Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 39 m AP Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir því að 10 milljónir manna muni látast af völdum reykinga árið 2030. Hér er kúbanski myndhöggvarinn Janio Nunez að reka smiðshöggið á mynd sína af Winston Churchill, kannski kunnasta vindlareykingamanni sögunnar. WHO boðar til funda um reykingar ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofn- unin (WHO) hefur boðað til op- inberra fundahalda um málefni er varða Rammasáttmála um reykingavarnir og boðið þeim sem málið varðar, þ.á m. tóbaks- verkendum, að leggja fram skriflegar athugasemdir og vitn- isburði. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá stofnun- inni. Sáttmálinn verður sá fyrsti í sögunni sem varðar eingöngu heilbrigðismál, og verður sam- inn af aðildarríkjum stofnunar- innar, sem eru 191. Er þess vænst að hann verði tilbúinn til undirritunar ekki síðar en 2003. Fundimir, sem boðað hefur ver- ið til, eiga að hefjast í Genf í lok september eða byrjun október. Formlegar samningaviðræður aðildarrfkja WHO um sáttmál- ann hefjast í október. í fréttatilkynningu WHO segir að reykingar verði nú yfir fjór- um miiljónum manna að bana á ári hveiju. Um 2030 verði talan komin i 10 milljónir, þar af verði sjö af hverjum tíu í þróun- arlöndum. Hinn aiþjóðlegi tób- aksiðnaður hafi ekki axlað neina ábyrgð á afleiðingum þess að auglýsa tóbak, og þá sérstak- _ lega fyrir ungt fólk og börn. I ljós séu að koma gögn sem bendi tii þess að tóbaksverkend- ur hafi reynt að draga fjöður yf- ir vísindalegar upplýsingar til þess að koma í veg fyrir að sannleikurinn um reykingar komi fyrir augu almennings. Það bæti gráu ofan á svart, að sífellt fleira bendi til þess, að breytingar hafi verið gerðar á nikótínmagni tii þess að tryggja að ungt fólk ánetjist sígarettum. Nýjar upplýsingar frá Brasilíu, Indlandi, Kína, Suður-Afr/ku, Zimbabwe, Óman og Egypta- landi, bendi tii þess að WHO kunni að hafa vanmetið hversu mörg ungmenni og börn byiji að reykja á degi hveijum. Starfsmenn stofnunarinnar segja að tiivikum dauðsfalla, sjúkdóma og örkumlunar af völdum krabbameins og hjarta- og lungnasjúkdóma, er rekja megi til tóbaksneyslu, muni fjölga mest í þróunarlöndunum, sem séu verst undir slíkt búin. Góðkynja beinaæxli í börnum? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Sonur minn sem er fimm ára var nýlega á sjúkarhúsi vegna aukabeinvaxtar við axlarlið (osteochondrom). Mér er sagt að þetta sé ekki skaðlegt en mig fysir að vita hvað veldur þessu og hvort líklegt sé að þessa gæti annars staðar á líkama viðkomandi á vaxt- arskeiði? Svar: Æxli í beinum eru nokkuð algeng og geta verið illkynja eða góðkynja. Hjá fullorðnum er oftast um að ræða meinvörp frá illkynja æxlum annars staðar í líkamanum en hjá bömum er algengast að uppruni æxlisins sé staðbundinn í beininu. Bein- og brjóskæxli (osteochondr- om) eru nokkuð algeng hjá börn- um og unglingum og er algengast að þau komi fram á aldrinum 10- 20 ára. Þetta eru algengustu góð- kynja æxlin í beinum og geta verið eitt sér eða fleiri. Þessi æxli geta komið í hvaða bein sem er en al- gengast er að þau komi við enda á löngu beini eins og þeim sem eru í handleggjum og fótleggjum. Þessi æxli eru úr beini en þakin brjóski og eru þess vegna oftast kölluð Auka- beinvöxtur bein- og brjóskæxli. Ekki er vitað um orsakir þessara æxla annað en að margt bendir til þess að erfðir skipti máli, a.m.k. hjá þeim sem fá mörg slík æxli. Æxlin eru í sjálfu sér meinlaus en þau geta valdið talsverðum óþægindum, þau geta í einstaka tilfellum breyst og orðið illkynja og þess vegna eru þau fjarlægð. Þeir sem fá mörg bein- og brjóskæxli eru í töluvert meiri hættu en aðrir að fá illkynja bein- æxli síðar en áhættan hjá þeim sem fá eitt æxli er aðeins örlítið aukin. Til eru ýmis önnur góðkynja beinæxli hjá börnum og ungling- um en bein- og bijóskæxli eru þau lang algengustu. Vandinn við að greina beinaæxli er að þau gefa oft engin einkenni fyrr en þau eru orðin nokkuð stór en það fer þó eftir staðsetningu. Viðvarandi eða vaxandi verkir í búk eða útlimum geta vakið grun- semdir, einkum ef hægt er að finna fyrirferðaraukningu á staðn- um. Röntgenmyndir geta veitt svarið en oft þarf að taka nálar- sýni til að fá öruggari greiningu. Þegar um meinvörp annars staðar ffá er að ræða getur nálarsýni ekki alltaf sagt til um það með vissu hvaðan meinvarpið er komið. Þó eru um 80% slíkra meinvarpa komin frá illkynja æxlum í blöðru- hálskirtli, bijóstum eða lungum. Stundum tekst ekki að fá örugga sjúkdómsgreiningu með þessum aðferðum og þá þarf að opna inn á æxlið og taka sýni beint úr því til greiningar. • Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðilcg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http://www.hi.is/~magjoh/ Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á þjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bróf- um eða sfmbrófum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á nctfang Magnúsar Jóhannssonar.elmag@hotma- il.com Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 26. útdráttur 4. flokki 1994 - 19. útdráttur 2. flokki 1995 - 17. útdráttur 1. flokki 1998 - 8. útdráttur 2. flokki 1998 - 8. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Umsóknir um styrki úr Umhverfissjóði verslunarinnar Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður 1. október 1995 og eru þátttakendur í sjóönum um 160 verslanir um land allt. Tekjur sjóðsins eru af sölu plastpoka sem merktir eru sjóðnum. Umhverfissjóður verslunarinnar mun í byrjun sumars 2000 úthluta fé til verkefna sem falla að markmiðum sjóðsins, sem eru þau að stuðla að bættu umhverfi landsins, fegrun þess og uppgræðslu. Sjóðurinn hefur úthlutað fjórum sinnum, samtals 100 milljónum króna. Megináherslan er lögð á úthlutanir til stærri verkefna en hluta af ráðstöfunarfénu mun verða úthlutað til minni verkefna. Félagasamtökum og einstaklingum sem hyggjast ráðast í verkefni á sviði umhverfismála gefst hér með kostur á að sækja um styrki til Umhverfissjóðs verslunarinnar. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á skrifstofu sjóðsins í Húsi verslunarinnar 6. hæð og einnig á heimasíðu sjóðsins; www.umhverfi.is. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2000 Umhverfissjóóur verslunarinnar Húsi verslunarinnar • Kringlunni 7 103 Reykjavík • Sími 568 7811 Myndsendir 568 5569 www.umhverfi.is www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.