Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 1------------------------- SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ KALDASTRÍÐSÁRÓÐUR UM RÚSSAGULL í FJÖLMIÐLUM Enn mun þd reimt á Kili Liðið er hátt á aðra öld ennmunþóreimtáKili __ segir Jón Helgason prófessor í "~~kvæði sínu, Áfangar. Nú er liðinn áratugur frá lokum kalda stríðsins, en víðar er reimt en á Kili. Uppvakn- ingar og draugar ríða húsum manna, lifandi sem látinna. Nú í haust brast á hrina um fjárstuðning Kommún- istaflokks Sovétríkj- anna við Kommúnista- flokkinn og Sósialista- flokkinn hér í fjölmiðl- um. Stöð 2 reið á vaðið og skýrði frá skjalafundi í Moskvu, þar sem heim- ilað er að greiða Sósial- istaflokknum hér 100.000 dollara (tæpar ~<*:í0 milljónir króna á nú- virði) á árunum 1956- 1966. Ámi Snævarr, sagnfræðingur, stýrði þessum fréttaflutningi á Stöð 2 og birti mynd á skjánum af húsi því, sem Borgarfell hefur aðset- ur. Til áherslu var skiltið með nafni Borgarfells sérstaklega blásið upp. Fréttinni fylgdi viðtal við Jón Ólafs- son, fræðimann og heimspeking, þar sem hann segir að einnig hafí ágóði af fyrirtækjum í eigu flokksmanna .>runnið til flokksins og nefnir þar Borgarfell sérstaklega til. Ekki virðist það hafa hvarflað að sagnfræðingnum, né yfírmönnum hans á Stöð 2, að hafa samband við Borgarfell áður en fréttin var birt. þeir kusu í staðinn að láta Glám ríða húsum hjá óviðkomandi fólki og gefa Gróusögunum lausan tauminn. Ef þetta fólk hefði haft samband við mig, áður en fréttin var birt á Stöð 2, hefði ég getað skýrt frá því, að Borgarfell átti engin viðskipti við Sovétríkin, ut- an einu sinni, að Borgarfell hafði milligöngu um kaup á tveimur setj- aravélum fyrir Prentsmiðju Þjóðvilj- ans og Prentsmiðju Suðurlands, sem að sjálfsögðu komu eftir venjulegum . verslunarleiðum og greiddar gegnum ‘Landsbanka íslands. Ég hefði líka skýrt þeim frá, að vissulega var Borgarfell upphaflega stofnað til að reyna að létta undir starfsemi Sósíalistaflokksins. Þetta var mikil bjartsýni, sem byggð var á því, að takast myndi að afla umboða fyrir vörur frá löndunum austan- tjalds sem einhver slægur væri í. Það var tálvon ein. Allar meginvörur, bæði innflutnings- og útflutningsvör- ur til og frá Sovétríkjunum, lentu að sjálfsögðu í höndum gróinna fyrir- tækja í fískútflutningi og í innflutn- ingi á olíu, benzíni, timbri, jámi og annarri megin- og magnvöru. Það kom líka í ljós, að yfirvöld í Sovétríkj- unum voru í raun andstæð öllum við- • -' skiptum við fyrirtæki, sem ekki voru í náðinni hjá íslenskum yfírvöldum. Þetta sannaðist með þá einu vöruteg- und, utan ofangreindrar megin- og magnvöru, sem var nokkuð eftir- sóknarverð frá Sovétríkjunum, en það voru bifreiðar. í samræmi við þessa stefnu var umboðið fyrir bif- reiðar veitt fyrirtæki, sem stofnað var að undirlagi stjórnvalda hér. Það var því ekki um auðugan garð að gresja fyrir önnur fyrirtæki að flytja inn vörur frá Sovétríkjunum. Öllum var að sjálfsögðu ljóst, að Sov- .