Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Stj örnu- bj armi í fj ölmiðlum Kvikmyndastjarnan ogyndi allra ung- lingsstúlkna, Leonardo DiCaprio, brá undirsig betri fætinum fyrirskömmu og skrapp í heimsókn í Hvíta húsid til Clinton Bandaríkjaforseta. Þar settust þeir félag- amir niður og spjöll- uðu saman í tuttugu mínútur um umhverf- ismál. Það hefði vart verið í frásögur fært nema vegna þess að í föruneyti Leo kvik- myndastjömu vora kvikmynda- tökumenn ABC-sjónvarpsstöðvar- innar, sem tóku spjallið upp á band, til sýningar í fréttaþætti stöðvarinnar. Fréttamenn ABC, sérstaklega þeir sem starfa í Was- hington og hafa meðal annars við- töl við Bandaríkjaforseta á sinni könnu, brugðust ókvæða við þegar þeir fréttu að kvikmyndastjaman unga hefði VIÐHORF fengið þetta ------ virðulega Eftlr Eftlr verkefni hjá Hönnu Katrinu sjónvarpsstöð- Friðriksen inni. Þeim þótti enda sem öðrum að með þessu væri sjónvarpsstöðin að gera lítið úr starfi og reynslu fréttamanna sinna og gengislækka sjónvarpsfréttaviðtöl. Forráða- menn sjónvarpsstöðvarinnar áttu greinilega ekki von á þessum við- brögðum og ruku í kjölfarið upp til handa og fóta með afsakanir og skýringar. Meðal annars gáfu þeir út yfirlýsingu þess efnis að alls ekki mætti líta svo á að ætlunin hefði verið að sjónvarpa samtalinu sem alvöra fréttaviðtali, þetta hefði meira verið til gamans gert, enda enginn svo vitlaus að senda kvikmyndaleikara að taka viðtal í stað fréttamanns. Sjónvarpsstöðin hefði bara ætlað að íylgjast með rölti Leos og Bills um ganga Hvíta hússins, þar sem umhverfisvemd- arsinninn DiCaprio fengi að skoða hvemig Hvíta húsið stendur sig í stykkinu við endurvinnslu og orkuspamað. Það hefði síðan verið Hvíta húsið sem skyndilega hefði ákveðið að valdamesti maður heims skyldi veita kvikmynda- stjömunni vinsælu viðtal. I Hvíta húsinu var hlegið að yf- irklóri ABC. Þar á bæ bentu menn á að viðtöl við forsetann væra skipulögð með góðum fyrirvara og svo hefði einnig verið í þetta sinn. ABC hefði óskað eftir viðtali og það hefði verið veitt. Eftir það var það sjónvarpsstöðinni í sjálfsvald sett hvaða blaðamaður fengi heið- urinn. Umboðsmaður DiCaprio kom líka af fjöllum og sagði dreng- inn hafa undirbúið sig vel og vand- lega fyrir atburðinn. Forsetinn gerði að gamni sínu og benti ABC á að það væra ekki mistökin sem gerðu út um menn, heldur yfir- hylmingin. Og ef það er eitthvað ráð sem Clinton getur veitt úr eig- in reynslubanka, þá er það einmitt þetta. Eftirleikurinn hefur allur verið heldur hlægilegur. Til að friða fréttamenn sína sagði ABC það ól- íklegt að viðtalið „óvænta" yrði nokkum tímann birt, en Hvíta húsið svaraði kuldalega að það yrði þá í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna veitti viðtal, sem þætti ekki tUefni tál að birta. Eftir nokkra hringi í skelftngaræði varð niðurstaða ABC sú, að birta hluta viðtalsins á næstunni. Þannig telja þeir sig lfldega ná að gera öUum tíl hæfis. Það er ekki að furða að mál skoUst tU í fjölmiðlaheiminum í