Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 30

Morgunblaðið - 15.04.2000, Side 30
30 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ahern leitar skýringa á afskiptum BNFL London. Morgunblaðið. BERTIE Ahern, forsætisráðherra írlands, mun leita eftir skýringum brezku ríkisstjórnarinnar á því, að British Nuclear Fuels Ltd., sem m.a. rekur endurvinnslustöðina í Sellafield, hafði hönd í bagga við samningu svars ríkisstjórnarinnar við bréfi írsks þingmanns um Sellafield. Upplýsingadeild BNFL á að hafa reynt að afvegaleiða írska ráðherra og þingmenn, sem eru rekstri stöðvarinnar andvígir, og sömuleiðis brezka þingmenn. Þá á BNFL að hafa leynt, með samþykki viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytisins, þýðingarmiklum upplýsingum um öryggismál varð- andi lestarflutninga á kjarnorku- úrgangi. Það er brezka blaðið The Guardian, sem hefur skýrt frá því, að blaðinu hafi borizt gögn, sem sýndu að BNFL hefði reynt að leiða þingmenn og ráðherra út af því sporinu að gagnrýna stöðina í Sellafield. Fyrirtækið náði í gegn- um viðskipta- og iðnaðarráðuneyt- ið að ráða innihaldi svarbréfs til írsks þingmanns, Mildred Fox, sem hafði sent brezka forsætis- ráðherranum ósk um að hann íhugaði að láta loka Sellafield. Forsætisráðneytið fól iðnaðarráðu- neytinu að gera drög að svari, en að ráði BNFL var Fox ekki þess virði að fá svar frá forsætisráð- herranum, heldur svaraði iðnaðar- ráðuneytið henni samkvæmt for- skrift BNFL. Mildred Fox hefur rætt málið við Bertie Ahern, sem sagðist mundu taka málið upp við Tony Blair næst þegar þeir hitt- ust, en hann hefur í lyrsta um- gangi falið iðnaðarráðherra sínum, Joe Jacobs, að taka málið upp við brezka orkumálaráðherrann Helen Liddell. írska ríkisstjórnin hefur tekið höndum saman við Norðurlöndin um að skapa þrýsting á brezku ríkisstjórnina um að loka Sella- field. Beitti sér gegn umhverfis- ráðherranum The Guardian segir einnig, að BNFL hafi beitt sér án árangurs fyrir andróðri gegn tillögu Michael Meacher umhverfismálaráðherra um að láta kanna afrennsli kjarn- orkuúrgangs í sjóinn milli Bret- lands og Irlands. Sömuleiðis hafði BNFL ekki erindi sem erfiði gegn Rudi Vis þingmanni, sem fékk því komið til leiðar að lestir með kjarnorkuúrgang fengu ekki að standa yfir nótt á brautarstöð við íbúðahverfið Cricklewood í Norð- ur-London. Þá segist The Guardian einnig hafa fengið gögn sem sýni fram á samsæri BNFL og viðskipta- og iðnaðarráðuneytisins um að leyna upplýsingum um hættu af áætlun um að auka um þriðjung hámarks- hraða lestanna, sem flytja kjam- orkuúrgang. BNFL vildi auka hraðann úr 45 í 60 mílur á klukku- stund en af þvi hefur ekki orðið. www.simmn.is Fáðu nánari upplýsingar um NMT i gjaldfrjálsu númeri [ 800 7000] eða á netinu 5 í MI N N Ef kvefast, hvað þá? NMT - langdræga farsímakerfið Maxon MX-2450 HMlifA'Jii 7.980 kr.