éfríkin, sem ekki voru þekkt fyrir framleiðslu léttiðnaðar og neysluvara fyrir stríð, voru það enn síður eftir stríð, með landið flakandi í sárum. Sovétríkin voru bókstaflega ekki samkeppnisfær í útflutningi á léttiðn- aðar- og neysluvöru og ekkert íýrir- tæki, sem ætlaði sér að lifa og græða á slíkum innflutningi myndi lifa af. J£»ar við bættist, að Borgarfell hafði ekkert fjármagn til að standa að neinum innflutningi að gagni. Það kom líka strax í ljós, að fyrirtækið hafði enga burði til að styrkja Sósíal- istaflokkinn, barðist í bökkum og lá við gjaldþroti. Ég tók að mér að bjarga því sem bjargað varð með því að taka að mér stjóm þess árið 1957. Árið 1960 keypti ég svo fyrirtækið og hefir það verið eign fjölskyld- unnar í 40 ár, henni til lífsviðurværis. Borgar- fell gat aldrei stutt við bakið á Sósíalista- flokknum og mætti segja að fyrirtækið hafi frekar stutt Sjálfstæð- isflokkinn þar sem það auglýsti meira í Morg- unblaðinu en Þjóðvilj- anum! Ég hafði eiginlega ekki hugsað mér að svara tilraun Stöðvar 2 til að tengja Borgarfell við meintan fjárstuðn- ing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna við íslenska sósialista; ef menn kysu að haga sér eins og götustrákar væri það þeirra mál. En þegar ég frétti stuttu síðar, að út kæmi bók eft- ir Jón Ólafsson, fræðimann og heim- speking, um samskipti Sovétríkjanna og íslenskra sósialista, þótti mér rétt að glugga í bókina. Ég sá þá strax, að mér væri ekki stætt á því að svara ekki helstu rangfærslunum, sem þar koma fram. Ég tek fram, að það er ekki Jón sjálfur, sem er með rang- færslur og ósannindi, heldur er þetta að finna í sjálfum skjölunum, sem Jón byggir á. Því miður dregur hann ál- yktanir af þessum vaðli gagnrýnis- laust og fellur í sömu gryfju o'g Stöð 2, að hafa ekki samband við málsaðila áður en hann dregur ályktanir og skrifar heila bók. Borgarfell og Sósíalistaflokkurinn Á fundi hjá Máli og menningu í Súfistanum í nóvember sl. um bók Jóns, Kæru félagar, skýrði ég frá því, að Sósialistaflokkurinn hefði aldrei fengið neina peninga frá Borgarfelli, því miður. Ef farið væri yfir verslun- arskýrslur frá 1950 til endaloka Sov- étríkjanna og annarra austantjalds- ríkja mun koma í ljós, að magn og verðgildi þeirra innflutningsvara, sem fluttar voru þaðan til Islands á vegum þeirra fyrirtækja, sem talin voru tengd Sósíalistaflokknum, nema svo lágri upphæð, að útilokað væri að styrkja stjórnmálaflokka eða aðra af ágóðanum. Eins og kunnugt er, er Skattstof- unni heimilt að taka bókhald fyrii'- tækja til athugunar hvenær sem er. Til gamans má geta þess að svo brá við stuttu eftir stofnun Borgarfells, að Skattstofan tók allt bókhald fyrir- tækisins til athugunar, ekki einu sinni, heldur þrisvar eða fjórum sinn- um á nokkrum árum. Ekkert fannst athugavert við bókhaldið og þegar bókhaldinu var skilað síðast fylgdu með hrósyrði um vandað bókhald. Strax þegar ég tók við Borgarfelli árið 1957 varð mér Ijóst, að útilokað væri að reka fyrirtækið með því að versla eingöngu við austantjaldslönd- in, þó að vissulega hjálpaði það nokk- uð, að gerðir voru svokallaðir vörusk- iptasamningar (clearing) við þessi lönd þannig að stjómvöld hér voru neydd til að beina viðskiptum með nokkrar vörutegundir til þessara landa til að tryggja sölu á fískaf- urðum okkar. Ég byrjaði fljótlega að afla umboða vestantjalds. Á næstu árum jukust viðskiptin við vesturlönd þannig, að árið 1970 voru þau orðin 90%, en 10% við austantjaldslöndin. Þegar sósíalistar misstu völdin aust- Sannleikurinn er sá, segir Halldór Jak- obsson í fyrri grein sinni, að Borgarfell hafði upphaflega umboð fyrir ýmis fyrirtæki í