Vesturheimi. Vinsældir era kjör- orð dagsins og í kapphlaupinu um þær gleyma fjölmiðlar stundum hlutverki sínu. ABC virðist reynd- ar Ula haldið af slíkri gleymsku þessa dagana, því stutt er síðan sjónvarpsstöðm sendi helstu fréttakonu sína að taka viðtal við EUan nokkum Gonzalez. Sá er frægur vegna forræðisslagsmála í fjölskyldunni og þess vegna æski- legur viðmælandi. Sú staðreynd að hann er aðeins sex ára gamaU þarf ekkert að þvælast fyrir. En þegar saumað var að ABC vegna þessa máls kom £ Ijós að þama var reyndar alls ekki um viðtal að ræða, heldur hafði fréttakonan fengið að fara í „heimsókn undir eftirUti". Sjónvarpsáhorfandinn heima í stofu sá hins vegar engan mun þar á. í kjölfar hinnar hlægUegu upp- ákomu ABC, DiCaprio og CUntons í Hvíta húsinu, þar sem kvik- myndastjaman sá sér lfldega hag í að mæta á sjónvarpsskjáinn sem talsmaður umhveifismála eftir að hafa sætt mikilU gagnrýni umhverf- isvemdarsinna fyrir atgang töku- Uðs kvikmyndar sem hann lék í á Taflandi, og þar sem Clinton sá sér hag í að ná augum og eyrum unga fólksins, þá var áhugavert að lesa um ræðu Bandaríkjaforseta á þingi ritstjóra bandarískra dagblaða. Forsetinn lýsti því yfir, að hann teldi Utlar Ukur á að Netið myndi ógna dagblöðum. Dagblöðin myndu halda velU af þeirri ástæðu að þau gætu veitt ítarlegar upplýsingar um mál, sem hvorki netmiðlar né sjónvarpsstöðvar gætu gert. Fréttastofan Associated Press hafði eftir forsetanum við sama tækifæri, að hann hefði mestar áhyggjur af því, að fólk gæti nálg- ast upplýsingar um allt miUi him- ins og jarðar, en gæti engan veg- inn gengið úr skugga um að þær upplýsingar væra réttar. Og jafn- vel þótt upplýsingamar væra rétt- ar, þá ætti fólk erfitt með að setja þær í rétt samhengi. Þar kæmu dagblöðin til skjalanna og mildl- vægi þess hlutverks þeirra að koma hlutunum tíl skfla á vandað- an og skýran hátt yrði seint ofinet- ið. MeðaJ annars væri hlutverk þeirra þýðingarmikið við að skýra fyrir lesendum sínum hvemig rannsóknir á sviði erfðafræðirann- sókna færu fram og hveijar væra pólitískar og félagslegar afleiðing- ar þeirra. Þessar upplýsingar kæmu ekki fram ef stytta þyrfti fréttir og klippa niður í hæfilega lengd í netmiðlum og sjónvarps- stöðvum. Það er vel viðurkennt að jafnt sem fjölmiðlar skapa frægðina er frægðin aðgöngumiði að fjölmiðl- um. Þessi jafna hefur hins vegar oft á tíðum gert fréttafjölmiðlun hinn mesta óleik. Það er því gott tU þess að vita að þrátt fyrir stundar- glýju vegna stjömubjarma sé fólk enn sér meðvitandi um mikUvægi vandaðs fréttaflutnings fagfólks eins og orð forseta Bandaríkjanna bera með sér. Fitu- og orkuinnihald í skyri og sýrðum mjólkurvörum Mjólkurvörur gfita/100g Skyr, hreint Skyr með ávöxtum Bíómjólk með appelsínum Léttjógúrt með korni Létt súrmjólk Létt ab mjólk Keila Jógúrt með ávöxtum Skólajógúrt með lakkrís ab mjólk Súrmjólk Rjómaskyr með ávöxtum Skólaskyr með jarðarb. Þykkmjólk með korni abt mjólk með múslí Þykkjógúrt með korni Pascual jógúrt Engjaþykkni með múslí B 0,2 E 0,4 ■ 1,3 m 1,3 ■ 1,5 H 1,5 1 1,8 m 3,3 kkal/100g 3 65 98 I i 68 l-; ^ ■' • I 83 I I 42 I I 44 I I 75 I I 95 I. I ........1 92 !,,,!