út og 1.000 kr. á mán. í ár Heildarverð: 19.980,- Stgr. verð: 18.981,- Útbreiðsla NMTfarsímakerfisins Atlantshafsbandalagið Svíar aðilar inn- an fímm ára? Brussel. Morgunblaðið. INNAN fimm ára verða Svíar gengnir í Atlantshafsbandalagið (NATO) að sögn Björns von Sydow, vamarmálaráðherra Sví- þjóðar. Lét hann þessa skoðun sína í ljós í samtali við breskan vamar- málasérfræðing í fyrra. Alexandra Ashboume, sem starf- ar hjá Evrópsku umbótamiðstöð- inni í London, hafði ummælin eftir von Sydow á blaðamannaráðstefnu sem haldin var á vegum Evrópsku fréttamannastöðvarinnar í Bmssel á fimmtudag og föstudag. Þar var fjallað um varnir Evrópu í framtíð- inni. Ráðherra úr flokki sænskra jafn- aðarmanna mun ekki hafa tjáð sig fyrr á þennan hátt um aðild Sví- þjóðar að NATO. Ashboume hefur unnið við að kanna afstöðu ráða- manna og almennings í aðildarríkj- um Evrópusambandsins (ESB) til Atlantshafsbandalagsins og áætl- ana um svonefnda Evrópustoð NA- TO. Athygli vakti á ráðstefnunni að Philippe Guelluy, sem er sendi- herra Frakklands hjá NATO, sagð- ist álíta að Evrópustoðin myndi ekki geta orðið sannfærandi til langframa nema Evrópusambandið hefði langdræg kjarnorkuvopn í vopnabúri sínu. Belginn Marc Otte, sem er einn nánasti aðstoðarmaður Javier Solana, er fer með utanrík- is- og varnarmál ESB, sagði það vera útbreidda skoðun að komi á ný til alvarlegra átaka milli Ind- lands og Pakistans, yrði beitt kjarnorkuvopnum. Otte er yfirmað- ur sérskipaðs vinnuhóps ráðherra- ráðs ESB, sem ætlað er að móta stefnuna varðandi Evrópustoðina. Fylgi Ken Livingstone fer undir 50 % London. Morgiinblaðið. FYLGI Ken Livingstone til borg- arstjóraembættisins í London hef- ur fallið í 49% samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Evening Standard skýrði frá í gær. Þegar mest var naut hann 68% fylgis. Þá hefur frambjóðandi íhaldsflokks- ins, Steve Norris, skotist upp fyrir Frank Dobson, frambjóðanda Verkamannaflokksins, og er nú næstur Livingstone með 16%, en Dobson er með 15. Frambjóðandi frjálslyndra, Susan Kramer, er með 12% atkvæða. Ken Livingstone byrjaði árið með 51%, en stökk upp í 68%, þeg- ar hann tilkynnti um sjálfstætt framboð sitt 6. marz sl. Hálfum mánuði seinna var fylgið komið nið- ur í 61% og hefur nú minnkað um önnur 12%. Kjósendur merkja við tvo frambjóðendur á kjörseðlinum; fyrsta val og annað, og nái fram- bjóðandi ekki helmingi atkvæða þarf að flytja annars vals atkvæði á hann og þann frambjóðanda, sem næstur honum er. Um fylgi Livingstone er tvennt að segja. Annaðhvort hefur það leitað aftur til þess jafnvægis sem það var í áður en hann fór í sjálf- stætt framboð eða það heldur áfram að minnka. Eru þá áreiðan- lega að koma honum í koll fréttir af fjármálum hans og ekki síður ýmis ummæli hans, sem hafa þótt orka tvímælis. Á dög- unum ollu t.d. ummæli hans um að fjármálaveldið í heiminum hefði fleiri mannslíf á samvizkunni en Hitler miklum viðbrögðum. I stöðunni horfir Dobson fram á fjórða sætið. Kjósendur Verkamannaflokksins eru taldir verða latir að fara á kjörstað og það mun bitna svo á honum, að Susan Kramer komi sterkari út úr kosningunum en hann. Dobson hefur lagt áherzlu á að skilja milli sín og flokksforyst- unnar í kosningabaráttunni, en sá nú engin ráð önnur en leita liðsinn- is forsætisráðherrans, sem kom honum til hjálpar í fyrradag. Varðandi kosningar til borgar- stjórnarinnar mun Verkamanna- flokkurinn samkvæmt skoðana- könnuninni fá 12 sæti, íhaldsmenn 7, frjálslyndir 4 og grænir 2. Þá var einnig spurt um alþingiskosn- ingar og hefur Verkamannaflokk- urinn þar 48% fylgi, íhaldsflokkur- inn 31% og frjálslyndir 15. Þetta eru sömu tölur hjá íhaldsmönnum og frjálslyndum og fylgi þeirra í síðustu kosningum 1997, en þá fékk Verkamannaflokkurinn 49% at- kvæða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.