austan- tjaldslöndunum, en naut aldrei, ég segi aldrei, neinnar sér- stakrar fyrir- greiðslu. antjalds var Borgarfell aðeins í við- skiptum við tvö fyrirtæki þai-. Áf þessu má Ijóst vera, að tilraun Stöðvar 2 til að tengja Borgarfell við fjárstuðning við Sósíalistaflokkinn frá Sovétríkjunum er úr lausu lofti gripin og skóladæmi um hvernig ekki á að undirbúa og segja fréttir. Það verður aldrei talin góð frétta- mennska eða góð sagnfræði að kynna sér ekki málin frá fleiri en einni hlið og hafa ekki samband við málsaðila ef hægt er, heldur kjósa að gaspra og fleipra að hætti Hildiríðarsona og Lyga-Marðar. Er nokkuð til sem heitir siðanefnd sagnfræðinga, fræði- manna eða fjölmiðla? Máske gæti sið- anefnd blaðamanna komið hér að, ef viðkomandi aðilar sjá ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar. Kæru félagar í bók Jóns Ólafssonar (bls. 179) eru taldar upp fímm aðferðir Komm- únistaflokks Sovétríkjanna við að styðja Sósíalistaflokkinn hér. Minnir sú þula mig óneitanlæga á frægan mislestur sögupersónu hjá Halldóri Laxness um 111. meðferð á skepnum. Ég trúi því varla, að Jón hafi samið þessa þulu, heldur hlýtur hún beinlín- is eða óbeinlínis að vera tekin upp úr skjölunum rússnesku. Ekki er ólík- legt að misindismenn hafi farið hönd- um um skjölin áður en Jón fekk þau í hendur, gróðapungar í sovéska kerf- inu eða leyniþjónustu Sovétríkjanna, sem Jón segir að hafi átt að koma fjárframlögunum til Sósialista- flokksins til skila. Þulan er öll svohljóðandi: Ein aðferðin var sú að kosta til- tekna starfsemi með fóstum fjár- framlögum sem afhent voru í sendi- ráðinu. Önnur aðferð var að kosta tiltekin verkefni, annaðhvort með því að senda fjárframlag í gegnum sendi- ráðið eða með bankayfirfærslu. Þriðja aðferðin var sú að beina við- skiptum til fyrirtækja sem tengd voru Sósíalistaflokknum og létu ágóða renna til flokksins að einhverju eða öllu leyti. Fjórða aðferðin var lán- veitingar til flokkshollra fyrirtækja eða fyrirtækja sem sósíalistar stjórn- uðu. Slík lán voru stundum afskrifuð þegar ft'am liðu stundir eða aðeins greidd að hluta. Fimmta aðferðin var beinar peningasendingar til að bjarga málum þegar neyðarástand hafði skapast eða til sérverkefna Það eina, sem satt er í þulunni er fyrsta aðferðin um að kosta tiltekna starfsemi með föstum fjárframlög- um, sem afhent voru í sovéska send- iráðinu. Þarna er átt við starfsemi MÍR á íslandi, sem vissulega var kostuð af Sovétríkjunum og átti aldrei að vera launungarmál, þótt yf- irvöld þar kysu að pukrast með þetta. Önnur aðferðin fellur um sjálfa sig. Hún er sögð vera styrkur til tiltek- inna verkefna með bankayfirfærsl- um. Víst er að misjafn sauður er í mörgu fé, en útilokað sýnist mér að þeir í leyniþjónustu Sovétríkjanna eða íslenskir sósíaliastar hafi verið svo skyni skroppnir að senda og taka við styrktarfé með bankayfirfærsl- um. Fimmta aðferðin er svo vand- ræðalegust af þeim öllum, sögð vera beinar peningasendingar til að bjarga málum, þegar neyðarástand hafði skapast eða til sérverkefna. Þeir hefðu þá átt að hafa nóg að gera í Moskvu með að moka peningum til íslands, því ég man ekki þann dag, sem ekki var neyðarástand með út- gáfu Þjóðviljans. Þriðja aðferðin er sögð hafa verið að beina viðskiptum til fyrirtækja, sem tengd voru Sósíalistaflokknum og létu ágóðann