> . I 71 M '-I 65 g.a;.aa..æ, 127 3 115 3120 99 ] 110 3] 128 33 134 Nýjar mjólkurvörur létta okkur lífið Nýjar hollustuvörur eru smám saman að birtast í mjólkurkælum matvöruverslana. Laufey Steingrímsdóttir segir að lífíð geti því væntanlega orðið svolítið auðveldara fyrir þá sem vilja koma línunum í lag og huga að heilsunni. MÖRGUM fannst sjálfsagt tími til kominn að fjölbreytnin væri aukin á þessu sviði því hingað til hafa feitar og sætar mjólkurvörur verið í mikl- um meirihluta í framleiðslunni. Við- tökur KEA skyrsins, sem heldur betur slær í gegn um þessar mundir, sýna líka að neytendur kunna vel að meta nýjungar í hollustuátt - svo framarlega sem varan er góð. Nú er komin önnur hollustuvara, létt ab mjólk, sem vonandi á eftir að fá svip- aðar móttökur. Þessi fitulitla vara ætti að minnsta kosti að koma sér vel fyrir aðdáendur ab mjólkur, því bragð og áferð léttu vörannar er áþekkt þeirri feitu, það eina sem virðist ólíkt er fitumagn og hitaein- ingar. Áður hafði létt súrmjólk bæst við úrvalið svo nú fer að verða lítil ástæða til að bæta á sig fitu og auka- kílóum vegna mjólkurneyslu, hvorki fyrir böm né fullorðna. Spánska jógúrtið í ætt við búðing En það era ekki allar nýjungar í hoUustuátt. T.d. verður það varla sagt um innflutta jógúrtið frá Spáni, Pascual, sem eins og meðfylgjandi töflur sýna, slær flest met á íslensk- um markaði hvað varðar fitumagn og kaloríur, og var þó úrvalið ærið fyrir af slíkum vöram. Raunar er spænska jógúrtið meira í ætt við búðing en jógúrt, það inniheldur t.d. matarlím og er ekki með lifandi jógúrtgerlum. Það er athyghsvert að á heimasíðu Pascual kemur fram að fyrirtækið framleiðir líka fitusnautt jógúrt í töluverðu úrvali. Innflytjendur hafa þó ekki talið ástæðu til að bjóða okk- ur þá vöra þótt þar hafi frekar verið vöntun á markaðnum. Skyrið er fítuminnst í töflunum sem hér fylgja er gefið upp fitumagn og hitaeiningar í ólík- um tegundum af sýrðum vöram og skyri. Þar kemur í Ijós að skyrið er fituminnsta varan, enda unnin úr undanrennu, en engjaþykknið sú feitasta. Hins vegar er skyrið ekki með fæstar hitaeiningar, jafnvel ekki sykurlaust skyr. Það kemur til af því að skyrið er matarmeira, þéttara og mun próteinríkara en sýrðu vöram- ar. Skyr er af þessum sökum mjög saðsöm og heppileg vara fyrir þá sem vilja grennast eða koma í veg fyrir að þyngjast - og það á jafnvel líka við um skyr með ávöxtum. Ef bæði er blandað rjóma og sykri í skyrið verður niðurstaðan þó önnur. Þannig er t.d. svokallað skólaskyr með feitari og orkuríkari vöram á markaðnum. Vörur án viðbætts sykurs Fæstu hitaeiningarnar eru hins vegar í léttu súrmjólkinni og léttu ab mjólkinni sem era nánast einu sýrðu vörurnar án viðbætts sykurs - fyrir utan fullfeitu afbrigðin af sömu vör- um. Sykurinn hleypir auðvitað ork- unni upp og því verða fituskertar sýrðar vörar t.d. bíómjólk, létt jóg- úrt og keila svipaðar venjulegri