að erindinu loknu, kl. 11, hefst barnastarf í umsjá Magneu Sverr- isdóttur og guðsþjónusta í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Kvöldmessa í Grensáskirkju Annað kvöld verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Reynt er að hafa allt yfirbragð kvöldmessunnar hlýlegt og aðlað- andi en jafnframt kyrrlátt. Messu- formið er mjög einfalt, valdir sálmar sem auðvelt er að syngja í almennum söng og töluðu máli stillt í hóf. í messunni er altaris- ganga, tækifæri til að mæta Drottni sjálfum í heilögu sakra- menti brauðs og víns. Á morgun er pálmasunnudagur. Við tekur kyrra vika; helgasti tími kirkjuársins fer í hönd. Víða er fermt á pálmasunnudag og því lítið um aðrar almennar guðsþjónustur. Verið öll velkomin í Grensás- kirkju að kvöldi pálmasunnudags! Sr. Olafur Jóhannsson / Biskup Islands prédikar í Laugarnes- kirkju Á pálmusunnudegi mun biskup íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, prédika og þjóna við messu í Laugarneskirkju kl. 11:00. Drengjakór Laugarneskirkju mun syngja, en um þessar mundir fagn- ar hann 10 ára afmæli. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson. Sigrún Þórsteinsdóttir leikur á orgelið en sóknarprestur mun þjóna með biskupi. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir handleiðslu Hrundar Þórarinsdóttur. Er ástæða til að hvetja sóknar- fólk til að fjölmenna til kirkju af þessu góða tilefni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 12.30. Sýnd verður stutt kvik- mynd frá Leipzig. Fram verður borin tvíréttuð heit máltíð. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seljakirkja. Vorferðalag barna- starfsins. Lagt verður af stað frá Seljakirkju kl. 11.00. Ferðinni verður heitið til Eyrarbakka. Þar verður barnaguðsþjónusta. Barna- kór Seljakirkju syngur í guðsþjón- ustunni. Boðið verður upp á pylsur og farið í fjöruferð. Áætluð heim- koma er um kl. 15.00. Ferðin og veitingar eru í boði safnaðarins. Foreldrar velkomnir með. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. ll.TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur: Samkoma kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Mikil lofgjörð og söngur. Þriðjud: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.