renna til flokksins að einhverju eða öllu leyti og sú fjórða lánveitingar til flokkshollra fyrir- tækja, sem sósíalistar stjómuðu. Slík lán hafi síðan verið afskrifuð þegar fram liðu stundir eða aðeins greidd að hluta. Jón segir síðan í tilvísanaskrá á bls. 317: Þessi fyrirtæki voru einkum Borg- arfell h/f, Baltic h/f., Elting [sicjTrad- ing Co., Borgarey og Mars Trading Co. Umsvif þess fyrstnefnda [letur- breyting mín, HJ] og þess síðastn- efnda voru mest. Ég veit ekki til, að Elding Trading hafi verið tengt Sósíalistaflokknum á nokkurn hátt. Um Mars Trading veit ég, að það fyrirtæki var ekki stofnað til að styrkja Sósíalistaflokkinn, held- ur var það frá upphafi einkafyrirtæki Ægis Olafssonar, stofnað til að hafa af því lífsviðurværi, á sama hátt og Borgarfell hefir í 40 ár verið einka- fyrirtæki mitt og fjölskyldunnar. Ékki er því mótmælt, að Ægir er sós- íalisti, en fyrr má nú rota en dauð- rota, að halda því fram, að öll fyrir- tæki í landinu séu tengd þeim stjórnmálaflokki, sem eigendur þeirra fylgja. Það er svo annað mál hvort þessir eigendur geta eða vilja styðja þá flokka, sem þeir fylgja, fjár- hagslega. Vitað er, að Einar Ölgeirs- son reyndi að styðja flokksbróður sinn Ægi í vægast sagt stirðum við- skiptum við fyrirtæki í Sovétríkjun- um, sem einkum lýsti sér í síendur- teknum sendingum gallaðrar vöru, sem kostaði Maa'S Trading stórfé. Þess skal getið, að Ægir varð braut- ryðjandi í sölu á prjónavarningi og niðursuðuvörum til Sovétríkjanna með góðum árangri, sem styrkti þessar atvinnugreinar verulega. Sem frægt er orðið stöðvuðu Sovétríkin öll viðskipti við Mars Trading Co. fyiir- varalaust, þegar Ægir mótmælti op- inberlega yfirgangi þeirra gegn nágrannaríkjunum, og lögðu í rúst lífsframfæri hans með einu penna- striki. Baltic Trading, sem Jón nefnir í bók sinni, hóf aldrei reglulega starf- semi hér að ég veit. Jón fellur hér í sömu gryfju og Stöð 2 og sagnfræðingurinn þar, að hafa ekki samband við málsaðila og þykir mér það leitt hans vegna. Ég hefði getað skýrt honum frá því sem hér að ofan segir um samskipti Borg- arfells við Sovétríkin og bætt við ýmsu, sem varpað hefði ljósi á sam- skipti Sovétríkjanna og Sósíalista- flokksins og þannig gert bók hans trúverðugri. Hluti bókarinnar fjallar um pólit- ísk samskipti Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins við Sovétrfldn og kemur þar fátt nýtt fram. Allir vissu um þessi samskipti og í stefnu- skrá flokkanna sagði að fylgst skuli með framvindu mála í Sovétríkjun- um. En það sem sagt er í bók Jóns um Borgarfell er tómur þvættingur, að því einu undanskildu, að Borgar- fell var upphaflega stofnað til að styrkja fjárhagsstöðu Sósíalista- flokksins. Þessar missagnir gera það að verkum að taka verður öllu því, Halldór Jakobsson sem sagt er í bókinni, með mikilli var- fæmi. Ekki nenni ég að elta ólar við allan þann fjölda missagna, sem hafðar eru eftir sendiherrum og verslunarfull- trúum Sovétríkjanna hér um sam- bandið við Borgarfell; nefni aðeins nokkur dæmi. I bókinni segir, að Borgarfell hafi aldrei svarað bréfum þessara aðila og að verslunarfulltrúi þeiiTa ætti að hitta framkvæmda- stjóra Borgarfells til þess að ræða möguleika á auknu vöruframboði frá Sovétríkjunum (bls. 296-97). Tvær milljónir sippubanda Sannleikurinn er sá, að Borgarfell fékk