súr- mjólk að orkugildi þegar uþp er stað- ið. Flestir virðast þó kjósa að hafa einhvern sykur, t.d. ávexti, til mót- vægis við súra bragðið. Til að koma í veg fyrir að úr slíku verði ein alls- herjar kaloríubomba er ráð að velja fituminni afbrigðin. Best er auðvitað að velja þau sykurlausu og fitu- skertu. Þá getum við alla vega stjómað sjálf sykurmagninu sem fer út á diskinn. Höfundurer forstöðumaður Mann- eldisráðs íslands. V erkefnisstj óri Samstarfsverkefnis NS og ASI Erfítt að fá upplýsingar um bílverð án gjalda SAMSTARFSVERKEFNI NS og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir nokkra skýrsla frá Evrópusambandinu þar sem borið er saman bflverð í öUum Evrópusam- bandslöndunum og í henni er birt verð í hverju landi fyrir sig án allra gjalda. Að sögn Ágústu Ýrar Þorbergs- dóttur, verkefnisstjóra Samstarfs- verkefnisins, hefur hún nú um nokk- urra vikna skeið reynt að nálgast upplýsingar hjá bílaumboðunum um verð á bílum án gjalda eins og vöru- gjalds og virðisaukaskatts en án ár- angurs. „Þegar við fengum skýrsluna frá Evrópusambandinu í hendur fannst okkur spennandi að fá þessar upp- lýsingar um verð án gjalda frá bfla- umboðum á íslandi og bera saman við evrópsku könnunina. Við leituðum til tíu bflaumboða hér á landi, ístraktors, Heklu, Bifreiða og landbúnaðarvéla, Brimborgar, Honda á íslandi, Ræsis, bílaumboðs Ingvars Helgasonar, Bflheima, Suzuki bfla og P. Samúlessonar. Af þessum tíu umboðum svöruðu ís- traktor, Brimborg og bflaumboð Ingvars Helgasonar. Honda á íslandi, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Bflheimar og Suzuki-bflar svo og P. Samúelsson neituðu að gefa okkur þessar upp- lýsingar og frá hinum umboðum hef- ur ekki tekist að fá svör. Forsvarsmaður eins bflaumboðs- ins svaraði mér því til að hvorki Sam- starfsverkefninu né neytendum kæmi við hver álagning á bflum væri. Markmiðið er ekki að gefa upp álagninguna heldur að bera okkur saman við hin löndin. Það er greini- legt að umboðin era hrædd við að gefa upp þessar upplýsingar og spumingin er hvað þau séu að fela? Ágústa segir að eini aðilinn fyrir utan bflaumboðin sem getur veitt þessar upplýsingar sé tollayfirvöld og hún segir að Samstarfsverkefnið muni reyna að nálgast þessar upp- lýsingar þar. Hægt að fara aðrar leiðir Bogi Pálsson formaður Bflgreina- sambandsins, segir að tilgangurinn með verkefnum Samstarfsverkefnis Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu hljóti að vera að halda uppi virku eftirliti með því að verð á markaðnum sé samkeppn- ishæft. „Við sjáum ekki að það sé þörf á að fara þessa leið til að skoða hvort íslensk bflaumboð séu með samkeppnishæft verð og teljum að það megi skoða út frá söluverði sem er á bflum í samanburði við þróun verðbólgu og kaupmáttar. Þjóðhags- stofnun hefur sundurUðað uppbygg- ingu verðs á bflum hér á landi og gögnin Uggja þar fyrir.“ Bogi segir að ekki komi til greina að bflaumboðin fari að gefa upp álagningu sína og bendir á að hún sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.