aldrei nein bréf frá þessum aðil- um, né heldur hitti verslunarfulltrúi þeirra mig að máli, nema það hafi verið skilaboð hans til mín, að fulltrúi frá fyrirtæki, sem hét Raznoexport að mig minnir, hafði samband við mig og bauð til kaups sippubönd. Hann tók fram að minnsta magn væri einn járnbrautarvagn, sem líklega væru tvær milljónir sippubanda! Ekki vantaði að hann hefði sýnishorn með- ferðis, en það var svo lélegt að engu tali tekur og útilokað, að nokkur vildi kaupa svo mikið sem eitt stykki. í bók Jóns segir, samkvæmt skjöl- um þeirra í Moskvu, að Borgarfell hafi ekki einokunarstöðu í innflutn- ingi á neinu nema á ritvélum frá Austur-Þýskalandi (bls. 296). Þetta er rangt með farið. Borgarfell hafði ekki einokunarstöðu í innflutningi á ritvélum frá Austur-Þýskalandi; fyr- irtækið Garðar Gíslason hafði einnig umboð fyrir ritvélar þaðan. Enn fremur var öllum innflytjendum rit- véla heimilt að kaupa og selja þær rit- vélar sem Borgarfell hafði umboð fyrir. Sagt er einnig, að Einar 01- geirsson hafi viljað fá umboð fjrir rafmagnsvörur frá Sovétríkjunum og að Borgarfell hafi sérhæft sig í raf- vörum af ýmsu tagi, auk ritvéla. Svona mætti lengi telja dæmi um hreinan heilaspuna, sem Jón tekur upp úr Moskvuskjölunum. Borgarfell hefir aldrei sérhæft sig í rafmagns- vörum. Sannleikurinn er sá, að Borgarfell hafði upphaflega umboð fyrir ýmis fyrirtæki í austantjaldslöndum, en naut aldrei, ég segi aldrei, neinnar sérstakrar fyrirgreiðslu, hvorki í formi lána né greiðslufresta. Hins vegar malaði fjöldi fyrirtækja tengd Sjálfstæðisflokknum gull vegna sér- staklegra hagstæðra Viðskiptasamn- inga við Sovétríkin, sem Einar 01- geirsson átti drjúgan þátt í að komust á, en var aldrei þakkað fyrir. Hluti af þessu Rússagulli fór í kassa Sjálf- stæðisflokksins. Rússagullið og rússneskir gróðapungar íslendingar hafa allt frá stofnun Sovétríkjanna heyrt kyrjaðan söng- inn um, að tómir glæpamenn hafi stjórnað þar frá upphafi. Þarna er auðvitað of djúpt í 010001 tekið, en sjálfsagt er misjafn sauður í mörgu fé. Völdin hafa skapað hóp misindis- manna og gróðapunga og er ekki frá- leitt að telja, að peningar, sem heimil- að hafi verið að greiða hingað, hafi lent í vösum slíkra manna í valdakerf- inu sovéska. Jón Ólafsson byggir á Moskvu- skjölunum, þar sem ekkert er sann- leikanum samkvæmt um viðskiptin við Borgarfell, þegai' hann ályktar: Það varð smám saman viðurkennd aðferð að beita fyrirtækjunum til að fjármagna flokkstarfið og tvímæla- laust það fyi-irkomulag sem hentaði báðum aðilum best. (bls.198) Jóni er máske vorkunn að draga þessa ályktun, því að hann virðist trúa í blindni á sannleiksgildi Moskvuskjalanna. Ég spurði Jón á Súfistafundinum hjá Máli og menn- ingu, hvort hann hefði íhugað hvort Moskvuskjölin gætu verið fólsuð. Jón svaraði að útilokað væri að þau væru öll fölsuð. Það má rétt vera, en allt sem þar segir um fjárstuðning til Sósíalistaflokksins gegnum Borgar- fell er hreinn uppspuni. Það gerir aðrar getgátur og fullyrðingar um beinan fjárstuðning Sovétríkjanna við Kommúnistaflokkinn og Sósíalist- aflokkinn hér lítið trúverðugai', vægt til orða tekið. Enda hefir Jón sjálfur sagt, að hann hafi haft grun um, að þeir peningar sem Moskvuskjölin greina frá, að heimilað hafi verið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.